Fréttablaðið - 13.11.2006, Side 1

Fréttablaðið - 13.11.2006, Side 1
Smáauglýsingasími Við Grafarvoginn fyrirfinnst hverfi semer eins og lítið þorp í miðri borg. Þettaer Bryggjuhverfið. Bryggjuhverfið er einstakt hverfi þar sem fá má smjörþefinn af stemningu sjávarþorpa. Húsin er einnig máluð í ýmsum litum sem eykur á smábæjarbrag hverfisins. Kittý Johansen er ein þeirra sem búið hefur í hverfinu en flytur sig nú um set.Íbúð Kittýjar við Básb jen þ maður búi í einbýli. Það er sérinngangur og gengið beint inn af götu og bílastæðin eru beint fyrir utan. Svo er engin sameign að þrífa sem mér finnst rosalega mikill kost- ur.“ Þegar gengið er inn í íbúðina er komið inn í flísalagða forstofu með skáp. Þar inn af er rúmgóð og stór stofa og er útgengt í garðinn. Í eldhúsinu er mahóní-innrétting með upp þvottavél og mósaíkflísská Á Opinn framhaldsfundur SI um nýja skýrslu auðlindanefndar á Grand Hótel þriðjudaginn 21. nóv. nk. Sjá dagskrá á www.si.is Er sátt í sjónmáli? HEIMSFRUMSÝND 17.11.2006 www.midi.is/bio FORSALAN Á NÝJU JAMES BOND MYNDINA ER HAFIN Á MIDI.IS/BIO Leið alltaf vel í Bryggjuhverfinu Sjá fram á erfiða tíma Þátturinn hefur mótað mig og agað „Það er augljóst að Framsóknarmilljarðurinn er týnd- ur og tröllum gefinn. Framsóknar- flokkurinn stendur nú frammi fyrir því að hafa blekkt þúsundir Íslendinga með fyrirheitum sínum,“ segir Björgvin G. Sigurðs- son, þingmaður Samfylkingarinnar, um niðurstöðu athugunar Frétta- blaðsins á framlagi stjórnvalda til forvarna í áfengis- og vímuefna- málum. Sú athugun leiddi í ljós að framlagið hefur dregist saman um 7,3 prósent á tímabilinu 2000-2006 ef miðað er við verðlag dagsins í dag. Í aðdraganda alþingiskosning- anna árið 1999 lofaði Framsóknar- flokkurinn milljarði til baráttunn- ar gegn fíkniefnum og hafa talsmenn flokksins margoft sagst hafa uppfyllt það loforð. Bein framlög til forvarna í þess- um málaflokki eru afgreidd í gegn- um Forvarnasjóð, en hann heyrir undir Lýðheilsustöð. Núvirði fram- lagsins í sjóðinn árið 2000 er 93,3 milljónir króna en í fjárlögum árs- ins 2006 er það framlag 86,5 millj- ónir. Það þýðir að raunlækkun á framlagi í sjóðinn er 6,8 milljónir króna á tímabilinu. Helmingurinn af því ráðstöfunar- fé sem sjóðurinn hefur til umráða hverju sinni er nýttur í innanhúss- verkefni hjá Lýðheilsustofnun tengd áfengis- og vímuefna- forvörnum auk launagreiðslna og kostnaðar við rekstur sjóðs- ins. Afganginum er skipt milli grasrótarsamtaka og annarra aðila sem sækja um styrki úr sjóðnum. Í ár sóttu 82 aðilar um og fimmtíu þeirra fengu styrki. Þeim var gert að skipta 43,3 milljónum á milli sín. Meðalframlag til hvers og eins var því 866 þúsund krónur. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra segir það of þrönga nálg- un að einblína á eitt atriði þegar forvarnir í þessum málaflokki séu skoðaðar og telur að forvörnum sé ágætlega sinnt hér á landi. Framlög lækkuð til fíkniefnaforvarna Framlög ríkisins til forvarna vegna áfengis- og vímuefnamála hafa lækkað frá árinu 2000 að raunvirði. Framsókn blekkti Íslendinga með fyrirheitum sínum um milljarð til baráttunnar gegn fíkniefnum, segir þingmaður Samfylkingar. Mahmoud Zahar, utanríkisráðherra Palestínustjórn- ar, féllst í gær á tillögu frá araba- ríkjum um að haldin verði friðar- ráðstefna í Egyptalandi þar sem reynt verði að finna lausn á deil- unni við Ísraelsríki. Zahar er meðlimur í Hamas- samtökunum, en þetta er í fyrsta sinn sem þau ljá máls á því að semja um frið við Ísrael. Samtökin hafa jafnan neitað að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis, en þau hafa á hinn bóginn verið til í að semja um vopnahlé til langs tíma. Mark Regev, utanríkisráðherra Ísraels, sagði aftur á móti í gær að Ísraelar gætu ekki átt nokkrar við- ræður við Hamas fyrr en samtökin hefðu viðurkennt tilverurétt Ísra- els og hafnað því að beita ofbeldi gegn Ísrael. Zahar sótti í gær, í fyrsta sinn frá því Hamas-samtökin náðu meirihluta í Palestínu á síðasta ári, fund utanríkisráðherra arabaríkj- anna, sem haldinn var í Kaíró í gær. Ráðherrarnir samþykktu að efna til friðarráðstefnu með þátt- töku arabaríkja, Ísraels og fasta- fulltrúum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til þess að semja um frið í deilu Ísraela og araba, sem reistur yrði á grundvelli ályktana Samein- uðu þjóðanna og því meginatriði að Ísraelsríki afhendi hertekin svæði í skiptum fyrir frið. Palestínumenn hafa fallist á að taka þátt í friðarráðstefnu Vísindamenn í Þýskalandi telja sig hafa fundið ástæðu þess að um 1.500 evruseðl- ar af mismunandi verðgildi molnuðu í sundur í höndum eigenda sinna skömmu eftir að þeir voru teknir úr hraðbönkum víða um landið. Efnagreining leiddi í ljós að á flestum seðlunum voru örsmáir amfetamínkristallar og er það talið benda til þess að fíkniefna- neytendur hafi rúllað þeim upp í vafning og notað til að sjúga amfetamín upp í nef sér. Þegar efni sem eru í amfetamíni blandast við svita myndast sýrur sem vísindamenn telja að hafi leyst seðlana upp. Evrurnar tól til fíkniefnaneyslu Tvíburar á leikskólaaldri og karlmaður á sextugsaldri slösuðust lítillega í nokkuð hörðum fjögurra bíla árekstri á gatnamótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar. Áreksturinn varð um klukkan hálf sjö í gærkvöldi. Að sögn lögreglu vildi það börnunum til happs að þau voru í bílstólum. Tildrög slyssins eru óljós. Grunur leikur þó á að einhver hafi ekið gegn rauðu ljósi. „Það eru umferðarljós á gatnamótunum þannig að það er kannski hægt að leggja saman tvo og tvo,“ sagði varðstjóri lögreglunnar í Kópa- vogi. Draga þurfti þrjá bíla af vettvangi. Þrír slösuðust í hörðum árekstri

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.