Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 22
Alvöru amerískir AFSLÁTTUR 30% GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir Lögmaður minn hefur tilkynnt mér að lögreglumaður hjá efnahagsbrotadeild RLS hafi haft samband við hann til að boða mig sem sakborning í skýrslutöku hjá embætti RLS vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum í rekstri Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf., en ég er stjórnarfor- maður félagsins. Skýrslutakan mun fara fram í dag. Fyrir liggur að yfirmaður efnahagsbrota- deildarinnar, Jón H.B. Snorra- son, stýrir umræddri rannsókn á ábyrgð Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Í ágústmán- uði árið 2002 var ég fyrst yfirheyrður með réttarstöðu sakbornings hjá RLS. Fram til loka júní 2005 var ég yfir- heyrður sam- tals átta sinn- um með stöðu sakbornings af starfsmönnum embættisins. Með ákæru ríkislögreglustjóra, sem var gefin út hinn 1. júlí 2005 var ég ákærður fyrir fjárdrátt og hlut- deild í fjárdrætti fyrir ríflega 40 milljónir, umboðssvik og hlutdeild í umboðssvikum að fjárhæð tæpar 1.200 milljónir og loks að hafa komið mér undan að standa skil á ríflega hálfri milljón til ríkissjóðs vegna innflutnings á bifreið frá Bandaríkjunum. Eins og alkunna er var öllum ákæruliðum nema þeim sem laut að innflutningi bifreiðarinnar vísað frá héraðsdómi með dómi Hæstaréttar Íslands, sem kveðinn var upp 10. október 2005. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur hinn 15. mars 2006 var ég sýknað- ur af ákæruliðnum, sem varðaði innflutning á bifreiðinni. Mat sér- staks ríkissaksóknara var að áfrýja ekki þeim þætti málsins til Hæsta- réttar. Með bréfi Sigurðar Tómasar Magnússonar setts ríkissaksókn- ara til mín, dagsett 29. júní sl., var mér tilkynnt að ekki yrði gefin út ákæra á hendur mér vegna þeirra sakarefna, sem ákæran 1. júlí 2005 laut að. Nú þarf ég að láta bjóða mér það að verða kallaður fyrir sem sakborningur í rannsókn sem Jón H. B. Snorrason stýrir. Sá hinn sami gaf út ákæru á hendur mér vegna rangra en jafnframt alvar- legra sakargifta hinn 1. júlí 2005. Mat bæði héraðsdóms og Hæsta- réttar var að sú ákæra væri ekki tæk til efnismeðferðar, þar sem ekki stóð steinn fyrir steini við gerð hennar. Í tæp þrjú ár þurfti ég því að sitja undir því að vera sakborning- ur við rannsókn lögreglunnar og síðar ákærður maður vegna alvar- legra og jafnframt rangra sakar- gifta. Á því bera ábyrgð Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahags- brotadeildar RLS, og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, sem hafa að mínu mati gert sig seka um alvarleg afglöp í starfi, svo alvarleg að þeim báðum hefði átt að vera vikið úr starfi umsvifa- laust þegar Hæstiréttur kvað upp dóm sinn 10. október 2005. Þeir bera ábyrgð á þeim röngu sakar- giftum, sem ég mátti þola frá ágúst 2002 til og með 15. mars 2006. Þrátt fyrir það eru þeir enn að, þvert ofan í eigin yfirlýsingar í kjölfar dóms Hæstaréttar 10. október 2005, bæði gagnvart mér, börnum mínum og öðrum og sitja að því er best verður séð í öruggu skjóli Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra, sem öllum er kunnugt um hvaða hug ber til sonar míns og þeirra fyrirtækja, sem við fjöl- skyldan komum að. Ég mun mæta til yfirheyrslunn- ar eins og lög bjóða. Þar mun ég tjá mig um sakleysi mitt í málinu. Það breytir því hins vegar ekki, að traust mitt á þeim