Tíminn - 12.01.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.01.1979, Blaðsíða 6
Föstudagur 12. janúar 1979 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þórarinn Þóararinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuoi. Blaöaprent Tundriö Nýliðið ár liktist öðrum umliðnum árum, hvað sem öðru liður, að þvi leyti að á árinu óx eymd og kvöl hinna fátæku þjóða jarðarinnar, en hagur hinna efnuðu þjóða hélt áfram að glæðast, enda þótt margvislegur svo nefndur efnahagsvandi steðjaði þó að þeim þjóðum á árinu. Þegar þetta tvennt er borið saman f er ekki h já þvi að öll efnahagsvandamál rika heimsins verði sem hjóm eitt og hégómi við hlið hörmunganna, sveltis- ins og þeirra' pisla annarra sem máttarvöld þessa heims hafa lagt á almúga fátæku landanna. Og þetta er ekki aðeins hörmulegt og hræðilegt umhugsunarefni fyrir þásem ekki virðast þurfa að ugga um sirni hag. í þessu ástandi, og þeirri öfugþróun sem orðið hefur, er fólgið tundur sem aðeins þarf neista til að verða að þvi allsher jarbáli sem ekki verður séð yf ir. Og i Ijósi þerra viðhorfa er enginn jarðarbúi, hversu fjáður sem hann kann að vera, óhultur, heldur steðjar ógnin að öllum. Það er þarflitið að deila um það hver „skuldar" hverjum þegar á allt er litið, eða hvort „sök" rika heimsins er i reynd meiri en drottnandi afla i fátæku löndunum, — enda þótt viðurkennt sé að t'lest megi viðgangast á kostnað hins hungraða og þrælkaða almúga þessara landa svo lengi sem hin mest hataða skepna jarðarinnar, hvitur maður af norðvestur-evrópskum stofni, stendur ekki beinlinis fyrir þvi. Enda er þetta ekki meginmál, heldur annars veg- ar sú ógn sem að öllum stendur, og hins vegar sú siðferðilega skylda sem á öllum hvilir og þyngst Á þeim sem aflögufærir eru. Við höfum fengið um það fyrirmæli að gefa „annan kyrtilinn" þeim sem eng- an á ef við sjálfir eigum tvo, og undan þessari skyldu, þessari „skuld", komumst við ekki. Og það er um þessa siðferðilegu skyldu sem aðrar að henni fylgja ekki réttindi. Hún er skilyrðislaus og verður hvergi reiknuð til frádráttar.t ljósi þessarar skyldu verður það ljóst hvað jafnvel þjóð eins og íslendingar „skulda", hvaða kráfa verður með full- um rétti gerð til þeirra. — Og það má spyrja, og geri það hver fyrir sig, hvortframlög okkar eru fremur i samræmi við getu þjóðarinnar til að létta hörmungarnar að nokkru, eða hvort þau miðast meir við þann léttvæga efna- hagsvanda sem við eigum við að kljást,- en litill er hann i samanburði við það sem viða hrjáir þjóðirn- ar. Það er enginn skortur á viðvörunarmerkjum i þessum heimi vöntunarinnar. Ýmsir atburðir siðustu ára minna þannig óþyrmilega á það sem gerðist t.d. á Balkanskaga fyrir og um siðustu alda- mót, atburðarás sem að lokum sló neistanum i tundur þess allsherjarófriðar sem átti eftir að verða eitt megineinkenni tuttugustu aldarinnar. Atburðirnir i Suðaustur-Asiu hafa áhrif langt út fyrir það svæði og snerta mjög uppstökk og hörund- sár stórveldi. Og ólgan i Persiu veldur ekki aðeins upplausn i oliumálum veraldar, heldur er landið sjálft eitt viðkvæmasta svæði i gervöllum öryggis- og hernaðarmálum jarðarinnar. Það væri hin sárgrætilegasta heimska ef íslend- ingar hygðust halda sér utan við þessa framvindu, eða héldu að röðin geti aldrei komið að þeim. 1 þessum málum er engin röð. Þessi eldur brennur þegar á öllum jarðarbúum, þótt með ólikum hætti sé i álfum heimsins. JS Erlent yfirlit Ástarævintýri Breta- konunga í sjónvarpinu Sjónvarpsþættir líklegir til að valda deilum 1 ÞESSARI viku hefur hafizt i brezkum sjónvarpsstöövum sýning á tveimur framhalds- myndaflokkum, sem þykja lík- legir til að eiga eftir aö valda miklu umtali og deilum, þvi aö báoir fjalla um konungsfjöl- skylduna á þann hátt, aö ýmis atriöi munu ekki falla konung- hollum Bretum vel i geö. Annar framhaldsmyndaflokkuririn fjallar um ástarævintýri Ját- varöar sjöunda Bretakonungs, sem fór meö völd i upphafi þessarar aldar og er langafi Elfsabetar Bretlandsdrottn- ingar. Framhaldsþættir þessir nefnast Lillie I höfuöiö á konu þeirri, sem þar kemur mest viö sögu. Hinn framhaldsmynda- flokkurinn fjallar um Játvarö áttunda, sem kunnari er undir nafninu hertoginn