Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.09.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 30.09.2006, Qupperneq 12
 30. september 2006 LAUGARDAGUR12 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.286 -0,78% Fjöldi viðskipta: 839 Velta: 20.118 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 67,00 +0,00% ... Alfesca 5,12% ... Atlantic Petroleum 587,00 +0,86% ... Atorka 6,50 +0,78% ... Avion 30,50 +3,04% ... Bakkavör 58,00 -0,17% ... Dagsbrún 5,07 +0,00% ... FL Group 22,80 -1,72% ... Glitnir 20,30 -0,49% ... KB banki 850,00 -0,70% ... Landsbankinn 26,60 -1,48% ... Marel 76,50 -1,29% ... Mosaic Fashions 17,60 -1,12% ... Straum- ur-Burðarás 17,50 -1,69% ... Össur 126,00 -0,79% MESTA HÆKKUN TM +13,51% Flaga +3,20% Avion +3,04% MESTA LÆKKUN FL Group -1,72% Straumur-Burðarás -1,69% Landsbankinn -1,48% Öll starfsemi Samskipa sameinast í dag undir einu nafni og nýju merki félagsins og eru því nokkur tímamót í sögu þess. Breytingunum er ætlað að styrkja enn frekar ímynd Sam- skipa á alþjóðlegum flutninga- markaði í kjölfar mikillar upp- byggingar síðustu misseri eftir kaup á hollenska flutningafélag- inu Geest North Sea Line og breska flutningafélaginu Seawheel. Velta Samskipa hefur þrefaldast eftir þessar fjárfest- ingar og farið úr 20 milljörðum króna árið 2003 í um 60 milljarða á þessu ári. „Þetta eru merk tímamót í útrásarsögu okkar,“ segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, og segir mikið verk hafa verið að sameina félögin þrjú í eitt. „Á heildina litið er útkoman í sam- ræmi við þær áætlanir sem lagt var upp með í upphafi, að skapa stórt og öflugt gámaflutningafé- lag sem er leiðandi á Evrópumark- aði.“ Útlitsbreytingarnar hjá Sam- skipum hafa takmörkuð áhrif hér en erlendis hverfa þekkt nöfn á borð við Geest og Seawheel. Í stað- inn kemur nýtt merki Samskipa. „Við erum stolt af þessum breyt- ingum. Við vorum í hópi fyrstu útrásarfyrirtækjanna og lítum á þetta sem enn eitt skrefið í þeirri þróun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum þar sem íslensk fyrirtæki setja æ meira mark sitt á alþjóðleg viðskipti. Það gleður okkur líka hér heima að leggja á áfram rækt við þann frumkvöðlaanda sem einkennt hefur starfsemi Samskipa frá upp- hafi, bæði heima og erlendis, hjá hinu sameinaða félagi,“ segir Ásbjörn. - óká Sameinaður rekstur und- ir nýju merki Samskipa NÝJA SAMSKIPAMERKIÐ Með nýju merki Samskipa hverfur til dæmis af gámum nafn Geest North Sea Line. MYND/SAMSKIP Saman á ný Fjárfestafélagið Grettir, sem er í eigu Landsbank- ans, Björgólfsfeðga og Sunds, tilkynnti í gær að eignarhlutur félagsins í Avion Group væri kominn í sjö prósent en Straumur-Burðarás seldi bréfin að öllum líkindum. Straumur hefur verið áberandi á kauphliðinni í vikunni eftir að gengi Avion snarféll í kjölfar uppgjörs sem var vel undir væntingum markaðsaðila. Sennilega hefði virði Avion lækkað enn meira ef Straumur hefði ekki komið til sögunnar. Stærsti eigandi í Avion Group er Magnús Þorsteinsson sem sagði skilið við Björgólfsfeðga fyrir rúmu ári síðan, en þremenn- ingarnir högnuðust ævintýralega á fjárfestingum í Rússlandi og keyptu síðar kjölfestuhlut í Landsbank- anum. Félagarnir eru því að færast saman á ný. Berlingur enn á ferð Berlingske Tidende tekur fegins hendi öllu því sem hægt er að túlka neikvætt fyrir íslenska viðskipta- menn. Þannig telja þeir að Kaupthing hafi fengið slæm kjör á skuldabréf sín, sem vissulega eru mun lakari en fengist hefðu í fyrra. Kjör hafa almennt versnað á slíkum mörkuðum auk þess sem umræða um bankakerfið varð með þeim hætti að menn töldu