Tíminn - 01.06.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.06.1979, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 1. júni 1979 l'UMUl" r Útgcfandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald ki. 3.000.00 — á mánuöi. Blaöaprent ~V _J Sprungu á útgönguversinu Erlent yfirlit Carter getur rétt hlut sinn að nýiu Eftir þau endemi, sem urðu undir þinglok við af- greiðslu landbúnaðarmálanna, hefur sett mikinn og verðskuldaðan hroll að áróðursmeisturum Sjálf- stæðisflokksins. Skrif Morgunblaðsins undanfarna daga bera þess merki að nú þykir nokkuð liggja við að takast megi að slá ryki i augu fólks og koma i veg fyrir að það sjái gjörla hvað i hefur skorist. íhaldið er eins og vankaður griðungur sem reynir að rifa sig upp með krafsi og bölvi i flaginu. Hávað- inn er svo sem talsverður, en ferðin ámáttleg. Það vakti athygli i sjónvarpsumræðum nú fyrir nokkrum dögum, þegar forystumenn stjórmála- flokkannaáttust þar við að Sjálfstæðismönnum þótti svo við horfa að nú yrði að nota stóru kanónurnar. Þess vegna mun sá vestfirski harðjaxl og baráttu- maður, Matthias Bjarnason, hafa verið fenginn til að verja vafasaman málstaðinn i stað hinna prúðu dandimenna sem ella ganga jafnan i fararbroddi ihaldsins. Það fer ekki á milli mála að þurfi mikið til, þá er Matthias Bjarnason betri en margur, og dugði þó litt þessu sinni að vonum. Fram eftir vetri einkenndi slenið og aðgerða- leysið stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins. Link- an i öllu starfi og málflutningi átti sér vafalaust að miklu leyti upptök i þeirri sundrung og innri óánægju sem rikti innan flokksins. Hið athyglis- verða er, að þetta hefur ekki breytst verulega eftir landsfund Sjálfstæðismanna, en þar var a.m.k. til nokkurra nátta skorið úr forystuerfiðleikunum. Þegar liða tók á vorið jókst þrýstingurinn i kjara- málunum i kjölfar þaklyftingarinnar hjá Reykja- vikurborg. Það hefur einkennt málflutning Sjálf- stæðismanna i kjaramálunum að annars vegar hafa þeir horfið frá ábyrgri fyrri stefnu sinni, þeirri að aðhalds og festu sé þörf, og hins vegar hafa þeir nú að siðustu gefið frá sér alla skynsemi og þjóðholl- Hann er engan veginn vonlaus um endurkjör EF MARKA má skoöana- kannanir, mun enginn banda- riskur forseti hafa notiö minni vinsælda en Carter forseti um þessar mundir, en þá er aö sjálfsögðu átt við þann tima, sem liðinn er slöan skoðana- kannanir hófust. Fjölmiðlar eru þvi farnir að ræða um það I vaxandi mæli, að Carter muni varla valinn aftur til framboðs af hálfu demókrata. Verði hann hins vegar i fram- boði i annað sinn, muni hann falla. Dómarnir um Carter meðal bandarisks almennings virð- ast nú yfirleitt þeir, að hann sé góður maður og meini vel, og hann sé ekki heldur illa gefinn. Hins vegar skorti hann* skör- ungsskap til að risa undir þeim vanda, sem forseta- embættið leggur honum á herðar. Hann sé oft óákveðinn og dragi málin á langinn og þegar hann loks hafi tekið ákvarðanir fylgi hann þeim ekki nægilega eftir. Einkum sé þetta áberandi i skiptum hans við þingið. Það eru einkum tvö mál, sem hafa reynzt Carter þung I skauti og valda mest framan- greindum dómum um hann. Þessi mál eru verðbólgumálin og orkumálin. Verðbólgan hefuraukizt verulega i Banda- rikjunum siðustu árin, en er þó enn innan við 10%. Þetta þykir Bandarikjamönnum of mikil verðbólga og kenna Carter um að hafa ekki gripiö nógu myndarlega i taumana. Orkumálin eru að verða mikið vandamál i Bandarikjunum og á þó bersýnilega eftir að valda miklu meiri vandkvæð- Carter ustu með óskum sinum um að rikisvaldið haldi að sér höndum i hinum þýðingarmiklu kaupgjalds- og atvinnumálum. Reyndar er það skýrast um ástandið innan Sjálf- stæðisflokksins, að i eldhúsdagsumræðunum fyrir nokkru viku allir ræðumenn flokksins að þessum efnum og söng þar hver með sinu nefi og engum tveimur bar saman um stefnu flokksins að þvi er lýtur að vinnudeilum, kjaramálum og baráttunni gegn verðbólgunni. Menn geta fullvel skilið það að stjórnarandstæð- ingum sé skemmt við að fá tækifæri til að hlaupa út undan sér, en