Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 20
greinar@frettabladid.is F í t o n / S Í A Hverjir skyldu hafa mesta hagsmuni af því að settar séu strangar reglur um auglýsingar og kynningar á frambjóðend- um í prófkjöri og auglýsingar jafnvel bann- aðar? Augljóslega þeir prófkjörsþátttak- endur sem þegar eru þekktir, annað hvort af verkum sínum sem sitjandi stjórnmála- menn eða vegna áberandi starfa sinna á öðrum vettvangi. Aðrir þátttakendur eiga allt undir því að koma sér á framfæri við kjósendur. Í þeim efnum dugar engin ein aðferð. Útgáfa bæklings er oft nauðsynleg en sjaldan nægileg ein og sér til þess að ná athygli þeirra sem ekkert þekkja til frambjóð- andans. Símhringingar í kjósendur geta verið áhrifa- ríkar ef rétt er að þeim staðið. Ólíklegt er þó að þær væru látnar duga til þess að kynna nýjan frambjóð- enda, einkum með hliðsjón af umfangi þeirra í stórum prófkjörum eins og á höfuðborgarsvæðinu. Auglýsing- ar, í prentmiðlum eða ljósvakamiðlum, eru eðli máls aldrei öðru vísi en stuttar og hnitmiðaðar, en er afar áhrifamikil leið til þess að koma nýjum frambjóðanda á framfæri. Óþekktir nýliðar sem vilja eygja einhverja von um árangur í prófkjöri geta þó tæplega reitt sig einungis á auglýsingar. Í þessu sambandi þarf að hafa í huga við hverja att er kappi. Þeir nýliðar sem hafa t.d. verið daglegir gestir landsmanna á sjónvarps- skjánum, í fréttum, vegna þáttagerðar eða sem reglulegir gestir spjallþáttanna, hafa gríðarlegt forskot í prófkjörum. Auglýs- ingar eru þá tvímælalaust besta leiðin sem óþekktur frambjóðandi hefur til þess að koma nafni sínu, andliti og málefnum á framfæri. Reyndar er það nú líka svo að a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu eru auglýs- ingar líka ódýrasta leiðin til þess arna. Þess vegna skýtur það skökku við að Sam- fylkingin bannaði frambjóðendum í próf- kjöri sínu í Suðvesturkjördæmi að aug- lýsa. Þeir máttu hins vegar gefa út bækling og dreifa í kjördæminu. Þá máttu þeir kosta eins miklu til og þeir vildu í úthringingar, heimasíðugerð og heim- sóknir til kjósenda. Þetta fyrirkomulag getur auðvitað verið heppilegt fyrir þá frambjóðendur sem eiga vini meðal grafískra hönnuða, tölvusnillinga og viljugra sjálfboðaliða. Aðrir frambjóðendur vita hins vegar að gerð og dreifing bæklings í öll hús kjördæmisins er ekki kostnaðarlítil kosningabarátta. Það má kaupa nokkrar heilsíðuauglýsingar í dagblöðunum fyrir þann pening sem bara dreifingin kostar. Málflutningur samfylkingarmanna, og annarra sem kalla eftir málfrelsisskerðingu prófkjörs- frambjóðenda, er til þess fallinn að slá ryki í augu kjósenda og segir ekkert til um vilja manna til þess að halda kostnaði í lágmarki. Höfundur er lögfræðingur. Auglýsingabann í prófkjörum Stjórnmál snúast um völd og áhrif. Stjórn hefur völd, stjórnarandstaða áhrif. Þannig á það að vera. En þannig er það kannski ekki á Íslandi. Hér virðast alltaf sömu menn hafa völdin. Sama hvað gengur á. Ef „rangir“ menn komast í stjórn er þeim leyft að sitja nokkur ár og halda að þeir hafi völd. En tíu árum síðar er blekkingar- hulunni svipt burt: Þeir voru hleraðir. Þeir voru UNDIR EFTIRLITI. Þeim var leyft að ráða UPP AÐ VISSU MARKI. Á bak við sátu þeir sem halda ÖLLUM ÞRÁÐUM Í HENDI SÉR. Hlerunarmál hin síðustu eru enn eitt áfallið fyrir okkar litla þjóðfélag sem manni virðist stundum vera þjófafélag. Öryrkja- mál, Baugsmál, Íraksmál, eftir- launamál, fjölmiðlafrumvarp og almenn valdfrekja með tilheyrandi almenningsótta voru