Fréttablaðið - 11.10.2006, Side 80

Fréttablaðið - 11.10.2006, Side 80
36 11. október 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is > Hvað verður um Jónas Grana? Húsvíkingurinn Jónas Grani Garðarsson er með lausan samning hjá Fram og hefur enn ekki framlengt samning sinn við félagið. Aðspurður sagði Jónas Grani óvíst hvort hann yrði áfram í herbúðum Framara. Ekki væri búið að skrifa undir neinn samning og hann væri að skoða sín mál í rólegheitum. Það yrði klárlega mikið áfall fyrir Framara að missa Jónas Grana, sem var í lykilhlutverki hjá Fram í sumar, lék alla leiki liðsins og skoraði í þeim átta mörk. Þar að auki býr Jónas Grani yfir mikilli reynslu sem gæti nýst hvaða liði sem er vel. Bræðurnir Jón Torfi og Óskar Jónssynir verða í hópi þeirra krakka sem leiða lið Tottenham og Liverpool inn á White Hart Lane, heimavöll Tottenham, í lok þessa árs. Hefð er fyrir því að krakkar gangi inn á völlinn með liðunum í ensku úrvalsdeildinni og það er rétt hægt að ímynda sér að þetta sé draumur allra krakka sem eitthvað fylgjast með fótbolta. Jón Torfi er ellefu ára gamall og heldur með Tottenham. Uppáhaldsleikmaður Jóns Torfa er Aaron Lennon og það er því draumur hans að fá að ganga inn á völlinn við hlið Lennons. Óskar heldur sömuleiðis með Tottenham en hans eftirlætisleikmaður er hins vegar Jermain Defoe og Óskar á sér þá ósk heitasta að leiða hann inn á völlinn. Báðir æfa þeir knattspyrnu með Breiðablik og eru miklir áhugamenn um enska boltann. Það er því ekki nema von að þeir bræður séu spenntir fyrir ferðinni en biðin er löng þar sem leikurinn er ekki fyrr en 30. desember. Faðir drengjanna er Jón Berg Torfason og það þarf vart að taka það fram að hann er einnig Tottenham-aðdáandi. „Ég skráði strákana í klúbbinn úti og á heimasíðunni rak ég augun í þetta, að þeir ættu möguleika á að skrá sig í pott og vera dregnir út til að leiða liðið inn á völlinn. Það er líka annar pottur sem hægt er að skrá þá í en þá geta foreldrarnir borgað klúbbnum fyrir að velja sín börn,“ sagði Jón Torfi og það er augljóst hvaðan strákarnir fengu sinn áhuga á Tottenham. „Strákarnir hafa verið aldir upp við þetta og ég gerði þeim fljótlega grein fyrir því að þeir yrðu að finna sér annað heimili ef þeir styddu ekki Tottenham. Það var mikil pressa á þeim í skólanum um tíma að halda með Manchester United en hún er gengin yfir,“ sagði Jón Berg og hló. Strákarnir þurfa að mæta á White Hart Lane tveimur og hálfum klukkutíma fyrir leikinn og þar fá þeir búninga og fá svo að hitta leikmennina áður en þeir fara inn í klefa. Þar gefst strákunum tækifæri á að fá eiginhandaráritanir og spjalla aðeins við leikmennina. Jón Berg sagði að strákarnir gætu komið með einhverjar óskir og það kemur í ljós hvort félagið getur orðið við þeim en ár er síðan Jón Berg sendi inn umsóknina. BRÆÐURNIR JÓN TORFI OG ÓSKAR: VERÐA Í HÓPI ÞEIRRA SEM LEIÐA TOTTENHAM OG LIVERPOOL INN Á WHITE HART LANE Jermain Defoe og Aaron Lennon eru í mestu uppáhaldi SVANUR FREYR ÁRNASON, 20 ÁRA, NEMI 2-1 fyrir Íslendinga, af því að þeir gerðu í sig í síðasta leik. ALMENNINGUR SPÁIR ERLA KRISTINSDÓTTIR, 27 ÁRA, KENNARI Bíddu, það fór 0-4 síðast, ég held að við töpum þessu 0-2. BERGLIND HÁLFDÁNSDÓTTIR, 33 ÁRA, NEMI Fyrir manneskju eins og mig þá eru einu fótboltatölurnar 14-2. GUNNAR INGI JÓNSSON, 69 ÁRA, SKRIFSTOFUMAÐUR Þetta verður erfitt og fer 0-2 fyrir Svía. SÖREN, 35 ÁRA, FLUGMAÐUR 1-2 fyrir Svía. Ég er Dani og Svíar gera ekki betur en Danir. GEIR, 17 ÁRA, NEMI Ég segi 1-1 eða að Ísland taki þetta. Maður verður að hafa smá trú. HREINN ÓLAFUR INGÓLFSSON, 17 ÁRA, NEMI 0-1 fyrir Svía. Ég held að þeir séu betri en við. HEIÐA, 14 ÁRA, NEMI Svíþjóð vinnur 0-2. ALMENNINGUR SPÁIR STEINUNN, 15 ÁRA, NEMI 1-3 fyrir Svíþjóð, nei ég veit það ekki. ÁRNI FREYR SNORRASON, 15 ÁRA, NEMI Svíþjóð tekur þetta 3-1. FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson var í gær fluttur á sjúkrahús eftir að hann fékk svimakast. Átti það sér stað eftir æfingu íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Ástand- ið er þó ekki talið alvarlegt en læknum þótti betra að hann hvíldi næstu daga og missir hann því af leiknum gegn Svíum í kvöld. Hann fékk að fara heim til sín eftir skoð- un. Er þetta mikið áfall fyrir íslenska landsliðið því víst mátti telja að hann fengi að spreyta sig í byrjunarliði Íslands í kvöld eftir að hann átti góða innkomu í síðari