Fréttablaðið - 13.11.2006, Page 18

Fréttablaðið - 13.11.2006, Page 18
fréttir og fróðleikur Klaustrið hafi mikil umsvif Nýleg stofnun á gömlum grunni Rúmlega helmingur þeirra sem sögðust styðja Frjáls- lynda flokkinn í könnun Fréttablaðsins í síðustu viku segir fjölda útlend- inga hér á landi vera mikið vandamál. Fæstir stuðnings- menn Framsóknarflokks og vinstri grænna segja fjölda útlendinga hér á landi vera mikið vandamál. Um þriðjungur svarenda í könnun Fréttablaðsins sem gerð var 7. nóvember sagði fjölda útlendinga á Íslandi vera mikið vandamál. 43,6 prósent sögðu fjöldann vera lítið vandamál en 23,6 prósent sögðu vandann vera engan. Ef svarendur eru greindir eftir því hvaða flokk þeir segjast myndu kjósa, væri boðað til kosninga nú, kemur í ljós að áberandi margir stuðningsmenn Frjálslynda flokks- ins segja fjölda útlendinga hér á landi vera mikið vandamál, eða sextíu prósent af öllum stuðnings- mönnum Frjálslynda flokksins. 26 prósent stuðningsmanna flokksins segja fjölda útlendinga vera lítið vandamál en fjórtán prósent segja fjöldann vera ekkert vandamál. Með þessum hlutföllum skera stuðningsmenn Frjálslynda flokks- ins sig frá stuðningsmönnum ann- arra flokka, sem ýtir undir þá kenningu að fylgisaukning flokks- ins samkvæmt þessari könnun sé vegna umræðu flokksmanna um innflytjendamál. Stuðningsmenn eins annars flokks telja að fjöldi útlendinga sé í meira mæli en meðaltal bendir til. Það eru stuðningsmenn Sam- fylkingar en 38 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa flokkinn segja fjölda útlendinga vera orð- inn mikið vandamál. 37,2 prósent telja vandamálið lítið og 24,8 pró- sent telja vandamálið ekkert, sem einnig er yfir meðaltali. Framsóknarmenn og vinstri græn- ir skera sig úr hvað varðar hlutfall stuðningsmanna sem telja fjölda útlendinga vera ekkert vandamál. 41,9 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokks telja fjölda útlendinga vera ekkert vandamál. Sama hlutfall segir fjöldann vera lítið vandamál. Þá telur 16,1 pró- sent þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn að fjöldi útlendinga sé mikið vandamál. Af stuðningsmönnum vinstri grænna segja 36,2 prósent að fjöldi útlendinga hér á landi sé ekkert vandamál. 46,6 prósent telja að vandinn sé lítill, en 17,2 prósent telja að fjöldi útlendinga sé orðinn að miklu vandamáli. Meirihluti sjálfstæðismanna, eða 51,4 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa flokkinn, segir að fjöldi útlendinga sé lítið vandamál nú. 18,1 prósent þeirra telur vanda- málið ekkert, en 30,5 prósent segja að fjöldi útlendinga sé nú mikið vandamál. Af þeim sem ekki tóku afstöðu til stjórnmálaflokkanna eru svörin mjög svipuð heildartölunum. 23,5 prósent telja engan vanda nú vegna fjölda útlendinga á íslandi. 44,4 prósent telja að vandinn sé lítill og 32,1 prósent segir vandann vera mikinn. Hringt var í 800 kjósendur þriðjudaginn 7. nóvember og skipt- ust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurningarnar tvær voru: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú? og Er fjöldi útlendinga á Íslandi ekkert, lítið eða mikið vandamál? 91,3 prósent tóku afstöðu til að minnsta kosti annarrar spurning- arinnar. Fylgisaukning Frjálslynda flokks- ins, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, gæti annars vegar skýrst af lausu óánægju- fylgi, en hins vegar legið í þjóðernis- hyggju, segir Birgir Hermannsson stjórnmála- fræðingur. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist nú ellefu prósent, sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins. Á sama tíma dalar fylgi annarra flokka, utan Samfylkingar. Sér- staklega dalar fylgi Vinstri hreyfingarinnar – græns fram- boðs, um 5,6 prósentustig og Framsóknarflokks, um 3,9 pró- sentustig. Á þessu geta verið tvær skýr- ingar segir Birgir; „Annars vegar einhvers konar óánægjufylgi sem sé laust og hafi áður farið á vinstri græn, en sé ekki sérstaklega fast þar fyrir og fari nú til Frjálslynda flokksins. Hinn hlutinn gæti legið í þjóðernishyggjunni, meðal þeirra sem eru óánægðir með þessa Evrópuvæðingu og þar af leiðandi á móti EES, en slíkur straumur finnst bæði hjá vinstri grænum og Framsóknarflokknum.“ Hann segir ekki langt stökk frá því að vera mikill andstæðingur Evrópu- sambandsins til þess að vera and- stæðingur afleiðinga aðildar, líkt og óheftum innflutningi á fólki. Birgir bendir á að í Danmörku, þar sem Danski Þjóðarflokkurinn hefur orðið að sterku stjórnmála- afli, hafi Þjóðarflokkurinn vaxið úr flokki Glistrup, þar sem jarð- vegurinn hafi verið fyrir hendi. Jafnaðarmenn hafi jafnframt tapað fylgi til Þjóðarflokksins eftir að þeir reyndu að yfirbjóða Þjóðar- flokkinn í innflytjendamálum. „Svíar hafa hins vegar engan fyrirvara á vinnuafli en þjóðernis- flokkar hafa ekki náð manni inn á þing, þrátt fyrir mikla umræðu. Umræðunni þar hefur verið haldið niðri af hinum flokkunum og þjóðernissinnar hafa verið for- dæmdir og hinir flokkarnir hafa ekki viljað tala við þá.“ Meirihluti frjálslyndra segir út- lendinga mikið vandamál

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.