Tíminn - 03.01.1979, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.01.1979, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 3. janúar 1979 Einhugur og samstilltur þjóðarvilji það sem mest á ríður Aramótaávarp Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra Fyrsta dag þessa mánaðar var þess minnst, að sex áratugir eru liönir frá þvi Island varð fullvalda ríki. Sé litiö aftur til þeirra timamóta og hugleitt hvernig þá var háttað hag lands og lýös, hljóta menn aö viður- kenna að þjóðinni hefur oröiö mikið úr þeim réttindum, sem hún hlaut fyrsta desember 1918. Lifsskilyrði landsmanna hafa tekiö meiri stakkaskiptum en nokkurngatóraöfyrir. Getan til aö nýta náttúrugæði lands og lagar hefur margfaldast, hver hönd er marggild I starfi af auk- inni kunnáttu og tæknivæðingu. I þessu efni hafa félagslegt framtak og hugvit og frum- kvæði útsjónarsamra ein- staklinga lagst á eitt með árangri sem i engu gefur eftir þvi sem þekkist i þeim greinum, sem náttúrufar býður, aö ís- lendingar leggi sérstaka stund á. Þjóöin hefur tvöfaidast og rif- lega það, mannsævin hefur lengst svo nemur þriðjungijilut- ur litilmagnans hefur veriö réttur, skilyrðum uppvaxandi kynslóöar til þroska og mennt- unar hefur fleygt fram. Það má vissulega finna að mörgu og með gildum rökum má benda á ýmislegt, sem betur má fara, en með sanngirni veröur þvi ekki á móti mælt, aö þjóöin býr viö frelsi og velmeg- un eins og best gerist. Þvi til sönnunar þarf ekki að benda á annaö en fulla atvinnu ár eftir ár á sama tima og hver einasta nálæg þjóö hefur átt viö veru- legt atvinnuleysi að striöa um árabil. Þess mættu menn minn- ast i hinu hefðbundna erfið- ieikatali og barlómsvæli. Ariö 1918 var það siður en svo ■ sjálfgefið, aö hlutskipti fullvalda tslands yrði á þessa lund. Ekkert það lá fyrir sem tryggt gæti að Islendingum ætti eftir að reiöa betur af en flest- um, ef ekki öllum, þeirra mörgu Evrópuþjóða, sem fengu stjórn mála sinna i eigin hendur samtimis Islendingum i lok fyrri heimsstyrjaldar. Kunnara er en svo,aö rekja þurfi hve misjafnlega þessum þjóðum hefur vegnað. Nokkrar hafa glataö sjálfstæðinu, aörar búa við skert frelsi og nokkrar viö vanþróaö atvinnulif og land- flótta af þeim sökum. Sé litast um sviðið, veröur ekki séö, að Islendingar hafi ástæðu til að lita meö öfundaraugum til. neinnar af þjóöunum, sem eiga sjálfstæöisafmæli um þessar mundir. Jafnrétti og frjálsræði Hér er ekki staöur né stund til að leitast viö að rekja til hlitar söguleg rök, sem til þess liggja aö islenska þjóðin hefur boriö gæfu til að bæta svo hag sinn á tveim mannsöldrum, sem raun ber vitni. En ástæða er til að minna á þátt Islenskrar jafn- réttisheföar og frjálsræöisvið- leitni i framfarasókninni. Um aldir bjuggu menn á landi hér viö aðstæöur, sem knúðu bæöi á um ræktun sjálfstrausts og samstarfsvflja meö mönnum. Fjölskyldurnar bjuggu að sinu og spiluöu á eigin spýtur á búum slnum, en við verkefni, sem byggðarlög þurftu aö sinna i sameiningu riktu fastar sam- starfsreglur, einatt óskráðar. Arfurinn frá þessum tlma hefur enst til þessa dags og borið margan góðan ávöxt við breytta þjóðfélagshætti. Margt bendir til að á þeim tlmum, sem nú líöa, reyni meira en áður á, hvort þjóöin megnar aö hagnýta sér til langframa meðalhófiö, sem hingaö til hefur vel dugaö, þannig aö hún ráði við flóknari og nýstárlegri úr- lausnarefni en áöur hefur að höndum boriö. Tækni viö nýt- ingu náttúrugæða er komin á þaö stig, að frumframleiösla úr skauti náttúrunnar meö verka- skiptingu, sem ekki er marg- brotnari en svo, að einn maöur getur haft yfirsýn yfir verk- sviöið og stjórn á starfseminni, skilar naumast auknum afköst- um eða arösemi. Vaxtarbrodd- ur atvinnulifsins og undirstaða góðra kjara i tæknivæddum þjóðfélögum er úrvinnslustarf- semi með mjög sérhæfðri tækni eða i svo stórum stfl, aö