Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 4
 Útlit er fyrir að Háskóli Íslands fái ekki umbeðin göng undir Suðurgötu. Háskólinn vildi samvinnu við borgina um að grafa göngin sem yrðu undir Suðurgötu sunnan Brynjólfsgötu og myndu tryggja betur öryggi gangandi vegfarenda. Framkvæmdasvið borgarinnar segir að þótt lengi hafi verið gert ráð fyrir þessum undirgöngum hafi nú verið gerðar ýmsar úrbætur á Suðurgötu, eins og gangbrautarljós við Guðbrands- götu og umferðarljós við Brynj- ólfsgötu. Þess utan sé rétt að bíða þess að áætlanir háskólans um uppbyggingu vestan Suðurgötu liggi fyrir. Rautt ljós á undirgöng Þrefalt fleiri ný atvinnuleyfi voru gefin út á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2006 en á sama tíma í fyrra, alls 2.350 atvinnuleyfi. Um 64 prósent þessara leyfa eru vegna starfa í byggingariðnaði og að stærstum hluta vegna verka- fólks og iðnaðarmanna. Meirihluti fólksins er frá hinum nýju ríkjum Evrópusambandsins, einkum Pólverjar og eru karlmenn 85 prósent þeirra sem hafa fengið ný atvinnuleyfi. Frá 1. maí hafa ríkisborgarar hinna nýju ríkja ESB ekki þurft atvinnuleyfi hér og hefur útgefnum atvinnuleyfum fækkað í kjölfarið. Þreföld aukn- ing milli ára Framlag ríkissjóðs til forvarnarstarfa vegna áfengis- og vímuvarna hefur lækkað um 6,8 milljónir frá árinu 2000 ef miðað er við verðlag ársins 2006. Framlög heilbrigðisráðu- neytisins til þessa mála- flokks eru afgreidd í gegn- um Forvarna- sjóð sem heyrir undir undir Lýð- heilsustöð. Núvirði fram- lags ráðuneytis- ins í sjóðinn árið 2000 er 93,3 milljónir króna. Í fjárlögum ársins 2006 var það framlag 86,5 milljónir króna, eða tæplega sjö milljónum króna lægra. Raunlækkun fram- lagsins er því 7,3 prósent á þessu tímabili. Samkvæmt starfslýsingu For- varnasjóðs er hann stofnun þar sem ríkisstjórnin rekur sitt forvarna- starf í áfengis- og vímuefnamálum. Hlutverk hans er að styrkja verk- efni í þessum málaflokki í samræmi við stefnu og forgangsröðun ríkis- stjórnarinnar hverju sinni. Ráðstöf- unarfé sjóðsins skiptist þannig að helmingurinn fer í innanhússverk- efni tengd áfengis- og vímuefnafor- vörnum hjá Lýðheilsustöð auk launagreiðslna og kostnaðar við rekstur sjóðsins. Hinn helmingur- inn, sem í ár var 43,3 milljónir, skipt- ist á milli þeirra aðila sem sækja um styrki úr sjóðnum. Í ár sóttu 82 aðilar um framlög að upphæð 121,2 milljónir króna. Rúm- lega einum þriðja af þeirri upphæð var deilt út. Alls skiptu 50 aðilar með sér þessum 43,3 milljónum. Meðalframlag til hvers aðila sem vildi stuðla að forvörnum var því 866 þúsund krónur. Í drögum að fjárlögum fyrir árið 2007 er stefnt að því að framlög til Forvarnasjóðs hækki um 2,3 millj- ónir, án þess að tekið sé tillit til mögulegrar verð- bólgu. Helgi Már Arthursson, upplýs- ingafulltrúi heil- brigðisráðuneytis- ins, segir að ráðuneytið úthluti einnig mörgum styrkjum til smærri stofnana af svokölluðu ráðstöfunar- fé ráðherra. Á fjárlögum síðustu tveggja ára og í fjárlagsdrögum næsta árs er sú upphæð sem ætluð er sem „ráðstöfunarfé ráðherra“ 8 milljónir króna. Í aðdraganda þingkosninga árið 1999 lofaði Framsóknarflokkurinn að verja milljarði króna í baráttuna gegn fíkniefnum. Flokkurinn hefur farið með bæði heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið síðan. Í sam- antektinni „Verkin tala“ sem Fram- sóknarflokkurinn gaf út í apríl 2003, er fjallað um verkefnin sem stjórn- arflokkarnir urðu ásáttir um að tak- ast á við á því kjörtímabili sem þá var að ljúka og hverjar efndir þeirra verkefna væru. Þar segir meðal ann- ars um efndir heilbrigðisráðuneytis- ins að „rúmum milljarði króna hefur verið varið til vímuvarna og vímu- efnamála“. Árið 2003 voru framlög í Forvarnasjóð 78,6 milljónir en miðað við verðlag sama árs var framlagið 1999 rúmlega 65 milljónir. Það hækk- aði því um 13,6 milljónir á kjörtíma- bilinu. Framlög til forvarna hafa dregist saman síðustu ár Framlög ríkissjóðs til vímuvarna hafa lækkað um 7,3 prósent frá árinu 2000 ef miðað er við verðlag dagsins í dag. Framsóknarflokkurinn lofaði milljarði í baráttuna gegn fíkniefnum fyrir kosningar árið 1999. Nú í haust samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings bann við því að slátra hrossum til manneldis. Öldungadeildin hefur ekki enn tekið afstöðu til frum- varpsins, en það var lagt fram í öldungadeildinni 25. október síð- astliðinn. Í frumvarpinu er bannið meðal annars rökstutt með því að „ólíkt kúm, svínum og mörgum öðrum dýrum þá eru hestar og önnur dýr hestaættar ekki ræktuð í þeim til- gangi að láta slátra þeim til mann- eldis“, enda séu „hestar og önnur dýr hestaættar húsdýr sem eink- um eru notuð til afþreyingar, ánægju og í íþróttum“. Einnig er því haldið fram að flutningur hesta í sláturhús fari ekki fram með nógu mannúðlegum hætti og sama megi segja um fram- kvæmd slátrunarinnar sjálfrar. Lögin voru samþykkt í fulltrúa- deildinni þann 7. september með 263 atkvæðum gegn 146. Óvíst er hvort málið verði tekið fyrir í öld- ungadeildinni, en dýravinir í Banda- ríkjunum berjat hart fyrir því. Bandarískir bændur óttast reyndar að þeir dýravinir, sem bar- ist hafa hvað harðast fyrir því að þingið samþykki bann við slátrun á hestum, leggi næst til atlögu við slátrun annarra dýra, svo sem nauta, svína og kjúklinga, Á hverju ári er um það bil 100.000 hrossum slátrað í Bandríkjunum og kjötið selt til neyslu, en nánast ekk- ert af því er keypt innanlands held- ur flutt út til annarra landa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.