Fréttablaðið - 13.11.2006, Page 14

Fréttablaðið - 13.11.2006, Page 14
Halldór Sigdórsson aðstoðarverslunarstjóri hjá RV R V 62 19 A Þegar gæðin skipta máli Lotus Professional borðpappírsvörur Á t ilbo ði í nó vem ber 200 6 Lot us L inSt yle serv íett ur, disk am ottu r, „ löb era r“ og dúk ar Til hátíðabrigða Í verslun RV að Réttarhálsi eru nú á tilboði Lotus LinStyle dúkar og servíettur í mörgum litum. Einnig eru á tilboði ýmsar gerðir af servíettum, diskamottum og „löberum“ með jólamynstri. Takmarkað magn er í boði af sumum jólavarningi. Fyrstur kemur fyrstur fær. Flest umferðartjón í Reykjavík verða þegar bakkað er á annan bíl. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Sjóvár forvarnarhúss um algengstu tjónin í Reykjavík árið 2005. Flestir slasast hins vegar við aftanákeyrslur eða tæplega fjögur hundruð manns á síðasta ári en það er um 43 prósent slasaðra í Reykja- vík. Tryggingafélögin greiddu út yfir milljarð króna í ábyrgðartrygg- ingu vegna þessara tjóna. Aftaná- keyrslur má oftast rekja til þess að of stutt bil er á milli bíla og því að bílstjórar eru ekki að fylgjast með umferðinni á undan. Oftast bakkað á aðra bifreið Eimskip hefur bætt við hlut sinn í fyrirtækinu Harbour Grace CS Inc á Nýfundnalandi. Félagið sér um frystigeymslu- og losunarþjónustu við togara í bænum Harbour Grace við Conception Bay á Nýfundnalandi. Þar að auki er það með dreifingu um allan heim en stærstu markaðir eru Evrópa, Austurlönd fjær og Ameríka. Eimskip hefur átt 25 prósent í Harbour Grace frá því árið 2000. Eimskip hefur nú aukið hlut sinn í félaginu í 51 prósent til að styrkja enn stöðu sína á Nýfundnalandi með heildarlausnir fyrir viðskipta- vini sína í sjávarútvegi. Bætir við sig 31 prósenti Í ýmsum skólum er börnum boðið upp á að ganga til djákna Þjóðkirkjunnar í „sálgæslu- viðtöl“. Á heimasíðu Þjóðkirkj- unnar segir að Vinaleiðin sé opin öllum börnum: „Það þarf ekki leyfi foreldra til að nemandi komi í sálgæsluviðtal og allir nemendur skólans geta nýtt sér þessa þjón- ustu að vild.“ Ásatrúarfélagið hefur mótmælt þessu fyrirkomulagi og Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði minnir á trúfrelsisákvæði stjórnar- skrárinnar. Jóhanna segist hafa orðið vör við töluverða óánægju vegna Vinaleiðarinnar hjá foreldr- um. „Börn sem ekki eru alin upp í kristni finna sig utangátta og þetta getur orðið tilefni til eineltis. Þetta á ekki heima í skólum því andlegur og félagslegur stuðningur á að vera í höndum fagmanna, en ekki trúboða.“ Viktor Guðlaugsson, skólastjóri Varmárskóla, segist ekki hafa orðið var við óánægju í sínum skóla. „Við höfum verið með þessa þjónustu síðan 1999. Yfirleitt er hún einungis fyrir þau börn sem hafa átt í erfiðleikum. Það er eng- inn skikkaður til að fara í Vinaleið- ina og þetta er einungis einn af þeim möguleikum sem börnin hafa, því hér eru einnig náms- ráðgjafar og sálfræðingur.