Tíminn - 12.01.1979, Blaðsíða 19

Tíminn - 12.01.1979, Blaðsíða 19
Föstudagur 12. janúar 1979 19 William Hcinesen: Fjandinn hleypur I Gamalfel iþýðingu Þorgeirs Þorgerisson- ar Mál og menning 1978. Aberandi er, hve stór hluti þeirra bóka, sem komu út þýdd- ar úr erlendum málum nú fyrir jolin, eru nútfcnaverk frá nor- rænum nágrannalöndum okkar, og mætti af þvi' draga ályktanir um gildi „samnorrænnar sam- vinnu" eða þá um andlegan sjóndeildarhring íslendinga um þéssar mundir. Nu hefur verið settur á stofn norrænn þýö- ingars jóður, sem frægt er orðið, til aö fyrir þvl verði séð, að við eyjarskeggjar verðum sem mest aðnjótandi þeirrar and- legu velferðar sem i þessum löndum rikir. Auðvitað megum við prisa okkur sæla og getum búist við miklu uppbyggilegu og þroskandi efhi fyrir unga sem gamla úr þessari átt fyrir at- beina þeirra fræðimanna er með úthlutunarvald fara. Hinu megum við þó ekki gleyma, að rituð hafa verið meðal annarra fjarlægari þjöða og á öðrum tímum verk, sem kunna þrátt fyrir allt að hafa varanlegra gildi en allur þessi niðurgreiddi og prógrammeraði litteratúr frá Skandinavlu, auk þess sem hinir mörgu lesendur „Famills- júnalens" hér á landi ættu hvort sem er aðgeta stautað sig fram úr honum á frummálinu. Viö eigum einmitt mikið starf ó- unnið i' að koma yfir á islensku slgildum verkum erlendum, sem standa yfirleitthóllum fæti á sölumarkaði jólanna og veita ekki bókaútgefendum stundar- gróða. En á snærum þessa ágæta þýðingarsjdðs kom að vísu út ein bok sem telja má hiklaust til meiri háttar heimsbókmennta, en það er smásagnasafn Williams Heinesens hins færeyska, Fjandinn hleypur i Gamaliel, og ættu raunar verk þess höfundar fullt erindi yfir á islensku, þótt þau væru skrifuð á einhverri Kyrrahafseyju, en ekki meðal næstu nágranna okkar á Færeyjum. Sagnalist Heinesens er aö visu nátengd heimaslóðum hans og á sér ekki íslensk frímerki og bréfmerki frá einkaaðilum og fyr- irtækjum óskast keypt á hæsta verði i stórum og smáum pakkningum. Staðgreiðsla i erlendri mynt. Vin- samlegast skrifið til H. Andersen, Stærevej 45, 2.th. 2400 Köbenhavn NV Danmark Spilverk minning anna slst uppsprettu I þvi I mannllfi þeirra sem hann kennir sjálfur við ,,g r ó s k u m i k 1 a tlmaskekkju", svo sem þegar fjandinn hleypur I fólk um hábjartan sumardag, og þar má sjá að verki það máttuga imyndunarafl og þá dulmögn- uðu náttúrukennd sem best fá þróast á fremur einangruðum stöðum heimsbyggðarinnar. Jafnframt hefur þo Heinesen frá blautu barnsbeini verið heimagangur I danskri og vesturevrópskri borgarmenn- ingu, eins og fram kemur I bernsku- og æskuminningum hans i' þessari bók. Snilld Heinesens felst ekki hvað slst i þvi að eygja „hið stóra I hinu smáa", þannig að ómælisviddir geta opnast f þvi sem virðist harla hversdagslegt . t sögunni Jómf rúfæðing birtist okkur til dæmis á siglingu dalls- ins Botniu sannkallaður mlkrókosmos eða heimur I hnotskurn, þar sem att er saman á myndrænan hátt höfuðandstæðum, blindum hamförum náttúrunnar og þvi allraviökvæmasta I mannllfinu og inn I pær andstæður