Tíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. júni 1979 7 880 milljónir á stultum Aðalfundur Kaupfélags Ár- nesinga var haldinn á Selfossi 10. mai s.l. Formaöur félagsins, Þórarinn Sigurjónsson flutti skýrslu stjórnar. Kom þar fram aö stjórnin ráögerir aö reisa nýtt verslunarhús noröan viö Austurveg. Kaupfélagsstjórinn, Oddur Sigurbergsson geröi grein fyrir reikningum félags- ins. Kom fram f máli hans aö hagur félagsins varö mjög góöurá s.l. ári, svo aö nauösyn- legt þótti aö nota heimild skattalaga til aö afskrifa vöru- birgöir og leggja til hliöar fjár- magn til greiöslu opinberra gjalda á árinu 1979 Á fiindinum var til sýnis llkan af væntanlegu verslunarhúsi. Flatarmál og rúmmál þess skal veröasem hérsegir: 1. hæöskal veröa bilgeymsla 4450 ferm. aö flatarmáli eöa 13.350 rúmm. aö rúmmáli. 2. hæö skal veröa vérslunarhúsnæöi4.666 ferm. aö flatarmáli eöa 20.997 rúmm. aö rúmmáli. Svo veröa skrifstofur á 3. hæö aö flatarmálu 891 ferm. eöa 3297 rúmm. aö rúmmáli. Samtals veröur þá gólfflötur byggingarinnar 10.007 ferm. og rúmmál hennar 37.644 rúmm. Byggingarkostnaöur er áætlaöur 88.000 kr. fyrir hvern fermetra eöa samtals um 880 milljónir króna. Raunhæfara var þó talið aö gera ráö fyrir aö byggingarkostnaöur yröi 1000 til 1500 milljónir króna. Vafasöm framkvæmd En er þessi framkvæmd rétt eöa nauösynleg? A þvi viröist vera nokkur vafi. Fyrst' má nefna staöarvaliö. ölfusá hefur stundum i vatnavöxtum flætt inn i Tryggvaskála og nærliggj- andi hús og valdið miklum skemmdum. Þess vegna má segja aö húsið veröi aö reisa á stultum og þaö er lika alveg riScrétt aö nota neöstu hæðina aöeins sem bilageymslu þvl aö naumastkemurflóöl ölfusá svo skyndilega aö ekki vinnnist nægur timi til aö flytja bílana burt. Staðarvahö er lfka gallaö aö þvl leyti aö gangandi fólk veröur flest aö fara yfir Austur- veg sem er mest umferöargatan á Selfossi en úr því má aö vísu bæta nokkuð meö þvl aö grafa göng undir götuna. Oddur Sigurbergsson hefur verið kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Arnesinga siöan 1. ágúst 1966. A þessum tlma hefur honum tekist að reisa fjárhag félagsins úr rústum svo aö þaö nýtur nú trausts og viröingar bæöi innan héraös og utan. En þetta sannar samt ekki að allar hugmyndir kaupfélagsstjórans hljóti aö vera réttar. Það er auövelt aö trúa sliku þótt þaö sé ekki raunhæft. Eitt sinn ræddi ég viö unga konu i kaupstaö um stjórnmál og hún lýsti skoðun sinni með þessum oröum: ,,Ég trúi bara á Sjálfstæðisflokk- inn”. Þaö er fráleitt aö stjórn kaupfélagsins fari aö trúa á kaupfélagsstjórann og sam- þykki siöan byggingu e.k. musteris honum til vegs og dýröar. Stjórn kaupfélagsins ber hins vegar aö meta allar aö- stæöur af raunsæi og viösýni og taka siöan ákvöröun i samræmi viö þaö. Frekar útibú En hvaö er þá rétt að gera? Þaö er óraunhæf hugmynd aö setja á stofn stórmarkaö á Sel- fossi meö þaö sem takmark aö hann dragi til sin meginhluta verslunar i Árnessýslu. En verslunarþjónustuna þarf vissulega aö bæta og það veröur betur gert með mörgum hófleg- um framkvæmdum heldur en einni stórri. Kaupfélagiö þarf aö reka a.m.k. þrjú öflug verslunarútibú I 4>slunni sem yröu i vörumarkaösformi. Fyrst ber aö nefna Hvera- geröi. Þar ætti aö reisa öflugan vörumarkað meö fjölbreyttu úr- vali af matvörum, innlendum iðnaöarvörum og annarri inn- lendri framleiöslu. Hverageröi er eini staöurinn i Árnessýslu sem getur dregiö til sin verslun frá Reykjavik og