Tíminn - 12.01.1979, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.01.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. janúar 1979 7 Þótt áriB 1978 hafi verið land- búnaðinum hagfellt og llklega mesta framleiðsluár siðan land byggöist/blasir mikill vandi viö landbúnaði á Islandi og þótt öfugsnúið sé þá er það einmitt hin mikla framleiðsla sem skapar þennan vanda. Ættu bændur aö fá fullt verö fyrir framleiöslu ársins 1978, yröu tekjur þeirra með allra mesta móti. Hin sifellda framleiöni- aukning undanfarinna áratuga sem byggst hefur á aukinni þekkingu og tækniþróun, hlaut samfara hagstæðu árferði aö leiða til þess, að framleiðslu- magn i hinum hefðbundnu bú- greinum yröimeiraen hin opin- bera landbúnaðarstefna hefur beinlinis stefnt aö þ.e. að fuU- nægtværiþörf þjóðarinnar fyrir mjólkurvörur, kjöt, ulloggærur og nokkuð umfram, a.m.k. i góðum árum, sem þá yröi að flytja út, þótt ekki fengist fyrir það framleiðslukostnaðarverð. Til aö standa straum af verð- mun á útfluttum búvörum og framleiðslukostnaöarverði , til þess aö hægt væri að greiða framleiöendum fuUt verð hefúr rikiö meö lagaákvæði tryggt fjármagn tU útflutningsbóta sem þó má ekki nema hærri fjárhæö en 10% af verðgUdi landbúnaöarframleiðslunnar kominnar að vinnslustöö. Þetta ákvæðihefur verið i gUdi I tæpa tvo áratugi og gefist vel enda skynsamlegt og sanngjarnt. Hins vegar var alltaf augljóst að þetta kerfi eins og öll skipulagn- ing, fæli i sér vanda, — einmitt þann aö bændur myndu stefna að þaö mikUli framleiðslu um- fram innanlandsþarfir, aö út- flutningsuppbætur kæmu til greiðslu aö miklu eöa öllu leyti i flestum árum, en ekki var i lög- unum séð fyrir þvi, hvernig bregðast skyldi við tU að fyrir- byggja aö landbúnaðarfram- leiðsian færi verulega fram úr þvi magni sem löggjafinn taldi æskilegt. Þegar fyrir sex árum Forvigismenn bænda sáu þennan vanda og vildu fyrir 6 árum koma inn i lög ákvæðum tU að auövelda stjórnun land- búnaðarframleiðslunnar. Var það hinn margumtalaöi kjam- fóðurskattur sem Framleiðslu- ráö landbúnaöarins vildi fá heimild til að leggja á, þegar sérstaklega stæði á. Hann átti að hafa tviþætt áhrif, annars vegar stuðla að þvi aö innflutt kjarnfóður yrði notað í hófi og hins vegar skyldi gjaldið mynda sjóö sem nota mætti tU greiðslu útflutningsuppbóta ef ekki nægöu lögákveðin framlög tU þess. Ekki voru bændur sammála um þessa aðferð. Sterk öfl úr hópi hinna skammsýnni bænda sem töldu heppilegra að fá sem allra ódyrast erlent fóður handa gripum sinum en leggja kapp á öflun úrvalsheyja og annars innlends fóðurs, lögðust með þunga gegn hugmyndinni um kjarnfóöurskatt. Þeir sögöu að meö honum væru bændur, tekjulægsta stétt þjóöfélagsins aðeins að leggja skatt á sjálfa sig. Töldu þeir iUskárra aö lagt væri innvigtunargjald á fram- leiðsluna þegar lögákveðnar út- flutningsuppbætur nægðu ekki. Þetta sundurlyndi bænda haföi þau áhrif, að málið náði ekki fram að ganga á Alþingi. Vandinn er þvi óleystur enn, en bændastéttin sem sUk getur ekki tekið á sig sök i þessu eftii, af þvi að þaö er ekki henni að kenna þótt Alþingi taki meira tillit tilháværra radda einstaka bænda, heldur en tUlagna lýð- ræöislega kjörinna fulltrúa stéttarinnar á Búnaðarþingi og aðalfundi Stéttarsambands bænda. Þetta vandamál var rætt af mikilli alvöru á aöalfundi Stéttarsambands bænda á Eiðum sumarið 1977 og á siöasta Búnaðarþingi. Samþykkt Eiöa- fundarins mun lengi i minnum höfö vegna þess, hve raunsæj- um augum mikUl meirUiluti fulltrúa leit á vandann, sem þá blasti við og yrði liklega meiri siðareins og komiöhefurá dag- inn. Aðalatriði.I ályktun Eiða- fundarins sem munu flestum kunn voru efnislega þessi. 