Fréttablaðið - 30.09.2006, Side 36

Fréttablaðið - 30.09.2006, Side 36
[ ] Jakkafötin í haust eru aðsnið- in og klassísk. Það eru engar dúllur og borðar, ekkert auka- skraut og heldur ekkert pláss fyrir vöðva. Þetta á við um hátískuna. Fæstir karlmenn fylgja henni í þaula en hún hefur samt áhrif á öll þau föt sem við kaupum. Hún hefur lagt línurnar og línurnar eru þröngar. Svo þröngar reyndar að mörgum finnst nóg um. Flestir almennir framleiðendur og hönnuðir láta sér nægja að hafa fötin vel aðsniðin og sést það í flestum búðargluggum. Litadýrð sumarsins hefur vikið fyrir svörtum og gráum tónum vetrarins þó svo að eitt rautt bindi og önnur blá skyrta þvælist með. Brúnt er líka inni í myndinni en svo lengi sem fötin séu ekki sandbrún eða Afríkuleg. Flestir karlmenn eiga ein dökkblá eða dökkgrá jakka- föt inni í skáp sem þeir nota jafnt við jarðarfarir sem brúðkaup. Ekki er ráðlegt að skipta þeim út núna því þau aðsniðnu eru aðeins of töff fyrir líkvök- urnar. Viljir þú hins vegar auka við fjölbreytnina er rétti tíminn núna því fötin eru þannig að þau fara seint úr tísku. Við erum ekki að tala um neonliti og risaaxlapúða jakkafata frá níunda áratugn- um sem flestir fela innst inni í skáp eða ein- faldlega á haug- unum. Sem dæmi um karl- mennskuna og innblást- urinn sem sóttur er aftur í árdaga jakkafat- anna er farmiðavasinn. Ef þú hefur einhvern tímann velt fyrir þér hvað litli vasinn fyrir ofan aðalvasann hægra megin fram- an á jakkafötunum sé að gera þarna þá er hann fyrir farmiða. Á þeim tíma er ferðalög voru lúxus fyrir þá efnameiri þótti það fásinna að fela farmiða innan á sér. Þess í stað var hann hafður þar sem allir sáu og ríki- dæmið auglýst um leið. Núna hins vegar er vasinn einungis til skrauts því maður kemst til Köben fyrir 6.000 kall. Lítið ríkidæmi það. tryggvi@frettabladid.is Svart, þröngt, aðsniðið og karlmannlegt Sævar Karl er konungur herrafat- anna hér á Íslandi. Í sumar voru það jakkar í skærum litum en líkt og aðrir hefur Sævar flutt sig yfir í hefðbundnari liti. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Ralph Lauren hannaði þessi jakkaföt og sýndi þau á tískusýningu sinni í New York á dögunum. Aðsniðin og herraleg í hæsta gæðaflokki. NORDICPHOTO/GETTY IMAGES Þessi jakkaföt eru frá Perry Ellis. Takið eftir farmiðavasanum. NORDICPHOTO/GETTY IMAGES Playhound collection er fyrir þá sem vilja taka meiri áhættu. Ekki er mælt með þessum fötum í jarðarförina en fyrir bæinn á góðum laugardegi eru þau fullkomin. Ég veit hins vegar ekki með hárið. NORDICPHOTO/GETTY IMAGES Verið ekki hrædd við að raða saman flíkum sem þið hafið aldrei raðað saman áður. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og aldrei að vita nema skemmtilegur persónulegur stíll verði afraksturinn. Full búð af nýjum vörum! Athugið breið og gróf vetrarstígvél komin! 23.600,- 24.600,- Gull í Grjóti • Skólavörðustígur 4, 101 RVK. • s. 551-5050. • www.gulligrjoti.is Stærðir 36-42 Einstakt tækifæri til þess að eignast kínverska listmuni beint frá framleiðendum Ármúla 42 sími 895 8966 Opið alla daga frá kl. 10-18 LÚXUS GJAFIR OG SÖFNUNARVÖRUR – GÓÐ FJÁRFESTING Úti- eða inniblómapottar myndir - lampar - skilrúm matarstell - vasar - skálar og fl eira Kynningar laugar- og sunnudag. Frábært verð Opið alla daga vikunnar frá kl. 10-18 Dúnúlpur Rúskinnsúlpur Leðurjakkar Vattkápur Hattar - Húfur Leðurhanskar Ullarsjöl Góð gjöf Útsöluhorn 50% afsláttur Góðar vörur Mörkinni 6, Símí 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 Sól í púðurformi BURSTAÐU SÓLINNI Á ÞIG Í dag er óþarfi að fara í ljós þar sem brúnkukremin sem eru á markaðnum eru orðin mjög góð. Eftir að hafa borið eitthvað gott brúnkukrem á þig um kvöldið er svo upplagt að ljúka verkinu með góðum förðunarvörum sem gera „tanið“ enn fallegra. Hér eru þrjár vörur frá Þýska fyrirtækinu BeYu sem sérhæfir sig í fram- leiðslu snyrtivara og margskonar fylgihluta. Sólarpúðrið frá BeYu kemur bæði í föstu og perluformi. Húðin fær fallega glansandi áferð og ljómar líkt og þú sért nýkominn inn úr sólbaði. Einfalt og fljótlegra en að liggja í ljósalampa eða grilla sig á sólarströnd. Í miðjunni er Sparkling Blush frá BeYu. Ofurfíngerðar glimmer agnir sem sjást varla með berum augum en gefa húðinni glans og einstaklega ferska áferð. ������������ LKJWELKJERLKJER Fisléttar - Harðar - Sterkar Léttustu ferðatöskurnar Pantanir óskast sóttar. Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is Bjútý“ taska algjör snilld 5 ára ábyrgð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.