Alþýðublaðið - 21.08.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.08.1922, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLÁÐIÐ GnbtoB Ny Pilsner Porter fæst f líaupfélagliiu. ! Vanur heyslcapai!?- lHL&ðuF Óskast atrax. Upply.sirigar á Bergþórug. 45 b Hafjragjrvautuæ og mjólk akyr og mjólk, kafíi með pönnu- köknm og kleln'um fæst zllm dagiun f „Litla kalfihósiuu" á Ltugaveg 6. — Engir drykkjn- peningar. Kanpenður „Verkamannstns" &ér i bæ «> u vínsatnkgsst bcðnlr *ð greiða idð íyrsta ársgjaldið 5 kr, á afgr Albýðubiaðsins Kaupið AlþýðublaOlð! Olíulampar. Nýkonaið miklð úrv&l af: Borðiömpum. Náttlöœpum. Balhcce lömpum Vegglömp usa 3—10", Ganglömpum. Anddyraiömpum. Lampaglös. Lampabrennarar. Lampakúplar. Lampgkveikir. Hoildsala. — Smásala. Johs. Hansens Bnke. Átei knað. Puðar. Dúkar. Klæði, grátt, rautt, græat og svart, Rifstau Hör- léreft. -t Boj • —;, — — ísaumssilki, alls- kovar. Brodergarn. Teppagarn, nr. 8, 10, 12, 16. Johs. Hansens Enke. Bitstjórí og ábyrgðarmaour: Ólafur Friðriksson. PrentBmiöjan öutenberg. Edgar Rice Burrmghs: Tarzan snýr aftnr. verið, síðan friður skógarins var rofinn af Porter og fólki hans. Hann skemti sér vel við samræður, við gesti Olgu, og ?ináttu þeirra var hin innilegasta. Hún dreyfði þung- lyndi hans og var sem sársmyrsl í opið sár hjarta hans. Stundum fór d'Arnot með honum til greifans, því hann hafði lengi þekt bæði hjónin. Einstöku sinnum kom greifinn, en annir hans og stjórnmálastörf héldu honum venjulega frá heímilinu, langt fram á nætur. Rokoff sat því nær alt af um Tarzan, og beið þess, að hann kæmi að næturlagi til greifaynjunnar, en hon- um til gremju skeði það aldrei. Alloft fylgdi Tarzan greifaynjunni heim á eftir söng- skemtunum; en hann skyldi ætíð við hana við dyrnar. Þegar þeir Rokoff og Paulvitch sáu, að ekki var hægt að koma Tarzan fyrir kattarnef á sjálfs hans gjörðum, stungu þeir saman nefjum um það, hvernig þeir bezt gætu eyðilagt framtíð hans. ^ Dögum saman lásu þeir blöðin vandlega og höfðu gát á þeim Tarzan og greifahjónunum. Loksins komu launin. Morgunblaðið sagði frá því, að, næsta kvöld ýrði boð inni hjá þýzka sendiherranum. Nafn greilana af Coude var meðal þeirra er ^boðnir voru. Ef hann færi, var vísa lyrir þvl, að honum dveldist fram eftir nóttinni. Veislukvöldið beið Paulvitch fyrir utan dyr sendi- herrans, þar sem hann gat séð framan í sérhvern þann, sem inn gekk. Hann. þurfti ekki lengi að blða unz greifinn áf Coudé sté út úr vagni sínum og fór frana hjá honum. Það var nóg. Paulvitch flýtti sé'r þangað, sem Rokoff beið hans. Þar biðu þeir þangað til klukkan var ellevu, þá hringdi Pauivitch símanum og bað um númer. „Er það heíma hjá d'Arnot herforingja?" spurði hann, er hann háfði fengið samband. „Boð til herra Tarzans, ef hann vildi vera svo góður að koma snöggvást í símann". Þögn var um stund. „Herra Tarzan ? » Einmitt það; þetta^er Francóis — í þjónustu greifa- ynjunnar af Goude. Ef til vill man herran eftir vesl* ings Francois — já? Já, herra. Eg hefi boð; mjög áríðandi boð frá greifa ynjunni. Hún biður yður að skunda samstundis til sín — hún er í vandræðum, herra. Nei, herra, Francois veit það ekki. Á eg að segja frúnni að Tarzan komi bráðum? Þakk' yður fyrir. Guð mun launa yður". Paulvitch heingdi upp talfærið og hló framan í Rokoff. ,Hann kemst þangað A hálfri stundu. Ef-þú kemst til þýzka sendiherrans á fimtán mínútum, ætti greifinn að vera kominn heim eftir fjörutíu og fimm mínútur, eða svo. Alt er undir því komið hvort aulinn dvelur í fimtán mlnútur eftír að hann sér, að leikið hefir verið á hann; en ef mér skjátlast ekki mun Olga varla sleppa honum eftir svo skamman tíma. Hér er bréfið til greif-, ans. Flýttu þérl" Paulvitch hraðaði sér til veislunnar. Við dyrnar rétti hann þjóni bréfið. „Það er til greifans af Coude. Það er afaráríðandi. Sjáðu um, að hann fái það samstundis", og hann lét pening falla i lófa þjónsins. Síðan snéri hann heim á leið. Augnabliki síðar var grsifinn að tala við gestgjafann, meðan hann reif upp bréfið. Við lesturinn fölnaði hann, og hendur hans skulfu. „Herra greifí af Coude: ) Maður, sem vill vernda heiður yðar, notar þetta ráð, íil þess að láta yður vita, að sómi heimilis yðar er á þessu angnabliki í voða. Vís maður, sem mánuðum saman hefir verið gestur konu yðar, að yður fjarverandi, er^nú hjá henni. Ef þér farið þegar í stað til herbergis hennar munuð þér finna þau saman. V"',' Vinur". Tuttugu mínútum eftir að Paulvitch hafði hringt til Tarzans, fékk Rokoff samband við einkasíma Olgu, þjónustustúlka hennar svaraði í símann, sem var í her- bergi Olgu. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.