1. Aö lagt yrði veröjöfnunar- Mikfflvandi blasir við land- búnaðinum gjald á framleiðslu ársins 1977, ".. ' enda verði að fullu greiddar lög- boönar útflutningsbætur. 2. Að Framleiðsluráði verði veitt lagaheimild tU að leggja gjald á innfluttan fóðurbæti er verði notaö til verðjöfnunar á framieiöslu hvers árs. 3. Aö Framleiðsluráði veröi veitt lagaheimild tU að greiða lægra verð fyrir aukna fram- leiðslu á hverri jörð, þ.e. kvóta- kerfi. Þetta gildi einnig um framleiöslu rikisbúa og þeirra, sem framleiða utan lögbýla. Aukafundurinn og skipun nefndarinnar Þessiályktun orsakaöi mUdar deilur og fúndahöld meðal bænda. Hinn 30. nóv 1977 hélt Stéttarsamband bænda auka- fund. Var þar enn haldiö vitur- lega á málum og geröar kröfur jöfnum höndum á rikissjóð og til bænda sjálfra. Gerð var krafa um aukin afurðalán handa land- búnaðinum, en hinar margum- töluðu lágu tekjur bænda hafa fyrst og fremst orsakast af þvi hve verðbólgan hefur verörýrt þann tiltölulega stóra hluta af andviröi búvöruframleiðslunn- ar, oft fjórða hluta innleggsins eða meira sem vinnslustöðvarn- ar hafa ekki getað greitt fyrr en mörgum mánuðum, stundum meira en ári eftir að varan var lögð inn. Hefði þessi eini þáttur veriö lagfæröur fyrir löngu svo að bændur hefðu fengið allt inn- legg sitt greitt i sama mánuði og það var la-gt inn hefði mátt spara sér hið mikla umtal um að bændur væru tekjulægsta stétt á landinu. Ef bændur hefðu fengiö framleiösluvörursinar greiddar við afhendingu hefðu þeir I flest- um árum náö þeim tekjum sem þeim voru ætlaöar I verölags- grundvelli ár hvert. Aukafundur Stéttarsam- bandsins kraföist einnig að felldur yrði niður söluskattur af kjöti. Lagði hann einnig til að smjör yrði sett á útsölu á mjög niöursettu verði, og skipti rikið og bamdur kostnaði af þvi milli sin. Þá hélt fundurinn fram óbreyttri stefiiu frá Eiðafundin- um um aðfá heimild um kjarn- fóðurskatt og aö koma á kvóta- kerfi. Þessi fundur hafði nokkur áhrif. Ekki tókst þó að fá sölu- skatt af kjöti niöurfelldan eða fá aukin afuröalán og ekki fékkst fram breyting á Fram- leiösluráðslögunum til að lög- heimila töku kjarnfóðurskatts eöa koma á kvótakerfi, en rikis- valdið tók þátt I kostnaði viö út- sölu á smjöri, sem grynnkaöi i bili á smjörbirgðum og var til hagsbóta fyrir neytendur. Einnig greiddi rikissjóður til út- flutningsbóta, þaö sem á hafði vantað aö 10% útflutningsbóta- heimildin hefði veriö notuð siðustu 3 árin sem tryggöi bændum grundvallarverð fyrir framleiðslu ársins 1976. En aukafundur Stéttarsam- bandsins lægði ekki óánægju- öldur meðal bænda og héldu fundarhöld áfram fram eftir vetriogfjölmiðlar geröusértið- rætt um landbúnaðarmál en ekki alitaf af sanngirni og góð- vilja. Búnaðarþing 1978 tók þessi mál til meöferðar og afgreiddi þau með ályktun i tveim liðum. I fyrri liönum var lýst stuðningi búnaðar- málastjóri við afstöðu Stéttarsambandsins á Eiðafundinum og aukafundin- um 30. nóvember en i siðari liönum var samþykkt ósk til landbúnaðarráðherra um aö skipa sjö manna nefnd, þrjá eftir tillögu Búnaöarfélags ís- lands þrjá eftir tillögu Stéttar- sambands bænda ogeinn án til- nefiiingar til aö athuga hvaöa leiðir væru færastar til þess að tryggja sem best stöðu land- búnaðarins og afkomu þeirra sem að honum vinna. Landbúnaðarráöherra varö við ósk Búnaöarþings og skipaði 7 manna nefnd á þann hátt og með þvi markmiði sem Búnaðarþing óskaði eftir. For- maöur nefndarinnar var skipaður Sveinbjörn Dagfinns- son raouneytisstjóri en með honum áttu sæti i nefndinni sex valinkunnir bændur, sem vitaö var, aö höfðu allskiptar skoöan- ir á þvi, hvernig heppilegast myndi aö leysa vanda land- búnaðarins. Meirihluti nefndar- manna haföi hvorki átt sæti á Búnaðarþingi eða aöalfundum Stéttarsambands bænda og var þvi nefndin á engan hátt fyrir- fram bundin við fyrri ályktanir frá þessum félagsmálasamtök- um bænda. Nefndin vann gott verk. Athugaöi hún málin gaumgæfilega og skilaöi sam- eiginlegu áliti i byrjun aðal- fundar Stéttarsambands bænda er haldinn var á Akureyri dag- ana 29.