mönnum, sem stýra rannsókninni er ekkert, enda hefur framferði þeirra sl. rúm fjögur ár verið með þeim hætti. Ég fullyrði að engin rannsókn hér á landi hafi tekið annan eins tíma. Það hljóta að vera takmörk fyrir því hversu lengi er hægt að halda fólki í gíslingu rannsóknar og saksóknar. Reykjavík 13. nóvember 2006 Jóhannes Jónsson Yfirlýsing frá Jóhannesi Jónssyni vegna skýrslutöku Það hefur ekki farið framhjá neinum að í íslenskum kvik- myndaiðnaði er mikil gróska og bera íslensku kvikmyndirnar Mýrin og Börn þess merki en þær hafa báðar verið frumsýndar nú á haustdögum. Íslendingar fram- leiða þrisvar til fimm sinnum fleiri myndir en hin Norðurlöndin ef við tökum tillit til fólks- fjölda. Einhverjum kann að koma þessi staðreynd á óvart en hún er enn eitt vitn- ið um gróskuna í þessari vaxandi atvinnugrein. Hin einstæða íslenska náttúra og sú staðreynd að við eigum mikið af velmenntuðum og reyndum kvik- myndagerðarmönnum á öllum sviðum framleiðslu kvikmynda gefur okkur ótal tækifæri. Stjórn- völd, með okkur Framsóknarmenn í broddi fylkingar, beittu sér fyrir löggjöf fyrst 1999 og svo 2001 sem hefur það að markmiði að efla íslenskan kvikmyndaiðnað. Öll kvikmyndaverkefni, framleidd á Íslandi, fá endurgreiðslu sem nemur tólf prósentum af þeim framleiðslukostnaði er fellur til á Íslandi. Þá er undanskilinn launa- kostnaður sem ekki er skattlagður hérlendis. Áhrif lagasetningarinn- ar hafa verið mikil eins og sést á íslenskum kvikmyndum haustsins og einnig hafa áhrifin orðið þau að hingað hafa erlendir aðilar leitað og tekið upp í samstarfi við íslenska aðila að fullu eða hluta sínar kvik- myndir. Nægir þar að nefna dæmi eins og Tomb Raider, Batman og nú síðast Flags of our Fathers sem mun vekja enn meiri athygli á Íslandi sem tökustað. Áhrifin hafa líka orðið á íslenska auglýsingaiðn- aðinn en hér á landi eru teknar ótal erlendar auglýsingar af íslenskum aðilum eða í samstarfi við þá. Fyrir þinginu liggur nú frum- varp iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem tryggir áframhald þessara aðgerða stjórnvalda en þær miða að því að styrkja enn frekar þenn- an mikilvæga iðnað sem kvik- myndaiðnaðurinn er. Nái það fram að ganga tryggir það að verkefn- inu verður áframhaldið í fimm ár. Í umræðum um málið á þinginu lýsti ráðherrann því yfir að mikil- vægt væri að í meðförum þingsins yrði það rætt hvort hækka ætti endurgreiðslu- hlutfallið meir enda eru fleiri lönd farin að keppa við okkur Ég tek undir það og tel að þingið eigi að stíga það skref. Fram hefur komið sú hugmynd að nýta aðstöðu sem finna má á Keflavíkur- flugvelli sem alþjóð- legt kvikmyndaver. Þar eru allir innviðir til staðar, húsnæði fyrir innitökur og íbúðir og þjónustuhúsnæði fyrir leikara og starfsfólk. Mér finnst að hugmyndin sé vel athugandi. Góð aðstaða til viðbótar við okkar stór- brotnu náttúru gefur okkur færi á að laða enn fleiri kvikmynda- framleiðendur til landsins en hver ný mynd felur í sér milljarða króna, mörg störf og brýningu fyrir kvikmyndageirann í heild sinni. Mikilvægt er að hlúa áfram að íslenskri kvikmyndagerð. Það er í anda þeirrar atvinnustefnu sem stjórnvöld hafa lagt upp með á síðustu árum, þ.e. að auka fjöl- breytni atvinnulífsins, með nýsköp- un, frumkvöðlastarfi og skapandi atvinnugreinum. Mér finnst brýnt að halda til haga þeirri staðreynd að stjórnvöld hafa varið meiru fé til að laða að kvikmyndagerð á Íslandi heldur