Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 14
Halldór Sigdórsson aðstoðarverslunarstjóri hjá RV R V 62 19 A Þegar gæðin skipta máli Lotus Professional borðpappírsvörur Á t ilbo ði í nó vem ber 200 6 Lot us L inSt yle serv íett ur, disk am ottu r, „ löb era r“ og dúk ar Til hátíðabrigða Í verslun RV að Réttarhálsi eru nú á tilboði Lotus LinStyle dúkar og servíettur í mörgum litum. Einnig eru á tilboði ýmsar gerðir af servíettum, diskamottum og „löberum“ með jólamynstri. Takmarkað magn er í boði af sumum jólavarningi. Fyrstur kemur fyrstur fær. Flest umferðartjón í Reykjavík verða þegar bakkað er á annan bíl. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Sjóvár forvarnarhúss um algengstu tjónin í Reykjavík árið 2005. Flestir slasast hins vegar við aftanákeyrslur eða tæplega fjögur hundruð manns á síðasta ári en það er um 43 prósent slasaðra í Reykja- vík. Tryggingafélögin greiddu út yfir milljarð króna í ábyrgðartrygg- ingu vegna þessara tjóna. Aftaná- keyrslur má oftast rekja til þess að of stutt bil er á milli bíla og því að bílstjórar eru ekki að fylgjast með umferðinni á undan. Oftast bakkað á aðra bifreið Eimskip hefur bætt við hlut sinn í fyrirtækinu Harbour Grace CS Inc á Nýfundnalandi. Félagið sér um frystigeymslu- og losunarþjónustu við togara í bænum Harbour Grace við Conception Bay á Nýfundnalandi. Þar að auki er það með dreifingu um allan heim en stærstu markaðir eru Evrópa, Austurlönd fjær og Ameríka. Eimskip hefur átt 25 prósent í Harbour Grace frá því árið 2000. Eimskip hefur nú aukið hlut sinn í félaginu í 51 prósent til að styrkja enn stöðu sína á Nýfundnalandi með heildarlausnir fyrir viðskipta- vini sína í sjávarútvegi. Bætir við sig 31 prósenti Í ýmsum skólum er börnum boðið upp á að ganga til djákna Þjóðkirkjunnar í „sálgæslu- viðtöl“. Á heimasíðu Þjóðkirkj- unnar segir að Vinaleiðin sé opin öllum börnum: „Það þarf ekki leyfi foreldra til að nemandi komi í sálgæsluviðtal og allir nemendur skólans geta nýtt sér þessa þjón- ustu að vild.“ Ásatrúarfélagið hefur mótmælt þessu fyrirkomulagi og Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði minnir á trúfrelsisákvæði stjórnar- skrárinnar. Jóhanna segist hafa orðið vör við töluverða óánægju vegna Vinaleiðarinnar hjá foreldr- um. „Börn sem ekki eru alin upp í kristni finna sig utangátta og þetta getur orðið tilefni til eineltis. Þetta á ekki heima í skólum því andlegur og félagslegur stuðningur á að vera í höndum fagmanna, en ekki trúboða.“ Viktor Guðlaugsson, skólastjóri Varmárskóla, segist ekki hafa orðið var við óánægju í sínum skóla. „Við höfum verið með þessa þjónustu síðan 1999. Yfirleitt er hún einungis fyrir þau börn sem hafa átt í erfiðleikum. Það er eng- inn skikkaður til að fara í Vinaleið- ina og þetta er einungis einn af þeim möguleikum sem börnin hafa, því hér eru einnig náms- ráðgjafar og sálfræðingur.