Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 68
Lífið er ekki alltaf dans á rósum hjá stjörnunum og ríka fólkinu. Ef hjónabandið fer í vaskinn endar þær oft í harðri baráttu í réttarsaln- um og oft virðist litlu skipta hvort börn eru í spilinu eða ekki. Ef til vill lýsir setning Ivönu Trump úr kvikmyndinni The First Wives Club skilnuðum hjá fræga og fína fólkinu hvað best. „Don‘t get mad, get everything,“ sem myndi útleggjast upp á hið ylhýra: „ekki láta reiðina ná tökum á ykkur, hirðið frekar allt.“ Ivana ætti að þekkja þessi fræði manna best. Tékkneska ofurfyrirsætan giftist margmilljóneranum Don- ald Trump árið 1977 og tók virkan þátt í að byggja upp veldi hans og var með í ráðum er hinn víðfrægi Trump Tower, sem stendur á Man- hattan-eyjunni, var reistur. Þegar Ivana komst á snoðir um ástar- samband eiginmanns síns og Mörlu Maples árið 1991 sótti hún um skilnað. Krafa hennar var há enda hélt Ivana því fram að hún hefði tekið virkan þátt í uppbygg- ingu Trump-veldisins. Dómstólar tóku röksemdir hennar til greina og þrátt fyrir að dómsniðurstaðan sé enn trúnaðarmál er talið að Ivana hafi fengið yfir tuttugu milljónir dollara, fjölda eigna og hlutabréfa í sinn hlut. Hlutverkin snúast hins vegar við hjá Reese Witherspoon og Ryan Philippe. Witherspoon gæti þurft að greiða eiginmanni sínum ansi háar fjárhæðir en parið gerði ekki kaupmála á sínum tíma. Reese og Ryan hafa hins vegar lýst því yfir að þau muni ekki karpa um fjár- hæðir eða forræði yfir börnunum þeirra tveimur því það sé eins og gefur að skilja smáfólkið sem öllu máli skipti. Sama gildir ekki um skilnað Britn- eyjar Spears og dansarans Kevins Federline. Þó að þau hafi einungis verið gift í tvö ár hefur Federline krafist hárra greiðslna frá eigin- konu sinni fyrrverandi og einnig sótt um fullt forræði yfir báðum sonum þeirra. Málið gæti því orðið nokkuð illviðráðanlegt en fjöl- miðlar þar vestra halda óbeint með Spears og eru sáttir við að hún skuli loks hafa losað sig við vandræðargemsann. Federline gæti því lent í sömu orrahríð og Heather Mills en gula pressan í Bretlandi hefur verið iðin við kolann á undanförnum mánuðum við að grafa upp ýmis- legt gruggugt úr fortíð fyrirsæt- unnar. Almenningur í Bretlandi hefur ekki mikla samúð með Mills jafnvel þótt hún haldi því fram að bítillinn fyrrverandi, sir Paul McCartney, hafi lagt hendur á sig. Þegar Jerry Hall uppgötvaði að eiginmaður hennar, Mick Jagger, átti barn með brasilískri fyrir- sætu sótti hún strax um skilnað. Lögfræðingar Jaggers beittu öllum brögðum til að halda fyrir- sætunni frá eignum hans og lýstu því meðal annars yfir að gifting parsins á Bali árið 1990 stæðist ekki lög. Hall og Jagger höfðu verið gift í tuttugu ár og því var búist við því að hún myndi hagn- ast umtalsvert á skilnaðinum. Herbragð Jaggers mæltist ekki vel fyrir heima í Englandi en virt- ist engu að síður hafa dugað því Hall fékk ekki nema fimmtíu milljónir punda eða sex milljarða króna. Melissa Mathison kom af fjöll- um þegar eiginmaður hennar og Íslandsvinurinn Harrison Ford sótti um skilnað og byrjaði með Calissu Flockhart. Mathison, sem sjálf er vel stæður handritshöf- undur, sótti gull í greipar Fords því auk þess að fá 85 milljónir dollara eða rúma fimm milljarða fór Mathison einfaldlega fram á að hún fengi greiddan hluta af ágóða þeirra mynda sem Ford hefði leikið í á meðan þau voru gift. Að gamni skal þess getið að hjónaband Mathison og Fords stóð í rúma tvo áratugi og meðal þeirra mynda sem gulldrengur- inn lék í þá voru Indiana Jones- þríleikurinn, The Fugitive og Witness. Alls munu 36 stjörnur koma fram í nýju myndbandi sveitasöngvar- ans Johnnys Cash sem var tekið upp eftir andlát hans. Á meðal þeirra eru Justin Timberlake, Bono, Iggy Pop, Johnny Depp, Keith Richards og Jay-Z. Myndbandið var tekið upp fyrir lagið God´s Gonna Cut You Down sem er á síðustu plötu Cash, Amer- ican V: A Hundred Highways. Tony Kaye leikstýrði mynd- bandinu, sem er í svart/hvítu. Fékk hann sjálfur hugmyndina og vann hana áfram í samvinnu við Timberlake, upptökustjóranum Rick Rubin og Mark Romanek, sem leikstýrði öðru myndbandi Cash við lagið Hurt. Meðal þeirra sem sjást í myndbandinu eru Kris Kristofferson, Patti Smith, Chris Rock og Dennis Hopper. 