Fréttablaðið - 13.11.2006, Page 62

Fréttablaðið - 13.11.2006, Page 62
Ég er á danska kúrn- um. Þá er ég ekki að tala um megrunar- kúrinn sem dása- maður er í sauma- klúbbum landsins. Nei, minn kúr er allt öðruvísi og hefur það alls ekki að mark- miði að tapa kílóum þótt vissulega sé það ánægjuleg aukaverkun. Danski kúrinn minn fólst í því að flytja til Kaupmannahafnar í nokkra mánuði, selja bílinn og kaupa reiðhjól að hætti innfæddra. Nú fer ég allra minna ferða á þess- um járnfáki sem kostaði það sama og að fylla bensíntank einu sinni. Mér finnst það frábært. Það fylgir því ákveðin frelsistilfinning að þeysa um göturnar með vind í hár- inu og ferðalagið frá heimili til skóla verður að ánægjulegri líkamsrækt. Fyrir nokkrum mánuðum síðan sá ég viðtal við konu á Akureyri í sjónvarpinu. Það sem var svona merkilegt við þessa konu var það að hún átti ekki bíl en fór allra sinna ferða á reiðhjóli, hvort sem það var til þess að kaupa í matinn eða sækja börnin á leikskólann. Þetta þótti fréttnæmt á Íslandi. Mér finnst fyndið að hugsa um þetta viðtal núna, vitandi það að hér í Kaupmannahöfn og flestum öðrum stórborgum er það alls ekki sjálfsagður hlutur að allir eigi bíl. Nei, hér þykir bara ósköp eðlilegt að hjóla með börnin í skólann og labba heim úr súpermarkaðnum með þungu pokana þótt það sé langt. Á Íslandi fer fólk varla á milli húsa nema á bílnum og svo þjösnumst við áfram í umferðinni, eitt og eitt í bíl, pirruð og fúl af súrefnisskorti og hreyfingarleysi. Við hættum jafnvel við að fara í ræktina ef það er ekki laust bíla- stæði næst dyrunum. Þannig virðumst við hafa ákveðið að það eigi að vera. Allt er skipu- lagt út frá einkabílnum og sjálf myndi ég varla hætta mér út í umferðina í Reykjavík á reiðhjóli. Þess vegna er ég ansi hrædd um að bíll verði það fyrsta sem ég kaupi þegar ég kem heim. Aukakílóin, pirringinn og umferðarstreituna fæ ég væntanlega í kaupbæti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.