Fréttablaðið - 13.11.2006, Side 69

Fréttablaðið - 13.11.2006, Side 69
Þokkagyðjan Ashley Judd var ekki par hrifin af að hafa komist inn á lista blaðsins FHM yfir kynþokkafyllstu konur í heimin- um. Hún tjáði sig um reynsluna í viðtali við útvarpsstöð í Minnea- polis, og sagði tilhugsunina valda sér velgju. Hún sagði þetta vera ógeðslegt, og spurði hvort heim- urinn yrði ekki mun betri staður ef blöð á borð við FHM væru ekki til. Judd virðist þó ekki hafa jafn mikla óbeit á tískurit- inu Marie Claire, en hún mun prýða forsíðu tölublaðs þess í desember, í litlum sem engum fötum. Tilnefning veldur velgju Fyrrum strandvarðafrúin Pamela Bach krefst heilla tíu þúsund punda, eða tæplega 1,3 milljóna króna, á viku af eiginmanni sínum David Hasselhoff vegna skilnaðar. Þessi upphæð á að duga dömunni fyrir handsnyrtingum og hátísku- fötum, en hún segir að á meðan á hjónabandi þeirra stóð hafi hún séð um að versla fyrir sig og tvær dætur þeirra hjóna. Hún hafi þá heimsótt hönnunarbúðir og eytt að minnsta kosti því sem samsvarar um 350 þúsund íslenskum krónum á viku. Í skjölunum sem Bach lagði fyrir dóm, tekur hún fram að þessi tíu þúsund pund séu það sem henni reiknist til að duga muni fyrir nauðsynjavörum. Tíu þúsund pund á viku Faðir söngvarans Jim Morrison tjáir sig í fyrsta sinn opinber- lega um son sinn í ævisögunni The Doors by the Doors sem kemur út á næstunni. „Við minnumst hans með mikilli gleði. Sú staðreynd að hann er látinn er sorgleg en ef maður horfir til baka og minnist ævi hans er sú minning ánægju- leg,“ sagði George Morrison. Þrír eftirlifandi meðlimir The Doors, yngri bróðir Jim og systir eru á meðal þeirra sem talað er við í bókinni. Í bókinni kemur meðal annars fram að Jim hafi verið erfiður unglingur og sett sig upp á móti uppeldi föður síns, sem var her- maður. Hélt sú gremja áfram eftir að hann varð frægur. Þá neitaði hann til dæmis að hitta móður sína eftir tónleika og olli það henni mikilli sorg. Jim Morrison lést úr hjarta- áfalli í París árið 1971, aðeins 27 ára gamall. Fjölmargir ferða- menn heimsækja gröf hans á hverju ári. Faðir hans segir það vera töluverðan heiður fyrir fjölskylduna að sonur hans skuli vera grafinn skammt frá menningarfrömuðum á borð við Oscar Wilde, Edith Piaf og Frederic Chopin. Faðirinn tjáir sig Tveir bandarískir vinir sem eru saman í bræðrafélagi háskólans í Suður Karólínu ætla að höfða mál gegn Sacha Baron Cohen fyrir að gera lítið úr þeim í gamanmynd- inni Borat. Þeir félagar eru ölvaðir í mynd- inni og segja ýmislegt í henni sem þeir sjái eftir núna. Segjast þeir hafa verið gabbaðir í að koma fram í myndinni. Var þeim sagt að um væri að ræða heimildarmynd sem ætti að vera sýnd utan Banda- ríkjanna. Þvert á móti þá hefur myndin verið sú vinsælasta í Bandaríkjunum að undanförnu og þótt víðar væri leitað. Kæra Borat fullkomnasta svefnkerfiðStuðningur sem þú treystir, þægindi sem þú elskar Einkaleyfin 4 frá Sealy: 15%afsláttur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.