-31. ágúst 1978. Þar var nefndarálitið rætt og naut efnis- lega stuðnings alls þorra fundarmanna gegn 4 sem lögöust eindregið gegn kjarn- fóöurskatti. Nefndarálit sjömannanefndar hefur verið rækilega kynnt fyrir bændum og þjóðinni allri og veröur þvi ekki fjölyrt um eftii þess hér. Nýtt lagafrumvarp og einkenni þess t desember s.l. flutti land- búnaöarráðherra frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 101/1966 um Framleiösluráð landbúnaðarins, veröskráningu; verðmiðlun og sölu á land- búnaðarvörum o.fl., sem byggir algjörlega á áliti sjömanna- nefndar. Liggur það nú hjá landbúnaöarnefnd n.d. Alþingis. Raddir bæði innan Alþingis og utan hafa ýmislegt viö frum- varpið að athuga svo að engan veginn er vist aö það nái fram að ganga, og verður þá aö gripa til annarra ráða en frumvarpið gerir ráð fyrir. Samt vil ég reynaaö gera grein fyrir, hvaö mér finnst frumvarpið einkum hafa sér til ágætis og helstu ágaila þess. AB visu mun engum bónda né öðrum sem málefni land- búnaðarins varða þykja gott aö flytja þurfi á Alþingi frumvarp er eigi að vinna aö takmörkun búvöruframleiöslu og það á kostnað bænda þvi örðugt er að sjá að markmið frumvarpsins náistmeðöðru móti, þótt ráö sé fyrir þvi gert, að þrátt fyrir ákvæði frumvarpsins eigi bændur að halda tekjum tii jafns við aðra þegna. Hins veg- ar held ég, að allir bændur geri sér grein fyrir þvi að eitthvað verður að gera og að bændur verði sjálfir að leggja eitthvað af mörkum t.d. með breyttum búnaðarháttum o.fl., en ýmsa greinir á um leiöir. Margur óskar helst að sú leið verði farin sem kemur minnst við hans búskap og hag. Slikt er mannlegt, en ekki endilega skynsamlegt. T.d. vilja margir fugla- og svinabændur vera lausir viö kjarnfóöurskatt og bera þvi viö að ekki sé offram- leiðsla i þeim búgreinum. En þessir menn mega vita að fleiri en þeir geta framleitt egg, svinakjöt og hænsnakjötá ódýru innfluttu fóðri. Þurfi aö krenkja búskapmjólkurframleiðenda og sauðfjárbænda gripa áreiðan- lega margir til þess að stunda fugla- eða svinarækt sem auka- búgrein, a.m.k. ef kjarnfóöur verður mjög ódýrt. Er þvi nauösyn fyrir alla bændur að snúa bökum saman og dreifa erfiðleikum við að leysa vand- ann á sem flesta. Helstu kostir frumvarpsins eru að þaö er frumvarp um að setja viss heimildarákvæði inn I Framleiðsluráðslögintil þess að kjörnir fulltrúar bænda sjálfra geti með samþykki land- búnaðarráðherra hverju sinni stjórnað búvöruframleiðslunni að settu marki með tiltölulega mildum aðgeröum. Kjarnfóður- skatturinn margumtalaði er hugsaöur til aö gefa tekjur til veröjöfnunar eða annarrar hag- ræðingar ogauk þesser gert ráð fyriraðhann valdi þvi að minna kjarnfóður verði notað og af meiri hagsýni hjá sumum en gert hefur verið. Geti það fyrst leitt tii aukinnar hagkvæmni I búrekstri þeirra, sem notaö hafa mjög mikið kjarnfóöur miöað við framleiöslumagn og tii viðbótar gæti meiri kjarn- fóðursparnaöur dregiö úr fram- leiöslumagni án þess að rýra nettótekjur. Augljóst er þó aö slikur sam- dráttur yröi ekki mjög mikill nema kjarnfóðurgjaldið yröi hátt svo að hver fóöureining i þvi yrði mun dýrari en i góöu innlendu fóðri. Hið stighækkandi fram- leiöslugjald ef tekið yröi,gefur fé til veröjöfnunar