Fréttablaðið - 11.10.2006, Side 82
11. október 2006 MIÐVIKUDAGUR
SENDU SMS BTC CFV Á 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
AÐALVINNINGUR ER
PS2 TÖLVA + LEIKURINN
VINNINGAR ERU: SCARFACE LEIKIR (PC OG PS2),
PS2 STÝRIPINNAR, PS2 MINNISKORT,
DVD MYNDIR, FULLT AF ÖðRUM TÖLVULEIKJUM
OG MARGT FLEIRA
LENDIR Í B
T 6. OKTÓB
ER
VERTU TONY MONTANA Í EINUM SVALASTA LEIK ÁRSINS.
BYGGÐU UPP GLÆPAVELDIÐ OG NÁÐU FRAM HEFNDUM.
Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið.
FÓTBOLTI „Okkur hefur gengið vel.
Við unnum Spán á laugardaginn,
erum með fullt hús stiga og sjálfs-
traustið er mikið,“ sagði Mikael
Nilsson, leikmaður Panathinaikos
og sænska landsliðsins, í samtali
við Fréttablaðið á blaðamanna-
fundi Svíanna í gær. Hann, eins og
allir aðrir leikmenn sænska liðs-
ins, segist búast við erfiðum leik í
kvöld. „Ísland er gott lið og með
duglega leikmenn. Við þurfum
einnig að vera duglegir og ein-
beittir að verkefninu í kvöld ef við
ætlum okkur sigur, rétt eins og í
öllum okkar leikjum.“
Spurður hvort sænsku lands-
liðsmennirnir vanmeti ekki
íslenska liðið örlítið segist hann
vona að svo sé ekki. „Auðvitað
búast bæði leikmenn og stuðnings-
menn liðsins við því að við vinnum
þennan leik. En þetta er fótbolta-
leikur eins og hver annar og fyrst
við gátum unnið Spánverja tel ég
allt eins líklegt að Ísland geti
unnið Svíþjóð. Og ef við ætlum
okkur eitthvað úr þessum leik
verðum við að spila jafn vel og við
gerðum á laugardag. Og það er
alveg ljóst að ef við vinnum ekki í
dag verður sigurinn á Spánverjum
fyrir vikið ekki alveg eins sætur.“
Nilsson segir að riðillinn sé
skipaður mörgum sterkum liðum
sem séu sérstaklega erfið við að
eiga á sínum heimavelli og það sé
tilfellið með lið eins og það
íslenska og norður-írska. „Fyrir
vikið verða allir leikir mikil-
vægir.“ Hann segir að sú neikvæða
umfjöllun sem verið hefur um
sænska liðið undanfarið hafi ekki
áhrif á liðsandann. „Það hefur
verið mikið skrifað í blöðunum og
flest neikvætt. En við látum það
ekki hafa áhrif á okkur og það sást
á laugardaginn. Það er allt í góðu
lagi í okkar hópi.“ - esá
MIKAEL NILSSON Tekur á Antonio
Puerta í leiknum gegn Spáni um helg-
ina. NORDIC PHOTOS/AFP
Mikael Nilsson, leikmaður Panathinaikos, býst við erfiðum leik í kvöld:
Sjálfstraustið er mikið í liðinu
FÓTBOLTI Þó nokkur skörð hafa
verið höggvin í bæði íslenska og
sænska leikmannahópinn fyrir
leik liðanna á Laugardalsvelli í
kvöld. Lars Lagerbäck, landsliðs-
þjálfari Svía, hefur þó ekki áhyggj-
ur af forföllum þriggja miðvallar-
leikmanna úr sínum hópi.
„Ég myndi auðvitað vilja hafa
alla mína menn heila en ég á góða
leikmenn sem koma í liðið í stað-
inn,“ sagði Lagerbäck við Frétta-
blaðið í gær.
Hann segir að íslenska liðið
hafi á að skipa góðum leikmönn-
um og að sigur Letta um síðustu
helgi hafi verið of stór.
„Kannski eins marks sigur
hefði verið réttlát úrslit. En það er
samt staðreynd að varnarleiknum
hefur verið ábótavant. Danir skor-
uðu tvö mörk úr skyndisóknum
rétt eins og við gerðum hér í fyrra.
