Tíminn - 27.04.1979, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.04.1979, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 27. april 1979 flSTUflD SÉRVERZLUN HESTAMANNSINS AÐEINS VANDAÐAR VÖRUR VERZLIÐ í SÉRVERZLUNINNI PÓSTSENDUM Alternatorar t Ford Bronco, Maverick, Chevrolet Nova, Blaser, Dodge Dart, Playmouth. Wagoneer Land-Kover, Ford Cortina, Sunbeam, Fiat, Datsun, Toyota, VW, ofl. ofl. Verð frá kr. 17.500.-. Einnig: Startarar, Cut-Out, Anker, Bendixar, Segulrofar, M iðs tööv a m ótora r ofl. I margar teg. bifreiöa. Póstsendum. Bílaraf h.f. S 24700. Borgartuni 19. Bitreíðaeigendur Atn aó við hófum varahluti i hemla, í allar gc-róir ameriskra bifreiða á mjög hagstæðu *t verói. vegna sérsamninga við amerískar J- verksmiðjur, sem framleiða aðeins hemla- nlut! Vmsamiega gerið verðsamanburð. STiLUNG HF. ienaum gegn póstkröfu Skeifan 11 simar :il 340-82740. BARNALÉIKTÆKI : • ÍÞRÓTTATÆKI Vélaverkstæði BERNHARÖS HANNESSONAR Suöurlandsbraut 12. Sími 35810 Sérverslun Með gluggatjaldauppsetningar gardinu-brautir.ömmustangir, smlöajárnsstangir Gardlnubrautir, Langholtsveg 128 S. 85605 Vasabók • Varði doktorsritgerð i Liverpool Þann 22. nóvember sl. varöi Halldór Ármannsson doktors- ritgeröina: „Analytical Geochemical Studies on Cadm- ium and Cadmium and Some Other Trace Metals in Estuar- ine andCoastal Environments,” viö Southamptonháskóla, Eng- landi. Fjailar hún um efnagrein- ingar á nokkrum spormálmum, er valda mengun á umhverfi manna. Andmælendur voru dr. R.Chester frá Liverpooiháskóla og.dr. P.J. leB. Williams frá Southa mptonháskóla, en verkiö var unniö undir handleiöslu dr. J.D.Burtons. Halldór er fæddur 3. október 1942, sonur hjónanna Armanns heitins Halldórssonar skóla- stjóra og Sigrúnar Guöbrands- dóttur kennara. Hann lauk stú- dentspróf frá M.R. 1961, B.Sc prófi i éfnafræði frá háskólan- um i Wales 1965, og diplomprófi i sjóefnafræöi frá sama skóla 1966. Arin 1967-1972 starfaöi hann sem sérfræöingur við Rannsóknarstofnun iðnaöarins, en kenndi jafnframt við M.H. 1968-1972. Arin 1972-1976 stund- aöi hann rannsóknir við Sout- hamptonháskóla en frá ársbyrjun 1977 hefur hann starfaö viö jarö hitadeild Orkustofnunar. Kvæntur er Halldór, Marg- réti Skúladóttur (Magnússonar kennara á Akureyri og konu hans Þorbjargar Pálsdóttur). Eiga þau þrjú börn. • Afhenti trúnaðarbréf í Austurriki Hinn 20. april afhenti Pétur Eggerz sendiherra, dr. Rudolf Kirchschlaeger, forseta Austur- rikis, trúnaöarbréf sitt sem sendiherra islands i Austurriki. • Reykvíkingum kynnt eigin borg LtF OG LAND efnir til FJ ÖLSKYLDUFERÐAR um Reykjavik sunnudaginn 29. april undir heitinu „KYNNIST BORGINNI” Leiösögumenn meö hópnum veröa þeir Höröur Agústsson, listmálari og Páll Lindai, fyrrverandi borgarlög- maöur. Feröin hefst kl. 10 aö morgni að KJARVALSSTÖÐUM, þar sem leiösögumennirnir skýra feröaáætlunina. Þvi næst veröur ekiö um höfuðborgarsvæöið undir leiösögu Haröar Agústs- sonar. 1 hádeginu verður snæddur hádegisverður i Nor- ræna húsinu og að því loknu gengið um elsta borgarhlutann Páll Lindal verður leiösögu- maður ( þessum hluta ferðar- innar, sem lokið verðurum kl. 4 e.h. Þeir sem hafa áhuga á að „KYNNASTBORGINNI” þurfa að skrá sig sem fyrst I sima 33947 milli kl. 5-7 e.h. en eigi sið- ar en föstudag 27. aprO n.k„ Þátttökugjald er kr. 1.500- (kr. 1.000 fyrir meðlimi I Lif og Land) fyrir hvern fullorðinn imatur ekki innifalinn.) Börn innan 12 ára aldurs fá fritt. Rangárvallasýsla • Vortónleikar Tónlistar- skólans Vortónleikar Tónlistaskóla Rangæinga eru nú framundan og veröa þeir þriskiptir að venju Yngri deild skólans verður meö tónleika sina 29. april i Hellubiói kl. l.30Eldrideild skólans kem- ur fram á skólaslitum sem verða að venju 1. mai i Hvoli. Hefjast þeir kl. 3. Kór skólans hyggur á söngför austur á bóg- inn og verða fyrstu tónleikarnir i ferðinni á Klaustri laugardag- inn 19. mái kl. 2. Kórstarfið hef- ur verið öflugt i vetur, auk þess að syngja á jólatónleikum innan sýslunnar heimsótti kórinn skólakór Garðabæjar og sungu kórarnir saman i Garðakirkju. Þá