næg tilefni til þunglyndis en nú kemur eitt enn. Og Davíð beindi strax öllum grunsemdum að sér með því að hrópa „bull og vitleysa“. Og í Valhöll beindi forsætisráðherra allra augum að eyrum dómsmála- ráðherra. Sá gjörningur Geirs H. Haarde var í raun „Ógeðfelld aðför að Birni Bjarnasyni“, svo vitnað sé í hann sjálfan, því fram að því hafði enginn sagt Björn hafa hlerað. Hægribylgjan átti rétt á sér á sínum tíma en nú hefur okkur rekið af leið. Of langt til hægri. Þetta skynja jafnvel hægrimenn sjálfir og mæta bleikmálaðir til allra kosninga. En bleika höndin er engu betri en sú bláa. Aðeins þremur dögum eftir að Gulli Þór felldi Björn hafði hann sjálfur breyst í þann „svart- klíkumann“ sem menn hans vildu fella. (Annars er einföld skýring á því hvernig prófkjörið fór. Gulli hringdi í kjósendur en Björn hleraði.) Það er eins og menn þurfi að vera samviskulausir svindlarar til að komast hátt í Hlerunarflokkn- um. Ef formaðurinn er einn heiðarlegur Geir, Hallgrímsson eða Haarde, logar allt í illdeilum. Sjálfstæðisflokkurinn þarf greinilega á harðstjóra að halda. Brýnustu verkefni næstu stjórnar eru upptaka evrunnar og endurupptaka velferðar. Þó er brýnast af öllu það sem ég vil kalla karlhreinsun valdakerfisins. Burt með karlpungshátt liðinnar aldar. Burt með tveggja punga tal. Burt með við-förum-í-stríð-í-nafni- lands-en-ekki-þjóðar. Burt með umræðulausar ráðherratilskipan- ir. Burt með áhrifalaust alþingi. Burt með þér-er-velkomið-að- snæða-með-mér-hádegisverð-á- skrifstofu-minni karlþótta. Burt með klíkuskap og vinastöðuveit- ingar. Burt með ég-er-búinn-að- finna-nýjan-útvarpsstjóra-en- auglýstu-samt-stöðuna. Burt með teppið úr Stjórnarráðinu. Burt með ríkisrekið einelti. Burt með dómsmála-ráðherra sem lítur á dómskerfið sem deild í ráðuneyt- inu sem hann getur beitt gegn fólki og fyrirtækjum. Burt með dómsmálaráðherra sem situr á hlerunargögnum eins og ástar- bréfum föður síns. Burt með ráðherra sem hefur lögregluna í vasanum. Burt með ríkislögreglu- stjóra sem starfar í vasa ráðherra. Burt með „heyrðu, kall, ég redda þessu eftir helgi. Þú hefur bátinn kláran.“ Nýuppteknar hvalveiðar eru ekki hvalveiðar heldur atkvæða- veiðar. Markhópurinn er fimmtug/ sextug mis-gildvaxin karldýr búsett langt utan höfuðborgarsvæð- isins. Í nafni Kristjáns Loftssonar landar ráðherrann þeim í lengsta firði kjördæmis síns. (Meginástæð- an fyrir því að sjálfstæðismenn eru svo hugfangnir af hvölum er samt sú að þeir eru þau dýr jarðarinnar sem heyra hvað best. Hvalir geta hlerað samtal í tvö hundruð mílna fjarlægð. Hvalveiðarnar byggjast því á djúpsálarlegri afbrýðissemi.) Það þarf AÐ HREINSA TIL á Íslandi. Það þarf að gera upp við tuttugustu öldina – hundrað ár af helmingaskiptum – með því að skera upp kerfi hennar og drauga, þéranir og hleranir, og skapa nýtt Ísland. Nýtt þjóðfélag, víðsýnt, gagnsætt, opið og SANNGJARNT. Á þeirri leið er gott að minna sig á misgjörðir sitjandi herra. Auk þeirra sem áður eru taldar er sú versta ónefnd: Svartasti bletturinn í sögu lýðveldisins: Þegar nú- verandi ríkisstjórn óhlýðnaðist stjórnarskrá og lét hjá líða að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar synjunar forseta Íslands á fjöl- miðlafrumvarpinu. Fólk sem ekki fer eftir stjórnar- skrá á ekki skilið að fá að stjórna landinu. Sjaldan hefur ríkisstjórn gengið til kosninga með svo marga bletti á bakinu. Sjaldan hefur meirihlutinn legið svo vel við höggi. Og nú er jafnvel sundrungin gengin í raðir hans. Á síðustu