Fréttablaðið - 11.10.2006, Side 73

Fréttablaðið - 11.10.2006, Side 73
MIÐVIKUDAGUR 11. október 2006 29 Sögudagar í Eymundsson 11. – 17. október 30% afsláttur Tilboðsverð 1.250 kr. Fullt verð 1.790 kr. Tilboðsverð 1.830 kr. Fullt verð 2.290 kr. Tilboðsverð 1.830 kr. Fullt verð 2.290 kr. 20% afsláttur 20% afsláttur 2.690 kr. 2.290 kr. 990 kr. 990 kr. 2.290 kr. 2.290 kr. Dönsk kvikmyndagerð hefur verið í miklum blóma undanfarin ár og hefur nú danska ríkisstjórn- in heitið því að styðja enn frekar við kvikmyndagerð í landinu. Danski menningarmálaráðherr- ann Brian Mikkelsen upplýsti í gær að Kvikmyndastofnun Dan- merkur myndi styrkja gerð 80 til 100 leikinna kvikmynda næstu fjögur árin. Þá sagði hann að ríkis- stöðvarnar DR og TV2 myndu leggja sitt af mörkum til danskr- ar kvikmyndagerðar og þegar hefðu 145 milljónir danskra króna verið eyrnamerktar kvikmynd- um, stuttmyndum og heimildar- myndum en það samsvarar rúmum einum og hálfum millj- arði íslenskra króna. Danski menningarmálaráð- herrann hrósaði kvikmynda- gerðarfólki og sagði mikilvægt að viðhalda grósku kvikmynda- iðnaðarins og stefna jafnvel hærra en undanfarin ár. Þess má geta að danskar kvik- myndir skipuðu sérstakan sess á nýafstaðinni kvikmyndahátíð í Reykjavík og gerðu gestir henn- ar góðan róm að verkum frænda okkar. - fgg Dönsk kvikmyndagerð styrkt enn frekar ÚR KVIKMYNDINNI ADAM‘S ÆBLER Kvikmyndin sló í gegn, líkt og svo margar aðrar danskar kvikmyndir, og nú ætlar danska ríkið að styðja enn frekar við þetta stolt landsins. Samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var við Háskólann í Leicester getur tónlistarsmekkur fólks sagt til um ýmislegt. Adrian North, sem er í forsvari fyrir rannsókn- ina, sagði tónlistarsmekk segja betur til um lífsstíl og gildismat fólks en þjóðfræðilegur bakgrunn- ur þess. Samkvæmt rannsókninni stunda hiphop- og teknóaðdáend- ur mest kynlíf, fara síst með rusl í endurvinnslu og eru ólíklegastir til að vera trúaðir. Tuttugu og fimm prósent þeirra viðurkenndu einnig að hafa brotið lög. Einn fjórði þeirra sem sögðust hlusta á klassíska tónlist reyk- ir hass, en tólf pró- sent óperuunnenda hafa prófað ofskynjunar- sveppi. Þar segir enn fremur að söngleikjaað- dáendur séu löghlýðnastir allra. - sun Áhrif tón- listarsmekks FORDÆMISGEF- ANDI? Rapparinn og dillibossinn Snoop Dogg hefur mögu- lega mótað óharðnaða hlustendur sína. MYND/GETTY IMAGES Sýning á verkum málarans Kristj- áns Davíðssonar stendur nú yfir í Gallerí Turpentine í Ingólfsstræti. Sölusýning þessi stendur aðeins í nokkra daga en um er að ræða verk frá árinu 1948 til 2001 og hafa margar myndanna ekki sést oft áður. Sýningin verður opin 12-18 fram til föstudagsins 13. október. Sjaldséð verk VERK EFTIR KRISTJÁN DAVÍÐSSON Yfirlitssýning á verkum frá 1948-2001 stendur yfir í Galleríi Turpentine. Nú standa Norrænir músíkdagar sem hæst í Reykjavík og gefst gestum þeirra kostur á fjölbreyttri tónlist víða um borgina. Í kvöld verða haldnir orgeltónleikar í Hallgrímskirkju þar sem danski orgelleikarinn Christian Præst- holm leikur verk eftir Ivar Froun- berg Jukka Koskinen auk verks sem ber titilinn „Kantorshugi“ eftir landa sinn Jens Hørsving. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Nánari upplýsingar um dag- skrá hátíðarinnar er að finna á heimasíðunni, www.listir.is. Kantorshugi ORGELTÓNAR Á MÚSÍKDÖGUM Nýsmíð- ar hljóma í kvöld.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.