Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 74
 Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær. Það var stórleikur á Emirates Stadium þar sem Arsenal tók á móti Liver- pool. Svo fór að Arsenal sigraði Liverpool 3-0 þar sem ólíklegustu menn komust á blað sem marka- skorarar. Reading vann góðan sigur á Tottenham, 3-1, á heima- velli sínum eftir að Tottenham hafði komist yfir í leiknum. Leiks Arsenal og Liverpool var beðið með mikilli eftirvæntingu enda um tvö stórlið að ræða. Leik- urinn fór fjörlega af stað og Peter Crouch náði að skora fyrir Liver- pool en það mark var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Mathi- eu Flamini kom svo Arsenal yfir stuttu fyrir leikhlé eftir góðan undirbúning frá Cesc Fabregas. Leikmenn Arsenal slógu ekki slöku við í síðari hálfleik og bættu við tveimur mörkum. Fyrst var það varnarmaðurinn Kolo Toure sem komst einn inn fyrir vörn Liver- pool og skoraði af öryggi og þegar tíu mínútur lifðu eftir af leiknum náði William Gallas að innsigla sig- urinn fyrir Arsenal með góðu marki. „Við þurftum á þessum sigri að halda. Tímabilið snýst um að rífa sig upp eftir slæmt gengi og við vorum óheppnir á móti West Ham um síðustu helgi. Ég vissi að þetta yrði mikilvægur leikur fyrir okkur. Við lékum gegn góðu liði Liverpool og fyrsta markið gerði gæfumuninn,“ sagði Arsene Weng- er stjóri Arsenal eftir leikinn. Ívar Ingimarsson lék allan leik- inn í liði Reading sem vann góðan sigur á Tottenham á heimavelli sínum. Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Tottenham skoraði fyrsta mark- ið úr vítaspyrnu en tvö mörk fyrir leikhlé komu heimamönnum yfir. Reading tryggði sér síðan sigur í leiknum með marki skömmu fyrir leikslok og 3-1 sigur liðsins stað- reynd. Martin Jol stjóri Tottenham var að vonum ósáttur með tapið. „Við ætluðum að gera betur í þessum leik en það vantaði alla baráttu í liðið. Það er pirrandi. Ef við hefðum unnið þennan leik þá hefði það verið frábært. Við erum komnir í átta liða úrslit í deildarbikarnum, erum að spila vel í Evrópukeppninni og hefð- um sennilega farið í sjöunda sæti í deildinni. En við klúðruðum því.“ Iceland Express deild kk: Iceland Express deild kvk: DHL-deild karla: DHL-deild kvenna: Evrópukeppnin í handb.: Enska úrvalsdeildin: Spænska úrvalsdeildin: Skallagrímur frá Borgarnesi fékk sér fínan bíltúr í höfuðborgina í gær og yfirgaf svæðið með ís í annarri og tvö stig í hinni eftir öruggan sigur á Haukum á Ásvöllum, 79-98. Gestirnir tóku völdin strax frá upphafi og náðu ágætis for- skoti, þökk sé góðum leik þeirra Zdravevskis og Flakes sem fóru mikinn í sókninni. Haukarnir héldu þó Sköllunum í um tíu stiga fjarlægð lengst af en Roni Leimu hélt þeim lengi vel á floti í sókninni á meðan lítið kom út úr Kevin Smith. Sex stiga munur var á liðunum i leikhléi, 45-51. Skallarnir voru mun sterkari í þriðja leikhluta og virtust ætla að stinga af. Haukar neituðu að gefast upp, unnu sig inn í leikinn aftur og munurinn tíu stig fyrir síðasta leikhluta, 69-79. Í lokaleikhlutanum sýndu Skallarnir raunverulegan styrk sinn, hreinlega keyrðu yfir heimamenn og kláruðu leikinn þegar nokkuð var eftir af honum. Það var engu líkara en þeir hefðu verið á hálfum hraða fram að því og þeir litið á leikinn sem hluta af huggulegum sunnudagsbíltúr. „Við spiluðum vel og héldum dampi í nánast fjörutíu mínútur. Það voru fimm slakar mínútur hjá okkur, annars var þetta mjög gott, sagði kátur þjálfari Skall- anna, Valur Snjólfur Ingimundar- son. „Við spiluðum góða vörn og þegar það gerist þá vinnum við. Svo var sóknin líka að virka enda skorum við um hundrað stig sem er gott.