Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 62
Ég er á danska kúrn- um. Þá er ég ekki að tala um megrunar- kúrinn sem dása- maður er í sauma- klúbbum landsins. Nei, minn kúr er allt öðruvísi og hefur það alls ekki að mark- miði að tapa kílóum þótt vissulega sé það ánægjuleg aukaverkun. Danski kúrinn minn fólst í því að flytja til Kaupmannahafnar í nokkra mánuði, selja bílinn og kaupa reiðhjól að hætti innfæddra. Nú fer ég allra minna ferða á þess- um járnfáki sem kostaði það sama og að fylla bensíntank einu sinni. Mér finnst það frábært. Það fylgir því ákveðin frelsistilfinning að þeysa um göturnar með vind í hár- inu og ferðalagið frá heimili til skóla verður að ánægjulegri líkamsrækt. Fyrir nokkrum mánuðum síðan sá ég viðtal við konu á Akureyri í sjónvarpinu. Það sem var svona merkilegt við þessa konu var það að hún átti ekki bíl en fór allra sinna ferða á reiðhjóli, hvort sem það var til þess að kaupa í matinn eða sækja börnin á leikskólann. Þetta þótti fréttnæmt á Íslandi. Mér finnst fyndið að hugsa um þetta viðtal núna, vitandi það að hér í Kaupmannahöfn og flestum öðrum stórborgum er það alls ekki sjálfsagður hlutur að allir eigi bíl. Nei, hér þykir bara ósköp eðlilegt að hjóla með börnin í skólann og labba heim úr súpermarkaðnum með þungu pokana þótt það sé langt. Á Íslandi fer fólk varla á milli húsa nema á bílnum og svo þjösnumst við áfram í umferðinni, eitt og eitt í bíl, pirruð og fúl af súrefnisskorti og hreyfingarleysi. Við hættum jafnvel við að fara í ræktina ef það er ekki laust bíla- stæði næst dyrunum. Þannig virðumst við hafa ákveðið að það eigi að vera. Allt er skipu- lagt út frá einkabílnum og sjálf myndi ég varla hætta mér út í umferðina í Reykjavík á reiðhjóli. Þess vegna er ég ansi hrædd um að bíll verði það fyrsta sem ég kaupi þegar ég kem heim. Aukakílóin, pirringinn og umferðarstreituna fæ ég væntanlega í kaupbæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.