nágrenni enda mun sala á blómum og græn- meti vera þar talsverð og veröi reist sykurverksmiöja I Hvera- gerði mun sá staöur eflast aö miklum mun. Núverandi útibú kaupfélagsins i Hverageröi ber hins vegar að leggja niöur viö fyrsta tækifæri. Að Laugarási i Biskupstung- um ætti lika aö koma öflugt úti- bú fyrir uppsveitirnar. Þar ættu að fást allar venjulegar matvör- ur og ennfremur mikiö úrvai af byggingarvörum og rekstrar- vörum til landbúnaöar. A aöalfundi kaupfélagsins var Guðmundur Jónsson, Kópsvatni: rætt nokkuö um brú á Olfusá hjá Óseyramesi og væntanlega er sú framkvæmd ekki langt und- an. Þegar brúin veröur byggð er timabært aö setja á stofn vöru- markaö á Eyrarbakka sem myndi þá einnig þjóna Þorláks- höfn og Stokkseyri. Þar yröi reynt aö veita útgeröinni sem besta þjónustu. Á Selfossi þarf að sjálfsögöu aö byggja nýtt hús fyrir vöru- markaðinn og þaö ætti aö reisa i landi Laugardæla nálægt tré- smiöju kaupfélagsins en til um- ræöu er aö byggja nýja brú á ölfusá þar fyrir ofan. Þarna yröi að vera gott úrval af sem flestum vöruflokkum en þó einkum af fatnaöi og skyldum vörum. Meöalvegurinn er bestur Kaupfélaginu ber aö hafafor- ystu I verslun og þjónustu á starfssvæöi sinu en þaö mun þvi aöeins takast aö nauösynleg uppbygging gerist ekki bara á einum staö heldur á ýmsum stööum i héraðinu. A þaö má llka minna aö sveitafólkiö legg- ur mest af mörkum til aö fjár- magna kaupfélagiö enda kemur þaö skýrt fram i ársreikningn- um. Nú eru viösjálir timar I efna- hagsmálum og öll skattheimta oröin óhófleg.Þaöert.d. búiö aö lögfesta sérstakan skatt á ný- byggingar. Einnig er ráðgert að endurskoöa allan vaxtareikning og þvi er allt i óvissu um fjár- mgnskostnaö ef ráöist veröur i verulgar nýbyggingar. Þess vegna er nauösynlegt aö sýna fyllstu gát i f járfestingu. En takist kaupfélagsstjóra og kaupfélagsstjórn aö rata meöal- veginn eins og undanfarin ár meö þvl aö endurbæta þaö sem aflaga fer á hverjum tima og hafa frumkvæöi að nauösyn- legum nýjungum, þá er liklegt að hagur félagsins muni enn fara batnandi. Fjórðungssamband Vestfirö- inga sendi um miöjan mars s.'l. frá sér greinargerö um áhrif hækkaös oliuverös á kostb.aövið upphitun ibúöarhúsnæðis. Greinargerö þessi er: góö, svo langt sem hún nær., og vekur at- hvgVii aöstööumiun þeirra, sem búa viöhitaveitur og hinna, sem enn þurfa aö nota oliu til upphit- unar. En hvergi i greinargerö- inni er bent á hiö mikla órétt- læti, sem rlkir gagnvart ein- stæöingum og fámennum fjöl- skyldum, þegar hinum svokall- aða ollustyrk er úthlutaö. Rétt- ara væri aö nefna styrkinn fjöl- skyldubætur, þar sem hver maður fær sinn skammt, en á engan hátt tekið tillit til þess hver raunverulegur kyndingar- kostnaöur viökomandi fjöl- skyldu er. Hér skal tekiö dæmi: Fimm manna fjölskylda býr i þriggja herbergja ibúð i fjölbýl- ishúsi og fær fimmfaldan „olíu- styrk” kr. 25.000 fyrir mánuðina jan.-mars 1979. A næstu hæö fyrir ofan býr einstæð ekkja einnig I þriggja herbergja ibúö og þarf hún aö sjálfsögöu aö greiöajafnmikiö til húsfélagsins i kyndikostnað og fimm manna fjölskyldan á neöri hæöinni. En hver er „oliustyrkur” ekkjunn- ar? Er hann ekki kr. 25.000? Nei, ekki aideilis. Hann er kr. 5.000, húner bara ein. Hún fær á árinu 1979. kr. 20.000. miðað viö aö styrkurinn haldist óbreyttur út áriö, en fimm manna fjöl- skyldan fær á árinu kr 100.000 eöa kr. 80.000 meira en ekkjan. Er réttlætis gætt, þegar svona er staðiö aö