“ Mótmæla skólatrúboði Tilkoma svokallaðra auðkennislykla mun stórauka öryggi við notkun heimabanka, að sögn Sigmars Jónssonar hjá Fjölgreiðslumiðlun. Vel á annan tug milljóna var nýlega stolið á einu bretti úr heimabanka, eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni. Þrjú önnur þjófnaðarmál eru í lögreglu- rannsókn. Lögreglan í Reykjavík hefur ítrekað bent fólki á að fara varlega gagnvart gylliboðum á netinu, uppfæra reglulega stýri- búnað á tölvum sínum og nota veiruvarnarforrit. Sigmar segir öryggi tölvubún- aðar vera meðal annars undir því komið hvort notandi heimsæki vafasamar netsíður. Sjá þurfi til þess að vírusvarnir tölvunnar séu í lagi og að í henni sé búnaður sem skynji hvort einhverjir aðskota- hlutir séu komnir inn á hana til að hlera upplýsingar eða vinna skemmdarverk. „Það er erfitt að segja hvað fólk á að varast og hvað ekki,“ segir Sigmar. „En fólk verður að vera meðvitað um hvernig það notar tölvuna og hvað það er að sækja af netinu. Einnig hvaða öryggi er í tölvunni.“ Hvað varðar öryggisatriði heimabanka bendir Sigmar á að fólk skuli varast að fara inn í heimabanka frá tölvum sem það veit ekkert um. Þá sé gild varúðar- ráðstöfun að skipta reglulega um lykilorð í heimabankanum, ekki síst hafi reikningseigandi farið inn á reikning sinn í tölvu, sem honum þykir eftir á að hyggja eitt- hvað vafasöm. „Nú er byrjað að dreifa öryggis- lyklum til fyrirtækja“ segir Sig- mar enn fremur. Fram hefur komið að í byrjun næsta árs verður hafin úthlutun þessara lykla til einstaklinga. Sigmar segir að til þess að nota auðkennislykilinn þurfi að virkja hann í heimabankanum og sé hann þá tengdur við þann notanda. Í hvert skipti sem auðkennislykill- inn sé notaður gefi hann nýtt númer. „Öryggislykillinn virkar þannig að þegar eigandi skráir sig í heimabankann sinn þarf hann að gefa upp notandanafn, lykilorð og auðkennisnúmer sem hann fær úr auðkennislyklinum. Þó svo eig- andi tapi lykli sínum er ekki hægt að misnota hann þar sem notanda- nafn og lykilorð þarf líka til þess að komast í heimabankann.“ Auðkennislyklar stórauka öryggi heimabanka Fólk á að varast að fara inn í heimabanka í tölvum sem það veit engin deili á. Auðkennislyklar stórauka öryggi gegn þjófum, en lyklunum verður dreift í byrjun næsta árs. Lögreglan rannsakar fjögur þjófnaðarmál. Nick Griffin, leiðtogi breska Þjóðarflokksins, var á föstudaginn sýknaður af ákæru um að hafa kynt undir kynþátta- hatri í landinu. Flokksbróðir hans, Mark Collett, var einnig sýknaður af sams konar ákæru. Kveikjan að ákærunni var ræða sem Griffin flutti á lokuðum fundi flokksins þar sem hann sagði mús- lima hafa breytt Bretlandi í „kynþáttablandað helvíti“ og hélt því fram að gengi asískra mús- lima færu um og nauðguðu ungum hvítum stúlkum. „Þessi illa og grimma trú hefur á 1300 árum breiðst út frá smáum hópi skap- stirðra geðsjúklinga og hertekur nú þjóð eftir þjóð um heim allan,“ sagði Griffin einnig í ræðunni. Upptaka af ræðunni var síðar spiluð í breska ríkisútvarpinu og olli miklu fjaðrafoki. Breski Þjóðarflokkurinn, sem berst gegn innflytjendum, á nokkra tugi sæta í smærri ráðum víðs vegar um England en er þó enn jaðarflokkur og hefur ekkert þingsæti. Flokkurinn hafði áður á sér ímynd eins konar bófaflokks en hefur reynt að mýkja ímyndina síðustu ár með Griffin í farar- broddi, en hann er lögfræðingur frá Cambridge-háskóla. Andstæðingar flokksins mót- mæltu fyrir utan dómhúsið og hrópuðu meðal annars: „Burt með nasistaúrþvættin!“ Gordon Brown fjármála- ráðherra sagði í kjölfar sýknunnar að mögulega þyrfti að breyta lögum sem banna kynþáttahatur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.