íslensku bankana eiga í vandræðum með að fá fjármagn yfirleitt. Það hefur lengi legið ljóst fyrir að kjör bankanna á markaði yrðu verri í skuldabréfaútboðum nú og litlar fréttir í því. Hins vegar hafa kjörin farið batnandi og ánægjulegt að sjá að traust á íslenskum bönkum hefur vaxið. Blaðið sætir líka lagi og hnýtir í Pálma Haralds- son sem seldi hlut sinn í FlyMe. Hann er kallaður grænmetissalinn, en blaðið lætur þess ógetið að Pálmi er með mastersgráðu í rekstrarhag- fræði frá Gautaborg og hefur sérhæft sig í erfiðum fyrirtækjum með svo góðum árangri að leitun er á sambærilegu. Peningaskápurinn ... Miklar hækkanir einkenndu þriðja ársfjórðung á innlendum hluta- bréfamarkaði. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um rúm fimmtán prósent á tímabilinu, eða um 830 stig. Úrvalsvísitalan endaði í 6.286 stigum í gær og er því á svipuðu róli og hún var fyrir hálfu ári. Það var þó ekki fyrr en upp úr miðjum ágúst sem viðsnúningur varð eftir dauft hlutabréfasumar. Velta snarjókst eftir sumarfríin og var heildarvelta með hlutabréf fjórum sinnum meiri í ágúst en júlí. Margir telja að lífeyrissjóð- irnir hafi komið markaðnum aftur á skrið og aðrir fjárfestar fylgt í kjölfarið. Nokkrar ástæður kunna að skýra umskipti á markaði. Mikilli óvissu var eytt þegar fréttir tóku að berast af góðum gangi viðskipta- bankanna við endurfjármögnun vegna ársins 2007 og er henni nú lokið. Þótt bankarnir taki á sig auk- inn fjármagnskostnað gefur þetta væntingar um að þeir geti nú snúið sér að öðrum verkefnum. Þá studdust fjárfestar við góðar afkomutölur á fyrri hluta ársins en hálfs árs uppgjör frá Glitni fékk jákvæð viðbrögð frá erlend- um aðilum sem smitaði út frá sér á markaðinn. Exista og Marel fengu sterk viðbrögð frá fjárfestum þegar hlutabréf voru seld í félög- unum í september. Fyrrnefnda félagið fór jafnframt í gegnum stærstu nýskráningu í sögu íslenska markaðarins. Fjögur félög voru í sérflokki á þriðja ársfjórðungi. FL Group hækkaði mest allra félaga eða um þriðjung en Landsbankainn, Bakkavör og Alfesca hækkuðu um þrjátíu prósent. Hlutabréf í Dags- brún lækkuðu mest. eggert@frettabladid.is Þáttaskil urðu um miðjan ágúst Úrvalsvísitalan hækkaði um tæp 15 prósent á þriðja ársfjórðungi. Fjögur félög voru í sérflokki: FL Group, Landsbankinn, Bakkavör og Alfesca. GENGI FÉLAGA Á 3. ÁRSFJÓRÐUNGI Félag Gengi 29.9 Breyting FL Group 22,8 33,3% Landsbankinn 26,6 31,7% Bakkavör 58 29,2% Alfesca 5,12 28,0% TM 42 16,7% Össur 126 16,1% KB banki 850 14,9% Glitnir 20,3 14,0% Mosaic 17,6 10,7% Marel 76,5 8,4% Vinnslustöðin 4,55 8,3% Exista 23,2 7,9% Atlantic 587 6,7% Actavis 67 6,0% Flaga 3,87 5,2% Nýherji 14,9 4,9% Atorka 6,5 4,8% Straumur-Burðarás 17,5 0% Icelandic 8 0% HB Grandi 11,95 -2,0% Avion 30,5 -5,9% Dagsbrún 5,07 -12,3% Heimild: KB banki MARKAÐSPUNKTAR Greiningardeild Landsbankans hefur gefið út nýtt verðmat á Alfesca. Í verð- matinu er mælt með því að fjárfestar haldi í bréf sín í félaginu. Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair spáir því að hagnaður félagsins á yfirstand- andi rekstrarári, sem lýkur í mars á næsta ári, muni nema 335 milljónum evra, jafnvirði tæpra 30 milljarða króna. Þetta er 11 prósenta hækkun á milli ára. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2 prósent í Bandaríkjunum í ágúst. Þetta jafngildir 2,5 prósenta verðbólgu á ársgrundvelli ef undan er skilin hækkun á matvöru- og raforkuverði, samkvæmt útreikningum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Verðbólga hefur ekki verið meiri í Bandaríkjunum í rúm 11 ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.