Tíminn - 06.06.1979, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.06.1979, Blaðsíða 1
Miövikudagur 6. júní 1979 124. tbl.—63. árgangur Haf rannsóknarstof n- unin heimsótt. — Sjá opnu Siðumúla 15 • Pósthólf 370 : Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 boðar allsherjarverk- 18. júní — „Á að knýja fram skjóta lausn málsins”, segir Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri V.S.Í * Kás — í gær samþykkti Sam- bandsstjórn Vinnuveitenda- sambands islands aö boða til allsherjarverkbanns hjá félög- um innan Vinnuveitendasam- bandsins, sem hún kallar reyndar almennt samúöarverk- bann, frá og meö 18. júni nk. Nær verkbanniö til allra fé- lagsmanna, en þó eru geröar undantekningar hvaö varöar nauösynlega heilbrigöis- og öryggisþjónustu. Forsendurnar fyrir boöun verkbannsins eru verkföll far- manna, sem staöið hefur i sex vikur, og mjólkurfræöinga sem staöið hefur I þrjár vikur, en VSI hefur frá upphafi þessara kjaradeilna litið svo á að þær væru ákvarðandi um launaþró- un á vinnumarkaðnum i heild, þar sem kjarasamningar eru al- mennt lausir. Minnir VSÍ á að gera megi áð fyrir að tekjur þjóðarbú ,ins muni dragast saman um 11-12% m.a. vegna siðustu oliuverð- hækkana. Yfirstandandi vinnustöðvun hafi nú kreppt mjög að atvinnu- starfsemi i landinu, svo stöövun blasi nú viðs vegár við. VSl hafi þvi tekið ákvörðun um viðtæka samúðarvinnustöðvun meðal félagsmanna sinna til að sýna samstöðu með þeim fyrir- tækjum og einstaklingum, sem verið hafa þolendur vinnustöðv- ana siðustu vikur. Undanþegnir verkbanninu eru: 1. Heilbrigðisþjón usta, þar með talin lyfjaverslun og hvers konar þjónusta við sjúkrahús og aðrar heilsugæslu- stöðvar, svo og gistihús. 2. Hvers konar þjónusta við lög- gæslu, slökkvilið, öryggisgæslu og neyðaraðstoð svo og hvers konar þjónusta við skóla og aðrar menntastofnanir. 3. Farþega- og póstflutningar hvers konar á landi og i lofti og þjónusta við þá er slika flutn- inga annast. 4. Vélgæsla og varsla fasteigna, framleiðslutækja, afurða og annarra verðmæta. 5. Verslun með bensin, oliur og oliuvörur, afgreiösla oliuskipa og oliuflutninga. 6. Smásöluverslanir með mat- vörur. 7. Vinna við útgáfu, prentun og dreifingu dagblaða. 8. Dreifing áburðar og fóður- bætis. 9. VSI veitir undanþágur vegna nú ófyrirséðra knýjandi nauð- synja og ótalinna þjóöfélags- legra mikilvægra starfa eftir nánari ákvöröun á hverjum tima. „Bláakort” ITF fannst ekkií Berglindi — skipseigandinn lofar að greiða áfallin gjöld tíl stéttarfélaga Kás — 1 gær lagðist upp aö kaj- anum i Hafnarfirði rúmlega 4 þús.lesta skip, Berglind, sem er í eigu islenskra aöila, en siglir undir svokölluðu þægindaflaggi frá Singapore. Alþjóöaflutn- ingaverkamannasambandið (ITF) hefur tekiö upp baráttu gegn þessum skipum en þau eru grunuð um aö greiöa kaup sem er undir gildandi kaupsamn- ingum. Sjómannasamband tslands er aðili að ITF, og þvi fór óskar Vigfússon, formaður Sjómanna- sambands Islands, um borð i Berglindi i gær, þegar hún lagð- Framhald á bls 19 Mikil og ill tíðindi” segir Snorri Jónsson, varaforseti ASÍ, um samúðarverkbann Vinnuveitenda- sambandsins Kás — ,,Mér þykir þetta mikil og ill tiðindi, ég verö aö segja þaö”, sagöi Snorri Jónsson varaforseti Alþýöusambands Islands I samtali viö Timann I gærkvöldi, þegar undir hann var borin sú ákvöröun sam- bandsstjórnar Vinnuveitenda- sambands tslands aö boöa til al- mennrar samúöarvinnustööv- unar frá og meö 18. júni n.k. ,,Ég vona að sjálfsögðu, að ekki komi til framkvæmdar þessa verkbanns”, sagði Snorri, ,,en viö hjá Alþýðusambandinu munum koma saman og ræöa þau nýju viðhorf sem þarna hafa skapast”. Taldi hann aö fljótlega yrði boðað til mið- stjórnarfundar til að ræða þessi mál. ,,Ef til framkvæmdar þessa verkbanns kemur”, sagöi Snorri, ,,fæ ég ekki séð annað en það komi verst niður á okkur hér i Reykjavik og nágrenni. Vinnumálasamband samvinnu- félaganna hefur lýst yfir ann- arri stefnu en Vinnuveitenda- sambandið, þ.e. ekki þessari svokölluðu verkbannsstefnu, Framhald á bls 19 Mikill viöbúnaöur var viö höfnina I Hafnarfirði I gærkveldi, þegar Berglind lagöist^að bryggju. Voru þar bæöi mættir tollþjónar og fulltrúar frá Sjómannasambandinu. A minnstu mynd má sjá Singaporefánann biakta á skuti skipsins. Timamynd G.E. Timamynd G.E. Örlar á hreyfingu í mannadeilunni far- Kás — t gær var fram haldiö fundum undimefndar vinnuveit- enda og farmanna um samnings- uppkast aö nýjum samningi milli þessara aöila. Engar tölúr eru enn komnar inn i dæmiö, heldur er aöeins rætt um vissar kerfis- breytingar á núgildandi samn- ingum, m.a. meö þvi aö færa út yfirvinnu á vinnutima, sem mætt yröi meö sérstökum greiösium i ööru formi, og fækkun launa- flokka úr sex i þrjá. Ekki var þó um beina sáttafundi aö ræöa. „Næst á ég von á þvi, 'aö töl- urnar fari aö koma frá vinnuveit- endum”, sagði Páll Hermanns- son, blaðafulltrúi farmanna i samtali við Timann. Þegar hann var spurður að bvi hvort ekki væri enn djúpstæður ágreiningurá milli vinnuveitenda og farmanna um sjálft kaupiö, sagði hann: ,,Ég tel ab málið sé , komið á slikan rekspöl, að þaö sé ' næsta skr^fið að þeir leggi fram einhverjar tölur. Enda er öll sú vinna sem fariö hefur I þetta um helgina miðuð við það að tölurnar fari að birtast”. Hins vegar hafa engar tölur birst, og þvi ekki komiö neinn ágreiningur upp á yfirborðið. Framhald á bls 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.