Tíminn - 06.06.1979, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.06.1979, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 6, júnl, 1979 15 oooooooo Gústaf í Evrópuliðið — i lyftingum, sem keppir gegn Bandaríkjunum I Finnlandi I sumar Gústaf Agnarsson. lyftingakappinn sterki, hefur veriö valinn til að keppa fyrir hönd Evrópu I lyftingakeppni Evrópu og Bándarlkjanna, sem fer fram I.Tammerfors I Einnlandi dagana 7.-9. ágúst I sumar. Norðurlandaþjóðirnar voru beðnar að útnefna lyftingamenn I Evrópuliðið og var Gústaf valinn til að keppa I 110 kg flokknum I keppninni, en hann er Norðurlandameistari I þeim flokki Gaman að skora þýð- ingarmikil mörk".... — sagði SveinbjörnHákonarson sem skoraöi „Hat-trick" þegar Skagamenn unnu KR I gærkvöldi Wtm&^__' . j&MRá.* 9 ára strákur velur landslið sitt íþróttaslöunni hefur borist bréf frá 9 ára knattspyrnu- áhugamanni — Benedikt Baldurssyni, Möðrufelli 15, I Reykjavik þar sem hann velur það landslið gegn Sviss, sem hanii telur sterkast. Landslið Benedikts er þannig skipað: Markvörður: Þorsteinn Bjarnason La Louviere. Bakverðir: Jón Pétursson Jönköping TraustiHarladsson Fram Miðverðir: Jóhannes Eðvaldsson Celtic. Marteinn Geirsson Fram. Miðvallarspilarar: Ásgeir Sigurvinsson Standard Lieges. Janus Guðlaugsson F.H. Atli Eðvaldsson Val Hörður Hilmarsson Val. Sóknarmenn: Arnór Guðjohnsen Lokeren PéturOrmslev Fram. Varamenn: Þorsjeinn Ölaf sson l.B.K. Pétur Pétursson Feyenoord Guðmundur Þorbjörnsson Val Viðar Halldórsson F.H. Ottó Guðmundsson K.R. Timinn þakkar Benedikt bréf- ið og gott val á landsliði. 2. deild Hávaðarok og leiðindaveður setti svip á 2. deildarkeppnina I knattspyrnu á laugardaginn. Þá fóru þessir leikir fram: FH — Magni.........1:0 Þórir Jónsson skoraði mark FH-inga með góöu langskoti, FH-ingar misnotuðu vitaspyrnu I leiknum — Viðar Halldórsson. Breiðablik — Þróttur N......0 0 Norðfirðingar fögnuðu mikið eftir þennan leik — enda máttu þeir þakka fyrir jafntefli. Reynir — Þór.....1:0 Pétur Sveinsson skoraði mark Sandgerðinga, sem voru ákveðn- ari i leiknum. Þórsarar sátu eftir með sárt ennið — greinilegri víta- spyrnuvar stolið af þeim I leikn- um. Austri — Fylkir.....1:1 Sigurbjörn Marinósson skoraði mark Austra úr vitaspyrnu og markvörður Fylkis, Ogmundur Kristinsson, skoraði mark Fylkis — einnig úr vltaspyrnu. Staðan er nú þessi I 2. deildar- keppninni: keppninni: FH................4 30 1 8:4 6 Breiðabl...........4 220 7:3 6 Selfoss............3 210 10:2 5 Reynir.............4 21 1 4:3 5 Þór................3 210 8:5 5 Fylkir.............4 1 12 6:8 3 Isafj..............3 11 1 7:5 3 Austri..............4 022 5:10 2 ÞfótturN..........3 01 2 1:4 1 Magni.............4 013 2:14 1 Markhæstu menn: SumarliðiGuðbjartss.Selfoss ... 5 Guðmundur Skarphéðinss.Þór .. 4 AndrésKristjánss.Isafirði......3 Haf þor Helgason ,Þór...........3 Heimir Bergsson,Selfossi.......3 ÞórirJónsson.FH..............3 — Það er alltaf gaman að skora mörk og sérstaklega ef þau hafa mikla þýðingu, sagði Sveinbjörn Hákonarson, hinn skotfasti leik- maður Skagamanna, sem skoraði þrjú mörk — „Hat-trick", þegar Skagamenn lögðu KR-inga að velli 3:1 á Laugardalsvellinum I miklum baráttuleik I gærkvöldi. Sveinbjörn gerði út um leikinn á þremur siðustu min. leiksins, með þvi að skora tvisvar sinnum og hefur hann skorað 5 mörk I 1. deild i ár. Sveinbjörn opnaði einnig leikinn, er hann skoraði gott mark með þrumuskoti frá vltateig, eftir að Sigþór Ómars- son hafði leikið á tvo KR-inga og sent knöttinn til hans. Skagamenn réðu gangi leiksins i byrjun og voru þeir klaufar að skora ekki fleiri mörk — Matthias Hallgrimsson, klúðraði tveimur dauðafærum og Sigþór einu. KR-ingar sóttu I sig veðrið undir