Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 70
Söngvarinn og lagahöfundurinn Yusuf Islam, betur þekktur sem Cat Stevens, gefur út nýja plötu á mánudaginn sem nefnist An Other Cup. Er þetta fyrsta plata hans með nýjum popplögum í næstum þrjátíu ár. „Það eru hundrað ástæður fyrir því að ég yfirgaf tónlistar- bransann árið 1979. Núna má eflaust finna hundrað og eina ástæðu fyrir því af hverju mér finnst ég knúinn til að búa til tón- list aftur og syngja um lífið í þess- um brothætta heimi,“ sagði Islam. Þessi plata er samansafn nýrra laga sem Yusuf hefur samið í gegnum árin og hafa verið geymd í huga hans síðan hann lagði Cat Stevens á hilluna. Öll lögin voru tekin upp á einu ári og upptökum lauk fyrr á þessu ári. Meðal þekkt- ustu laga sem Islam samdi sem Cat Stevens eru Father and Son, Wild World og Morning Has Brok- en. Yusuf Islam er einn fremsti og þekktasti tónlistarmaður sem Bretland hefur alið. Sem Cat Stev- ens ávann hann sér gríðarlega virðingu og velgengni á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Árið 1977 tók hann upp islam, breytti nafni sínu í Yusuf Islam og hætti í kjölfarið í tónlistinni. Nýja platan mun koma út um það leyti sem 40 ár eru liðin frá því Cat Stevens sendi frá sér sína fyrstu plötu, en það var smáskíf- an I Love My Dog sem kom út árið 1966. Sú fyrsta í þrjátíu ár Fæðingardagur: 21. júlí 1941 í London. Skírnarnafn: Steven Demetre Georgiou. Foreldrar: Grísk-kýpverskur faðir og sænsk móðir. Trú: Islam, árið 1977. Nafn: Yusuf Islam frá árinu 1979. Hjúskaparstaða: Býr með eiginkonu og börnum í London. Plötusala: Yfir 60 milljónir. Síðasta poppplata: Back to Earth árið 1978. Árið 2004: Söng Father and Son með Ronan Keating. Tea for the Tillerman: Aðallag grínþáttarins Extras. Regína Ósk var þekkt fyrir að syngja bakraddir hjá mörgum af fremstu tónlistarmönnum lands- ins en í fyrra flutti hún sig um set og fór fremst á sviðið með ágætis árangri. Á sinni nýjustu plötu, Í djúpum dal, fer söngkonan nýjar leiðir, mikill metnaður er lagður í útsetningar og sjálfur Barði Jóhannesson fenginn til að stjórna upptökunum. Platan lullar hægt og bítandi af stað, fangar hlustandann ekk- ert sérstaklega og hann bíður eftir einhverju sem grípur, fær hann til að dilla fótunum í takt eða brosa út í annað eins og góð poppplata ætti að gera. Því miður eru lögin á Í djúpum dal flest öll lítt eftirminnileg þótt þau séu kannski ekki beint leiðinleg. Útsetningarnar eru flestar til fyr- irmyndar en undirritaður átti erf- itt með fanga laglínur, eitthvað sem hann gæti sönglað með, lögin fóru bara inn um annað eyrað og út um hitt. Regína reynir fyrir sér með lagi Magnúsar Sigmunds- sonar, Hjartans lag, sem er svona dæmigert söngkonulag, fer að sjálfsögðu létt með það enda með prýðisgóða rödd en engu nýju er bætt við, ekkert fær áheyrand- ann til að spá í hvort þetta sé besti flutningurinn á laginu eða ekki. Þá er lagið Ljósin komu eftir Karl Olgeirsson óþægilega líkt ein- hverjum smelli með r&b söng- konunni Toni Braxton en á örugg- lega eftir að gera góða hluti á öldum ljósvakans, það er hjá þeim útvarpsstöðum sem spila svona tónlist. Regína Ósk hefur gert mikið úr samstarfi sínu við Barða og honum tekst vel við upptökustjórnina. Í djúpum dal er í það minnsta betri en frumburður söngkonunnar fyrir ári. Hún er hins vegar til- þrifalítil, fátt kemur á óvart og diskurinn á vafalítið eftir að falla í grýttan jarðveg hjá þeim sem ef til vill ætluðu að gefa söngkonunni tækifæri. Tilþrifalítil Regína Noel Gallagher, aðallaga- höfundur Oasis, hélt óvænta órafmagnaða tón- leika í Los Angeles á dög- unum. Með honum á sviði var félagi hans úr Oasis, Gem Archer. Spiluðu þeir mörg lög frá upphafsárum Oasis við mikinn fögnuð áheyrenda. Á meðal þeirra voru Wond- erwall, Talk Tonight, Whatever, Married With Children og Don´t Look Back in Anger. Einnig tóku þeir Bítlalagið Strawberry Fields for Ever. Tónleikamynd Oasis, Lord Don´t Slow Me Down, sem kemur út á næsta ári var spiluð á undan tónleikunum. Noel spilaði óvænt A RG U S / 06 -0 55 2 DM – fyrir Kynntu þér Ofurtala !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 EMPIRE 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI 60 þúsund gestir ERU ÞIÐ TILBÚIN FYRIR EINA FYNDNUSTU MYND ALLRA TÍMA? MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI I FORSALA AÐGÖNGUMIÐA ER HAFIN Á MIDI.IS ATH: EINNIG ER HÆGT AÐ VERSLA MIÐA Í FORSÖLU Í KVIKMYNDAHÚSUNUM SKÓGARSTRÍÐ ÍSL. TAL kl. 6 OPEN SEASON ENSKT TAL kl. 6, 8, og 10 MÝRIN kl. 6, 8.30 og 10.30 B.I. 12 ÁRA FEARLESS kl. 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA DEVIL WEARS PRADA kl. 8 og 10.20 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL. TAL kl. 6 B.I. 7 ÁRA SKÓGARSTRÍÐ kl. 4 og 6 OPEN SEASON ENSKT TAL kl. 4, 6, 8 og 10 BORAT kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA MÝRIN kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 FEARLESS kl. 10.20 B.I. 16 ÁRA DEVIL WEARS PRADA kl. 8 SKÓGARSTRÍÐ ÍSL. TAL kl. 6 BORAT kl. 8 og 10 B.I. 12 ÁRA MÝRIN kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.