á svipaöan hátt og innvigtunargjald hefur gert, nema þaö leggst með meiri þunga á þá sem stærri bú- in hafa og þá sem ekki búa á lögbýlum. Varla geri ég ráð fyrir aö framleiðslugjaldið valdi bein- linis minnkun framleiðslu. Þeir eiga ekki einir að bera krossinn Aðeins eitt atriði i frum- varpinu ef að lögum verður, tryggir samdrátt fram- leiöslunnar. Það er i a-liö 2. gr. og hljóðar svo: ,,A sama hátt er Framleiðsluráöi heimilt að ákveða framleiðendum sérstak- ar verðbætur ef þeir draga úr framleiðslu sinni um ákveðinn hundraðshluta”. En þetta er mergurinn máls- ins. Hefur Islenska þjóðin efni á þvi aö kaupa bændur tii að draga úr framleiðslu? Ef svo er þá ætti rikiö að taka a.m.k. verulegan þátt i þvi starfi en ekki leggja það á bændur eina. Þeir eiga ekki einir aö bera krossinn á aftökustaðinn. Þetta er hið virkilega vanda- mál en ekki hvernig fé er tekið af bændum til aö bæta upp verð til þeirra s jálfra, þaö er fyrst og fremst framkvæmdaratriöi þó að lög þurfi að standa að baki slikra framkvæmda. Það er staðreynd að sá gjald- eyrir sem fæst fyrir útfiuttar landbúnaöarvörur er þjóðinni dýr en hefur hún efni á að kaupa bændur til að afla hans ekki? Þjóðin er og hefur oftast veriö i mikilli gjaldeyrisþörf og svo mun lengi verða. Samkvæmt verslunarskýrsl- um 1977, siðasta heiia áriö sem endanlegar tölur eru til fyrir var gjaldeyrisöflun þjóöarinnar af útfluttum vörum tæpir 102 milljarðar og flokkast eftir at- vinnuvegum i grófum dráttum þannig: Milljónirkr. % 76.335 74,9 2.569 í, 5 4.519 4,4 14.933 14,7 875 0,9 800 0,8 1.849 1,8 Samtals 101.880 * 100,0 Sjávarafuröir, óunnar og unnar Landbúnaöarafuröir, óunnar. Landbúnaðarafuröir, unnar. A1 og álmelmi Kisilgúr og þangmjöl Iðnaðarvörur án uppruna I sjávarútvegieöa landbúnaði Annaö (gömul skip, vikur, viðskipti o.fl.) Af heildargjaldeyrisöfluninni er 6,9% frá landbúnaði óunnin og meira eða minna unnin vara. Hið algjörlega óunnaerkr. 2.569 milljónir eöa 2,5% af gjaldeyris- öfluninni. Hvaða atvinnuvegur á að afla þessa gjaldeyris, ef landbúnaöurinn veröur dreginn saman til þess að fullnægja að- eins neysluþörf þjóðarinnar? Ekki sjávarútvegurinn, af þvi aö þegar er veitt meira en talið er óhætt aö bestu manna yfir- sýn. Þvi miður ekki iðnaðurinn. Hann viröist einskis megnugur. Þegar sleppt er þjónustuiðnaði og vinnslu úr landbúnaðarvör- um og sjávarafla kemur fram að léttiönaðurinnskapaöi aðeins 800 milljónir króna I gjaldeyri 1977. En gjaldeyrissparandi iðnaður er ekki siður mikils viröi fyrir þjóðina en gjald- eyrisskapandi iðnaöur. En nú viröist erfiölega ganga fyrir ýmsum þáttum gjaldeyrisspar- andi iðnaðar vegna samkeppni við erlendan varning eins og t.d. i fataiðnaði. Einu sinni klæddi þjóöin sig sjálf en nú er sagt aö flytja þurfi inn fatnað fyrir jafii- mikla fjárhæö og nemur öllum bifreiöainnflutningi þjóðarinn- ar. Ég fæ ekki séð aö iönaöurinn geti tekiðviömiklu vinnuafli frá landbúnaöi nema þá þjónustu- iönaðurinn, þó ekki sé loku fyrir það skotið að eitthvaö fleiri komist að ullar- og skinna- iðnaði. Og spyrja má: Hefur þjóðin efniá aðminnka gæru-og ullarframleiðslu til muna. Fámennur, en hávær hópur Mjög hefur veriö rætt um þörf á þvi að minnka landbúnaðar- framleiðsluna og þykjast furðu margir hafa ráö undir rifi hverju til þess aö koma þvi I kring ekki sist þeir sem lítið eöa ekkert þekkja til landbúnaðar. Margir úr þeirra röðum segja einfaldlega: ,,Það á að fækka bændum og stækka bú þeirra sem eftir veröa til þess að auka hagkvæmni”. Þessir menn segja að viöhaldiö sé búskap á örreitis- kotum o.s.frv. Aldrei benda Framhald á bls. 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.