margs konar sérþekking þarf til aö koma og sameinast I verkstjórn og rekstrarstjórn, svo hvort tveggja fari vel úr hendi. í atvinnu- byltingu Vandkvæði okkar tslendinga á að ná heppilegum tökum og samhæfcngu gildustu þátta i at- vinnullfi og reikningshaldi þjóðarbúsins má rekja til þess, hve á skortir, aö menn hafi áttað sig til hlitar á, að við stöndum I miðri atvinnubylt- ingu, tæknibyltingunni, sem ekki er siöur afdrifarlk en iön- byltingin var á slnum tlma. Frægt er frá upphafi iön- byltingar, þegar handverks- menn réöust á vélkostinn I þeirri trú að verksmiöju- il^naöurinn væri ógnun við hag sinn. Reyndin varö sú, aö vélarnar og kunnáttan I meö- ferð þeirra færðu erfiðismönn- um þegar til lengdar lét, kjör sem tóku langt fram öllu, er áður hafði þekkst og varanlega áhrifaaðstöðu I þjóðfélaginu. En I staöinn urðu allar starfsstéttir tengdar þessum nýju fram- leiðsluháttum aö temja sér vinnuaga og fastákveðinn vinnutlma langt umfram það sem áður hafði tiðkast. Þær auknu kröfur sneru að hverjum einstaklingi. Kröfurn- ar sem atvinnuhættir tækniald- ar gera, beinast eindregnast að starfshópum og samtökum þeirra. Margslungin hagkeðja tæknialdar bindur endi á þá daga, þegar starfsgrein gat bætt afkomu sina út af fyrir sig, vegna þess að til kom aukinn vinnsluhraði og hærra vinnslu- stig auðlindar, án þess að frá öðrum væri tekið. Nú er sú raunin á, aö heildartillit verður aö ráöa i kjaraákvöröunum, ef ekki á af að hljótast kapphlaup allra við alla, sem hæglega get- ur leitt til stjórnleysis og skip- brots þess hagkerfis sem I hlut á. Reynslan sýnir, aö þá getur veriö skammt I að skilyrði skapist fyrir haröstjórn. Allt ákvörðunarvald safnast þá i eina stofnun i þjóðfélaginu, sem stjórnar þjóðarheildinni með valdboði og skammtar kjör úr hnefa. En til er lika önnur leiö til samræmingar hagsmuna, sam- ráð mismunandi aöila sem hafa hver um sig ákveðiö verksvið og sjálfstæöan ákvörðunarrétt, en hafa komist að þeirri niðurstöðu að sameiginleg ákvarðanataka sé þeim öllum fyrir bestu og setja sér samráös- og sam- starfsreglur aö fenginni reynslu. Þessi háttur á meöferö kjaramála er sameiginlegur þeim löndum i okkar álfu, þar sem mest festa rlkir I verölagi, og þróun lífskjara er jákvæðust. Aö sllkri skipan þarf að stefna hér á landi. Henni veröur ekki náö i einu stökki, heldur meö þrotlausri viöleitni, óbifanlegri þolinmæði og gagnkvæmum skilningi og góövilja. Eftir einn mánuð minnumst við annars merkisafmælis á sjálfstæðisbrautinni. Fyrsta febrúar n.k. eru sjötlu og fimm ár liðin frá því aö æðsta stjórn I innlendum málum fluttist inn I landiö, fyrsti ráðherra Islands tók til starfa á Islandi, og stjórnarráð Islands I Reykjavlk var sett á fót. Þá var mikils- veröum áfanga náð. Þá hófst nýtt og áður óþekkt framfara- skeiö i sögu þjóðarinnar. Þá gátu menn þreifað á þvi aö sjálfs er höndin hollust, þrátt fyrir allt,sem menn alltaf geta haft á hornum sér. Þessa af- mælis verður minnst á viöeig- andi hátt þegar þar aö kemur. Ofureflið sigrað Orlagarlkasta fullveldisat- höfn Islendinga var að helga sér fiskimiðin umhverfis landiö. Þótt framkvæmd ætti sér staö i áföngum, var markið sett þegar I öndverðu. Nú ætti öllum að vera ljóst, hvillka nauðsyn bar til að ljúka þessu verki ekki siðar en gert var. Þrátt fyrir aö islensk fiski- skip sitji nú ein að nýtingu mið- anna.ef svo ber við að horfa .og undanþágur til handa erlendum veiðiskipum séu litlar, þarf aö beita ströngum veiðihömlum til aö afstýra því að ofveiði helstu nytjafiska haldi áfram og leiöi til ófarnaðar. Menn ættu aö gera sér I hug- arlund, hversu komið væri, ef ekki heföi veriö hafist handa að helga tslendingum miðin, og ef menn hefðu skirrst við að bjóða ofureflinu birginn I hverjum áfanga útfærslunnar af öðrum. Ljóst er, að áframhald á veiöum stórra fiskiflota annarra þjóöa hefði