tók kórinn þátt i öðru lands- móti barnakóra sem fram fór á Akureyri i vetur Nemendur Tónlistaskóla Rangæinga eru 160. Kennarar eru 10. Allir hreppar Rangárvallasýslu reka skólann saman, en rikið greiðir helming launa. Skólastjóri er Sigriður Sigurðardóttir. # Bátasýning um helgina Snarfari, félag sportbátaeig- enda, heldur fjölbreytta báta- sýningu i Sýningarhöllinni Ar- tunshöfða frá kl. 14-22 dagana 28. april til 6. mai næstkomandi. Til sýnis verða sportbátar, fiskibátar trillur, seglbátar, vatnabátar gúmmfbátar og loft púðabátur. Keppnisbátar I væntanlegu sjóralli umhverfis landiö I sumar sem hefst 1. júli næstkomandi vera á sýning- unni. Flest siglingatæki fýrir þess- ar bátastæröir, þar á meðal lór- an staðsetningartæki, öryggis- tæki, veiarfæri, dýptarmælar, talstöðvar, hlifðarfatnaður veröa og til sýnis. Ti'skusæyningar. Hver að- göngumiði gildir sem happa- drættismiði. bátur i aðalvinn- ing. # Nýstofnað félag FISKIÐN fagfélag fiskiðnaðarins Laugardaginn 21. aprU 1979, var haldinn aö hótel Esju I Reykjavi'k stofnfundur fag- félags innan fiskiönaðarins. Félagiðhlaut nafið „FISKIÐN Fagfélag fiskiönaðarins.” Stofnendur hins nýja félag eru fiskiönaðarmenn og fisktæknar, sem stundað hafa nám og út- skrifast frá Fiskvinnsluskólan- um i Hafnarfirði. Rétt tU inngöngu ifélagiö hafa fiskiönaöarmenn, fisktæknar og starfandi matsmenn i fiskiðn- aði. Tilgangur félagsins er: 1. Aö sameina alla fiskiðnaðar- menn, fisktækna og starfandi matsmenn í fiskiðnaði. 2. Aö auka þekkingu ogstuðla að útbreiðslu á þeirri tækni og þeim nýjungum, sem fram koma sviði fiskiðnaðar, innan- lands og utan. 3. Aðvera málflytjandi og máls- vari félagsmanna á opinberum vettvangi. 4. Að vinna að bættri menntun og námsskilyrðum félags- manna. Á stofnfundinum var kosinn þriggja manna stjórn, en hana skipa: Benedikt Sveinsson, fisktæknir, formaöur Höskuldur Asgeirsson, fisk- tæknir, meðstjórnandi Gunnar Geirsson, fisktæknir, meðstjórnandi. Nokkrir leikendanna, sem sýndu Foreldravandamálið. • Hæfilelka- keppnl — á vegum Tóm- stundaráðs Kópavogs VS — Þriðjudaginn 24. april s.l. fór fram hæfileikakeppni á veg- um Tómstundaráös Kópavogs. Dagskrá keppninnar var þessi: Hljómsveitinn Opinberun lék, tvær stúlkur úr Kópavogsskóla sýndu diskódansa, tveir piltar s ungu og léku á gítar, tvær ung- ar stúlkur sýndu steppdans, báður tólf ára gamlar, og þar meö yngstar þessa fólks, sem þarna kom fram, og Gunnsteinn Ólafsson las frumsamda smá- sögu. Fluttur var leikþátturinn For- eldravandamálið, og þeir sem þar áttu hlut að máli, urðu sigurvegarar, og hlutu bæði fyrstu verðlaun fyrir túlkun, og enn fremur verðlaun fyrir frumsamið efni. Leikhópurinn, sem flutti Foreldravandamálið, er einnig höfundur verksins, leikþátturinn er m.ö.o. saminn i hópvinnu. önnur verðlaun hlutu diskó- dansararnir fjórir en þriöju verðlaun hlaut hljómsveitin Opinberun. Þátttakendur i dag- skránni voru rösklega sextiu, og var þeim öllum afhent viður- kenningaskjal aö lokum. # Tónlistarskóli Akraness heimsækir ísafjörð Laugardaginn 21. april s.I. voru haidnir hljómleikar i Al- þýðuhúsinu á tsafirði. Tón- listarskólinn á Akranesi var þar i heimsókn og hélt hijómleikana með aðstoð Tóniistarskóla tsa- f jarðar. Þetta er fyrsta heimsókn nemenda Tónlistarskóla Akra- ness til Isafjarðar, en skóla- stjóri hans er Þórir Þórisson, sem er fæddur og uppalinn á ísafirði. og er fyrrverandi nem- andi Ragnars H. Ragnars i Tón- listarskólanum þar. Þessir hljómleikar voru mjög vel sótt- ir, og almenn ánægja hlustenda meö alla framkvæmd. Kirkjukvöld var haldið i tsa- fjarðarkirkju á föstudaginn langa s.l. og var kirkjan þettset- in. Flytjendur tónlistar voru Sunnukórinn á Isafirði undir stjórn Jónasar Tómassonar, Kjartans Sigurjónsson og fólk úr hljómsveit Tónlistarskóla Isafjarðar. Þar var frumflutt nýtt verk eftir Jónas Tómasson, Sjö orð krists á krossinum, Til- brigði viðstef eftir Back. Þetta kirkjukvöld tókst vel, enda gifurleg vinna lögö i æfingar bæði af kór og stjórnanda. v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.