lok fyrri hálfleiksins og á 31. min. náðu þeir aö jafna metin — Sverrir Herbertsson brunaði þá upp kantinn — lék á tvo Skaga- menn og sendi knöttinn til Vil- helms Freðriksen, sem skoraði meö föstu skofi. Stuttu siðar var Sverrir aftur á ferðinni og sendi knöttinn fyrir mark Skaga- manna. bar sem Sveinbiörn Gnð- mundsson var og skallaði rétt framhjá. Matthias átti siðan skot I slá i byrjun slðari hálfleiksins og er eins og töframátturinn sé horfinn úr skónum hans. Seinni hálfleikurinn bauð mest upp á miðjuþóf og voru KR-ing- arnir öllu ákveðnari — en undir lokin leit allt út fyrir aö leiknum myndi ljúka með jafntefli. Þegar 3 min. voru til leiksloka átti Guð- jón Þórðarson sendingu fyrir mark KR-inga, þar sem Börkur Ingvarsson, miðvöröur KR var — hann skallaði knöttinn frá, en varð fyrir þeirri óheppni, að skalla beint fyrir framan Svein- björn, sem skaut viðstöðulaust skoti — knötturinn þandi út neta- möskva Vesturbæjarliðsins. Glæsilegt skot hjá Sveinbirni, sem var siðan aftur á feröinni rétt fyrir leikslok, er hann skoraði með föstu skoti 3:1, eftir sendingu frá hinum efnilega Kristjáni 01- geirssyni. Tveir leikmenn Skagamanna „Alltaf gott að vinna á útivelli" — sagði Hilpert, þjálfari Skagamanna „Það er alltaf gott að vinna sigur á útivelli og það 3:1", sagði Klaus-Jörgen Hilpef, þjálfari Akurnesinga, eftir sigur þeirra yfir KR. Við vitum að við eigum mikla vinnu fyrir hönd- um I sumar og erum ákveðnir I að nota tfmann vel. Hilpert sagöi að KR-ingar hefðu barist mjög vel og aldrei gefið Skagamönnum frið. Við gerðum þau mistök i leiknum, að ætla að byrja að spila og berjast svo — það þýðir ekki hér á tslandi, þvl að menn verða aö berjast fyrst og siðan að hugsa um spilið, sagði Hilpert. —sos voru bókaðir i leiknum, þeir Sveinbjörn og Jón Gunnlaugsson. MAÐUR LEIKSINS: Svein- björn Hákonarson. —SOS Ovæntur sigur Þróttar Nes. á Akureyri.... Leikmenn Þróttar frá Nes- kaupsstað komu skemmtilega á óvart I gærkvöldi á Akureyri, þegar þeir unnu þar sætan sigur yfir Þór. Þróttarar voru öllu lif- legri I leiknum og var sigur þeirra fyllilega verðskuldaður. Magnús Magnússon skoraði fyrra mark þeirra með glæsilegum skalla á 41. mln. og síðan innsiglaði Bjarni Jóhannesson sigur þeirra úr vlta- spyrnu I seinni hálfleik, eftir að Gunnar Austfjörð hafði fellt Erling Davlðsson gróflega inn I vítateig. —GS Ottó putta- brotnaði... Ottó Guðmundsson, landsliðs- maður úr KR, varð fyrir þvl ó- happi I gær, er hann var við vinnu, að hann puttabrotnaði og er ini með hendi I gifsi. Ottó var þvi f jarri góðu gamni I gærkvöldi og einnig félagar hans örn Guðmundsson og Sig- urður Pétursson, sem voru I leikbanni. —SOS , Hugi setti 2metí Hveragerði Hugi Harðarson, hinn efni- legi sundmaður frá Selfossi, setti tvö ný íslandsmet I sundi i Hveragerði á laugardaginn. Hugi setti met I 200 m bak- sundi, er hann synti vega- lengdina á 2:16.3 mln. og siðan setti hann met I 400 m bak- sundi — 4:53.0 mín. Arni varð holl- enskur meistari Árni Sveinsson, landsliðsmaðurinn sterki frá Akranesi, varð hollenskur meistari i knattspyrnu á mánudaginn, þótt hann hafi verið þann dag i góðu yfirlætiá Akranesi. Astæðan fyrir þvl aö Arni varð meistari, er sU að hann lék um tíma 1 vetur með hollenska 2. deildarliðinu Excelsior, sem tryggði sér sigur I 2. deild og þar með sæti I 1. deildarkeppninni í Hollandi. Arni lék f jóra leiki meö liðinu, sem bakvörður og mið- vallarsDÍlari — skoraði 2 mörk. Exceísior hefur boðið Arna að koma til Hollands og gerast at- vinnumaður með félaginu, sem hefur aðsetur sitt I Rotterdam. Arni er að kanna það tilboð og mun ekki gefa ákveðið svar fyrr en I haust. —SOS Arni Sveinnson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.