en framlög hins opinbera nema til stóriðju. And- stæðingar okkar vilja gleyma því. Kvikmyndaiðnaðurinn er skapandi atvinnugrein. Við eigum að efla starfsumhverfi hennar og vaxtar- möguleika enn frekar. Ég trúi því að hún gæti orðið okkar næsta stór- iðja. Höfundur er alþingismaður og ritari Framsóknarflokksins. Gróska í kvikmyndun Saga landsins verður að vera rétt skráð, segir Þorvaldur Gylfason í grein sem birtist í Fréttablaðinu í október um hval- veiðar, hleranir og Falklandseyja- stríðið. Það sama hlýtur þá að gilda um sögu heimsins alls. Í sömu grein lýsir Þorvaldur því jafnframt yfir að konur fari sjald- an í stríð. Það er staðreynd að konur hafa í sögunni sjaldnar setið á valda- stólum en karlar, óréttlæti sem því miður enn við- gengst á flestum stöð- um. En þegar þær hafa komist til valda eru engar heimildir fyrir því að þær séu nokkuð friðsamari en karlpen- ingurinn. Margret Thatcher, sem Þorvaldur minnist á í samnefndri grein, telst seint friðarsinni, hvort sem um er að ræða Falklandseyjastríðið, Kalda stríðið eða þátttöku hennar í árás Bandaríkjanna á Líbíu árið 1985. Ekki er heldur að sjá að Angela Merkel, líklega valdamesta kona heims, sé meiri friðarsinni en Ger- hard Schröder. Schröder var á móti innrásinni í Írak en Merkel vinnur ötullega að því að bæta samskiptin við Bandaríkin sem versnuðu vegna afstöðu forvera hennar, og leggur þar með blessun sína yfir stríð þeirra. Og ekki er hægt að segja að Condoleezza Rice sé meiri friðarsinni en forveri hennar í embætti, Colin Powell. Sömu sögu er að segja, sé farið aftar í tímann. Katrín mikla barði á Tyrkjum og gleypti Pólland, Voltaire sagði af því tilefni að hún hefði grátið örlög Póllands, en því meira sem hún hefði, því meira hefði hún tekið. Elísabet I fór í stríð við Frakka, Spánverja, Íra og Skota, og átti upphafið að þeim öllum. Forveri hennar og hálfsystir fór í stríð við mótmælendur í eigin landi af svo miklu offorsi að hún hlaut titilinn Blóð-María. Boudica í Bretlandi og Jóhanna af Örk voru hermenn miklir, og allir sem hafa lesið Íslendinga- sögurnar vita að konur geta verið friðarspillar jafnt sem stillar, jafn- vel þó þær beri ekki vopn. Í Fyrri heimsstyrjöld hvöttu konur menn út á víg- völlinn og létu þá fá hvíta rós til merki um heigulshátt ef þeir fóru ekki, og konur kusu Hitler í jafn miklum, ef ekki meiri mæli en karlar. Og þegar konur bera vopn eru þær ekki endilega betri en karl- ar, eins og mál Lynndie England, sem tók þátt í að pynta menn í Abu Ghraib, er dæmi um. Hér hefur ekki verið fjallað um ástæður þess að konur fari í stríð, eða hvort þær séu réttar eða rang- ar. Konur á valdastóli hafa sýnt af sér jafn mikla kænsku og skör- ungsskap og karlmenn þegar þær hafa fengið tækifæri til, en þær hafa einnig sýnt sig færar um árásargirni og grimmd. Þátttaka kvenna í stjórnmálum til jafns við karlmenn er réttlætismál og sjálf- sögð. En þær þurfa þá einnig að axla ábyrgðina. Að halda að þær muni stöðva öll heimsins stríð er líklega, og því miður, til of mikils mælst. Að minnsta kosti ætti sagan að vera rétt skráð. Konur og stríð Ég mun mæta til yfirheyrslunnar eins og lög bjóða. Þar mun ég tjá mig um sakleysi mitt í málinu. Það breytir því hins vegar ekki, að traust mitt á þeim mönnum, sem stýra rannsókninni er ekkert, enda hefur framferði þeirra sl. rúm fjögur ár verið með þeim hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.