Fréttablaðið - 13.11.2006, Page 48

Fréttablaðið - 13.11.2006, Page 48
Á einum eftirsóttasta stað höfuðborgarsvæðisins hefur risið nýtt hverfi sem kallast Arnarneshæð. Hverfið er byggt í sunnan í móti og liggur því vel við sól og nýtur skjóls fyrir norðanátt. Stutt er út á helstu stofnbrautir og ekki er heldur langt að sækja í þjónustu í kring, en innan hverfisins eru t.d. allir skól- ar, allt frá leikskóla upp í fram- haldsskóla. Húsin í hverfinu á Arnarneshæð eru byggð samkvæmt nýjustu byggingartækni. Þau eru stein- steypt, staðsteypt að hluta en vegg- ir, plötur, svalir og stigar forsteypt- ir. Þau eru einangruð að utan og veggirnir eru klæddir með litaðri álklæðningu. Þessi aðferð myndar heildstæða kápu utan um húsin og útilokar allar kuldabrýr. Ytra byrði glugga og svalahurða er allt klætt með áli, auk þess sem opnanleg fög eru úr áli. Hönnun er unnin af arki- tektastofum Ingimundar Sveins- sonar og Kristins Ragnarssonar en þeir sáu um að teikna og hanna allt hverfið. Íbúðirnar sjálfar eru skipulagð- ar með þarfir nútímafólks í huga. Fallegt útsýni er úr flestum íbúð- um út yfir Arnarnesvog og yfir hluta Garðabæjar. Þeim verður skilað án gólfefna en þó eru gólf baðherbergja og þvottaherbergja flísalögð. Hiti er í gólfum á baðher- bergi og þvottaherbergi og innrétt- ingar eru í anddyri, herbergjum, baðherbergi og eldhúsi. Eldhúsinn- réttingin nær að lofti með viftu, helluborði og ofni. Baðherbergið er flísalagt með vönduðum tækjum, innréttingu og upphengdu salerni. Innihurðir eru yfirfelldar og allt tréverk í íbúðum er úr eik, þar sem allur spónn er í stíl. Að lokum má bæta því við að síma- og sjónvarps- tenglar eru í öllum svefnher- bergjum og stofum og myndavéla- dyrasími er í öllum íbúðum. Sem sagt, nútímaþægindi á góðum stað! Hverfi sem liggur vel við sól Breytingar hjá Viðskiptahúsinu Fasteignasalan Viðskiptahúsið stækkaði heilmikið við sig á dög- unum þar sem hún var færð yfir í stærra húsnæði sem er hvorki meiri né minni en 350 fermetrar og er á Skúlagötu 17. „Við höfum verið hérna á Skúlagötunni síðan við byrjuðum en við fluttum bara í stærra húsnæði á sama stað,“ segir Jóhann Ólafsson, starfs- maður hjá Viðskiptahúsinu. Við- skiptahúsið var stofnuð í ágúst í fyrra og segir Jóhann að það er búið að vera gott að gera hjá þeim. „Við erum svona það sem við viljum kalla víðtæk fasteigna- miðlun. Við erum ekki bara með venjulegar fasteignir heldur erum við líka með fyrirtækjaráð- gjöf og sjávarútvegsfasteignir,“ segir Jóhann. „Við erum 15 sem vinnum hérna. Átta manns sjá um fasteignamiðlanir, þrír um fyrir- tækjaráðgjöf og fjórir sjá um sjávarfasteignir,“ segir Jóhann að lokum. Viðtæk eignamiðlun bætir við sig Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali sími 896 4489 Karl Dúi Karlsson sölumaður GSM 898 6860 Samtengd söluskrá Fjórar fasteignasölur - ein skráning - minni kostnaður - - margfarldur árangur - wwwhus.is Opið virka daga frá kl. 09:00-18:00 www.fmg.is Sími 575 8585 – Spönginni 37 – 112 Reykjavík – www.fmg.is BLIKAHÖFÐI - 4RA HERB. Mjög falleg 100,2 fm, 4ra herb. íbúð á 2. hæð í nýlegu fjölbýli í Mos- fellsbæ. 