valdið ördeyðu á Islands- miöum á skömmum tima og framtiðartilveru og sjálfstæði islensku þjóðarinnar veriö stefnt i voða. Þetta er nú almennt viðurkennt. Og nú vildu allir Lilju kveðiö hafa. Vissu- lega höfum viö efni á að gleyma úrtöluröddum og persónulegum árásum. Það er árangurinn, sem öllu skiptir. En af land- helgisbaráttunni allri er mikil saga. Sú saga veröur skráð, sjálfsagt oft og mörgum sinn- um. En hvernig verður sú saga skrifuð. Það er annað mál. Sag- an segir ekki alltaf allan sann- leikann. Þaö er oft hægt að ljúga svo meistaralega með þögninni án þess að eitt ósatt orð sé sagt. En á bak viö alla sögu hefur ein- hvern tima verið lifandi veru- leiki, þó hann kunni nú að vera gleymdur eöa færöur i grlmu- búning af söguriturum. Vesturferöirnar fyrir öld öld er nú liðin sfðan það tima- bil hófst þegar Islendingar flutt- ustu hópum saman vestur um haf/áratug eftir áratug. Fólks- flutningarnir til Vesturheims voru ný mynd þeirrar hringrás- ar, sem átti sér staö hvað eftir annaö 1 landinu á liðnum öldum. I góðæri fjölgaði fólki ört og byggðin teygðist til fjalla og heiða. Svo harönaöi I ári, heiða- býlin uröu óbyggileg, fólk flosn- aði upp, hungur og sóttir brytj- uðu það niður. A harðindaskeiðinu á slðari áratug nitjándu aldar komu Vesturheimsferöir I staöinn fyr- ir verganginn, þótt að sjálf- sögðu væru margir I út- flytjendahópnum, sem enginn nauöur rak til að yfirgefa átt- hagana.Enþaö breytir ekki þvi, aö landiö var þá ofsetið miðað við atvinnuhætti þeirra tima og rikjandi árferöi. Þetta er söguleg staðreynd, sem engin óskhyggjurómantlk fær breytt. Þetta varpar siöur en svo skugga á Vesturfarana. Þeir voru að visu velflestir snauðir að veraldarauði, en þeir áttu manndóm og kjark til þess aö leita að nýjum leiðum til þess aö sjá sér og sínum farborða. Og þó að þeir ættu ekki gilda sjóöi, höfðu þeir með sér að heiman það vegarnesti, sem vel dugöi — dugnað og baráttuþrek. Þeir stóðu ekki landnemum frá öör- um þjóðum að baki. Ég held, að ekki sá ofmælt, að Vesturförunum og niöjum peirra hafi almennt vegnað vel og aö þeir hafi reynst nýtir þegnar búsetulandsins og sann- ir vinir ættarlandsins. Og þó átt- hagarnir heföu ekki reynst þeim gjöfulir, var þeim ekki beiskja i hug, heldur tregi og eftirsjá, er þeir kvöddu ættjörðina. Þeir hugsuðu oft heim. Þeir gleymdu ekki átthögunum. Það hafa þeir og afkomendur þeirra sýnt viö mörg tækifæri. Ætli nokkurt land hafi fengið dýrðlegri ástar- óð frá burtfluttum syni en ljóð Stephans G. Stephanssonar: Þótt þú langförull legöir. Við hér heima stöndum I mikilli þakkarskuld við frændur okkar vestanhafs. Viö ættum aö sýna þjóðræknisstarfsemi þeirra meiri skilning og stuðning en hingaö til. En Vesturheimsferöirnar hafa hér að öörum þræði veriö rifjaðar upp til að minna okkur á, að við þurfum að vera á varð- bergi. Við þurfum aö vera við þvi búnir aö veita vaxandi fólks- fjölda viðunandi lifsskilyrði hér á landi. Hugvit og atorka njóti sín Nú er þjóðin þrefalt fjölmenn- ari en þegar Vesturheimsferöir komust I algleyming. Fóiks- fjölgun er með þvi mesta sem þekkist I Evrópu. Helstu fisk-' stofnar eru fullnýttir og ráðstaf- ana virðist þörf til aö draga úr búvöruframleiðslu I bili. Þvl er ljóst, aö nýjar atvinnugreinar verða að koma til, ef vaxandi þjóö á aö geta vegnaö vel I land- inu. Orkulindir eigum við næg- ar, og örka og hugvit eru horn- steinar blómlegs iðnaðar. Reynsla annarra þjóöa sannar, aö þarsem þetta tvennt er að finna, þarf skortur á hráefnum ekki aö standa iðnþróun fyrir þrifum. Það sem máli skiptir er að hugviti og atorku sé sköpuð skilyrði til að njóta sln, þeir sem hyggjast hasla sér völl á heims- markaöi, þurfa að hafa fast land undir fótum þar sem eru fjár- hagsleg skilyrði heima fyrir. Vöxtur og viðgangur íslensks

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.