Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 79
FRÉTTIR AF FÓLKI Ampop hafa lokið upptökum á næstu plötu sinni. Hljóm- sveitin fékk góða gesti til að hjálpa sér í einu laganna á plötunni. „Við vorum að hlæja að því að nú færi fólk að ásaka okkur um að herma eftir Jeff Who? og Barfly. Okkur fannst frábært að fá þá bara til að syngja með okkur,“ segir Jón Geir Jóhannsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Ampop. Sveitin er þessa dagana að taka upp næstu plötu sína og fengu strákana í Jeff Who? til að syngja með sér í einu laganna, enda er í því „sing-along“ kafli ekki ósvipaður þeim í laginu Bar- fly með Jeff Who? „Þeim fannst þetta líka þrælfyndin hugmynd svo við héldum bara lítið sam- kvæmi í stúdíóinu. Þetta var alveg frábært, og þeir eru allir magnað- ir söngvarar. Svo er líka gaman þegar fólk vinnur saman og heldur sig ekki bara í sínu horni. Það er eiginlega ekki hægt á íslenskum tónlistarmarkaði,“ sagði Jón Geir. Jón Geir segir enga stökkbreyt- ingu hafa átt sér stað á stefnu Ampop á milli platna. „Þessi fer í báðar áttir út frá síðustu plötu, en fólk á alveg að heyra hvaða hljómsveit þetta er,“ sagði Jón Geir. Ekki er kominn ákveðinn útgáfudagur á plötuna en stefnt er á byrjun nóvember. „Platan er í eftirvinnslu núna. Arnar, sem pródúseraði síðustu plötu, er að gera það sem hann gerir, sem ég held að enginn okkar skilji alveg en er alveg geðveikt. Hann er eiginlega fjórði Ampopp- arinn.“ Lagið með Jeff Who? verð- ur það fyrsta af plötunni sem fer í spilun og mun það verða á næstu vikum. sunna@frettabladid.is Jeff Who? syngur með Ampop á nýju plötunni JEFF WHO? Lagið með Ampop er væntanlegt í spilun á næstu vikum. AMPOP Trommuleikari Ampop segir ekki von á dúettaplötu þó að samstarfið með Jeff Who? hafi gengið vel. Fjórða plata Ampop kemur út í nóvember. Söngkonan geðþekka Kylie Min- ogue er ekki á leið í hjónaband með kærasta sínum Olivier Marti- nez eins og slúðurblöðin hafa verið að greina frá uppi á siðkastið. Martinez hjúkraði Minogue á meðan hún stóð í baráttu við brjóstakrabbamein og héldu marg- ir að í kjölfarið mundi parið ganga upp að altarinu. Minogue, sem nú er orðin frísk eftir veikindin, seg- ist ekki vera í hjónabandshugleið- ingum og að Martinez sé ekki týpan til að ganga í það heilaga. „Ég er ekki hjónabandstýpan og vil vera búin að þekkja manneskj- una í a.m.k. sex ár áður en ég festi ráð mitt,“ lét Martinez hafa eftir sér á dögunum. Ekki í hjóna- band í bráð KYLIE MINOGUE Segist ekki vera á leiðinni í hjónaband í bráð með kærasta sínum Olivier Martinez eins og slúður- blöðin hafa greint frá. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Leikkonan Kate Beckinsale segist ekki vilja vera bendluð við lýtaað- gerðir. Hún er alfarið á móti slíkum aðgerðum í fegrunarskyni og vill ekki að fólk haldi að hún sé nógu grunnhyggin til að gangast undir hnífinn. „Lýtaaðgerðir eru sjálfselskar og grunn- hyggnar aðgerðir og vill ég ekki að fólk haldi að ég sé þess slags manneskja,“ segir Beckinsale. [KVIKMYNDIR] UMFJÖLLUN Jón Páll Sigmarsson er risi í fleiri en einum skilningi og hann vann sér traustan sess í hjarta þjóðarsálar- innar á allt of stuttri ævi og óvenju glæsilegum ferli í aflraunum og vaxtarrækt. Heimildarmyndin Þetta er ekkert mál er því löngu tímabær og Hjalti Úrsus og félagar eiga hrós skilið fyrir að setja saman þessa áhugaverðu og skemmtilegu mynd. Lífi Jóns Páls er gerð góð skil í myndinni og honum er fylgt frá æsku með leiknum atriðum. Þar kemur á daginn að krókurinn beygð- ist snemma og hann var ekki hár í loftinu þegar hann ákvað að leggja heiminn að fótum sér með handafli. Feril Jóns er óþarfi að rekja hér en hér á landi stóð honum eng- inn jafnfætis í vaxtarræktar- keppnum og hann landaði titlinum Sterkasti maður heims nokkrum sinnum án þess varla að blása úr nös. Upprifjun á þessum afrekum Jóns Páls með gömlum frétta- myndum er tvímælalaust skemmtilegasti þáttur myndar- innar og það ættu allir að hafa gagn og gaman af því að fylgjast með glaðbeitta víkingnum sigra heiminn í krafti aflsmuna og ekki síður magnaðra persónutöfra. Viðtöl við fjölda samferða- manna og vina varpa svo skýrara ljósi