ofið jafnt alvarlegu sem spaugilegu, bókmenntir helgu sem vanhelgu og allt látiö snúast um þá fyllingu timans sem öllu breytir og getur meira að segja latið snarrenna af islenskum höf ðingjum og skáld- um ogbreytt þeimi liknsama og btningarfulla vitringa. Hætt er við, að þeir sem hafa þá áráttu að vilja ætið flagga skáldum sem boðberum ákveð- inna hugmynda eigi erfitt með að draga Heinesen I einhvern sllkan dilk. 1 greinarkorni I Timariti Máls og menningar 3-4 1977 fræðir þýöandinn, borgeir Þorgeirsson, okkur um eftirfar- andi: „Dólgamarxistar kalla hann „gamlan fabúlerandi ihaldsfausk", en I sama hefti viröist þo einn slikur marxisti að nafni Ljungberg vera að reyna að tengja hann „Kommúnistaflokki Danmerk- ur vegna vináttu við Hans Kirk og Otto Gelsted" og afsaka hann fyrir að hafa fjarlægst „hið -• sosialreallska skáldsöguform". Mikið má nú leggja á sig vinátt- unnar vegna, en triilega byggj- ast ofannefnd tengsl, ef einhver eru, á þvi, sem Heinesen kallar I bréfi til Gelsteds frumstæða kröfu „hjartans um samstöðu með réttlausu fólki og ofsóttu fremur en kröfunni um sam- félagslegar heimspekikenning- ar." Þvl Heinesen hefur engan veginn látið marxismann eða aðrar „samfélagslegar heim- spekikenningar" forheimska sig, — og persónur þær er hann dregur upp, hvort heldur þær teljast til fyrirfólks eða alþýðu, eru ekki neinar kiljanskar eða guðbergskar fígtírur, heldur hafa ávallt þann manneskjulega kjarna, sem ekki verður leystur upp né felldur undir það að vera „samfélagsleg stéttarviðbrögð" eða hvað það nú heitir. Mergurinn málsins felst raun- ar i' yfirlýsingu Heinesens s ja lf s, s em Ljungdal hefur eftir: „Ég er ekki heimspekingur, ekki siðboðandi, eiginlega ekki heldur efahyggjumaður og að sinu leyti ekki menntamaður heldur. Skáldskapurinn er minn vettvangur". En með orðinu skáldskapur er býsna mikið sagt, þegar maður eins og Heinesen á i hlut, þvi skáld- skapur hans spannar og vefur saman mannlif og nátturu, og sterkir þættir þessa skáldskap- ar eru einnig myndlist og tónlist, sem Heinesen er nátengdari en flestir aðrir orðs- ins menn. Það segir sig sjálft, að slikur höfundur er engan veginn auðþýddur, þótt nálægur se okkur, en þyðing Þorgeirs er þó með slikum ágætum, að engu likara er en að Heinesen hafi sjálfur „hlaupið I" Þorgeir við verkið, svolifandiogmergjaður er frásagnarstillinn og svo ódrepandi sú kimni sem þar ski'n I gegn. Þótt tungutakið hneigist meir I átt til talmáls en tærleika, er þar fátt sem mál- vöndunarmenn gætu gert sér mat úr að hnýta I með nokkurri skynsemi, nema það væri helst oröatiltækið „enn þann dag i dag", sem mér finnst alltaf tveim orðum of langt. Vonandi halda Þorgeir og Mál og menn- ing sinu striki á arinu sem er að byrja, þannig að Heinesen eigi eftir aö skemmta okkur aftur um næstu jól og áramót. Krfci tjan Arnason jU t Aflmundur hefur nattúrulega' sagt ykkur aö tilgangslaust j væri aðhugsa um flótta. L-Já Ef týra getur kastaðskugga, framleiðir hún orku með þeim. Þær eru næstum''' i.HlKum.wr. ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.