dögum hefur svo Frjálslyndi flokkurinn verið að sópa til sín fylginu sem fáir aðrir flokkar myndu þiggja. Staðan í íslenskum stjórnmálum er því sannkölluð draumastaða fyrir þá sem vilja breytingar. Draumastaða í stjórnmálum V arla verður sagt að prófkjör helgarinnar gefi vísbend- ingar um miklar skyndilegar pólitískar vendingar. Sakir stærðar Samfylkingarinnar í Reykjavík hlýtur prófkjör flokksins þar að vera ágætis loftvog til að sjá fyrir hæðir og lægðir í pólitísku veðurfari. En satt best að segja urðu engar þær breytingar á framboðslist- um Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sem gefa vísbendingar um breytta stöðu flokksins á taflborði stjórn- málanna. Kosningaþátttakan í prófkjöri sem opið var utanflokks mönnum verður þó tæplega talin til marks um sérstaka eða óvænta sókn til meiri áhrifa. Það er athyglivert eftir þriggja kjörtímabila fjarveru úr stjórnarráðinu. Inn á við í þingflokknum sýnist prófkjörið einkum mæla aukinn styrk tveggja þingmanna. Augljóst er að kornungur varaformaður færist nær þeirri stöðu á framboðslistanum sem eðlilega má telja og samræmist því hlutverki. Ágúst Ólafur Ágústsson getur nú fyrir þær sakir beitt sér með áhrifameiri hætti í krafti stöðu sinnar en fram til þessa. Hin niðurstaðan sem lýtur að innri styrkleika einstakra þing- manna er örugg kosning Össurar Skarphéðinssonar, nýkjörins þingflokksformanns, í efsta sæti á öðrum Reykjavíkurlistanum. Í síðustu kosningum varð hann fyrsti jafnaðarmaðurinn í þing- sögunni til þess að ná fyrsta þingsæti í Reykjavík frá Sjálfstæðis- flokknum. Þó að prófkjörið hafi styrkt þingflokksformanninn inn á við í flokknum er þó óvíst að hann geti endurtekið þann leik frá því síðast. Ugglaust hefur formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, vænst þess að fá hærra atkvæðahlutfall með því að enginn atti kapp við hana um efsta sætið. Niðurstaðan verður þó ekki talin eitthvert sérstakt veikleikamerki. Staða formannsins hefur í raun réttri hvorki veikst né styrkst í þessu prófkjöri. Suðvesturkjördæmið var öflugasta vígi Sjálfstæðisflokksins í síð- ustu kosningum. Varaformaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fékk mjög afgerandi kosningu sem er skýr vottur um örugga stöðu hennar. Þá vekur athygli að þrír nýir frambjóðendur koma í nokkuð örugg þingsæti. Það er óvenjulega mikil endurnýjun. En mesti pólitíski viðburðurinn í prófkjörum helgarinnar felst þó án efa í kosningu Bjarna Benediktssonar í annað sæti listans. Hún kom að vísu ekki á óvart. En óvanalegt er að jafn ungur þing- maður án forystuhlutverks nái þeirri stöðu að enginn treystir sér til að keppa við hann um slíkt sæti. Hitt er þó ef til vill vert meiri athygli að hann fær heldur betri kosningu en varaformaðurinn og jafn góða og formaður Sjálfstæðis- flokksins fékk í Reykjavík á dögunum. Af þessu verður varla dregin önnur ályktun en sú að Bjarni Benediktsson hafi náð framúr öðrum almennum þingmönnum flokksins og byggt upp sterka áhrifastöðu næst flokksforystunni. Að þessu leyti kunna úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi að segja nokkuð til um framtíðina í íslenskum stjórnmálum. En ein og sér benda þau hins vegar ekki í bráð til óvæntrar þróunar af nokkru tagi. Það gera heldur ekki venju frem- ur miklar breytingar á stöðu sitjandi þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins í Suðurkjördæmi þó að þær þyki eðlilega nokkur tíðindi. Litlar pólitískar vendingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.