Í Lettlandi fengu Íslendingar á sig
mörk eftir einstaklingsmistök.“
Spurður um sóknarleikinn
segir Lagerbäck að hann hafi skoð-
að þann þátt vel en nú sé nokkur
óvissa um hvernig Eyjólfur Sverr-
isson muni stilla sínu liði upp.
„Það er ómögulegt að segja
hverjir munu spila þar sem marg-
ir eru frá vegna meiðsla. Til að
mynda hvort þeir spili með einn
eða tvo framherja. En í íslenska
liðinu eru margir góðir leikmenn
og finnst mér Hannes Þ. Sigurðs-
son og Veigar Páll Gunnarsson
sterkir leikmenn sem myndu sóma
sér vel í fremstu víglínu með Eiði
Smára.“
Þegar viðtalið var tekið var enn
óvitað að Veigar yrði frá vegna
veikinda. Lagerbäck segir að sama
hver spili leikinn þurfi sænska
vörnin að vera á tánum.
„Íslendingar eru þekktir fyrir
að berjast vel hver fyrir annan og
við þurfum að vera mjög einbeitt-
ir allan leikinn.“
Það var svo tilkynnt í gær að
Niclas Alexandersson, leikmaður
IFK Gautaborgar, yrði fyrirliði
Svíþjóðar á morgun en hann leik-
ur sinn 95. landsleik í kvöld. Hann
verður 35 ára í desember en Lager-
bäck líkti honum við gott vín sem
batnaði aðeins með aldrinum.
Alexandersson verður væntan-
lega við hlið Christian Wilhelms-
son á miðjunni í kvöld og sagði
„Chippen“, eins og hann er kallað-
ur, að hann hlakkaði til leiksins í
kvöld.
„Ég er klár í slaginn og mjög
spenntur. Það var ekki erfitt að
gíra sig upp í þennan leik eftir
leikinn um helgina og við hugsum
ekki mikið um sigurinn gegn Spáni.
Nú er nýr leikur á dagskrá.“
Chippen skoraði glæsilegt
mark í 4-1 sigri Svía á Íslandi í
fyrra og segir að hann verði
ánægður ef honum takist að skora
aftur. „Ég er alltaf ánægður þegar
ég skora en markið í fyrra var
vissulega fallegt.“
eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
MEÐ FYRIRLIÐANUM Lars Lagerbäck og Niclas Alexandersson, fyrirliði Svía í kvöld, á
blaðamannafundi Svía í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VIHELM
Eiður Smári og Hannes
yrðu gott sóknarpar
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Svía, segir að forföll íslenskra sóknarmanna
í leiknum á morgun geri það að verkum að sóknarleikur íslenska liðsins geti
orðið óútreiknanlegur. Sænska vörnin verði að vera á tánum í kvöld.
FÓTBOLTI Rami Shaaban er mark-
vörður sænska landsliðsins í fjar-
veru Andreas Isaksson sem á við
meiðsli að stríða. Hann átti stór-
leik gegn Spánverjum um helg-
ina þegar Svíar unnu 2-0.
„Margir hafa spurt mig hvort
þetta hafi verið stærsti leikur
ferilsins en ég held að fyrsti leik-
ur okkar á HM í sumar, gegn
Trínidad og Tóbagó, hafi verið
stærri hvað alla umgjörð varðar.
Ég hef líka spilað nokkra stóra
leiki með Arsenal, suma í Meist-
aradeildinni. En leikurinn á laug-
ardag kemst á topp fimm,“ sagði
Shaaban sem leikur nú með
Frederikstad í norsku úrvals-
deildinni.
Hann er nú í fyrsta sinn á
Íslandi en hann segir að sínir
menn séu undirbúnir fyrir hvers
kyns veðráttu. „Það verður ekk-
ert vandamál,“ sagði hann glað-
beittur.
Shaaban þekkir nokkra leik-
menn íslenska liðsins úr norsku
deildinni, þeirra á meðal Árna
Gaut Arason, enda hafa þeir
margsinnis mæst á vellinum.
„Annars er ég ekki þessi
dæmigerði fótboltafíkill sem
þekkir leikmenn um allar trissur.
En við förum vel yfir leikmenn
íslenska liðsins í kvöld.“ - esá
Rami Shaaban, markvörður Svía, er í sinni fyrstu Íslandsferð:
Erum undirbúnir fyrir veðrið
RAMI SHAABAN Grípur boltann á HM í sumar. NORDIC PHOTOS/AFP