“ Árangursríkur sunnudagsbíltúr hjá Sköllunum Það var ótrúlegur leikur sem áhorfendur í Ásgarði fengu að sjá í gær. Akureyri komst einu sinni yfir í leiknum og það var á mikilvægasta augnablikinu, sek- úndu áður en flautað var til leiks- loka. Lokatölur urðu 22-23 og dramatíkin var mikil í leikslok. Stjörnumenn léku án Patreks Jóhannessonar í gær en hann á við meiðsli að stríða í baki og Kristján Halldórsson tók enga áhættu með leikmanninn. Ekki nóg með það heldur byrjaði Tite Kalandaze á bekknum í gær. Leikurinn var mjög jafn í byrj- un en Stjörnumenn höfðu þó yfir- leitt yfirhöndina og lið Akureyrar komst aldrei nær Stjörnunni en svo að jafna leikinn. Það var oft á tíðum ekki fallegur handbolti sem leikmenn buðu áhorfendum upp á í gær og til að mynda var sóknar- leikur Akureyrar oft frekar vandræðalegur á köflum. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik tóku Stjörnu- menn leikhlé í stöðunni 9-8. Eitthvað hefur það verið sem Kristján þjálfari liðsins hefur sagt sem virtist vera vítamínsprauta fyrir heimamenn. Stjarnan skoraði fimm næstu mörk og breytti stöðunni úr 9-8 í 14-8. Akureyri náði þó að skora síð- asta mark hálfleiksins og staðan í hálfleik var 14-9, Stjörnunni í vil. Stjarnan hélt forskoti sínu fram- an af síðari hálfleik en norðanmenn börðust grimmilega. Smátt og smátt minnkaði bilið á milli liðanna og Akureyri náði að jafna metin í fyrsta sinn í síðari hálfleik þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Stjörnumenn fóru illa að ráði sínu og misstu boltann. Akureyri brunaði upp völlinn og Tite Kalandaze tók á það ráð að brjóta gróflega á einum leikmanni Akureyrar og fékk fyrir vikið að líta rauða spjaldið. Þegar þetta gerðist voru fjórar sekúndur eftir af leiknum. Akureyri tók aukakastið og fékk víti þegar brotið var á Aigalo Lazdins. Úr vítinu skor- aði Goran Gucis og tryggði Akur- eyri sigur. Þetta var í fyrsta og eins skiptið sem Akureyri komst yfir leiknum. Sævar Árnason þjálfari Akur- eyrar var að vonum ánægður eftir leikinn. „Þetta er ótrúlega sætur sigur. Við vorum yfir í eina sekúndu í leiknum og það var sekúndan sem skipti máli,“ sagði Sævar en það vakti athygli að Hreiðar Guðmundsson, mark- vörður Akureyrar, fór fram í síð- ustu sókn liðsins. „Hann kann ekkert að spila sókn og það kom aldrei til greina að senda á hann. Ég trúi heldur ekki að þeir hafi ætlað að setja mann á hann.“ Akureyri vann ótrúlegan sigur á Stjörnunni Leikmenn Arsenal fóru illa með erkifjendur sína í Liverpool í gær. Ívar lék all- an leikinn fyrir Reading þegar liðið vann góðan heimasigur á Tottenham. Barcelona vann mikil- vægan sigur á Zaragoza á heimavelli í gær, 3-1, þar sem Eiður Smári var í byrjunarliði Barcelona. Gestirnir í Zaragoza náðu forystunni í leiknum með marki frá Gabriel Milito á 17. mínútu. Fram að því hafði leikurinn verið einstefna af hálfu Barcelona og markið kom því gegn gangi leiksins. Ronaldinho náði að jafna metin fyrir Barcelona á 31. mínútu með skallamarki sem sést ekki oft á þeim bænum. Eiður Smári náði sér ekki á strik í leiknum og var skipt út af á 67. mínútu og inn á fyrir hann kom Javier Saviola. Sigurmark Barcelona kom fjórum mínútum fyrir leikslok þegar Ronaldinho skoraði stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu. Ronaldinho átti góðan leik og markið kórónaði leikinn hjá þessum brasilíska snillingi, aukaspyrna beint í bláhorni. Saviola skoraði svo síðasta mark leiksins í uppbótar- tíma. Eiður náði sér ekki á strik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.