Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 59
Þýðandi: Anna María Hilmarsdóttir 2,4,8,16...31 ÓSÝNILEGIR GLÆPIR EFTIR GUILLERMO MARTÍNES Á METSÖLULISTUM UM ALLAN HEIM. PLANETA BÓKMENNTAVERÐLAUNIN Í ARGENTÍNU. „Stærðfræði og morðgáta. Þú færð ekki betri kokkteil.“ - Guardian FRÁ HÖFUNDI DA VINCI LYKILSINS HRINGUR TANKADOS EFTIR DAN BROWN ÓUMDEILDUR MEISTARI HINNAR ÚTHUGSUÐU SPENNUSÖGU „Heimurinn sem Hringur Tankados lýsir er því miður ekki fjarri raunveruleikanum.“ - MacDonnell Ulsch, forstjóri Öryggisráðs Bandaríkjanna SELD Í MEIRA EN 1.000.0 00 EINTÖK UM Það kostar borgarbúa tæpar 200 milljónir á hverju vori að endur- nýja malbikið eftir slitið á nagla- dekkjum yfir veturinn á undan. Gróflega reiknað geta það því verið um fimm þúsund krónur sem hver bíll á nagladekkjum kostar borgarbúa. Það finnst kannski einhverjum lítið og öðrum mikið. Mér finnst það mikið því það er svo sannarlega hægt að nota tvö hundruð milljónir á ári í margt skemmtilegra en malbik. Það mætti t.d. efna til alþjóðlegrar stuttmyndasamkeppni, efla sjálf- stæðu leikhúsin, greiða niður frí- stunda- og íþróttastarf eða byggja upp hjólastígakerfi borgarinnar. Kostnaður borgarinnar af nagla- dekkjanotkun er dæmi um óbein- an kostnað sem fellur ekki á notandann heldur á samfélagið. Alvarlegri óbeinn kostnaður af notkun nagladekkja er samt þáttur þeirra í svifryki sem er ógn við heilsu fólks. Malbiksagnir tætt upp af nagladekkjum eru lang- stærsti einstaki þátturinn í svif- ryki borgarinnar eða um fimmtíu til sextíu prósent þegar svifryk er mest. Á þessu ári hefur magn svif- ryks í andrúmslofti farið 24 sinn- um yfir heilsuverndarmörk. Í Svíþjóð hafa verið gerðar rann- sóknir á loftgæðum og áhrifum svifryks á heilsu fólks. Niðurstaða þeirra er að jafnvel lítið magn svif- ryks í andrúmslofti hafi áhrif á heilsuna og að svifryksmengun fækkar lífdögum Stokkhólmsbúa meira en umferðarslys í borginni. Í nýjasta blaði FÍB er ítarleg úttekt, og samanburður á ónegld- um vetrardekkjum, byggð á erlendum prófunum óháðra aðila. Þar er borinn saman fjöldi afbragðsgóðra dekkja en hin svo- kölluðu loftbóludekk sem margir þekkja eru í efsta sæti að mati þeirra sem framkvæmdu rann- sóknirnar í ár. Betra grip, styttri hemlunarvegalengd og meiri stöðugleiki í beygjum eru dæmi um árlegar framfarir en þróun í hönnun naglalausra vetrardekkja hefur verið mjög hröð og bestu dekkin í dag eru umtalsvert betri en bestu dekkin fyrir fimm árum. Því miður hefur þróunin ekki orðið mikil í nagladekkjum af þeirri ein- földu ástæðu að þau eru mjög víða bönnuð og á flestum stöðum afar illa séð. Íslendingar hafa engu að síður lengi haft tröllatrú á negldum dekkjum og talið þau öruggari en ónegld dekk. Staðreynd- in er samt sú að um nokk- urra ára bil hafa ónegld dekk verið öruggari við langflestar vetraraðstæð- ur. Einungis á sléttum og blautum ís hafa negld dekk betra grip en góð vetrardekk. Þetta eru aðstæður sem aðeins skapast örfáa daga á hverjum vetri. Við allar aðrar aðstæður eru nagladekk verri, hemlunarvegalengd lengri og grip í beygjum verra. Valið ætti því að vera auðvelt á milli aukins öryggis flesta daga eða fáa daga. Sumir aka á nöglum allan veturinn af því að þeir þurfa af og til að fara út á land og telja hættu á að lenda í aðstæðum þar sem nagladekk veita meira öryggi en góð vetrardekk. Erfitt er að fullyrða að svo geti ekki verið í einhverjum tilvik- um en rétt að benda á að í lang- flestum vetraraðstæðum utan þéttbýlis veita góð vetrardekk betra grip en nagladekk. Áralöng reynsla FÍB af því að halda úti ónegldum þjónustubíl um allt land í öllum veðrum er sú að aldrei var þörf á nagladekkjum. Fyrir þá sem vilja vera vel búnir í ófærð býður FÍB upp á dekkja- sokka, eins konar keðjur úr næloni sem auðvelt er að setja á dekkin í ófærð. Þetta er skemmtileg nýjung og hlýtur að verða jólagjöfin í ár til þeirra sem vilja vera vel útbúnir í akstri utan þéttbýlisins. Í nýlegu umhverfisátaki Umhverfis- ráðs Reykjavíkurborgar var hreint andrúmsloft persónugert í ungum manni sem kallaður var Hreinn Loftur. Sjálfur er ég mikill aðdáandi hreins lofts en verð að viðurkenna að stundum hef ég efast um heilsubót mína af því að hjóla í vinnuna að vetrarlagi þegar negldir bílar í þúsundavís aka framhjá mér og spæna upp mal- bikið. Ég held því að ég tali bæði fyrir munn minn og Hreins Lofts þegar ég bið fólk að hugsa sig vandlega um áður en það setur undir bílinn nagladekk sem menga loftið og veita langflesta daga vetrarins minna öryggi í umferð- inni en góð vetrardekk með betra grip. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í umhverfisráði. Hreinn Loftur og nagladekkin Einungis á sléttum og blautum ís hafa negld dekk betra grip en góð vetrardekk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.