Tíminn - 27.04.1979, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.04.1979, Blaðsíða 5
Föstudagur 27. april 1979 5 Sumaráætlun innanlandsflug Flugleiöa: Enn fjölgar ferðum... Sl. þrifijudag var haldinn aöalfundur Mjólkursamsölunnar I fundarsal Mólkurstöövarinnar I Reykja vik. ! ársskýrslu kemur fram aö innvigtun mjólkurbúanna 1978 var 61.261.645 ltr. sem er 4.76% aukning frá árinu 1977. Fjöldi innleggjenda var 1273 og er þaö 22 fsrra en 1977. Myndina tók Guöjón á aöalfundin- um Guölaugur Björgvinsson, forstjóri, I ræöustól. Gott ár hjá Mjólkur- samsölunni Aöalfundur Mjólkursamsölunn- ar iReykjavfk var haldinn þriöju- daginn 24. april. Fundurinn setti og stjórnaöi varaformaöurinn Gunnar Guö- bjartsson i veikindaforföllum stjórnarformanns Agústar Þor- valdssonar. Varaformaöur geröi grein fyrir störfum stjórnarinnar á árinu m.a. kom fram aö frestaö hefur veriö aö taka ákvöröun um hvort Mjólkursamsalan hætti þátttöku i Vinnuveitenda- sambandinu en ákvöröunar er aö vænta á næstunni. Gunn- ar lagöi áherslu á I sinni ræöu, aö breyta þyrfti reglum um útborgun haustuppbótar á mjólk. Þaö væri brýnt hagsmuna- mál fyrir framleiöendur aö jafna framleiösluna sem mest. Nú værii alltof miklar sveiflur, minnst var mjólkin á svæöi Mjólkursamsöl- unnar i febrúar, 3.3 milljónir litra. en mest i júli 7.0 milljónir litra. Hækka þyrfti verulega verö til bænda á haustmjólkinni, en lækka aö sama skapi veröiö á sumarmjólkinni. Forstjóri Mjólk- ursamsölunnar, Guölaugur Björgvinsson, geröi grein fyrir rekstri hennar og reikningum. Hér á eftir munu nokkur atriöi úr ræöu Guölaugs veröa rakin. Innvegin mjólk i þau fjögur mjólkurbú sem eru á svæöi Mjólkursamsölunnar var 61.3 milljón lftrar á siöastliönu ári, og er þaö 4.8% aukning frá fyrra ári. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna var tekið á móti 42.0 millj. ltr. Mjólkurstööin i Reykjavik fékk 5.3 millj. ltr. Mjólkursamlagiö I Borgarnesi fékk 10.7 millj. ltr. Samtals voru seldir 32.1 millj. ltr. af nýmjólk eöa 52% af innveg- inni mjólk. Það var samdráttur um 1.4%. Samdráttur varö einnig I sölu á undanrennu. Veruleg aukning var I sölu á jógúrt eöa um 21%,söluaukning varö I skyri um 5,5% og sala I rjóma var 8,4% meiri áriö 1978 en áriö á undan. Mjólkurframleiöendur á svæöi Mjólkursamsölunnar voru 1273 I árslok 1978, þeim hafði fækkaö um 22 frá fyrra ári. Nokkrar nýjar afuröir komu á markaðinn á siöastliðnu ári, þar má nefna melónu- og kaffijógurt. Brotið var blaö i sögu mjólkur- iönaðarins þegar hafinn var sala á Floridana appelsinusafa á ár- inu. En mjög góö sala var i þess- um vörum á árinu, og salan á appelsinusafanum skilaöi um- talsveröum hagnaöi. I árslok voru 232 starfsmenn hjá Mjólkursamsölunni, þeim haföi fjölgaö um 7 á árinu. Rekst- ur brauö og isgerðar gekk mjög vel og er þetta eitt besta áriö siö- an hafinn var rekstur á þessum tveim deildum M.S. Fjárfesting var meö minna móti, en