sú uppgjöf heilbrigðrar skynsemi sem einkennir viðbrögð Sjálfstæðismanna við vand- anum á vinnumarkaðinum nú er furðuleg. í þeirri fram’vindu sem orðin er sjá foringjar ihalds- ins fyrsta möguleikann á þvi að efnahagsstjórnin mistakist, og þvi vilja þeir sem löngum fyrr fórna þjóðarhagsmunum fyrir flokkshag. Um Sjálfstæðismenn verður það með sanni sagt, að i landbúnaðarmálunum hafi þeir sprungið á út- gönguversinu þegar þeir urðu til þess, með messa- guttum sinum, að koma i veg fyrir það að nokkur vörn yrði nú þegar sett við hróplegri kjaraskerð- ingu bændastéttarinnar. Skrif Morgunblaðsins undanfarna daga sýna, að foringjar flokksins vita að bændur sjá að ihaldið gat komið til liðs i raunum, en gerði ekki vegna þess að það vildi ekki. Vesalast alls er þó þegar foringjar ihaldsins tala nú um tillögu þingmanna flokksins frá þvi i vetur um viðbrögð við erfiðleikum bænda. Sú tillaga náði ekki fram að ganga þá, — vegna þess að samkomu- lag var um aðgerðir rikisvaldsins með þeim hætti sem Sjálfstæðisflokkurinn kom siðan i veg fyrir undir þinglok. Sá umsnúningur ihaldsins verður lengi i minnum hafður. JS um. Hér er Carter einnig kennt um. Almenningur krefst aðgerða i báðum þessum málum, en er jafnframt margklofinn i afstöðunni til þess hvað gera skuli. HIÐ RÉTTA i þessum mál- um er það, að Carter er hér meira og minna hafður fyrir rangri sök. Hann hefur lagt fram ákveðnar tillögur bæði um aðgerðir gegn verðbólg- unni og ráðstafanir til að bæta nýtingu á orku og draga úr þeim mikla viðskiptahalla, sem hinn hóflausi oliuinnflutn- ingur veldur. Flestar hafa þessar tillögur þurft að berast undir þingið og hljóta staðfest- ingu þess. Þar hafa þær strandað meira og minna, þvi að þingmenn hafa látið undan hinum ýmsu þrýstihópum, sem hafa beitt sér gegn þeim. Raunverulega er það þvi miklu meira sök þingsins en forsetans, hvernig farið hefur, en almenningur virðist samt skella allri sök á Carter. Það er annars ekki nýtt, að þingið geri bandariska stjórn- kerfið oft og tiðum óvirkt. Þótt þingflokkarnir séu ekki nema tveir að nafni til, eru þeir i reynd margir, þvi að báðir aðalflokkarnir eru klofnir i landshlutahópa og hagsmuna- hópa, sem gera þingið iðulega óvirkt. Margt styður þá skoð- un, að lýðræði væri löngu liðið undir lok i Bandarikjunum, ef þau hefðu búið við þingbundna stjórn eins og rikin i Vestur- Evrópu. Þingið hefði ekki reynzt fært um að mynda starfhæfa stjórn, eins og flokkadráttum innan þess er háttað. Með aðskilnaði fram- kvæmdavalds og löggjafa- valds og með þvi að gefa for- setanum verulegt vald, hefur Kennedy og Carter þessari hættu verið að veru- legu leyti afstýrt. Hinu má hins vegar ekki gleyma, að vald þingsins hefur komið i veg fyrir að ráðrikur forseti tæki sér of mikið vald og gerð- ist hálfgerður eða algerður einræðisherra. Þegar á allt er litið, hefur aðskilnaður fram- kvæmdavalds og löggjafar- valds þvi ekki gefist Banda- rikjamönnum illa og áreiðan- lega tryggt lýðræði þar meira en nokkuð annað. EN ÞÓTT hlutur Carters standi illa nú, er of snemmt að spá falli hans. Forsetar i Bandarikjunum hafa oft stað- ið illa ári fyrir kosningar, ef marka má skoðanakannanir, en náð endurkjöri samt. Ef Carter næði betri tökum á áðurnefndum málum, myndi viðhorfið til hans fljótt breytast. Kjósendur eiga lika eftir að gera sér betur ljóst, að hér er meira um að ræða sök þingsins en forsetans. Það hjálpar lika Carter, að meðal demókrata á hann ekki eins og er, nema einn hættulegan keppinaut, Edward Kennedy öldungadeildarmann, en hann vill ekki gefa kost á sér og ger- ir það efalaust ekki, nema Carter dragi sig i hlé. Kennedy telur það ekki sigur- vænlegt að kljúfa flokkinn i prófkosningum milli hans og Carters. Hann mun lika gjarnan vilja biða til 1984. Hjá republikönum er ekki eining um frambjóðanda, heldur verða hjá þeim hörð prófkjör milli margra frámbjóðenda. Enn er ekki séð, að republik- anar geti sameinazt um sigur- vænlegt forsetaefni. Þótt staða Carters sé veik nú, er hún engan veginn vonlaus. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.