Fréttablaðið - 13.11.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 13.11.2006, Síða 12
 Árni Mathiesen fjármála- ráðherra mun leiða lista Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi eftir prófkjör flokksins þar á laugardag. Þá snýr Árni Johnsen líklegast aftur í þinglið sjálfstæðismanna eftir að hafa hlotið nokkuð örugga kosningu í annað sæti listans. Drífa Hjartardóttir, Guðjón Hjörleifsson og Gunnar Örlygsson sem voru öll sitjandi þingmenn lentu mun neðar á listanum en þau stefndu að og náðu hvorki kjöri í öruggt né lík- legt þingsæti. Eini sitjandi þing- maður flokksins sem hélt stöðu sinni er Kjartan Ólafsson sem náði þriðja sætinu, en flokkurinn hefur þrjá þingmenn í kjördæminu sem stendur. Árni Mathiesen hlaut 2.656 af 5.461 greiddum atkvæðum í fyrsta sæti listans, eða tæp 49 prósent. Hann var samt sem áður ánægður með prófkjörið og sinn hlut. „Mér sýnist þetta vera nokkuð öruggur og afgerandi sigur í fyrsta sætið. Síðan var þátttakan mjög góð og ég efast um að það finnist dæmi um jafn góða þátttöku í flokks- bundnu prófkjöri. Það er sérstak- lega gaman að bera þetta saman við opið prófkjör Samfylkingar- innar í Reykjavík þar sem það er miklu meiri þátttaka hjá okkur en þeim.“ Árni segir nafna sinn John- sen greinilega njóta þess enn að hafa verið fyrsti þingmaður Suðurlands á sínum tíma og að margir vilji enn styðja hann. Sjálfur segist Árni Johnsen vera himinlifandi með útkomu prófkjörsins. „Þetta er öflug niður- staða og mjög öflugt fyrir mig. Ég er þakklátur fyrir þennan víðtæka stuðning sem ég hef fengið.“ Hann er ánægður með að vera kominn aftur í stjórnmálin. „Að því var stefnt og það er komið á sigl- ingu.“ Drífa Hjartardóttir segir niður- stöðuna vissulega vera vonbrigði fyrir sig enda hafi hún stefnt á annað sætið. „En lífið er ekki allt- af sólskin og ég tek þessu bara. Það er þannig þegar margir þing- menn eru að keppa um sama sætið þá þarf alltaf einhver að detta út. Ég kem af mjög fámennu svæði en mitt fólk stóð heilshugar á bak við mig þannig að ég er afskaplega þakklát.“ Gunnar Örlygsson sagði að vissulega mætti líta á niðurstöð- una sem ákveðin vonbrigði fyrir sig, en hann endaði í tíunda sæti. „Ég vissi samt að ég átti á bratt- ann að sækja. Ég skipti um flokk í fyrra og um kjördæmi núna. Svo fylgir fortíðin manni. Það er eitt- hvað sem ég geri mér grein fyrir að enginn getur losað sig við.“ Hann segir það þó mikið gleði- efni hversu margir hafi tekið þátt í prófkjörinu og hefði sjálfur aldrei viljað missa af þeirri reynslu að taka þátt í því. „En ég mun taka sæti á listanum og leggja mig fram við það að tryggja sjálf- stæðismönnum góðan sigur á kom- andi vori.“ Ekki náðist í Guðjón Hjörleifs- son í gær þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. ...Í SPARNAÐI - til að mæta ófyrirséðum fjárútlátum og grípa óvænt tækifæri. VARASPARNAÐUR - til að safna fyrir öllu því sem hugurinn girnist. NEYSLUSPARNAÐUR - til að byggja upp fjárhagslega velgengni í framtíðinni. LANGTÍMASPARNAÐUR Þrískiptur sparnaður Glitnis H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Ný aðferð til að ná betri árangri í sparnaði. Farðu í næsta útibú eða á www.glitnir.is og kláraðu málið! Skýrsla Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins um niðurstöður vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarafurð- um árið 2005 er nýkomin út. Líkt og fyrri ár sýna niðurstöður að ætilegur hluti fisks sem veiddur er á Íslandsmiðum inniheldur mjög lítið af óæskilegum efnum. Sá fiskur sem veiddur er hér við land og ætlaður er til manneldis inniheldur mjög lítið magn af díoxíni, díoxínlíkum PCB-efnum, skordýraeitri og plöntueitri. Þetta er þriðja skýrslan um aðskotaefni í íslensku sjávarfangi, en áður eru komnar út skýrslur vöktunar áranna 2003 og 2004. Allar sýna þær sömu niðurstöðu. Lítið af óæski- legum efnum Deilt var í bæjarráði Hafnarfjarðar í síðustu viku um framlengingu vínveitingaleyfis Hamborgara- búllu Tómasar. „Ég er í grundvall- aratriðum andvígur því að skyndibitastaðir og veitingastaðir sem gera má ráð fyrir að séu sóttir af ungmennum á eigin vegum, hafi vínveitingaleyfi,“ sagði Guðmundur Rúnar Árnason úr meirihluta Samfylkingar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, VG, tók undir: „Ég tel að ekki fari saman áfengi og skyndibitastaður fyrir alla fjölskylduna.