3 rúmgóð svefnherb., öll með skápum og öll parketlögð. Baðherb. flísalagt í hólf og gólf og með innréttingu og baðkari með sturtuaðstöðu. Þvottarými inn af baði. Parketlögð, rúmgóð og björt stofa, stórar s-v svalir með fallegu útsýni. Eldhús flísalagt og með stórum borðkrók. Sér geymsla. Stutt í skóla og leikskóla. V. 22,9 millj. VÖLVUFELL - ENDARAÐHÚS Fallegt 134,4 fm endaraðhús ásamt 23,5 fm bílskúr. Húsið stendur innst í botnlanga á rólegum stað í Fellahverfi. Flísalagt anddyri m/skápum. Stofa/borðstofa, sjónvarpshol, 3 svefnherb. (hægt að breyta í 4), eldhús m/ nýlegri innréttingu og tækjum, rúmg. þvottaherb./geymsla og bað- herb.. Fallegur garður m/sólpalli og garðhúsi. Parket, flísar og dúkur á gólfum. Bílskúr m/rafdrifnum opnara. V. 29,7 millj. LAUFENGI - 3JA HERB. Björt, rúmgóð og vel skipulögð 83,4 fm, 3ja herb. íbúð með gluggum í þrjár áttir á 3. hæð í Grafarvoginum. Eldhús með hvítri/beyki innrétt- ingu og borðkrók. Gluggar í tvær áttir í eldhúsinu. Stofan er rúmgóð og björt, suður-svalir með útsýni. Baðherb. með glugga, sturtu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. 2 svefnherb. með fataskápum. Geymsla innan íbúðar. Dúkur á gólfum. V. 18,2 millj. HJARÐARHAGI - 4RA HERB. M/BÍLSKÚR Mjög falleg 103,6 fm, 4ra herb. endaíbúð á 2. hæð ásamt 24 fm bílskúr á besta stað í Vesturbænum. Eldhús flísalagt og með borðkrók. Bað- herb. nýlega tekið í gegn, flísalagt í hólf og gólf, innrétting og baðkar. Stofa rúmgóð og björt. 3 svefnherb. og úr hjónaherb. er gengið út á suður svalir. Parket í stofu, holi og öllum svefnherb.. Auka herb. í risi. Sér geymsla í sameign. Laus við kaupsamning. V. 25,5 millj. BERJARIMI - 3JA HERB./SÉR INNG. Glæsileg 3ja herb., 89,9 fm íbúð með sér inngang á 2. hæð, ásamt stæði í bílageymslu. 2 svefnherb., björt stofa og borðstofa, suður svalir. Eld- hús með fallegri innréttingu og eyju með 4ra hellu gaseldavél og stál háf. Borðkrókur. Þvottaherb. innan íbúðar. Flísalagt baðherb. með bað- kari með sturtuaðstöðu og innréttingu. Fallegt parket og flísar á gólfum. Hátt til lofts. Sér geymsla inn af bílastæði. V. 20,5 millj. STYKKISHÓLMUR - EFRI SÉRHÆÐ Laufásvegur 10 er steinhús sem stendur hátt, miðsvæðis í Stykkis- hólmi. Um er að ræða efri hæð hússins (gengið upp 2 tröppur) sem er sérhæð. Hæðin skiptist í fostofu og forstofuherb., gang, samliggj- andi stofur, svefnherb., eldhús, bað og litla geymslu. Rúmgóður bíl- skúr með rafdrifinni hurð fylgir hæðinni. Þakjárn er nýlegt. Ný mið- stöð (hitaveita, sérhiti). Bað verður nýstandsett. V. 11,9 millj. SUMARBÚSTAÐUR - HÚSAFELL 27,9 fm sumarbústaður með verönd og heitum potti á rólegum stað við Ásenda í Húsafelli. Rafmagnskynding. Nýbúið er að bera á pallinn og húsið. Stofa og eldhús í einu rými, 1 svefnherb., svefnloft og baðherb.. Geymsla og sturtuklefi. Húsgögn og tæki fylgja. 