Fréttablaðið - 13.11.2006, Side 66

Fréttablaðið - 13.11.2006, Side 66
10 11 12 13 14 15 16 Fim. Aukas. upps.9. nóv Fös. 10. nóv Lau. 11. nóv Lau. 18. nóv Sun. 19. nóv Fös. 24. nóv Lau. 25. nóv Miðasala virka daga frá kl. 11-16 og 2 tímum fyrir sýningar. Sími 5629700 www.idno.is Sýningar kl. 20 Sýnt í Iðnó ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA IS LB I 34 64 6 10 /2 00 6Maður, náttúra og mynd Í Landsbankanum, Austurstræti, í afgreiðslusal og á 2. hæð, eru sýnd málverk í eigu Færeyjabanka eftir þrjá af helstu listamönnum færeysku þjóðarinnar. Ingálvur av Reyni Sámal Joensen-Mikines Zacharias Heinesen Sýningin er opin á afgreiðslutíma bankans til 30. nóvember. Smásagan hefur átt á brattan að sækja í útgáfu um langt skeið. Lesendur hafa ekki áttað sig á hversu þægilegt form smásagan er, smásagnasöfn seljast illa og útgefendur halda sig frá þeim. Nýtt íslenskt forlag, Citizen Press, staðsett í London byrjar vel, sendir frá sér safn tíu smá- sagna eftir kunnan lögfræðing og forstjóra, Óskar Magnússon. Hann er kominn af sögufólki og er þaulvanur textasmiður. Og með þessu byrjandaverki sannar lögmaðurinn að hann er lunkinn smásagnahöfundur. Óskar skrifar ísmeygilegan stíl, klæðir sig gjarna í þessum tíu sögum hempu eða annarri lánsflík, talar fyrir munn sóknar- prests, gamals skipstjóra, útgerðar- manns, Íslendings í útreiðartúr með útlendingum og manna í sturtu. Talsniðið er breytilegt, hann er vandur í orðavali og lið- ugur og dregur upp skýrar mannamyndir, bæði með lýsing- um af einstaklingum og atvikum. Þetta er þaulhugsaður texti, hverfist um skýra fléttu hverrar sögu án útúrdúra. Og um allt leikur elskuleg hæðni sem veldur hlátri hjá grandalausum lesanda sem veit varla hvers er von. Og flestar sögurnar enda á loka- hnykk. Dramað er ekki fjarri, hér er ekki gert mikið úr því sem liggur víða undir en Óskar lætur liggja milli línanna. Þetta safn er bráð- skemmtilegt og höfundurinn stekkur vítt og breitt um þjóðlífið, sækir á mið sem bókmennta- menn rata ekki á sökum lélegra samgangna um samfélagið. Þar nýtur Óskar þess að hann hefur víða farið og alltaf verið með opin augun og litið á mannlífið með sínu umburðarlynda skop- skyni. Lesandinn leggur því bókina frá segir feginn og glaður, jafn- vel þótt síðasta sagan taki á væntanlegum gagnrýnanda þessa safns og dragi þann vesæla skríbent sundur og saman í háði. Hér er sem sagt kominn fram skemmtilegur höfundur með persónulega rödd og þjóðlífið allt undir, örlar jafnvel á grimmi- legri þjóðfélagsgagnrýni sem lögð er í munn einstakra per- sóna. Sumt er þarna stórkarla- legt en annað viðkvæmnislegt. Þá er bara að vona að Óskar finni sér meiri tíma frá öðrum störf- um til að skrifa meira, sem fyrst. Lögmaður segir sínar sögur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.