Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 26
Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari býr í fallega innrétt- aðri íbúð í Kópavogi, þar sem minjagripir um átrúnaðargoðið Elvis Presley skipa stóran sess. „Guðrún Gunnarsdóttir söngkona lokkaði mig eiginlega hingað,“ segir Friðrik, sem flutti á efri hæð hússins hennar fyrir ári og bætir við að hann sjái ekki eftir ákvörð- uninni því í Kópavoginum sé eink- ar friðsælt og notalegt að búa. Auk þess sé stutt í allt. Friðrik hefur orð á því að búskapurinn sé í raun eðlilegt framhald þeirra sterku vinatengsla sem þau Guðrún hafi náð að mynda eftir að þau kynntust í skemmtana- bransanum fyrir nokkrum árum síðan. En eins og kunnugt er hefur samstarf þeirra verið einstaklega farsælt og hefur skilað sér meðal annars í útgáfu tveggja vinsælla geisladiska á síðastliðnu ári. Tónlistin skipar stóran sess í lífi Friðriks og ber heimili hans þess greinileg merki. Í einu herbergj- anna hefur hann komið sér upp litlu hljóðveri þar sem hann fær útrás fyrir sköpunarþörfina og víða eru minjagripir um söngvar- ann Elvis Presley, sem hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá húsráð- anda síðan á unglingsárunum, meðal annars vegna flottrar og öruggrar sviðsframkomu. „Svo mikill Elvis-aðdáandi er ég að ég heimsótti Graceland, þar sem ég festi kaup á sumum hlutunum hérna, til að mynda eftirlíkingu af bílnúmeraplötu Elvis, boli og slatta af myndefni,“ segir Friðrik léttur í lund og bætir við að það hafi verið einstök lífsreynsla fyrir aðdáanda eins og sig að koma á búgarð kóngs- ins. Elvis Presley-hlutirnir eiga svo sinn þátt í að ljá íbúð Friðriks skemmtilega persónulegan blæ. Sjálfur segist hann þó enn vera að koma sér fyrir. Aðeins vanti upp á svo allt sé eins og best verði á kosið. „Það má þó ekki skiljast sem svo að það trufli mig, þar sem mér líður afskaplega vel hérna,“ segir hann. „Enda fylgir húsnæðinu góður andi.“ Kóngurinn sóttur heim PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR … • ENGIN MÁLNINGAVINNA • HVORKI FÚI NÉ RYÐ • FRÁBÆR HITA OG HLJÓÐEINANGRUN • FALLEGT ÚTLIT • MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR • ÖRUGG VIND- OG VATNSÞÉTTING Langmesta úrval landsins af veggfóðri... Grensásvegi 18 s. 581 2444 Mex - byggingavörur Sími 567 1300 og 848 3215 www.byggingavorur.com Vantar stiga eða handrið ? Við höfum lausn fyrir þig, mælum, teiknum, smíðum og setjum upp Enn betra verð, sömu gæði Stigar á lager Beinir stigar Loftastigar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.