1000 fm leigulóð. Heill- andi umhverfi, m.a. sundlaug, leiksvæði, golfvöllur, verslun, veitinga- hús, veiðisvæði, hestaleiga og ótal gönguleiðir. V. 6,9 millj. STYKKISHÓLMUR - EINBÝLI Við Lágholt er til sölu 5 - 6 herbergja, 152,6 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 29,9 fm bílskúr. Húsið var byggt árið 1970. Frágengin lóð. Áður var stúdíoíbúð með sér inngangi í húsinu og er hægt með litlum tilkostnaði að setja hana upp aftur. Stór stofa. Góð gólfefni. Þetta er eign sem gefur mikla möguleika. V. 19,8 millj. STARENGI - 3JA HERB./SÉR INNG. Glæsileg 3ja herb., 86 fm íbúð á jarðhæð með sérinngang. Anddyri flí- salagt, rúmgóðir skápar. Eldhús með fallegri innréttingu, flísalagt er á milli skápa. Stofan er nýtt sem setu og borðstofa. Úr stofunni er gengið út á sér lóð. 2 svefnherb. með skápum. Baðherb. flísalagt og með innréttingu og baðkari. Þvottaherb. innan íbúðar. Fallegt parket og flísar á gólfum. Innfelldar Mahogny hurðir. V. 20,3 millj. F ru m SELJABRAUT - 4RA HERB. M/BÍLAG. Góð 4ra herb., 98,1 fm íbúð á 2. hæð ásamt 30,5 fm stæði í lokaðri bílageymslu. Stofa, sem nýtt er sem setu- og borðstofa. Suðvestur svalir. 3 svefnherb. með skápum. Sjónvarpshol. Baðherb. með bað- kari, flísalagt gólf. Eldhús með borðkrók, flísalagt á milli skápa. Þvottaherb. innan íbúðar. Rúmgóð geymsla í sameign. Innangengt er í bílageymsluna. Parket og dúkur á gólfum.V. 17,9 millj. KRÓKABYGGÐ - GLÆSILEGT EINBÝLI Glæsilegt 183,2 fm einbýlishús ásamt 47,6 fm tvöföldum bílskúr við Krókabyggð í Mosfellsbæ. Allar innrétting- ar, skápar og hurðir eru sérsmíðaðar úr lerki. Innfelld halogen lýsing er í öllu húsinu og einnig er góð lofthæð. Gegnheilt parket úr hlyn er á stofu, gangi og í öllum svefnherb.. Granít flísar í eldhúsi, forstofu, báðum baðherb. og þvottaherb. Forstofa með klæðaskáp, gesta snyrting. Rúmgott eldhús, þaðan er gengið út á suð/vestur ver- önd með heitum potti. Baðherb. með fallegri innréttingu, gufubaði og sturtu. Inn af baðinu er þvottaherb., það- an er gengið út á sólpall. 2 mjög rúmgóð svefnherb. (teiknað sem 3 og einfalt að breyta aftur) og sérstaklega rúmgott hjónaherb. með miklu skápaplássi. Stofan er um 50 fm. Þaðan er gengið út á verönd. Bílskúr með fjar- stýrðum rafmagns opnara. Steyptur kjallari er undir bílskúrnum. Verðlauna garður er á lóðinni með 2 sólpöll- um, skjólveggjum, heitum potti, markísu, hita í stéttum og bílaplani. Þetta er einstaklega fallegt og vel skipulagt hús þar sem engu hefur verið til sparað.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.