Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 10
 Samkeppniseftir- litið hefur ákvarðað að ekki sé ástæða til íhlutunar vegna kvört- unar Tax Free á Íslandi vegna Global Refund á Íslandi en hyggst óska eftir upplýsingum um fjár- mögnun fyrirtækisins. Fyrirtækin starfa bæði í endurgreiðslu á virðisaukaskatti til erlendra ferða- manna. Í lok ársins 2003 kvartaði Tax Free yfir meintri misnotkun Global Refund á stöðu sinni á markaði þar sem langvarandi taprekstur Global Refund væri fjármagnaður með auknu hlutafé frá móður- fyrirtækinu sem er öflugt alþjóð- legt fyrirtæki. Væri þetta fallið til að útrýma samkeppni á íslensk- um markaði. Samkeppniseftirlitið telur Global Refund ekki hafa verið ráðandi á markaði árið 2003 sem þetta mál tekur til. Þó geti fyrir- tækið hugsanlega, í krafti fjár- hagslegra tengsla við móðurfyrir- tækið, styrkt stöðu sína á skömmum tíma svo það teljist ráðandi á markaðnum. Þá kunni málefni fyrirtækisins að koma til frekari skoðunar Samkeppniseftir- litsins. Mun eftirlitið snúa sér til fyrirtækisins og óska eftir því að það verði upplýst um frekari fjár- stuðning af hálfu móðurfélagsins. Bílaumboðið Saga Malarhöfða 2a • 110 Reykjavík Sími 570 9900 • www.fiat.is Fiat Grande Punto Númer 1 í Evrópu ævintýraferð til Veróna Þú gætir unnið Mest seldi bíllinn í Evrópu 2006* • Stíll. Hannaður í anda Maserati af Giorgetto Giugiaro. • Eyðsla. Aðeins 6 lítrar á hverja 100 km í blönduðum akstri. • Öryggi. 5 stjörnur í Euro Ncap. 6 loftpúðar. • Eiginleikar. Hlaut Gullna stýrið 2005. *Opinber skráning bifreiða fyrir janúar – apríl 2006 í 15 löndum: Belgíu, Finnlandi, Þýskalandi, Bretlandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Lúxemborg, Noregi, Portúgal, Spáni og Svíþjóð. Þeir sem koma og reynsluaka Fiat Punto í nóvember geta átt von á því að vinna flugferð fyrir tvo til ævintýraborgarinnar Veróna á Ítalíu með Úrvali Útsýn. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mis- marga bíða eftir því að fá heimilis- lækni eftir hverfum en staðan sé verst í vaxandi hverfum eins og Árbæ, Grafarvogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. „Hluti vandans stafar af því að fólk sem flytur á milli hverfa er búið að skrá sig í nýja heilsugæslustöð án þess að afskrá sig í gamla hverfinu og því varla hægt að þessi hópur sé án heimilis- læknis.“ Lúðvík segir að þrátt fyrir skort á heimilislæknum á höfuð- borgarsvæðinu hafi þeim fjölgað þó nokkuð á milli áranna 2000- 2004. Lúðvík segir eftirspurn eftir heimilislæknum á höfuðborgar- svæðinu mikla og telur góðan efnahag eina af ástæðum þessarar miklu ásóknar. „Víða erlendis er miðað við einn heimilislækni á hverja 1.500 íbúa en hér er hlut- fallið líklega á bilinu 1.800-1.900 íbúar á hvern lækni.“ Þegar Lúðvík er spurður um hvort starfsemi Læknavaktarinnar komi að einhverju leyti til móts við skort á heimilislæknum segir hann að fólk leiti frekar þangað með einföld vandamál en þegar um sé að ræða krónísk vandamál kjósi fólk fremur að fara til síns heimilislæknis. „Margir vilja halda í sama heimilislækni en núverandi kerfi gerir ráð fyrir að fólk skipti um lækni ef það flyst á milli hverfa. Þó má segja að heilsugæslan starfi innan tveggja kerfa því tólf læknar á höfuðborgarsvæðinu vinna eftir gamla kerfinu og halda í sína sjúk- linga óháð búsetu þeirra.“ Lúðvík segir nokkuð álag á heimilislækna á höfuðborgar- svæðinu og að ætlast sé til að þeir sinni ákveðinni yfirvinnuskyldu sem skiptist í vaktir eftir hefð- bundinn opnunartíma heilsugæsl- unnar og frágang læknisvottorða. „Með öllu er ekki fráleitt að álykta að vinnuskylda heimilislækna geti orðið um fimmtíu tímar á viku með öllu þótt sumir ráði sig upp á styttri vinnuviku.“ Nú er í gangi biðtímakönnun hjá heilsugæslustöðvunum og samkvæmt þeim niðurstöðum sem liggja fyrir er bið eftir tíma hjá heimilislæknum almennt stuttur. Þegar blaðamaður pantaði tíma hjá heimilislækni bauðst honum tími á öðrum virka degi frá pönt- un. Lúðvík segir heilsugæslu mikil- væga grunneiningu í heilbrigðis- þjónustunni og vill sjá meira sjálf- stæði stöðvanna til að velja sínar eigin leiðir til að mæta þörfum íbúanna. Fimm þúsund eru án læknis Mikil eftirspurn er eftir heimilislæknum á höfuð- borgarsvæðinu. Lækningaforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins segir stöðuna hvað versta í Árbæ, Grafarvogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Víða erlendis er miðað við einn heimilislækni á hverja 1.500 íbúa en hér er hlut- fallið líklega á bilinu 1.800-1.900 íbúar á hvern lækni. Rúmlega þrítugur karlmaður var á föstudag dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar af eru þrír mánuðir skilorðsbundnir. Maðurinn braust inn í bíl í apríl á þessu ári og reyndi að stela hljómtækjum en lögregla kom að honum. Hann rauf þannig skilorð dóms sem hann hlaut tæpum tveimur mánuðum áður fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Dómurinn nú er sjöundi dómur mannsins vegna þjófnaðar og fíkniefnabrota frá árinu 1996. Samtals hefur hann á þeim tíma hlotið 20 mánaða fangelsisdóma, að miklu leyti skilorðsbundna. Sjöundi dómur- inn á tíu árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.