málum? Svariö liggur I augum uppi, þetta er argasta óréttlæti og bitnar verst á þeim er sist skyldi, gamla fólkinu, sem býr eitt I sinum gömluhúsum og hefur litlartekj ur og svo einstæöingum á borö viö þann sem dæmivarum tekið Til þessaö vera sanngjarn, skal þess þó getiö, aö þeir, sem hafa svokallaða tekjutryggingu (há- marksellillfeyri.enhann fá ein- ungis þeir, sem hafa engar eða mjög takmarkaöar tekjur um- fram ellilifeyrinn) fá einn og hálfan „oliustyrk”. Þetta er eina atriðið, sem finnanlegt er i lögum og reglugeröum um hinn svokaliaða oliustyrk, þar sem gert er ráð fyrir þvl aö kostnaö- ur viö upphitun ibúðarhúsnæöis. fari ekki alfariö eftir fjölskyldu- stærð. Það virðist ekki hafa ver- iö djúpstæð hugsun á bakvið Hagsmunir aldraðra fyrir borð bornir Um „oiíustyrk”. fastelgnagjöld o. II. löggjöfina um „olíustyrkinn,” þegar hún var sett. Fyrirkomulaginu þarf að breyta Auðvitað átti strax, þegar stjórnvöld uröu sammála um aö gripa til ráöstafana vegna hækkunar oliuverðs árið 1973. að greiöa olíuna niöur beint og miiliiiöalaust. Afsakanir eins og sú, aö slik ráöstöfun heföi boöiö heim ýmis konar spillingu þar sem olian er notuð á fleiri vegu en til kyndingar, svo sem til skipa, bila og vinnuvéla, er létt- væg. Aö sjálfsögöu þurfti veröiö á oliunni aö vera hiö sama til allra burt séö frá þvi til hvaöa nota hún ætti aö fara, þaö var frumskilyrðið, en auk þess átti að setja lög um orkusparnað og að sjálfsögöu bar að leggja megináherslu á nýtingu inn- lendrar orku, enda var þaö gert, þótt miðaö hafi hægar en menn óskuöu og æskilegt heföi veriö. Þaö var misráðiö aö hafa þennan hátt á og þaö ber að hverfa frá þessu fyrirkomulagi hiö fyrsta. Þaö er aö sjálfsögöu fyrst og fremst vegna þess óréttlætis sem viögengst, en auk þess hefur þetta fyrirkomulag mjög mikinn kostnaö I för meö sér, kostnað sem auðveldlega er hægt að losna viö og heföi reyndar aldrei þurft til aö koma. 1 þessu sambandi er rétt að geta þess, aö sveitarstjórnir hafa mikinn kostnaö af þessu fyrirkomulagi, en eins og áöur er aö vikið, þá hyrfi allur þessi kostnaður, skriffinnska og óréttlæti, ef olian væri greidd niöur og útsöluverö þar með lækkaö. Útgjaldapóstarnir eru margir t framhaldi af þessum hug- leiöingum um „oliustyrkinn” er Magnús Reynir Guömundsson, ísafirði: rétt aö fjalla litillega um fleiri þætti sem snerta aöstööu eldra fólksins til aö lifa sjálfstæöu, eölilegu llfi þegar starfsdegi þess er lokiö. Margt af þessu eldra fólki nýtur ekki tekna frá lifeyrissjóðum nema aö litlu leyti og hefur þvi einungis ellilaunin til þess að standa undir daglegum greiðslum Verðbólgan hefur séð fyrir sparifé þessa fólks I flestum til- fellum og þaö stendur þvi ekkert út af, þegar greiddur hefur veriö matur, klæöi, rafmagn, hiti og afnotagjöld, af útvarpi, sima og e.t.v. sjónvarpi. Þaö vill oft veröa svo, aö endar nái ekki saman og þetta fólk, sem mesta þörf hefur fyrir afþrey- ingu ýmiss konar, svo sem sjón- varp, veröur aö neita sér um slIkt.En þeir eru fleiri útgjalda- póstarnir. Fasteignaskatturinn er óréttlátur skattur og þrátt fyrir að mörg sveitarfélög hafi veitt eldri borgurum afslátt af fasteignaskattinum, þá hefur hann reynst mörgum þungur i skauti. Þaö hefur þvi farið svo aö þráttfyrir mikla löngun til aö búa áfram I sinum húsum, þá hafa aðstæöurnar veriö þannig að eldra fólki hefur ekki séð sér þaö fært.Hiö opinbera, riki og bær, hefur ekki gefiö þessu nægilegan gaum, hefur ekki