Tíminn - 27.04.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.04.1979, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 27. aprll 1979 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumiila 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kr. 3.000.00 - á mánuöi. Blaöaprent Kaupið fötu af vatni Það er erfitt fyrir íslendinga að gera sér i hugar- lund við hvilikar þjáningar milljónir manna lifa i hinum hungruðu hlutum veraldarinnar. Það er næstum þvi ómögulegt fyrir íslendinga að imynda sér hvað þvi fylgir i daglegu lifi að fara á mis við margvislegar lifsnauðsynjar, sem okkur er hvers- dagslegt og sjálfsagt mál að hafa við höndina, jafnvel langt um fram beina þörf. Það er þvi vafalaust ótrúlegt fyrir mörgum fs- lendingi að skortur á hreinu og heilnæmu vatni veldur kvölum og dauða fleiri barna i hinum svelt- andi löndum en nokkuð annað. Hér lifum við sannarlega við allsnægtir, sé reynt að bera lif okk- ar saman við neyðina i fátæku löndunum, en út yfir tekur þó þegar haft er i huga hvilikur vatns- skorturinn er viða um heim. Við erum þvi alvön að hreint drykkjarvatn sé jafnsjálfsagður hlutur, jafn fyrirhafnarlaus og ókeypis,eins og ferskt loft að anda. En samtimis og við lifum við slikar allsnægtir heyja milljónirnar dauðastrið sitt, meðal annars vegna skorts á neysluvatni. Alþjóðasamvinnuhreyfingin hefur nú ákveðið að framlag hennar til barnaársins verði einkum i þvi fólgið að efna til almennrar fjársöfnunar i þvi skyni að afla börnum hungursins drykkjarvatns, þessarar sjálfsögðu fæðu að okkur finnst, sem þó er svo fágæt og svo brýn nauðsyn i heimi okkar. Samvinnuhreyfingin starfar um heim allan og meðal annars i hungruðu löndunum, og innan hreyfingarinnar er þannig bæði reynsla og þekk- ing fyrir hendi á þvi hvar þörfin er sárust og hvar möguleikana á úrbótum er að finna. En þegar safnað er undir kjörorðinu „Kaupið fötu af vatni” verður þó gerð okkar allsnægtafólksins hvers og eins ef til vill fyrst og fremst táknræn um leið og okkur er eitt andartak sýnt brot af þeim hörmung- . um sem bræður og systur lifa við — og deyja af — viðs vegar um heiminn. Erlent yfirlit . Sameining Þýska- lands enn á dagskrá Undirritaður hefur áöur i þessum pistlum vakiö athygli á þeim hugmyndum um samein- ingu Þýskalands, sem oröiö hafa æ meir áberandi undan- farna mánuði. Hér veröur getiö nokkurra atriöa, sem benda til að vænta megi tiöinda af þess- um vettvangi á komandi timum. Sambúö Bandarikjanna og Vestur-Þýskalands hefur farið verulega versnandi aö undan- förnu. Kemur þar margt til. Sú ákvöröun Carters Bandarikja- forseta, að fresta ákvörðun um smiði nifteindasprengju kom sér mjög illa fyrir Helmut Schmidt. Schmidt haföi lýst stuðningi sinum viö sprengjuna og aö hún yröi geymd i Þýska- landi. Þá hefur Bandarikjafor- seti lagt hartaö þýsku stjórninni að hætta viö að aðstoöa Brasiliu við smiði kjarnorkuvera. Hefur Schmidt tekið þetta óstinnt upp. t efnahagsmálum greinir Þjóö- verja og Bandarikjamenn á um mörg atriði, og þýski kanslarinn hefur i einkaviðtölum lýst þeirri skoðun sinni, að hann efist um, að Bandarlkjamenn séu nú fær- ir um að vera i forystu i efna- hagsmálum og innan Atlants- hafsbandalagsins. Herbert Wehner, formaður þingflokks jafnaðarmanna I Vestur-Þýskalandi, hefur um nokkurt skeið verið talsmaður nýrrar stefnu Þjóöverja gagn- vart Austur-Evrópu. Hann seg- ir, að vigbúnaður Sovétmanna sé eingöngu varnaraðgerðir, og réttlæti ekki aukinn vigbúnað Þýskalands og Atlantshafs- bandalagsrikjanna. Hann hefur sakað utanrikisráðherrann, Hans-Dietrich Genscher um að tef ja fyrir samningum um sam- drátt i herbúnaði I Mið-Evrópu. Þessir samningar fara fram i Vinarborg. Wehner er einnig andvigur þvi, að kjarnorkuvopn séu til lengdar geymd i Vestur- Þýskalandi. t stað náinnar sam- vinnu við Bandarikin boðar hann aukið samstarf þýsku rikj- anna með það fyrir augum að stofna nokkurs konar samband sósialskra rikja i Mið- og Austur-Evrópu. Að hans mati reka Sovétrflcin ekki útþenslu- stefnu, og mundu þvi fagna slikri þróun. Herbert Wehner var áður fyrr kommúnisti, og hann fer mjög oft til ríkjanna i Austur-Evrópu. Helmut Schmidt er hins vegar ákveðinn talsmaður Atlants- hafsbandalagsins. Með samningum við Sovét- stjórnina hafa samskipti þýsku rikjanna stóraukist. Fólk I þess- um löndum heimsækir hvert annað, og allir horfa á sömu sjónvarpsdagskrárnar. Engin þjóð austan járntjalds býr við svo góð kjör sem Austur- Þjóðverjar, og engin þjóð hefur svo náin samskipti viö Vestur- lönd. Viðskipti þýsku rikjanna innbyrðis aukast stöðugt. Þrátt fyrir áhuga Schmidts á framgangi Atlantshafsbanda- lagsins hefur hann látið i ljós áhyggjur sinar vegna þess, að Vestur-Þýskalandereina landið i Evrópu, þar sem geymd eru kjarnorkuvopn, sem unnt er að skjóta beint til Sovétrikjanna. Ef til vill er þetta ótti við Sovét- menn, sem beina fjölda flug- skeyta að skotmörkum I Þýska- landi og öðrum löndum I Vestur- Evrópu. 