Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 2
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS SUZUKI GRAND VITARA V6 Nýskr. 06.03 - Sjálfsskiptur - Ekinn 1þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 1.840 .000. - Tveir Rúmenar um þrítugt sem grunaðir eru um stórfelld fjársvik í kjölfar þess að kortalestursbúnaður fannst á tveimur hraðbönkum á höfu- borgarsvæðinu voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 24. nóvember. Búnaðurinn sem um ræðir afritar upplýsingar greiðslu- korta og pin-númer viðskipta- vina hraðbankanna. Hann getur litið út fyrir að vera eðlilegur hluti af bönkunum og er oft á tíðum komið fyrir við kortarauf þeirra eða fyrir ofan lyklaborð- ið. Lögreglan varðist allra frétta af málinu í gær og sagði rannsókn þess á viðkvæmu stigi. Tveir Rúmenar í gæsluvarðhaldi Prófkjör sjálfstæðis- manna í Suðvesturkjördæmi á laugardag einkenndist af mikilli óvissu meðan á talningu stóð um það hver myndi hljóta 4. sæti. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra bauð sig ein fram í 1. sæti listans og fékk stuðning 81 prósents þátt- takenda í prófkjörinu í það sæti. Alls höfðu 11.700 manns atkvæðisrétt og af þeim greiddu 6.174 gild atkvæði. Bjarni Benediktsson alþingis- maður var sá eini sem sóttist eftir 2. sæti og fékk það með stuðningi 88 prósenta þátttak- enda. Ármann Kr. Ólafsson bæjar- fulltrúi fékk örugga kosningu í 3. sæti með 42 prósenta stuðningi í þrjú efstu sætin. Þau Ragnheiður Ríkharðsdótt- ir bæjarstjóri og Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri, sem föluðust eftir 3. sætinu eins og Ármann, háðu harða baráttu allt til loka talningarinnar um 4. sætið. Svo fór að lokum að Jón hafði betur. Ragnheiður fékk 38 atkvæðum minna en Jón í 4. sætið og hlaut 6. sætið. Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarkona Geirs Haarde for- sætisráðherra, náði 5. sætinu. Ekki voru gefin upp fleiri sæti en áðurnefnd sex efstu sem eru bindandi. „Enginn getur verið ánægður með ástandið í Írak núna,“ sagði Josh Bolten, starfsmannastjóri Hvíta hússins og æðsti ráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta. „Allir hafa lagt hart að sér, en það sem við höfum verið að gera hefur ekki virkað nógu vel eða nógu hratt. Þannig að greinilega er kominn tími til að líta á vandann öðrum augum,“ sagði hann í gær. Eftir sigur demókrata í þing- kosningunum á þriðjudaginn og brotthvarf Donalds Rumsfeld úr embætti varnarmálaráðherra þykir fullvíst að Bush muni fallast á töluverðar breytingar á áhersl- um í stríðinu, þótt enn sé ekki ljóst í hverju þær breytingar verða fólgnar og ekki víst að þær verði mjög róttækar. Í dag ætla Bush og aðrir helstu ráðamenn öryggis- og hernaðar- mála í Bandaríkjunum að setjast niður með Íraksnefndinni, sem hefur frá því í haust farið ofan í saumana á því sem úrskeiðis hefur farið í stríðinu í Írak og leit- að leiða til þess að bæta þar úr. Formenn nefndarinnar eru repúblikaninn James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, og demókratinn Lee Hamilton, fyrrverandi þingmaður. Nefndin sagðist í haust ætla að birta niðurstöður sínar opinber- lega eftir að þingkosningar hefðu farið fram, en þær fóru fram í síð- ustu viku. Fyrir kosningarnar höfðu fjölmiðlum þó borist til eyrna eitthvað af því sem komið hefur til tals á fundum nefndar- innar, þar á meðal að nefndin telji nauðsynlegt annað hvort að gera áætlunum um brotthvarf banda- ríska hersins frá Írak eða fá bæði írönsk og sýrlensk stjórnvöld til samstarfs. Einn af nefndarmönnunum er Robert Gates, verðandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, og það eitt þykir benda til þess að tillögur nefndarinnar slái tóninn um það hvaða stefnubreytinga er að vænta af hálfu Bandaríkjastjórnar varð- andi stríðið í Írak. Carl Levin, öldungardeildar- þingmaður fyrir Demókrataflokk- inn, sagðist í gær telja