á manninn sjálfan þannig að eftir stendur heilsteypt mynd af mögnuðum manni, ljúfum risa, sem var skammtaður allt of stutt- ur tími í mannheimum. Jón Páll var með skemmtilegri mönnum, litríkur og lífsglaður en myndin er þó alveg á mörkunum hvað lengdina varðar en hún á það til að detta aðeins niður á milli myndbrotanna með Jóni Páli í ham. Þegar hann er í mynd á hann hins vegar tjaldið og hug áhorf- enda skuldlaust. Gallar myndarinnar eru fáir og léttvægir þegar á heildina er litið og Þetta er ekkert mál ætti í raun að vera skyldugláp fyrir Íslend- inga. Myndin er gerð af alúð og væntumþykju og með henni hefur Hjalti og hans fólk reist föllnum félaga verðugan bautastein. Verðugur bautasteinn ÞETTA ER EKKERT MÁL LEIKSTJÓRI: STEINGRÍMUR JÓN ÞÓRÐARSON AÐALHLUTVERK: SKARPHÉÐINN HJALTA- SON, GARÐAR UNNARSSON, SÆMUNDUR UNNAR SÆMUNDSSON. Niðurstaða: Persónutöfrar og kraftur Jóns Páls keyrir þessa löngu tímabæru heimildarmynd áfram þannig að það verður enginn svikinn af endurnýjuðum kynnum við þennan magnaða mann sem átti hug og hjörtu þjóðarinnar á níunda áratugnum. Stjórn á blóðþrýstingi LH inniheldur náttúruleg lífvirk peptíð sem geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi LH-drykkurinn er gerður úr undanrennu og er því fitulaus. Auk peptíðanna inniheldur hann í ríkum mæli kalk, kalíum og magníum en rannsóknir benda til að þessi steinefni hafi einnig jákvæð áhrif á blóðþrýsting. BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku tali ! GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM Blóðugt meistarverk eftir Nick Cave með úrvalsleikurum í hverju hlutverki. HAGATORGI • S. 530 1919 BJÓLFS KVIÐA BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON V.J.V. TOPP5.IS ���� Þann 11.september 2001 var fjórum flugvélum rænt. Þrjár þeirra flugu á skotmörk sín. Þetta er saga fjórðu vélarinnar. FRÁBÆR OG FJÖRUG STAFRÆN TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. „the ant bully“ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. ���� V.J.V. TOPP5.IS ����� H.J. / MBL Tilboð 400 kr BÖRN kl. 5:50 - 8 - 10.15 B.i.12 THE PROPOSITION kl. 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 16 ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8 - 10:15 Leyfð BJÓLFSKVIÐA kl. 8 - 10:15 B.i.16 PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 6 - 9 B.i. 12 MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð Hann var meistari á sínu sviði þar til hann hitti jafnoka sinn. THE ALIBI Lokasýningar Með hinum eina sanna Jack Black og frá leikstjóra „Napoleon Dynamite“ kemur frumlegasti grínsmellurinn í ár. Jack Black er GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku og ensku tali ! Takið þátt í spennandi ferðalagi þar sem villidýrin fara á kostum. Ekki missa af fynd- nustu Walt Disney teiknimynd haustins. Með kyntröllinu Channing Tatum (“She’s the Man”) Þegar þú færð annað tækifæri þarftu að taka fyrsta sporið. Deitmynd ársins. / KEFLAVÍK/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA NACHO LIBRE kl. 8 - 10:15 B.i. 7.ára. ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð STEP UP kl. 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 7.ára. UNITED 93 kl. 10:15 B.i.14.ára. NACHO LIBRE kl. 6 - 8 - 10:20 B.i. 7.ára. NACHO LIBRE VIP kl. 6 - 8 - 10:10 ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 4 - 6 Leyfð THE WILD M/- ensku tal. kl. 4 - 6 - 8 Leyfð THE ALIBI kl. 8 - 10:10 B.i.16.ára. BÖRN kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.12.ára. STEP UP kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7.ára. MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal. kl. 3:50 Leyfð LADY IN THE WATER kl. 10:10 B.i. 12.ára. OVER THE HEDGE M/- Ísl tal. kl. 3:50 Leyfð ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð NACHO LIBRE kl. 6 - 8 - 10 UNITED 93 Síð. Sýn kl. 8 - 10 Leyfð STEP UP kl. 8 - 10 B.i. 7 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 8 B.i.14 UNITED 93 kl. 10 B.i. 12 Munið afsláttinn / AKUYREYRI Hnyttin spennumynd og frábær flétta.Með þeim Steve Coogan (Around the World in 80 Days), Rebecca Romjin (X-Men) ofl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.