Fréttablaðið - 13.11.2006, Side 70

Fréttablaðið - 13.11.2006, Side 70
Söngvarinn og lagahöfundurinn Yusuf Islam, betur þekktur sem Cat Stevens, gefur út nýja plötu á mánudaginn sem nefnist An Other Cup. Er þetta fyrsta plata hans með nýjum popplögum í næstum þrjátíu ár. „Það eru hundrað ástæður fyrir því að ég yfirgaf tónlistar- bransann árið 1979. Núna má eflaust finna hundrað og eina ástæðu fyrir því af hverju mér finnst ég knúinn til að búa til tón- list aftur og syngja um lífið í þess- um brothætta heimi,“ sagði Islam. Þessi plata er samansafn nýrra laga sem Yusuf hefur samið í gegnum árin og hafa verið geymd í huga hans síðan hann lagði Cat Stevens á hilluna. Öll lögin voru tekin upp á einu ári og upptökum lauk fyrr á þessu ári. Meðal þekkt- ustu laga sem Islam samdi sem Cat Stevens eru Father and Son, Wild World og Morning Has Brok- en. Yusuf Islam er einn fremsti og þekktasti tónlistarmaður sem Bretland hefur alið. Sem Cat Stev- ens ávann hann sér gríðarlega virðingu og velgengni á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Árið 1977 tók hann upp islam, breytti nafni sínu í Yusuf Islam og hætti í kjölfarið í tónlistinni. Nýja platan mun koma út um það leyti sem 40 ár eru liðin frá því Cat Stevens sendi frá sér sína fyrstu plötu, en það var smáskíf- an I Love My Dog sem kom út árið 1966. Sú fyrsta í þrjátíu ár Fæðingardagur: 21. júlí 1941 í London. Skírnarnafn: Steven Demetre Georgiou. Foreldrar: Grísk-kýpverskur faðir og sænsk móðir. Trú: Islam, árið 1977. Nafn: Yusuf Islam frá árinu 1979. Hjúskaparstaða: Býr með eiginkonu og börnum í London. Plötusala: Yfir 60 milljónir. Síðasta poppplata: Back to Earth árið 1978. Árið 2004: Söng Father and Son með Ronan Keating. Tea for the Tillerman: Aðallag grínþáttarins Extras. Regína Ósk var þekkt fyrir að syngja bakraddir hjá mörgum af fremstu tónlistarmönnum lands- ins en í fyrra flutti hún sig um set og fór fremst á sviðið með ágætis árangri. Á sinni nýjustu plötu, Í djúpum dal, fer söngkonan nýjar leiðir, mikill metnaður er lagður í útsetningar og sjálfur Barði Jóhannesson fenginn til að stjórna upptökunum. Platan lullar hægt og bítandi af stað, fangar hlustandann ekk- ert sérstaklega og hann bíður eftir einhverju sem grípur, fær hann til að dilla fótunum í takt eða brosa út í annað eins og góð poppplata ætti að gera. Því miður eru lögin á Í djúpum dal flest öll lítt eftirminnileg þótt þau séu kannski ekki beint leiðinleg. Útsetningarnar eru flestar til fyr- irmyndar en undirritaður átti erf- itt með fanga laglínur, eitthvað sem hann gæti sönglað með, lögin fóru bara inn um annað eyrað og út um hitt. Regína reynir fyrir sér með lagi Magnúsar Sigmunds- sonar, Hjartans lag, sem er svona dæmigert söngkonulag, fer að sjálfsögðu létt með það enda með prýðisgóða rödd en engu nýju er bætt við, ekkert fær áheyrand- ann til að spá í hvort þetta sé besti flutningurinn á laginu eða ekki. Þá er lagið Ljósin komu eftir Karl Olgeirsson óþægilega líkt ein- hverjum smelli með r&b söng- konunni Toni Braxton en á örugg- lega eftir að gera góða hluti á öldum ljósvakans, það er hjá þeim útvarpsstöðum sem spila svona tónlist. Regína Ósk hefur gert mikið úr samstarfi sínu við Barða og honum tekst vel við upptökustjórnina. Í djúpum dal er í það minnsta betri en frumburður söngkonunnar fyrir ári. Hún er hins vegar til- þrifalítil, fátt kemur á óvart og diskurinn á vafalítið eftir að falla í grýttan jarðveg hjá þeim sem ef til vill ætluðu að gefa söngkonunni tækifæri. Tilþrifalítil Regína Noel Gallagher, aðallaga- höfundur Oasis, hélt óvænta órafmagnaða tón- leika í Los Angeles á dög- unum. Með honum á sviði var félagi hans úr Oasis, Gem Archer. Spiluðu þeir mörg lög frá upphafsárum Oasis við mikinn fögnuð áheyrenda. Á meðal þeirra voru Wond- erwall, Talk Tonight, Whatever, Married With Children og Don´t Look Back in Anger. Einnig tóku þeir Bítlalagið Strawberry Fields for Ever. Tónleikamynd Oasis, Lord Don´t Slow Me Down, sem kemur út á næsta ári var spiluð á undan tónleikunum. Noel spilaði óvænt A RG U S / 06 -0 55 2 DM – fyrir Kynntu þér Ofurtala !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 EMPIRE 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI 60 þúsund gestir ERU ÞIÐ TILBÚIN FYRIR EINA FYNDNUSTU MYND ALLRA TÍMA? MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI I FORSALA AÐGÖNGUMIÐA ER HAFIN Á MIDI.IS ATH: EINNIG ER HÆGT AÐ VERSLA MIÐA Í FORSÖLU Í KVIKMYNDAHÚSUNUM SKÓGARSTRÍÐ ÍSL. TAL kl. 6 OPEN SEASON ENSKT TAL kl. 6, 8, og 10 MÝRIN kl. 6, 8.30 og 10.30 B.I. 12 ÁRA FEARLESS kl. 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA DEVIL WEARS PRADA kl. 8 og 10.20 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL. TAL kl. 6 B.I. 7 ÁRA SKÓGARSTRÍÐ kl. 4 og 6 OPEN SEASON ENSKT TAL kl. 4, 6, 8 og 10 BORAT kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA MÝRIN kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 FEARLESS kl. 10.20 B.I. 16 ÁRA DEVIL WEARS PRADA kl. 8 SKÓGARSTRÍÐ ÍSL. TAL kl. 6 BORAT kl. 8 og 10 B.I. 12 ÁRA MÝRIN kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.