hálfleik gegn Lettum um helgina. Helgi Valur Daníelsson meidd- ist um helgina og reyndi að æfa í gær en nú er ljóst að hann verður frá í kvöld vegna bakmeiðsla. Auk þess er Kári Árnason frá en Helgi Valur kom inn á sem varamaður fyrir Kára gegn Lettum. Eyjólfur Sverrisson landsliðs- þjálfari kallaði á þá Ásgeir Gunn- ar Ásgeirsson, leikmann FH, og Jónas Guðna Sævarsson, leikmann Keflavíkur, í íslenska landsliðið og komu þeir upp á hótel liðsins seint í gærkvöldi. Þeir eru báðir mið- vallarleikmenn sem stóðu sig vel með sínum liðum í sumar. Eyjólfur sagði að þrátt fyrir mikið brottfall sóknarmanna úr íslenska liðinu væri liðið vel sett. „Ég er nú ekki búinn að sjá fyrir hvernig ég mun stilla upp liðinu, það geri ég í fyrsta lagi kvöldið fyrir leik. En það er ljóst að ég þarf að koma með áherslubreyt- ingar í okkar leik. Það gekk illa að verjast gegn Lettum og misstum við einbeitinguna í fimmtán mín- útur, sem má ekki gerast í lands- leik. Við vorum alls ekki sáttir við þessa útkomu.“ Lið Íslands lék samkvæmt 4-5-1 leikkerfinu um helgina og útilokar Eyjólfur ekki að gera það einnig gegn Svíum. „Það skiptir minna máli hvað þessi leikkerfi heita og meira hvernig áherslur eru í okkar leik. Það er klárt að við ætlum að standa okkur og gera betur en gegn Lettlandi. Það er mikill hugur í leikmönnum og við verðum svo að sjá hversu sterkir Svíarnir verða.“ Mörkin sem Ísland fékk á sig um helgina má fyrst og fremst skrifa á einstaklingsmistök og segir Eyjólfur mikilvægt að fara vandlega yfir þau og ræða úrbæt- ur. „Í fótbolta er það alltaf þannig að mistök eiga sér stað. Það sem er mikilvægt er að næsti leikmað- ur sé tilbúinn að bæta fyrir þau. Til þess þarf liðið að vera mjög þétt og menn að standa saman.“ Jónas Guðni sagði við Frétta- blaðið í gærkvöldi að símtalið frá Eyjólfi hefði komið sér í opna skjöldu. „Ég var í skólanum og þurfti að bruna heim til Keflavík- ur til að ná í það sem ég þurfti og svo upp á hótel. Auðvitað er gam- all draumur að rætast með þessu og er ég hreint alveg í skýjunum. Ég veit nú ekki hvort ég fái að spila á morgun en auðvitað væri frábært að fá tækifærið.“ eirikur.asgeirsson@frettabladid.is EIÐUR KANN ÞETTA Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari lítur á Eið Smára Guðjohnsen á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Veigar Páll fluttur á sjúkra- hús vegna svimakasts Veigar Páll Gunnarsson var fluttur á sjúkrahús eftir æfingu íslenska landsliðs- ins í gær. Fann hann fyrir miklum svima og var færður til rannsóknar. Ástand- ið er ekki talið alvarlegt en betra þótti að hvíla hann í leiknum í kvöld. VEIGAR PÁLL GUNNARSSON Á æfingu íslenska landsliðsins í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði sat eins og vana- lega fyrir svörum á blaðamanna- fundi KSÍ í gær. Hann sagði að sínir menn ættu að nota þetta tækifæri eftir slæma útreið í Lett- landi og rétta úr kútnum gegn Svíum. „Við þurfum að gera það sem okkur finnst skemmtilegasta að gera og bretta einfaldlega upp erm- arnar. Það er auðvitað skemmti- legra að koma heim með sigur á bakinu en það fylgir líka í fótbolta að tapa. En það er einnig ljóst að í þessum leik spiluðum við langt undir getu og vonandi náum við að spila okkar leik gegn Svíum.“ Landsliðsfyrirliðinn var einn í fremstu víglínu gegn Lettum lengst af og náði sér ekki á strik, alla vega ekki fyrir framan mark andstæðingsins. „Við náðum að skapa okkur mörg færi og það mátti litlu muna að við næðum að nýta þau. Að sama skapi fengum við á okkur ódýr mörk sem við verðum að laga. Auðvitað verður maður pirraður í svona leikjum enda ekki gaman að tapa. Gott dæmi er þegar ég er búinn að koma mér í ágæta stöðu, kominn framhjá tveimur mönnum og á skot að marki sem markvörðurinn les vel. Hann kemur boltanum fram og nokkrum sekúndum síðar er staðan orðin 2-0.“ Eiður segir að þrátt fyrir allt reyni menn til þrautar, sama hver staðan í leiknum er. „En það virtist sem við hefðum getað spilað sólar- hring lengur, boltinn var einfald- lega ekki á leiðinni í netið - alla- vega ekki hjá mér. Ég vona að ég hafi tekið út öll þessi færi sem ég klikka á og skilið það eftir í Lett- landi.“ - esá BRUGÐIÐ Á LEIK Eiður Smári Guðjohn- sen gantast á æfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikgleði verði að vera við völd gegn Svíum: Þurfum að bretta upp ermarnar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.