af Windsor. Hann var Bretakonungur i aö- eins fáa mánuöi fyrir rúmum fjörutiu árum, en varö þá að láta af völdum sökum þess aö hann giftist fráskilinni ameriskri konu af borgaraleg- um ættum. Framhaldsmynda- flokkurinn fjallar um þetta sögulega giftingarmál, sem var einn mesti heimsviðburðurinn á sinum tima. Margir þeirra, sem þar koma fram, eru enn & lifi, þar á meðal konan, sem Ját- varður áttundi giftist og þekktust er undir nafninu frú Simpson, þótt hún fengi her- togafrúartitil eftir giftinguna. Franskur lögfræöingur, Suzanne Blum, sem er lögfræð- ingur hennar, hefur þegar kvartað undan þvi, að frúin sé sýnd I röngu ljósi I sjónvarps- þætti. Þar sé dregin upp mynd af henni sem léttúðugri gleði- konu sem hafi ginnt konunginn. Blum segir þetta rangt, heldur hafi konungur ekki getað án hennar verið og hún látið undan sökum þess. Þá sé það með öllu rangt, að hún hafi verið orðin ástmey konungs áður en þau giftust, eins og sjónvarpsleikur- inn gefi til kynna. Ekkert þess háttar hafi gerzt fyrr en eftir giftinguna. BRETAR hafa áður gert fram- haldsþætti fyrir sjónvarp um Játvarð sjöunda, sem var vin- sæll konungur. En þar var litið gert úr ástarævintýrum hans, sem sagan segir, að hafi verið mörg. Þóbrá fyrir á skerminum gleðikonunni Lillie, sem nú hefur orðiö efni i alllangan framhaldsmyndaflokk. Fullu nafni hét hún Lillie Langtry og þotti ein fegursta kona Bret- lands á sinum tima. Margir fleiri fyrirmenn en Játvarður sjöundi tilbáðu hana. Sagan segir, að þau Lillie og Játvarður sjöundi hafi verið elskendur áratugum saman. En Játvarður sjöundi var frjálslyndur maður og sætti sig við að fleiri þekktu Denis Lill sem Játvarour sjöundiog Francesca Annis sem Lillie Langtry. liana. Hann kynnti hana meðal annars fyrir frænda sinum, Louis prins af Battenberg. Lillie ól honum (leynilega I Paris) dóttur, Jean-Marie, en hann giftist siðar annarri konu og var Mountbatten lávarður hjóna- bandsbarn hans. Jean-Marie eignaðist dóttur, Mary Malcolm, sem um skeið þótti fallegasti fréttaspyrjandinn i brezka sjónvarpinu. Meðal annars átti hún viötal við Mount batten lávarð, en ekki var haft hátt þá um skyldleika þeirra. Mikil vinna og fyrirhöfn var lögð i það að búa sjonvarpsþætt- ina um Lillie sem bezt úr garði. Búningarnir, sem þar eru sýndir, skipta fleiri hundruðum. Myndin á þannig að sýna sem bezt umhverfi sins tima. Hún mun vera dýrasta sjón- varpskvikmynd, sem hefur verið gerð I Bretlandi, miðað viö lengd. Framleiðendurnir telja vlst, aö hún seljist vel. Edward áttundi. Fox sem Játvarður Cynthia Harris sem frú Simpson. SJONVARPSÞÆTTIRNIR um Játvarð áttunda og giftingu hans hafa hlotið á ensku nafnið „Edward and Mrs. Simpson". Fru Simpson haföi verið tvi- vegis gift áður en hún kynntist Játvarði, sem þá var enn krón- prins. Hann var þá mjög vinsæll og hugðu Bretar gott til þess, þegar hann yrði konungur. Sagnaritarar, sem siðar hafa kynnt sér feril hans, telja hann hins vegar hafa veriö veik- lyndan gleðigosa, sem sóttist meira eftir giftum konum en ógiftum. Frú Simpson virðist hins vegar hafa verið meiri persónuleiki og náð strax mikl- um tökum á honum, sem héld- ust til dauðadags, en hann lézt 1972 og hafði enginn skuggi fallið á sambúð þeirra. Ját- varöur áttundi lét af völdum i árslok 1936 og tók þá við þeim Georg bróðir hans, faðir Ellsa- betar núv. drottningar. Bretar höfðu haft litið álit á honum en hann. reyndist þeim þvl betur. KÍona Georgs, Elisabet, sem nú gengur oftast undir nafninu drottningarmóöir, kemur tals- vert fram i sjónvarpsþáttunum og virðist af framgöngu hennar þar að hún hafi veriö mjög af- brýöisöm sökum þess, aö maður hennar var lengi veí i skugga bróöur sins. Mikil áherzla er sögð hafa verið lögð á það að hafa sjónvarpsmyndaflokkinn sem sögulega réttastan, enda hægt um vik, þar sem margir eru enn til frásagnar. Elisabet Bretadrottning var 10 ára, þegar þessir atburðir gerðust. Hún varð þá krón^ prinsessa og tók svo við konung-- dómi 16 árum siðar. Margir óttuöust að fall Játvaröar átt- unda yrði konungdóminum óbætanlegt. Elisabet og Georg sjötti eiga mestan þátt i þvi, að svo hefur ekki orðið. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.