36 stjörnur í myndbandi Það hefur varla farið fram hjá mörgum að stjörnuparið Tom Cruise og Katie Holmes áforma að gifta sig á Ítalíu í þessum mán- uði. Reyndar er stóri dagurinn nú örskammt undan, því vígslan á að fara fram eftir viku. Dagblaðið Il Messaggero kvaðst hafa heimild- ir fyrir því að parið myndi játast hvort öðru í gullfallegum kastala í smábænum Bracciano. Nú virð- ist hins vegar vera komið babb í bátinn, því embættismenn í Bracciano segja það ólíklegt að brúðkaupið geti átt sér stað, parið hafi ekki skilað þeim eyðublöðum sem til þarf svo að hjónavígslan teljist lögleg. Háðfuglar spauga nú með að Cruise takist enn og aftur á við „mission impossible“. Í brúðkaups- bobba Tónleikar til heiðurs Johns Lennon verða haldnir í Háskóla- bíói föstudaginn 1. desember. Flutt verða lög eftir Lennon sem hafa verið sérstaklega útsett fyrir sinfóníuhljómsveit og rokkhljómsveit af þessu tilefni. „Þetta verða dúndurtónleikar, það er engin spurning,“ segir Sigurður Kaiser, sem annast sviðsetningu. „Við Jón Ólafsson [tónlistarstjóri] tókum okkur til fyrir næstum tíu árum og létum útsetja plötuna Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band. Ólaf- ur Gaukur útsetti hana fyrir sin- fóníuna og hún var flutt á þrjátíu ára útgáfuafmæli plötunnar. Þannig hófst þessi pæling okkar að koma þessari tónlist, sem er unnin að mörgu leyti með stóra sinfóníuhljómsveit í huga, í almennilegt form,“ segir hann. Um útsetningar sér Haraldur Vignir Sveinbjörnsson, konsert- meistari er Sigrún Eðvaldsdóttir og hljómsveitarstjórn er í hönd- um Árna Harðarsonar. Fjörutíu hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu- hljómsveit Íslands koma fram á tónleikunum auk rokkhljóm- sveitar og tólf söngvara. Fram koma söngvararnir Björn Jör- undur, Hildur Vala, KK, Páll Rós- inkranz, Magnús Þór Sigmunds- son, Jón Ólafsson, Sigurjón Brink, Pétur Örn Guðmundsson, Jens Ólafsson úr Brain Police, Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu og Eivör Pálsdóttir. Kynn- ir verður Sigurður Skúlason leik- ari. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er miðaverð 6.500 krónur. Almenn miðasala hefst 13. nóv- ember kl. 10 á midi.is og í versl- unum Skífunnar. Netfang miða- sölu er midasala@lennon.is og miðasölusími er 552 3000. Í minningu Johns Lennon Tónlistarmaðurinn Johnny sexual gefur í febrúar út sína fyrstu plötu sem nefnist Nifty Fingerwork. Johnny, sem er vafalítið betur þekktur sem Kalli úr Dáðadrengj- um, ætlaði upphaflega að gefa út plötuna í þessum mánuði en ein- hverjar tafir urðu á vinnslu henn- ar. Kalli byrjaði að vinna að sínu eigin efni sumarið 2005 og hefur hann einbeitt sér alfarið að því eftir að Dáðadrengir spiluðu á sínum síðustu tónleikum á Iceland Airwaves það ár. „Johnny sexual er allt sem ég vildi að ég væri. Hann er í raun- inni ákveðinn holdgervingur míns innri manns,“ segir Kalli um sitt annað sjálf. Hann játar að Johnny sé kyntákn en samt ekki þetta hefðbundna sem allir þekkja. „Hann er það á aðeins einlægari máta en þessar hórur sem eru vanalega settar í hlutverk kyn- tákns.“ Kalli lýsir tónlistinni sem elektró-poppi með hiphop-áhrif- um. „Þetta er aðallega einlæg mel- ódísk músík sem er að mestu leyti héðan og þaðan, úr tölvuleikjum og svoleiðis, og ævintýrabíómynd- um. Ég held ég leiti mest í eitthvað svoleiðis og einhvers konar óhljóð líka.“ Johnny sexual hefur verið dug- legur við að spila upp á síðkastið ásamt aðstoðarmanni sínum Sigurði Eggertssyni og komu þeir meðal annars fram á Iceland Airwaves við góðar undirtektir. Einnig hafa þeir spilað í París og Kaupmannahöfn. „Það gekk vonum framar. Það er furðulegt hvað útlendingar eru spenntir fyrir svona íslenskri popp- músík,“ segir hann. Kalli segir muninn á Dáðadrengjum og Johnny sexual vera þann að hann geti núna gert það sem honum dettur í hug. „Maður er hættur að pæla hvort þetta passi inn í einhverja stefnu. Þetta er skemmtilegt frelsi en getur verið einmanalegt.“ Holdgervingur míns innri manns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.