Fréttablaðið - 13.11.2006, Page 8

Fréttablaðið - 13.11.2006, Page 8
Nýtt tilboð til allra áskrifenda í Og1 BUBBI 06.06.06 Afmælistónleikar Bubba Morthens á DVD. Upplifðu þessa mögnuðu tónleika, aftur og aftur. Viðskiptavinir í Og1 fá þennan frábæra tónleikadisk með rúmlega 40% afslætti eða á aðeins 1.690 kr. í stað 2.990 kr. Þetta er aðeins einn af mörgum ávinningum þess að skrá sig í Og1. Verið velkomin í næstu verslun. Vodafone gríptu augnablikið og lifðu núna F í t o n / S Í A F I 0 1 9 0 2 0 „Fyrir um mánuði hafði kona sem kallar sig Jude Crane sam- band við mig og hafði áhuga á að kaupa þrjú málverk,“ segir Álf- heiður Ólafsdóttir sem lenti í klón- um á erlendum kreditkortasvik- ara. „Þegar ég nefndi upphæðina ákvað Jude að hætta við kaup á tveimur verkanna en vildi samt kaupa eitt verk að verðmæti 550 þúsund krónur,“ segir Álfheiður sem rekur listagallerí við Skólavörðu- stíginn. Álfheiður segist hafa það sem reglu að fá símanúmer viðskipta- vina sinna áður en hún taki við greiðslu frá þeim í gegnum netið. „Jude kvaðst ekki geta gefið upp símanúmer en gaf mér strax upp tvö kortanúmer og vildi skipta greiðslunni á þau. Þegar ég stimpl- aði kortanúmerin í posann var báðum hafnað. Hún gaf mér um hæl upp tvö önnur greiðslukorta- númer en þau virkuðu ekki heldur og þá hafði ég samband við VISA,“ segir Álfheiður. Hjá kortafyrirtækinu fengust þær upplýsingar að kortin virk- uðu ekki en þeir gátu ekki gefið mér upplýsingar um hvort kortin væru stolin eða á svörtum lista.“ Samskipti Álfheiðar og Jude stóðu í um mánuð og allan tímann hélt hún Álfheiði volgri um að hún hygðist kaupa af henni málverk. „Nú síðast þegar ég heyrði frá henni í tölvubréfi bað hún mig um að kaupa fyrir sig fimm Nokia- farsíma og senda þá með málverk- inu. Ég sagði henni að símarnir og verkið kostuðu um milljón króna og henni fannst það ekkert mál. Að auki vildi hún greiða mér 500 dollara fyrir viðvikið. Til að greiða fyrir vörurnar gaf hún mér upp sex Mastercard númer sem mér fannst mjög grunsamlegt.“ Þegar hér var komið við sögu ákvað eiginmaður Álfheiðar að fletta nafni Jude upp á netinu. Hún segir þau þá hafa orðið þess áskynja að konan er þekktur svika- hrappur. „Héðan í frá verð ég mun varkárari þegar ég sel hluti í gegnum netið og mun stemma heimilisfang við viðkomandi kortanúmer til að vera viss í minni sök.“ Andri Hrólfsson, sviðsstjóri fyrirtækjasviðs VISA, segir kvartanir frá kaup- mönnum vegna korta- svika fátíðar. Hann segir að fólk sem selji dýrari vörur geti haft sam- band við fyrirtækið og látið kanna hvort heimilisfangið á bak við kortanúmerið sé það sama og heimilis- fangið sem senda á vörurnar á. Hver var eini nýliðinn í hópi átta efstu manna á lista Samfylk- ingarinnar í Reykjavík? Söngkonan Kristín Anna Valtýsdóttir hætti í hljómsveit fyrir um það bil ári. Hvað heitir hljómsveitin? Hver er stoltur af því að vera Breiðhyltingur? Risavaxin steypuplata var steypt á Norðurbakkanum í Hafnarfirði á laugardaginn. Verið er að steypa bílakjallara fyrir íbúðarblokk sem er auk þess rúman metra undir sjávarmáli. Hermann Ragnarsson, framkvæmdastjóri Flotmúrs ehf. sem sér um verkið, segir að þetta sé líklega stærsta steypa sem steypt hafi verið á jafn skömmum tíma hér á landi. „Það fóru 1400 rúm- metrar af steypu í þetta, sem samsvarar steypu- magni í um þrjátíu einbýlishús. Auk þess þurftum við að gera þetta á sjö klukkutímum á meðan háfjara var af því að gólfflöturinn er 130 sentimetrum undir sjávarmáli. Annars hefði bara verið sjór þarna.“ Í gær voru svo dælur í fullum gangi við að halda sjónum frá á meðan verið var að vélslípa gólfið. Hermann segir þetta líklega í fyrsta sinn sem slíkar slípivélar hafi sést hér á landi. „Þessar slípivélar sem við erum með eru tiltölulega nýjar hérna. Við erum með fjórar til fimm slípivélar sem ekið er eftir plötunni. Þeim eldri þurfti að ýta fram og aftur.“ Jafnast á við 30 einbýlishús Heilbrigðisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, hefur ekki í hyggju að veita opinberu fé til stækkunar hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Ásta Möller Sjálfstæðisflokki innti Siv Friðleifsdóttur heilbrigðis- ráðherra svara á Alþingi í síðustu í viku um hvort hún hygðist beita sér fyrir viðræðum um viðbygg- ingu Sóltúns. Kvað heilbrigðisráðherra það ekki standa til þar sem búið væri að ráðstafa til annarra verkefna þeim peningum ríkisins sem ætl- aðir væru til uppbyggingar hjúkrunarrýma á næstu árum. Ríkið ekki með í stækkun

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.