aöálfjárfestingin var endurnýjun á átöppunarvél. ’ Rekstrarkostnaöur Mjólkur- samsölunnar lækkaöi hlutfalls- lega miöaö viö undangengin ár, þvi hann reyndist vera 6,5% af sölu, en áriö 1977 var hann 8,5% af sölu. Niðurstööutala rekstrarreikn- ings M.S. á árinu var 7322 millj- ónir kr. Fyrningar voru rúmar 29 millj- ónir kr. og um 40 milljónir kr. voru lagðar i byggingasjóö. Seld- Frh. á bls. 19. Fyrirlestur um sögu Kaupmannahafnarháskóla i tilefni af 500 ára afmæli Kaupmannahafnarháskóla sem er nú I ár mun Svend Ellehój, prófessor f sögu viö skólann halda fyrirlestur hérlendis i boöi Norræna hússins i kvöld og hefst fyrirlesturinn, sem veröur i Norræna húsinu klukkan 20. Aðalfundur Iönaöarbankans: HEI — Heildarinnlán Iönaöar- bankans jukust á s.l. ári um 58,7%, sem er nær 11% meiri inn- lánsaukning en varö aö meöaltali hjá viöskiptabönkunum, segir i frétt frá bankanum. Gunnar J. Friöriksson, for- maöur bankaráös ræddi um þró- un efnahagsmála áriö 1978 og sagöi áriö aö mörgu leyti hafa veriö hagfellt. Landsmenn hafi haft öll ytri skilyröi til vel- megunar og efnalegs öryggis. Hins vegar hafi veröbólgan fariö vaxandi, sem aukið hafi vanda atvinnuveganna, gengisfellingu krónunnar og valdiö mikilli ókyrrö á vinnumarkaðinum, meö verkföllum og útflutningsbanni i kjölfariö. Gunnar ræddi um vaxtastefnu Seölabankans, sem eftir hækkun vaxta og meö Itrekuöum fréttatil- kynningum hafi lofaö sparifjár- eigendum, aö hagur þeirra yröi ekki fyrir borö borinn þrátt fyrir vaxandi veröbólgustig. 1 fyrstu bar þetta góöan árangur. Sparifé, sem á árunum 1971-1977 rýrnaöi um þriðjung, miöaö viö þjóöar- framleiöslu, hætti aö rýrna og safnaöist á vaxtaaukareikninga. Þær raddir hafa Jiins vegar verið háværar, að atvinnuveg- irnir risi ekki undir aukinni vaxtabyrði. Seölabankinn féll frá þeirri reglubundnu endurskoðun vaxta, sem sparifjáreigendum haföi veriö lofað. Af þvi leiddi aö sparnaöur fór þegar minnkandi eneyöslan vaxandi. Gunnar sagöi þaö óneitanlega skjóta skökku viö, aö stjórnvöld og aðrir lántak- endur hika ekki viö aö greiöa erlendum fjármagnseigendum raunvexti, en telja útilokaö aö endurgreiða löndum sinum þau verömæti, sem hjá þeim hafa veriö fengin aö láni. Löngum hefur þótt lélegt siögæði aö ræna saklaust fólk eignum sinum, en þaö leggja þeir til sem halda fram neikvæöri vaxtastefnu gagnvart sparif járeigendum, sagöi Gunnar. Gunnar sagöi að með verö- tryggingu sparifjár og lánsfjár, eins og nýlega samþykkt efna- hagsfrumvarp gerir ráö fyrir, væri vissulega stefnt aö heil- brigðara ástandi peningamála en verið hefur, en framkvæmdin gæti oröið flókin. Einnig gæti skyndileg verötrygging innlána stefnt fjárhag bankanna I hættu, ef sparifé safnaöist inn á reikn- inga i þeim mæli, aö bankarnir gætu ekki lánað það út aftur á samsvarandi kjörum. Einnig sagði Gunnar aö verö- trygging leysti ekki allan vanda. Hins vegar leiðréttir hún það hróplega