tekið tillit til veröbólgunnar og hvernig hún leikur þetta fólk, Auk fasteignaskattsins, sem lögboöið er aö leggja á, hafa fasteignagjöld, sem svo eru nefnd, hækkaö verulega hin síö- ari ár. Þetta á viö um flest sveitarfélög á Islandi. Vatns- skattur, holræsagjald, lóðaleig- ur, sorpgjaido.fi. sem of langt yröi upp aö telja, allt eru þetta tekjustofnar sem sveitarfélögin hafa búiö til, til aömæta aukinni þörf fyrir peninga. Rikissjóöur hefur slfellt tekiö til sin stærri hlut af sköttum borgaranna á kostnað sveitarf élganna sem siöan hafa farið þessa leiö, aö hækka þjónustugjöldin. Gegn borgari i þessum bæ, Jó- hannes Jakobsson, ritaði grein i Vestfirska fréttablaöiö fyrir skömmu, þar sem hann lýsir óréttlæti sem viögengst varö- andi álagningu þessara gjalda. Grein þessi á erindi til sveitaj- stjórnarmanna ogmargt er rett sem Jóhannes nefnir, þótt ekki sé þar um aö kenna sérstökum illvilja sveitarstjórnarmanna á Isafiröi I garö borgaranna. Óþarft og mikið bákn Fasteignagjöldin miöast viö fasteignamatið, en fasteigna- matiö er framkvæmt i Reykjavík af stofnun sem nefn- ist Fasteignamat rikisins. Þessi stofnun er oröin aö miklu bákni og er dæmigerð um Parkinson lögmálið. Ég tel, að leggja eigi þessa stofnun niöur, nægilegt heföi verið aö notast viö þær upplýs- ingar sem fyrir hendi eru hjá Brunabótafélagi Islands, Brunabótamatiö er I flestum til- fellum raunhæft mat fasteigna (en þaö er meira en hægt er að segja um fasteignamatiö) og því væri mun eðlilegra aö leggja brunabótamatið til grundvallar, þegar fasteinga- gjöldin eru lögð á. Þá mætti koma í veg fyrir misræmi, eins og nefnt er i grein Jóhannesar, þar sem allt aö helmings munur er á vatnsskatti og holræsa- gjaldiaf húseignum, sem seldar væru á frjálsum markaöi á álika veröi. Auövitaö á aö taka tillit til markaösverösins, sem i flestum tilfellum er mjög nærri brunabótamatinu. Jóhannes nefiiir dæmi um vatnsskattinn, en hann greiðir helmingi hærri vatnsskatt en „maðurinn i næsta húsi”. Þetta stafar fyrst ogfremstaf röngumati, ef mat- iö væri raunhæft þá myndi gæta samræmis i álagningunni og þaö sem meira er um vert, þá væri möguleiki á aö lækka þau gjöld, sem sveitarfélagiö leggur á, þvi' þaö er staðreynd, aö margir sleppa viö aö greiöa gjöld vegna óraunhæfs fast- eignamats. Hvaö varöar skatt- lagningu eigna, sem upplýsing- ar liggja ekki fyrir um hjá Brunabótafélagi Islands, svo sem jarðeigna, þá er þvl til aö svara, aö fasteignaskatt ætti ekki aö leggja á slikar eignir. Ég heföi kosiö aö fasteigna- skatturinnlegöist ekki á íbúöar- húsnæöi, þaö á aö skattleggja eyösluna, en ekki sparsemi og dugnaö. Viö erum komin út á hálan Is,þegar eldrafólkið telur sig knúiö til aö flytja úr húsum slnum, vegna skattpiningar, húsum sem það hefur búiö i mikinn hluta af sinni ævi og lagt hart að áer til aö byggja. Þetta er of langt gengið og þjóðfélag- inu til skammar. Það veröur llka aö taka tillit til þess sem fólk hefur aö segja um þessi mál. Sveitarstjórnar- menn á Isafiröi og annars staö- ar veröa aö hlusta á fólk eins og Jóhannes Jakobsson (þótt hann sé nú reyndar ekki gamall hleypur yfir Drangajökul um helgar,) þegar þaö lætur til sln heyra, einhvern tima veröum við öll gömul og þá viljum viö sjálfsagt aö á okkur sé hlustaþ, þegarviö höfum kvartanir fram aö færa, kvartanir sem eru þess eðlis, aö skipt getur sköpum i lifi okkar hvernig brugöist veröur viö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.