Fréttablaðið - 11.10.2006, Page 51

Fréttablaðið - 11.10.2006, Page 51
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 S K O Ð U N Flestir gera sér grein fyrir því að þeir geta lent í verulegu fjár- hagslegu tjóni ef fyrirtækið þeirra verður fyrir eignatjóni. Slíkt tjón getur raskað rekstri fyrirtækja umtalsvert og jafn- vel leitt til rekstrarstöðvun- ar. Stjórnendur fyrirtæka vita þetta og gera það sem þeir geta til að koma í veg fyrir slíkt tjón, með tilheyrandi forvörnum og vátryggingum. En þeir eru færri sem leiða hugann að því hvað gerist ef tölvugögn fyrir- tækisins og hugbúnaður hverfur eða eyðileggst í tjóni. Fyrirtæki hafa í síauknum mæli komist að raun um mik- ilvægi tölvugagna sinna og að alvarlegt gagnatjón er raunveru- leg ógn við reksturinn. Ef mikil- væg gögn tapast getur verið mjög erfitt að vinna það upp sem glatast hefur og það sem meira er, að vinna aftur trúverð- ugleika fyrirtækisins. Fyrir utan kostnaðinn sem af þessu hlýst getur þetta haft veruleg áhrif á tekjur og gengi hlutabréfa. Breska viðskiptaráðuneytið staðhæfir að um 90% þeirra fyr- irtækja sem glata rekstrargögn- um sínum hætta rekstri innan tveggja ára. Til að draga sem mest úr áhættu við gagnatap, verða fyrirtæki og stofnanir að koma sér upp áætlun um órof- inn rekstur. Slíkar áætlanir geta verið allt frá því að tryggja eingöngu örugga afritun og end- urheimt gagna yfir í að uppfylla alþjóðlega öryggisstaðla fyrir upplýsingakerfi. Árlega verður fjöldi fyrir- tækja að þola fjárhagstjón vegna skemmda eða bilana á rafeindatækjum sem m.a. leiða til þess að verðmæt gögn glat- ast. Í mörgum tilfellum telja for- svarsmenn fyrirtækja sig vera vátryggða gegn slíkum áföllum, sem sjaldnast er raunin. Það er hægt að tryggja sig fyrir gagna- tapi, þ.e. það er hægt að tryggja sig fyrir þeim kostnaði sem fer í það að endurheimta gögnin eða að vinna þau aftur, en til að takmarka tjónið er best að tryggja að gögnin séu til afrituð á öruggum stað og að gott sé að komast í þau. Skjót endurheimt á gögn- um er lykilatriði í því að halda órofnum rekstri. Sé ekki hægt að ná aftur gögnum sem tapast hafa með skjótvirkum hætti eru líkur á að markmiðum um órof- inn rekstur verði ekki náð. En þá kemur að spurning- unni um hvaða kröfur fyrirtæki þurfa að gera til afritunarkerfa. Mikilvægt er að hafa í huga sex eftirfarandi þætti: • Að afrituð gögn séu tekin úr húsi jafnóðum. Reglugerðir og tilskipanir bæði í Evrópu og Bandaríkjunum gera kröfu um að afrit fari úr húsi. Það sama ætti að gilda hér á landi enda eru kröfur til rekstrar þær sömu. • Að öll mikilvæg gögn séu afrituð, sama hvar þau liggja. Mikilvæg gögn geta til dæmis legið á útstöðvum. Rannsóknir sýna að um 80% af viðskiptagögnum eru vist- uð á einkatölvum sem fæstar eru afritaðar. • Að hægt séð að afrita far- tölvur utan netkerfis fyrir- tækisins. Stóraukin notkun fartölva og notkun þeirra á ferðalögum erlendis bendir til þess að mikilvæg gögn liggja í fartölvum sem verður að vernda. • Að tíðni afritunar mæti kröf- um rekstrarins. Suma gagna- grunna er nóg að afrita einu sinni á dag. En stundum má hámarksgagnatap ekki vera meira en einhverjar klukku- stundir. • Að endurheimtun gagna sé skjótvirk og auðveld. Ef endurheimtun gagna er ekki skjótvirk getur kostnaður- inn orðið gríðarlegur. Mörg dæmi eru um að það hafi tekið margar vikur að endurheimta gagnagrunna með tilheyrandi kostnaði vegna tæknimanna og töpuðum vinnustundum starfsmanna. • Að prófanir á endurheimt- um gögnum séu gerðar með reglubundum hætti á vélbún- aði hjá þriðja aðila. Það hefur lengi verið vanda- mál við afritatöku hvað hún hefur verið óþjál og óáreiðan- leg. Flestir kvarta yfir því að afritatakan taki of langan tíma eða það að koma gögnunum inn aftur taki langan tíma. Einnig er þetta mannfrekt og kostnað- arsamt, en nú er þetta að verða einfaldara. Tölvuþjónustur hér á landi gefa fyrirtækjum og stofnunum kost á að mæta þess- um sex kröfum í einu og öllu. Settur er hugbúnaður á einn net- þjón hjá viðskiptavini og sér hann um að draga til sín gögn innan netkerfis fyrirtækisins, dulkóða og þjappa gögnunum og senda þau svo yfir í gagna- miðstöðina. Í upphafi er tekið heildarafrit, en í framhaldi af því tekur hugbúnaðurinn ein- göngu breytingarnar yfir. Því er ekki þörf á mikilli bandbreidd og tekur afritunin mjög skamm- an tíma. Í gagnamiðstöðinni eru gögnin geymd dulkóðuð á diska- stæðum og eru alltaf aðgengileg eiganda gagnanna. Hvað varð- ar fartölvur sem afrita á utan netkerfisins, þá er settur léttur hugbúnaður í hana sem sér um að afrita fartölvuna í samræmi við afritunaráætlun, í hvert sinn sem hún tengist internetinu. Í sumum tilfellum er verið að afrita starfsstöðvar erlendis. Með réttum tryggingum, forvörnum og góðum afritum getum við verið öruggari um gögnin okkar. Geir Jóhannsson viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Sjóvár Öryggi gagna ���������������������������������� ���������������������������������� �� ����� ���� ����� ���������� ��� ��������� �� ��������� ����� ���� ����������� ����������������� ���� ������������� �������� �� ��� ������ ��� ������ �������������� � � ����� ��������� ��� ����� ���� ������ ������������� ��� ��������������� ��������������� �� ������ ����� ����� �������������� ���� ��������������� 569 7200 www.isprent.is - o rð sku lu stan d a! „...þjónusta sem treysta má fullkomlega“ Í rekstri fyrirtækis á borð við Fossberg skiptir persónuleg og vönduð þjónusta höfuðmáli. Um leið og við gerum miklar kröfur til okkar sjálfra í þessum efnum erum við afar kröfuhörð við þá sem veita okkur þjónustu. Íslandsprent hefur uppfyllt okkar ítrustu kröfur – gæðin eru framúrskarandi, tímasetningar hafa staðist í hvívetna og verðið er gott. Ég mæli hiklaust með Íslandsprenti, þetta er þjónusta sem treysta má fullkomlega. Benedikt Jóhannsson, framkvæmdastjóri hjá Fossberg Benedikt Jóhannson framkvæmdastjóri

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.