Tíminn - 12.01.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.01.1979, Blaðsíða 9
Föstudagur 12. janúar 1979 Eitt af skemmtilegri upp- sláttarritum sem gefið er út á enska tunguer „Banned Books" eða „bannaðar bækur" og fjall- ar — eins og nafniö bendir til — um bækur og höfunda bóka, sem á einhverjum tima hafa veriö bannaðar. í þessari bók er flett ofan af stórhættulegri fylkingu róttækl- inga, stjórnleysingja og klám- höfunda eins og Hómers, Shake- speare, Tolstoy, Lewis CaroU', Rudyard Kipling, höfundum Nýja Testamentisins — eöa þeirra sem nær okkur eru I tlma svo sem Henry Miller og ýmsir höfundar Austantjaldsrfkja. Kannski er þó öllu fremur veriö aö fletta ofan af yfirvöld- um á hverjum tlma og hverjum stað, sem gripa til bókabannsins til að verjá virðulegt samfélag fyrir hættulegum hugsunum. Á fclandi var höfundi „Félaga Jesú" nýlega — segjum hér um bil — boðið til sætis á bekk með bönnuðum höfundum. Ritstjóri nýjustu útgáfu „Bannaðra bóka", segir I inn- gangi slnum: „Þeir eru sannar- lega furðumargir, sem hafa viljaðhindra samborgara slna I að sjá eða lesa vissa lilutí". Sannast að segja hefur þetta fólk sjaldnast haft erindi sem erfiði, jafnvel þó vilji þess hafi orðið að lögum. Hvað segir ekki „Félagi Jesú?" Gamall siður og nýr Sá siður að banna bækur á rætur aðrekja æði langt aftur. I áðurnefndu uppsláttarriti getur fyrst um bannfært rit árið 387 f. Kr. Þar er um að ræða bannfær- ingu Platos á Odeysseif eftir Hómer I þvi skyni að vernda unga lesendur og óflekkaðar sálir. Sláum við upp á árinu 1597 hittum viðfyrir Ellsabet I. Eng- landsdrottningu „alveg I kerfi" yfir „Ríkharði II" eftir Shake- Tolstoy Mark Twain Shakespeare Conan Doyle Lewis Carroll Homer Verk þeirra teljast nú tíl heimsbókmennt anna, en hvernig byrjuðu þeir? Að birta banna speare. Lét hún banna þann kafla I verkinu, sem f jallaði um afsetningu konungs. Þá var og Lear konungur eftir Shake- speare bannaður allt til ársins 1820, þar sem ákveðnir kaflar I verkinu þóttu móðgun við George III konung. Þegar Theodore Roosevelt, slðar Bandarikjaforseti, var enn minniháttar pólitikus, eða árið 1890, lýsti hann russneska stórskáldinu Tolstoy sem ,,kyn- ferðislegum og siðferðislegum ,'. öfuggugga". Einstaklega illa var Roosevelt við „Kreutzer sónötuna" og tókst raunar að fá hana bannaða I Bandarlkj- unum. Raunar voru Bandarfkja- menn ekki öllu skárri viö eigin höfunda og lenti meðal annarra Mark Twain I siipunni. Bæði I Massachusetts- og Brooklyn- fylki var bók hans „Stikils- berja-Finnur" bönnuð á bóka- söfnum. Og meira að segja Mark Twain þóttist þurfa að réttlæta sig og kvað bókina ætlaða fullorðnum og alls ekki börnum. Og Bandarikjamenn eru siður en svo einir um hituna. Hvort sem það var nú af gamansemi eða brjálsemi var „Ævintýri LIsu i Undralandi" bönnuð árið 1931 1 Klna. Ástæðan: ekki var gerður greinarmunur á mönn- um og dýrum I bókinni. Vinir vorir Sovétmenn bönnuðu árið 1929 bækur Conan Doyle um Sherlock Holmes vegna predikana höfundar um Spiritisma. Þeim fjölgar enn 011 þau verk sem hér hafa verið upp talin teljast nú til heimsbókmenntanna og eru varla nokkurs staðar I heim- inumnú á dögumbönnuð. Ogþó verður alls ekki sagt, að sá s iður að banna bækur hafi verið lagð- ur niður. Flest vestræn ríki telja sér það til ágætis nú á dög- um, aö tryggja mönnum hugs- ana-, skoðana- og ritfrelsi. í þessum þjóðfélögum þykir enda fyrir lönguoröiö ljóst, að það að banna bækur eykur gildi þeirra — ef eitthvað er. Aftur verður ekki alveg það sama sagt um þriðja heiminn og ferst okkur varla að derra okkur neitt út af þvi. Og I rik jum eins og S-Afriku og Sovétrlkjunum viðgengstþað enn að banna bækur, i báðum tilvikum tilvarnaryfirvöldumá hverjum stað og stefnu þeirra. Það er þvl óhjákvæmileg stað- reynd, að næsta útgáfa „Bannaðra bóka" verður eitt- hvað stærri en hin siðasta. Þýtt og endursagt /KEJ Þýsk-islenska félagið Germania og Þýska bókasafnið standa saman að 3. ALÞJÓÐ- LEGU LJOSMYNDASÝNING- UNNI, sem ber heitíö „A leið I Paradls". Er það hið þekkta þýska blaö Sternsem stendur að sýningunni en hún ferðast til um 367 staða I um það bil 51 landi en riimlega 200 ljósmyndir eru á sýningunni sem nú