“ Mótmæla skólatrúboði Tilkoma svokallaðra auðkennislykla mun stórauka öryggi við notkun heimabanka, að sögn Sigmars Jónssonar hjá Fjölgreiðslumiðlun. Vel á annan tug milljóna var nýlega stolið á einu bretti úr heimabanka, eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni. Þrjú önnur þjófnaðarmál eru í lögreglu- rannsókn. Lögreglan í Reykjavík hefur ítrekað bent fólki á að fara varlega gagnvart gylliboðum á netinu, uppfæra reglulega stýri- búnað á tölvum sínum og nota veiruvarnarforrit. Sigmar segir öryggi tölvubún- aðar vera meðal annars undir því komið hvort notandi heimsæki vafasamar netsíður. Sjá þurfi til þess að vírusvarnir tölvunnar séu í lagi og að í henni sé búnaður sem skynji hvort einhverjir aðskota- hlutir séu komnir inn á hana til að hlera upplýsingar eða vinna skemmdarverk. „Það er erfitt að segja hvað fólk á að varast og hvað ekki,“ segir Sigmar. „En fólk verður að vera meðvitað um hvernig það notar tölvuna og hvað það er að sækja af netinu. Einnig hvaða öryggi er í tölvunni.“ Hvað varðar öryggisatriði heimabanka bendir Sigmar á að fólk skuli varast að fara inn í heimabanka frá tölvum sem það veit ekkert um. Þá sé gild varúðar- ráðstöfun að skipta reglulega um lykilorð í heimabankanum, ekki síst hafi reikningseigandi farið inn á reikning sinn í tölvu, sem honum þykir eftir á að hyggja eitt- hvað vafasöm. „Nú er byrjað að dreifa öryggis- lyklum til fyrirtækja“ segir Sig- mar enn fremur. Fram hefur komið að í byrjun næsta árs verður hafin úthlutun þessara lykla til einstaklinga. Sigmar segir að til þess að nota auðkennislykilinn þurfi að virkja hann í heimabankanum og sé hann þá tengdur við þann notanda. Í hvert skipti sem auðkennislykill- inn sé notaður gefi hann nýtt númer. „Öryggislykillinn virkar þannig að þegar eigandi skráir sig í heimabankann sinn þarf hann að gefa upp notandanafn, lykilorð og auðkennisnúmer sem hann fær úr auðkennislyklinum. Þó svo eig- andi tapi lykli sínum er ekki hægt að misnota hann þar sem notanda- nafn og lykilorð þarf líka til þess að komast í heimabankann.“ Auðkennislyklar stórauka öryggi heimabanka Fólk á að varast að fara inn í heimabanka í tölvum sem það veit engin deili á. Auðkennislyklar stórauka öryggi gegn þjófum, en lyklunum verður dreift í byrjun næsta árs. Lögreglan rannsakar fjögur þjófnaðarmál. Nick Griffin, leiðtogi breska Þjóðarflokksins, var á föstudaginn sýknaður af ákæru um að hafa kynt undir kynþátta- hatri í landinu. Flokksbróðir hans, Mark Collett, var einnig sýknaður af sams konar ákæru. Kveikjan að ákærunni var ræða sem Griffin flutti á lokuðum fundi flokksins þar sem hann sagði mús- lima hafa breytt Bretlandi í „kynþáttablandað helvíti“ og hélt því fram að gengi asískra mús- lima færu um og nauðguðu ungum hvítum stúlkum. „Þessi illa og grimma trú hefur á 1300 árum breiðst út frá smáum hópi skap- stirðra geðsjúklinga og hertekur nú þjóð eftir þjóð um heim allan,“ sagði Griffin einnig í ræðunni. Upptaka af ræðunni var síðar spiluð í breska ríkisútvarpinu og olli miklu fjaðrafoki. Breski Þjóðarflokkurinn, sem berst gegn innflytjendum, á nokkra tugi sæta í smærri ráðum víðs vegar um England en er þó enn jaðarflokkur og hefur ekkert þingsæti. Flokkurinn hafði áður á sér ímynd eins konar bófaflokks en hefur reynt að mýkja ímyndina síðustu ár með Griffin í farar- broddi, en hann er lögfræðingur frá Cambridge-háskóla. Andstæðingar flokksins mót- mæltu fyrir utan dómhúsið og hrópuðu meðal annars: „Burt með nasistaúrþvættin!“ Gordon Brown fjármála- ráðherra sagði í kjölfar sýknunnar að mögulega þyrfti að breyta lögum sem banna kynþáttahatur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.