1 styrjöld liggur fremsta viglinan um Þýska- land, svo það er kannski ekki undarlegt, að leiðtogar þýsku rikjanná fari með gát. Hik eða röng ákvörðun á hættustund getur kostað þessi riki útrým- ingu fólks og eyðileggingu verö- mæta I slikum mæli, að land- auðn næmi. Varöveisla friðar og jafnvægi risaveldanna á sviði herbúnaðar er Þjóðverjum meiri nauösyn en flestum öðr- um þjóðum. 1 ljósi þessara staðreynd er ekki undarlegt þótt sameining, eða a.m.k. stóraukið samstarf þýsku rikjanna, sé æskilegt i augum allra Þjóðverja. Varla er þó við að búast, að Vestur- Þjóðverjar varpi fyrir borð nánu sambandi sinu við Banda- rikin. Bandarikin eru baktrygg- ing Þjóðverja I viðsjálli veröld. Það er lika óhugsandi, að Austur-Þýskaland nverfi af á- hrifasvæði Sovétrikjanna. Sovétrikjunum er mikið i mun að halda jafnvægi i Mið-Evrópu, — ekki hvað sist vegna Tékkó- slóvakiu og Póllands, og ein- hvers konar sameining Þýska- lands kemur ekki til greina, nema jafnframt sé tryggt, að Vesturveldin noti ekki þýskt land, sem útvörð hagsmuna sinna I Mið-Evrópu. Ekki er auðvelt að Imynda sér við hvaða aðstæður þýsk sam- eining gæti átt sér stað. Meira að segja er erfitt að meta hvaða skilyrðum yrði að fullnægja til að þau gætu tekið upp viðtækari efnahags- og menningarsam- vinnu en nú er. Það er augljóst, að hlutlaust Þýskaland er Sovétrikjunum meir I hag en Vesturveldunum. Og Sovétrikin munu aldrei fallast á samein- ingu Þýskaland nema tryggt verði, að það veröi hlutlaust. Eins og hernaðarmætti stór- veldanna er nú háttað, yrði Þýskaland auðveldur biti fyrir Sovétrikin I styrjöld, og það þýðir á hinn bóginn, að hugsan- leg fremsta viglina lægi um Frakkland og Niðurlönd (Hol- land, Belgiu og Lúxemburg), og auðvitað Danmörku og Noreg. Sameinað Þýskaland, eða hálf-sameinað, er fleirum kappsmál en Wehner, en hins vegar krefst það mál allt Itar- legrar athugunar, og mats á nýjum aðstæðum. Sovétrlkin virðast hafa öll þessi mál til at- hugunar,og m.a. berast þau tiö- indi frá Bonn, að þar hafi nýlega verið skipaður nýr rússneskur sendiherra. Heitir hann Vladi- mir Semenov, þekktur sérfræð- ingur um þýsk málefni. Hann var sendimaður Sovétstjórnar- innar i Berlin 1940-41, meðan Stalin og Hitler voru banda- menn. Stjórnin I Bonn hefur að und- anförnu tekið æ sjálfstæðari af- stöðu til heimsmála, og at- hyglisverter, hve mikla áherslu hún hefur lagt á bætta sambúð við Frakka. Allt þetta gæti verið liður i þeirri viðleitni að geta fylgt breyttri stefnu gagnvart Austur-Evrópu, og einnig á það vafalaust rætur að rekja til þeirrar skoðunar, að ekki sé hægt að treysta blint á forystu Bandarikjanna. H.ól. Söfnun samvinnumanna hófst i gær og mun standa yfir fram i október. í fyrsta lagi verður safnað i verslunum og öðrum þjónustustöðum samvinnuhreyfingarinnar,en i öðru lagi stendur nú yfir sérstök söfnunarvika,og verður reynt að afla framlaga sem viðast á þessum dögum, á vinnu- stöðum, i húsum og á mannamótum. 1 ráði er i þriðja lagi að efnt verði einnig til sérstakrar söfn- unarherferðar undir lok söfnunartimans i haust. Markmiðið er að safna 10 milljónum króna með þessu átaki. Þegar haft er i huga að þessi upphæð nemur fimmtiu krónum á hvern landsmann á Is- landi munu menn sjá að það er ekki ofrausn Is- lendingum að ná langt fram úr þvi marki sem sett er við upphaf söfnunarinnar. Islendingar hafa oft sýnt að þeir vilja taka til hendinni og leggja bágstöddum lið i þeirri hörðu lifsbaráttu, — þvi dauðastriði sums staðar —, sem háð er umhverfis okkur viða. Og nú verður þvi ■ treyst að íslendingar láti sinn hlut ekki eftir liggja i alþjóðasöfnun samvinnumanna til lifgjafar svelt- andi börnum, minnugir þess að drykkjarvatn og fimmtiu krónur eru „gnótt i hans hönd en aska i minni”. JS Giscard d’Estaing og Heimut Schmidt hafa margt gert til aft efla samstarf Frakka og Þjóöverja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.