ranglæti sem sparifiár- eigendur hafa verið beittir og knýr jafnframt menn til ábyrgra og arösamra fjárfestinga. Sumaráætlun innanlands- flugs Flugleiöa tekur gildi hinn 1, maí. Aætlunin veröur nú meö nýju sniöi. Feröum fjölgar til ým- issa staöa. Þannig fjölgar feröum um eina i viku tii Egilsstaöa, Noröfjaröar, Patreksfjaröar og Þingeyrar og um tvær í viku til tsafjaröar. Alls veröa brottfarir frá Reykjavfk 115 I viku. Þetta segir þó aðeins hálfa söguna, vegna þess aö tenging Flugfélags Noröurlands og Flugfélags Austurlands viö flug Fiugieiöa til staöa viös vegar um land hefur veriö aukin og ferðamöguleikar eru nú miklu meiri en áöur. Þannig má nefna, aö þótt aðeins sé flogiö tvisvar i viku til Norö- fjaröar beint frá Reykjavik, hefur staðurinn daglegar fiugsamgöng- ur viö höfuöborgin a, auk fjöl- margra staöa annars staöar á landinu. Frá Reykjavik fljúga Flugleiöir 37 feröir i viku til Akureyrar, 21 ferö til Vestmannaeyja, 17 til Egilsstaöa, 16 til Isafjaröar, niu til Húsavikur, fimm feröir til Hafnar i Hornafiröi og Sauöár- króks, tvær feröir I viku til Norö- fjarðar og Þingeyrar, samtals 115 brottfarir frá Reykjavík. Sem fyrr segir hefur aukin áhersla veriö lögö á tengingu ferða Flug- félags Noröurlands og Flugfélags Austurlands við áætlunarflug Flugleiða. Flugfélag Noröurlands flýgur áætlunarflug frá Akureyri til niu staða og Flugfélag Austur- lands frá Egilsstööum til átta á- ætlunarstaöa. Frá Egilsstööum eru einnig bílferöir í sambandi viö flugið til margra nærliggjandi byggöarlaga. A meðfylgjandi korti sjást glögglega flugleiöir innanlands, svo og tenging félag- anna þriggja, þ.e. Flugleiöa, Flugfélags Noröurlands og Flug- félags Austurlands. Nánar veröur sagt frá feröamöguleikum innan hvers landsfjórðungs og tengingu i sérstakri frétt siöar. r.MV4AML.\kIi<f>ruOCt rUi&FtUAH AO&TOfcLAOI>‘ Verðtrygging leið- réttir ranglætið Samkoma í ttlefni af 500 ára afmæli Hafnarháskóla Kaupmannahafnarháskóli á 500 ára afmæli á þessu ári og verður þess minnst á margvis- legan hátt i Danmörku. 1 tiiefni af afmælinu mun Háskóli Is- lands efna til samkomu sunnu- daginn 29. april kl. 14.30 i há- tiðasal háskólans. Hinn ný- kjörni rektor Hafnarháskóla, prófessor, dr. med. Erik Skin- hoj, veröur heiöursgéstur sam- komunnar. Rektor háskóla ts- lands, prófessor Guölaugur Þorvaldsson, flytur ávarp en siðan heldur dr. phil. Jakob Benediktsson fyrirlestur sem nefnist „Kííbenhavns Universi- tet og islandsk kultur.” Aö lok- um syngur Magnús Jónsson óperusöngvari nokkur lög. öllum er heimill aögangur meðan húsrúm leyfir og er þess sérstaklega vænst aö gamlir Hafnarstúdentar komi á sam- komuna. Fulltrúar á aöalfundi Iönaöarbankans voru greinilega þungt hugsandi og alvörugefnir á svipinn, þótt bankastjóri hafi glatt þá meö þvi aö innlánsþróun, lausafjárstaöa og afkoma bankans hafi verið meö besta móti á árinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.