“ Bæjarráð- ið mælti með að leyfið yrði veitt. Á móti víni á skyndibitastað Eigendur eistneska Tallink skipafélagsins, sem keyptu nýlega finnska ferjufyrir- tækið Silja Line, verða kærðir af finnsku sjómannasamtökunum fyrir ofbeldi og ósæmilega hegðun gagnvart starfsmönnum. Atvikið átti sér stað þegar nýir eigendur héldu upp á kaupin á Silja Line. Mikil ölvun var um borð í einni af ferjum fyrirtækisins og að sögn finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat, og neitaði hópurinn að ganga til klefa þegar bar var lokað um nóttina. Barþjónn var sleginn í átökum og brotnuðu gleraugu hans. Þá var starfsfólki hótað brottrekstri þegar það reyndi að fara að reglum ferjunnar og koma í veg fyrir sjálfsafgreiðslu á bar og kaffiteríum. Vildu halda drykkju áfram Ólafur Darri Andra- son, hagfræðingur ASÍ, segir að ræða Davíðs Oddssonar seðla- bankastjóra nýverið hafi verið í takt við nýjustu Peningamál en þar hafi komið fram gagnrýni á ríkisfjármálin og að verðbólgu- horfur séu ekki ásættanlegar. Ólafur Darri segir að sýn Seðla- bankans og fjármálaráðuneytisins sé gjörólík og hafi verið lengi. „Það eitt og sér er verulegt áhyggju- efni,“ segir hann. „Þó að flestir eigi von á að hægi á næstu mánuð- um og misserum þá myndi ég segja að það væri áhyggjuefni að Seðla- bankinn virðist vera einn á verð- bólguvaktinni og ríkisstjórnin sé frekar í því að kynda undir óstöðug- leika en að slá á hann.“ Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SA, telur að stýrivextir séu of háir og virkni peningastefnu hafi einkum verið í þá veru að halda uppi háu gengi krónunnar. „Við teljum að það hafi verið óheppilegt að gengið skyldi hækka á ný eftir að það fór nær jafnvægis- gildi sínu á árinu og teljum mikið óráð að hugleiða frekari vaxta- hækkanir. Við mælum frekar með því að vextir lækki í ljósi þess að framundan er fyrirsjáanlegur lítill eða enginn hagvöxtur á næsta ári.“ Seðlabankastjóri sagði í gær- morgun að stefnt gæti í hækkun stýrivaxta í desember. Frekar með vaxtalækkun Árni himinlifandi með endurkomuna Mikil umskipti hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Árni Mathiesen hlaut undir fimmtíu prósenta kosningu í fyrsta sæti listans. Árni Johnsen er á leiðinni aftur á þing. Þrír sitjandi þingmenn náðu ekki kjöri í líkleg þingsæti. Atvinnuleysi var eitt prósent á landinu í október samkvæmt tölum Vinnumálastofn- unar. Atvinnuleysi hefur ekki verið lægra síðan í október árið 2000. Alls voru 360.180 atvinnuleysis- dagar skráðir á landinu öllu sem jafngilda því að 1.645 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum. Áætlaður mann- afli á vinnumarkaði er 159.726 manns. Atvinnuástand versnar yfirleitt milli október og nóvember. Er gert ráð fyrir að atvinnuleysi í nóvem- ber aukist lítilsháttar og verði á bilinu 1 til 1,3 prósent vegna árstíðarsveiflna. - Atvinnuleysi eitt prósent Fjórtán manns slösuðust lítillega þegar sviðspall- ur hrundi í Gaza-borg í gær, þar sem þúsundir Palestínumanna komu saman til að minnast þess að tvö ár eru liðin frá dauða Jassers Arafat. Mannfjöldinn veifaði gulum fánum Fatah-hreyfingarinnar, stjórnmálaafls Arafats. Margir skutu af byssum upp í loftið og sungnir voru palestínskir söngvar. Stutt hlé varð á söngnum þegar sviðið hrundi, en fljótlega var haldið áfram á ný. Arafat lést 11. nóvember árið 2004 eftir að heilsu hans hrakaði snögglega. Meiddust þegar sviðið hrundi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.