Tíminn - 06.06.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.06.1979, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6, júnl, 1979 3 Óhöppin I umferöinni eru mörg og margvlsleg. Ung stúlka, sem var ökumaöur þessa bils, varð fyrir þvi óhappi aö bakka aðeins of langt þegar hún var að bakka út úr innkeyrslu við hús I Biesu- gróf. (Timamynd: Róbert) Hvítasunnukappreiðar Fáks: Góöur árangur í skeiði og stökki Hestamannafélagið Fákur hélt sinar árlegu Hvita- sunnukappreiðar á annan í hvítasunnu. Eftirtekt vakti hversu góðir tímar náðust í skeiði og 350 m oq 800 m stökki. I skeiði sigraði Skjóni Helga Valmundarsonar á Hellu, en Skjóni rann skeiðið á 22,8 sek. eða aðeins fjórum sekundubrotum undir hinu iandsfræga meti Glettu sem stóð i 30 ár. islands- methafinn Fannar var sekúndu- broti á eftir, en met hans er sem kunnugt er 22,2 sek. Verður gaman að fylgjast með þessum snillingum i sumar. 1 350 m stökki er kominn nýr garpur til sögunnar, en það er Óli Guðna Kristinssonar á Skarði. Oli hleypur allar hlaupadrottn- ingar af sér ennþá hvað sem verður, þegar hann mætir Nös og Glóu. Sú siðarnefnda var eitthvað illa fyrir kölluð á Hvitasunnu- kappreiðunum, en hún á lands- metið 24,4 sek. Óli hleypur nú á 25 Framhald á bls 19 til Fj ársöf nun styrktar Tímanum HEI — Eins og mörgum mun kunnugt, hefur Tíminn átt við rekstrarörðugleika að stríða undanfarin ár og verið rekinn með nokkrum halla. Rekstrarhallinn varð þó mestur á s.l. ári. Með ýmis konar hagræðingu og sparnaði í rekstri, hefur nú tekist að ná honum á núllið ef svo má segja, þ.e. blaðið stendur undir sér um þessar mundir. Hins vegar er ekkert útlit fyrir að þær tekjur fáist af Tim- anum i náinni framtið, að á þann hátt takist að grynnka á uppsöfnuðum skuldum fyrri ára, sem sifellt verður eriðara og erfiðara að standa undir. Jafnframt gerir þessi skulda- hali útgefendum Timans nánast útilokað að bæta blaðið að útliti og efni, svo sem hugur þeirra stefnir til. Vegna þessa, hefur verið ákveðið að gangast fyrir fjár- söfnun meðal velunnara Timans um allt land nú i sumar. Söfnun- in hefur það markmið fyrst og fremst að losa Timann út úr þessum skuldum. Það gefur aftur á móti möguleiká til þess að bæta blaðiö, sem væntanlega leiðir til þess að kaupendum þess fjölgi, er siðan verður til þess að styrkja rekstrarstöðu þess i framtiöinni. Að undirbúningi og skipulagi söfnunarinnar hefur að undan- förnu unnið nefnd, sem i eru þessir menn: Jóhann H. Jóns- son, Guðmundur G. Þórarins- son, Pétur Einarsson, Geir Magnússon, Alexander Stefáns- son, ásamt Þráni Valdimars- syni sem unnið hefur með nefndinni. Nánar verður skýrt frá skipu- lagi þessarar söfnunar i Tim- anum á næstunni. Frystihúsabruninn Ungur Stokkseyr- ingur í vikugæsluvarðhaldi Frá verðiaunaafhendingu 1800 m stökki. Guðmundur ólafsson, formaður Fáks, nælir verðlaunapening i Hörð Harðarson á Tinnu, sem varö þriöja. Tómas Ragnarsson situr sigurvegarann Þrótt I miðjunni og yst til