stendur á Kjarvalsstöðum I Reykjavik. Höfundar ljósmyndanna eru einkum Þjóöverjar en einnig er fjöldi mynda eftir menn frá ýmsum hornum veraldarinnar, en sýningin einskorðar sig ekki við afmörkuð svæði jarðar, né heldur fylgir hún auðsæjum lin- um. Þemað ,,A leiö I Paradis" riimar að visu svo að segja allt, sem til er I heiminum, en aug- ljósa leiðsögn er þar ekki að finna. Vont að ná góðum myndum. Ef g*ra á slæma lýsingu um heiminn, eöa veröld mannsins, þa er liklega eitt verra en að ljúga upp sögum, en það er að segja sannleikann. Ef menn opna augu sin og leyfa aðgang að vissum svæðum i höfðinu eða eigum viðað segja hjartanu, pá er heimur okkar ekki aðeins gamall, viðbjóöslegur og mót- sagnakenndur, heldur lfka full- ur hræsni og hroka. A vissum stöðum má auðvitað ná goðum myndum, sem segja allt annað. Það má enn mynda auðnar- friðinn, rósarunna, vel klædd börn og sætar stelpur, en eftir að hafa gengið paradlsarleiðina meðhinu þýska blaði Stern, fær maður naumast varist þeirri hugsun, að það verði meö hverju árinu sem Hður verra að ná myndum á jörðunni, sem ekki ganga i berhöggg viö heil- brigða skynsemi fegurðarskyn og siðferðisvitund okkar hræsn- aranna, sem hreyfum hvorki hönd né fót i annað en llfsgæða- kapphlaup. Þó mun ekki öll von útí enn, þvl verðmætamatiö er þegar Á hrakningi til Paradísar byrjað að breytast, þótt að sjálf- sögðu verði það eins og annað vont og gott að gerast á kostnað þróunarlandanna, þvl auðvitað bitnar hreinsteftían, andstæða tortlmingar og mengunar á iðnaði þeirra og auðlindum, þvi þjóðirnar sem biinar eru að koma sér fyrir I löndunum sln- um eru þegar búnir að eyði- leggja þau að mestu, þótt aftur sébyrjaðaðveiðalax I Thames- ánni og það hilli undir frið 1 Austurlöndum nær. Myndefnið á Para- disarveginum Sýning Germaniu kemur eins og köld vatnsgusa framan I fólk. Ekki aðeins eymdin sem við fá- um að sjá, grimmdin og tor- tlmingin. Innst inni vissum við auðvitað öll að ástandið ^ar vont en ég held að okkur hafi fæst grunað að ástandið væri I raun og veru svona slæmt. Þó er fegurð ekki með öllu undanskil- in — siður en svo en samanlögö utkoma er hryllingur. . Það sem helst má að sýning- unni finna er aö hana skortir pólitlska llnu eöa eigum við öllu heldur að segja stjórnun. Við- fangsefnið er of stort til þess að menn geti i raun og sannleika nálgast paradlsarveginn I ró og næði og gert sér niðurstöðu. Allt er tekið með: konur með ávaxtakörfur á höfðinu menn að bera kross gegnum Jeriisalem, maður að spila á strenghljóð- færi. eiturmaður að sprauta sig, limlest börn, limlest jörð eftir iarðrask, fuglar á hreinu vatni, fólk í listum rotnandi mannshönd á gadda- vlrsgirðingu, þvl lfkiö er komið eitthvaðannaðtfangará vörubíl, fangar með bundið fyrir augun, Pikasso að leika við stúlku á strönd, Vestmannaeyjar að sökkva i gosefni,þotur og bæna- vélar og er þá aðeins fátt nefnt. Við erum heimi okkar til skammar. Það er ekki auðvelt að meta myndgæðin sjálf. Þetta er ekki listræn ljósmyndun I skilningi þess orðs. Orðiö listrænn missir llka talsvert af gildi slnu ef þvl er svo I þokkabót ruglað saman við fegurð eða snilli. Þetta eru sannleikskorn, stórir skammt- ar. Eins og sýningin fjallar um allt mögulegt, leikur hún einnig á flest tilfinningasvið og við stöndum I þakkarskuld við ljós- myndarana sem notuðu augun — og myndavélina á réttum stöðum. Við þökkum raunsæi kimni og mikil ferðalög við hættulegar aðstæður. Llka þann kjark sem I þvl felst að segja satt I mörgum löndum. Félagið Germanla hefur lengi staðiðað góðum hlutum. Oftar en hitt hafa þeir veriö bundn- ir fegurð og menningu I senn. Þessiþýska ádrepa til heimsins leiðir hugann að mörgu sem maður hélt að liðið væri undir lok ogmaður hélt lika að tengsl- in milli stjórnarstefnu og góöra hluta og vondra væru augljósari en þau eru I raun og veru eða tengslin milli valds og af- leiðinga. En völd og ábyrgð fara ekki alltaf saman það er okkur ljóst. Auðvitað vitum við að unnt er aö ljúga með þögninni og aö lygi er lygi jafnvel þótt hún sé ljós- mynduð sagði þingmaöurinn. En þessi afhjúpun er holl sjon hverjum manni sem jörðina byggir. JdnasGuðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.