nauðsyn- legt að byrjað verði að flytja bandaríska hermenn heim frá Írak innan hálfs árs. Levin verður að öllum líkindum formaður her- málanefndar deildarinnar þegar nýtt þing tekur til starfa í byrjun næsta árs, þannig að væntanlega gefa orð hans til kynna hvað demó- kratar leggja áherslu á, nú þegar þeir verða í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Bush mun fallast á breytingar í Írak Í dag og næstu daga skýrist nokkuð hverra stefnubreytinga er að vænta af hálfu Bandaríkjastjórnar varðandi stríðið í Írak. Bush ætlar að hitta Íraksnefndina í dag. Rúmlega fjörutíu prósent barna innflytjenda í Danmörku hætta námi eftir að skólaskyldu lýkur. Þetta gerist þrátt fyrir að afkomendurnir séu fæddir og uppaldir í landinu. Til samanburðar þá er hlutfallið helmingi lægra meðal barna með danskan bakgrunn, eða einn á móti fimm. Þetta er niðurstaða könnunar sem Samstök atvinnurekenda í Danmörku gerðu og greint er frá í Berlingske tidende í gær. Börnin endast skemur í skóla TF-LÍF, þyrla Landhelg- isgæslunnar, sótti í gær slasaðan rússneskan sjómann á olíuflutn- ingaskip sem statt var um 210 sjómílum suðvestur af landinu. Maðurinn, sem hlaut opið fótbrot, var fluttur á Landspítalann í Fossvogi og kom þangað rúmlega fimm síðdegis. Nýja þyrlan, sömu tegundar og TF-LÍF, var einnig send af stað til öryggis vegna þess hversu löng flugleiðin var. Skyggni var gott og vel gekk að síga að sögn Gæslunnar, enda skipið með sérútbúnum palli sem auðveldaði lendingu. Það var á leið til New York með 25.000 tonn af olíu. TF-LÍF sótti fót- brotinn Rússa Pólskur karlmaður á þrítugsaldri lést á laugardags- kvöld þegar bifreið sem hann var farþegi í skall á steyptum vegg við Reykjanesbraut skammt frá nýrri verslun IKEA í Garðabæ. Tveir landar hans voru með honum í bílnum en þeir sluppu báðir með minniháttar meiðsl. Töluverðar vegaframkvæmdir standa yfir á þeim slóðum sem slysið varð og er talið að ófull- nægjandi merkingar á svæðinu hafi haft áhrif á það að ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á henni. Veglýsing er auk þess lítil á þessu svæði Reykjanesbrautinar- innar. Einar Magnús Magnússon, upp- lýsingafulltrúi Umferðarstofu, sagði í kvöldfréttum NFS í gær að mjög skýrar reglur gildi um hvernig haga bæri merkingum við framkvæmdir. Reglunum virðist hins vegar ekki fylgt eftir og greinilegt sé að eftirliti sé ábóta- vant. Hann sagði bæði Vegagerð- ina og lögreglu sinna eftirliti af þessu tagi og að þeir aðilar verði að svara fyrir það af hverju eftir- fylgnin er ekki meiri. Einar sagði að mjög víða megi finna dæmi um óviðunandi merk- ingar nálægt umferð og nefndi sem dæmi á Sundabraut og við Kalkofnsveg í Reykjavík. Ólíðandi sé að ekkert sé aðhafst í þessum málum. Banaslys á Reykjanesbraut Do you speak English, Níels? Bandarískir embættismenn og læknar á vegum þeirra hafa fylgst grannt með fréttum og myndbirtingum af Fídel Kastró Kúbuleiðtoga. Þeir telja fullvíst að hann sé með krabba- mein og lifi vart út árið 2007. „Þetta er mál sem ég vil ekki vera með neinar vangaveltur um,“ sagði Felipe Perez Roque, utanríkisráðherra Kúbu, í viðtali við AP fréttastof- una í síðustu viku. Þessi orð hans urðu einungis til þess að styrkja grun þeirra, sem telja Kastró alvarlega veikan. Telja Kastró vera dauðvona Tæplega hundrað atkvæði voru ekki talin í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Suðvesturkjördæmi á dögunum. Kjörstjórn sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að 87 atkvæði hefðu gleymst. Í yfirlýsingunni kemur fram að kjörstjórnin hafi yfirfarið þessa kjörseðla vandlega og komist að því að þeir breyti engu um röð manna á listanum. Kjörstjórnin biðst velvirðingar á mistökunum. Mjótt var á mununum milli Gunnars Svavarssonar og Þórunnar Sveinbjarnardóttur í fyrsta sæti listans. Gleymdu 87 atkvæðaseðlum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.