Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 15
Upptöku tæki Tvö þúsund íbúar í Breiðholtinu hafa skrifað undir mótmæli gegn því að opnaður verði spilakassasalur í Mjóddinni. Um er að ræða Gullnámu sem Háskóli Íslands rekur. Helgi Kristófersson hjá Íbúsamtökunum Betra Breiðholt segir að íbúarnir vilji ekki slíka ómenningu í hverfið. „Það veit enginn hver hefur veitt leyfi fyrir þessu. Enginn hjá borginni veit neitt um þetta og dómsmálaráðuneytið ekki heldur. Ég skil ekki hvernig þetta getur farið í gegnum kerfið án þess að einhver viti hver veitti leyfið,“ segir Helgi. Mótmæla opn- un Gullnámu Sett hefur verið á fót nefnd þriggja ráðuneyta til að kanna hvaða aðili skuli hafa eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hér á landi. Í tilmælum samtaka FATF (Financial Action Task Force) sem vinna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er mælt fyrir um skyldu ríkja til að hafa virkt eftirlit með því að sérhver tilkynningaskyldur aðili starfi í samræmi við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fjármálaeftirlitið annast nú eftirlit með fjármálafyrirtækjum en lögmenn, fasteignasalar og aðrir sem taka við háum greiðsl- um geta einnig orðið tilkynninga- skyldir. Eftirlit með að- gerðum gegn peningaþvætti „Fólk flykkist í flokk- inn og ég hef ekki undan að senda málefnaskrána til nýrra félaga,“ segir Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins. Tugir hafa gengið í flokkinn á degi hverjum síðustu daga og minn- ist Margrét ekki annars eins ann- ríkis á flokksskrifstofunni nema síðustu daga fyrir kosningar. Margrét þakkar félagafjölgun- ina umræðum frjálslyndra um málefni útlendinga enda taki fólk það fram þegar það óskar skrán- ingar í flokkinn. „Fólk er þakklátt okkur fyrir að opna þessa umræðu,“ segir Margrét. Borið hefur á útlendingaandúð í skráningum einstakra nýrra félaga en Margrét kveðst taka skýrt fram í samtölum við fólk að ekkert í þá veruna samræmist stefnu flokksins. Miklum mun fleiri hafi enda við skráningu tekið fram að þeir vilji ekki sjá slíka stefnu á oddinum. Aðspurð segir Margrét að telja megi þá á fingr- um annarrar handar sem hafi sagt sig úr Frjálslynda flokknum síð- ustu daga. Um eitt þúsund félagar voru í Frjálslynda flokknum fyrir nokkr- um vikum. Fólk flykkist í flokkinn Fulltrúafundur Félags framhaldsskólakennara lýsir yfir áhyggjum af stöðu samstarfs- verkefnis Kennarasambands Íslands og menntamálaráðuneyt- isins um stefnumörkun í mennta- kerfinu. Í ályktun frá félaginu kemur fram að vinnan hafi hingað til ekki skilað miklu. Benda kennarar á að neikvæð teikn séu á lofti um vilja stjórn- valda um málefni framhaldsskól- ans í nýju frumvarpi til fjárlaga. Fulltrúafundurinn ítrekar þá skoðun félagsins að ekki sé sátt um styttingu námstíma til stúdentsprófs og skerðingu náms í framhaldsskóla en það séu áform menntamálaráðherra. Áhyggjufullir yfir stöðu mála Vandamálið með hjóna- bönd, sem konur hafa verið þvingaðar í, hefur flust frá Danmerkur til Svíþjóðar og orðið til þess að þrýstingurinn á kvennaathvörf á Skáni í Suður- Svíþjóð hefur aukist verulega. Lög sem eiga að koma í veg fyrir þessi hjónabönd voru sett í Danmörku 2002. Í blaðinu Aftonbladet kemur fram að konur sem búa við þræls- legar aðstæður og hafa orðið fyrir ofbeldi sæki í auknum mæli í kvennaathvörf, til dæmis í Malmö. Konurnar eru yfirleitt frá löndum utan ESB og giftar dönskum ríkis- borgurum en fjölskyldan flutt til Svíþjóðar vegna laganna. Hefur flust til Svíþjóðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.