vinstri er Sigurður Sæmundsson á Reyk, sem varö annar. — Nánar um kappreiðarnar I næsta sunnudagsblaði. Ljósm.: G.T.K. • vegna gruns um Ikveikju GP — Tvitugur Stokkseyringur var á fösludaginn úrskurðaöur i sjö daga gæsluvarðhald vegna gruns um að hann hafi kveikt i frystihúsinu á Stokkseyri. Maður- inn, sem er hýstur I hegningar- húsinu Reykjavik, var fyrstur til þe ss að tilkynna um brunann. Rannsókn málsins er i fullum gangi og hafa ferðir mannsins verið kannaðar um nóttina sem bruninn varö. 1 gær var maöurinn i yfirheyrslum, en niðurstöður úr þeim liggja ekki fyrir. BlatstálsIÉitálatalaBBIatsSáBlaBtálslslslglalalalalglgBlg Intemafional TRAKTORAR Nýja fiugstöðin I Keflavik: Teiknuð af íslendingum og Könum — segir Helgi Ágústsson HEI — ,,Ég veit ekki hvaðan Morgunblaðiö hefur sinar upplýs- ingar, en þær eru ekki réttar, þvi það er ákveðið að islenskir arki- tektar vinni að teikningum og hbnnun á nýju flugstöövarbygg- ingunni i samvinnu við bandariska.” svaraði Helgi Agústsson fors varsm aður varnarmáladeildar utanrikis- ráðuneytisins, er Timinn spurði hvort rétt væri hermt i Morgun- blaðinu nýlega, að erlendir arki- tektar yrðu fengnir tii að teikna nýju flugstöðvarbygginguna sem rætt er um að reisa á Keflavíkur- flugvelli. Helgi sagði að byggingarnefnd á vegum ráðuneytisins hefði á undanförnum mánuðum unnið að endurskoðun á eldri teikningum að flugstöö, sem teiknuð var af Dönum. Sú stöð væri nú talin of stór, miðað viö nýjustu spár um flugumferð og stæröarþörf. Sagöi Helgi að nefnd þessi hefði fengiö tæknilega aöstoð frá bandarisku verktakafyrirtæki, en þaðmegialls ekki túlka þannig að það fyrirtæki ætti aö teikna hina nýju stöð aö öllu leyti. Að sögn Helga liggur engin endanleg ákvörðun fyrir um þessi byggingarmál ennþá, en hann sagðist þó búast viö aö rikis- stjórnin muni fljótlega fjalla um málið. Húnveröur aö taka afstöðu til þess hvort viö höfum efni á að byggja stöðina, eða verðum aö láta það biöa enn um sinn. Þá sagði hann heldur ekkert ákveðið um hvernig byggingarkostnaður- inn eigi að skiptast'á milli Banda- rikjamanna og lslendinga. Eigum hina vinsælu International traktora til afgreiðslu i eftirtöldum stærðum: Tvimælalaust íslenska arkitekta 45 hö. - 52 hö. - 62 hö. - 72 hö. og 80 hö. GÓÐ GREIÐSLUKJÖR — segir Steingrimur Hermannsson HEI — ,,Ég tel að islenskir arki- tektar eigi tvimælalaust að teikna þá nýju flugstöðvarbygg- ingusem rætt er um og að til þess séu þeir mjög vel færir”, svaraði Steingrimur Hermannsson, er málið var boriö undir hann. „Flestar þjóöir vilja sýna verk sinna manna viö aðkomu til landsins, og þarna höfum viö á- gætt tækiflri til sliks. Þvi mun ég fyrir mitt leyti ekki samþykkja að erlendir arkitektar teikni flugstöð fyrir okkur Islendinga”. KaupSélögln UM ALLTIAND Samband islenzkra samvinnufelaya VÉLADEILD Armula J Reykjavik s«ni JÖ900 SlslsIststsIstslsIáEBtsIalalgtaElsBIsEtsIalátátátsIalHlglg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.