Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 60
Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@fret- tabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Jónas Jónasson útvarpsmaður hefur verið með þátt sinn Kvöldgestir á Rás 1 frá árinu 1981 og tekið þar á móti gestum úr öllum stigum þjóðfélagsins. „Ég hafði verið með þátt að kvöldi þar sem ég lék tónlist og kynnti plötur en datt svo í hug að lífga aðeins upp á spjallið við hlustendur með því að bjóða til mín gestum,“ segir Jónas og bætir við: „Árni Egilsson, tónlistar- maður kom til mín í spjall frá Holly- wood ásamt konu sinni, Dorette, sem var áhættuleikari.“ Jónas kallaði þenn- an þátt Kvöldgesti en hann var fluttur í júní árið 1981. „Það var bara þessi eini þáttur en síðan fór ég að tala um það við Guðmund Jónsson, fram- kvæmdastjóra Útvarps að mig langaði til að gera þátt með rabbi á rólegum nótum þar sem nógur tími væri og eng- inn ótti við þögn.“ Jónas ákvað því að hafa viðtöl við fólk og gefa því tíma til að svara. „Ekkert yfirborðshjal og kjaftæði um ekki neitt, sem er dálítið algengt í útvarpi í dag,“ segir Jónas, sem sagði framkvæmdastjóranum að hann vildi fá þátt klukkan ellefu um kvöld. „Hann spurði hvort ég væri gal- inn því þá myndi enginn hlusta. Þjóðin væri að detta í það á þessum tíma. Ég var samt alveg ákveðinn. Ég vildi hafa tvo gesti í þættinum sem ætti að standa í tvo klukkutíma því ég vildi fylgja gestunum mínum inn í nóttina.“ Jónas segir ákveðnar grundvallar- spurningar vera þema þáttanna en þær eru: Hver ertu, hvað ertu og af hverju ertu það sem þú ert? Hvað gefur það þér og hvað tekur það frá þér? „Þátturinn hefur agað mig og alið mig upp í 25 ár, þannig að hann hefur mótað mig meira en ég nokkurn tíma hann. Ég er búinn að átta mig á því á löngum tíma að það er saga í öllum,“ segir Jónas sem heldur ótrauður áfram við að bjóða til sín kvöldgestum þrátt fyrir að vera kominn á áttræðisaldur. Kommúnistaofsóknir á hendur Hróa hattar Vín er skáldskapur á flöskum. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, stjúp- móðir, amma, dóttir, systir, tengdadóttir og mágkona, Anna Sigríður Þorsteins- dóttir (Anna Sigga) Byggðarholti 1b, Mosfellsbæ, verður jarðsungin þriðjudaginn 14. nóvember kl. 13.00 í Bústaðakirkju. Ólafur Haraldsson Tanja Íris Ólafsdóttir Tinna Ýr Vestmann Ólafsdóttir Benedikt K. Ólafsson Bjarney Vignisdóttir Sandra Ólafsdóttir Kristófer E. Árnason Sonja Ólafsdóttir Þorsteinn Jónsson systkini og aðrir aðstandendur. Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, Sigríður Gizurardóttir lífeindafræðingur, Kvisthaga 29, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag 13. nóvem- ber kl. 15. Lúðvík Gizurarson Valgerður Guðrún Einarsdóttir Bergsteinn Gizurarson Marta Bergman Sigurður Gizurarson Guðrún Þóra Magnúsdóttir Dagmar Sigríður Lúðvíksdóttir Trausti Pétursson Dóra Lúðvíksdóttir Einar Gunnarsson Einar Lúðvíksson Georgina Anne Christie Gizur Bergsteinsson Bylgja Kærnested Dagmar Sigurðardóttir Baldur Snæland Magnús Sigurðsson Júlía Sigurðardóttir Gizur Sigurðsson Ólafur Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir Arnar Loftsson Ástkær eiginkona mín, fósturmóðir, amma, systir og mágkona, Birna Ingibjörg Egilsdóttir Stórholti 6a, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 16. nóvember kl. 13:30. Sigurður Sigmarsson Helgi Jónsson Nótt Magdalena Helgadóttir systkini og mágar. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Styrktartónleikar voru haldnir í Bústaðakirkju síðastliðinn miðvikudag til styrktar og heiðurs Þuríði Örnu Óskarsdótt- ur sem er með illkynja æxli í höfði. Árið 2004 var Þuríður Arna greind með illvíga flogaveiki og í kjölfarið fannst æxli í höfði henn- ar sem var greint góð- kynja. Ekki tókst að komast fyrir meinið og nú hefur æxlið verið skilgreint sem illkynja. Í dag lítur út fyrir að frek- ari meðferðarúrræði séu ekki fyrir hendi og því ákváðu aðstandendur fjölskyldunnar að leggjast á eitt og safna fjármunum til að hún og foreldrar hennar geti átt góðar stundir saman. Tónleikarnir voru gríðarlega vel sóttir en meðal þeirra sem komu fram voru Stebbi og Eyfi, Regína Ósk, Signý Sæmundsdóttir, Jóhann Friðgeir og fleira gott fólk en kynnir kvöldsins var Anna Björk Birgisdóttir. Allt féð sem safnað- ist á tónleikunum rennur óskert til Þuríðar Örnu og fjöl- skyldu hennar. Fagrir tónar styrktu Þuríði Örnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.