Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2006, Qupperneq 79

Fréttablaðið - 13.11.2006, Qupperneq 79
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Hugmyndin er fengin frá mann- inum í Bandaríkjunum sem byrj- aði með eina rauða bréfaklemmu í höndunum og náði með skiptum að fá fyrir hana hús,“ segir Óskar Þór Þráinsson um fram- tak sitt, en hann heldur nú úti bloggsíðu um nokkuð merkilegt verkefni. Óskar vill á tæpu ári ná að fá ferð til Þýskalands í skiptum fyrir hestalyklakippu. „Ég er fátækur námsmaður og hef lengi verið á leiðinni að heimsækja systur mína í Þýska- landi, en aldrei komist. Mér datt í hug að fara af stað með íslensk- an skiptileik, og vil komast út næsta sumar,“ sagði Óskar, sem hefur nú þegar gert þrjú skipti. Hestalyklakippunni skipti hann fyrir kaffikort upp á tvo fría kaffidrykki, því næst fékk hann hitamál fyrir kaffi sem hann skipti fyrir forláta vekjara- klukku. „Hugmyndafræðin á bak við þetta er sú að menn meta hluti misjafnlega. Hingað til hafa öll skiptin gagnast fólki að einhverju leyti, en fyrir mig skiptir máli að fá jafn veglegan eða veglegri hlut,“ sagði Óskar, sem segir nokkur tilboð hafa borist í hvern hlut. „Það stefnir í mjög skemmtileg skipti næst, ef allt gengur eftir,“ sagði Óskar, sem tekur á móti tilboðum í vekjaraklukkuna til 12. nóvem- ber. Hann er bjartsýnn á að ná markmiði sínu. „Ekki spurning. Annars hefði ég aldrei lagt í þetta.“ Skiptir á klukku og flugferð Daði Sveinsson á sér mjúka hlið. Á bloggsíðunni sinni gengur hann undir nafninu Tilfinninga-Daði og túlkar þar hinar ýmsu tilfinningar fyrir framan myndavél. „Hver sem er getur sent inn ósk um tilfinningu. Ég reyni að gera henni góð skil og tek svo mynd af mér,“ útskýrði Daði í samtali við Fréttablaðið. Hug- myndina segir hann vera stolna og ekkert annað. „Þetta er úr hinum stóra heimi. Ég sá einhverja síðu hjá strák sem var að gera þetta og vissi að þetta hefði ekki verið gert hérna á Íslandi. Maður hefur nú séð verri hugmyndum stolið!“ Daði segir ýmsar fáránlegar óskir hafa borist til hans en hann á þó nokkrar uppáhaldstilfinningar. „Tilhugsunin um að amma sé ófrísk er í uppáhaldi hjá mér. Ég er mjög stoltur af myndinni við það. Og líka geðshræringin yfir því að klósett- pappírinn sé búinn.“ Því hefur löng- um verið fleygt að íslenskir karl- menn eigi erfitt með að tjá tilfinningar sínar, eða geri í það minnsta lítið af því. Aðspurður hvort hann sé mikil tilfinningavera svarar Daði: „ég fer að grenja yfir Lord of the Rings. Fólk má svo skera úr um það sjálft.“ Hann segir síðuna geta þjónað bældum íslensk- um karlmönnum. „Ég get bara séð um tilfinningatjáningu fyrir þá sem nenna því ekki sjálfir,“ sagði Daði. Tilfinninga-Daði tjáir sig „Ég tek alla seríuna á fimm ára fresti og rifja upp gamla takta,“ segir Pétur Ívarsson, verslunar- stjóri Boss í Kringlunni og mikill aðdáandi James Bond, en nýjasta myndin um kappann, Casino Royal, verður frumsýnd á fimmtu- daginn. „Kosturinn við Bond og Star Wars er sá að maður fær ekki klígju yfir gömlu myndunum,“ bætir Pétur við. Viðskiptavinir tískuverslunar- innar ættu ekki að koma að tómum kofanum þegar Pétur og samstarfs- félagi hans, Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, eru annars vegar því sjálfir segjast þeir vera hálf- gerðar alfræðiorðabækur um Bond og allt sem viðkemur þeim fræðum. Sjálfur segir Pétur að Sean Connery sé sinn maður en bætir því við að hann hafi tekið þá George Lazenby og Roger Moore í sátt að undanförnu. Þeir Pétur og Vilhjálmur viður- kenndu að þeir væru orðnir ansi spenntir fyrir myndinni en hún er byggð á fyrstu sögu Ian Flemming um leyniþjónustumanninn. „Miðað við það sem ég hef séð úr mynd- inni líst mér bara vel á þetta,“ segir Pétur og vísar þar til stikla sem sýndar hafa verið í kvikmyndahúsum borgarinnar að undanförnu. „Ég vona innilega að þær verði aftur „svalar“. Þrjár síðustu hafa bara verið einhverjir „sketsar en ekki heildstæðar, flott- ar myndir og mér finnst þær hafa skort alla kald- hæðni,“ útskýrir Pétur og heyra má að Vilhjálmur tekur undir þau orð. „Mér finnst þær hafa reynt að fara í einhverja sam- keppni við nútíma hasarmyndir á borð við XXX en það er einfald- lega ekki rétti takturinn fyrir Bond,“ heldur Pétur áfram, aug- ljóslega sáttur við að nýr maður skyldi vera fenginn til að bregða sér í hlutverk kvennabósans og mannsins með leyfi til að drepa. Skrautlegar umræður spunn- ust um hver yrði næsti Bond eftir að ljóst varð að Pierce Brosnan myndi ekki snúa aftur. Fjöldi stór- leikara voru nefndir til sögunnar og þeir Pétur og Vilhjálmur bjuggust báðir við að breski stórleikarinn Clive Owen myndi hreppa hnossið. „En Daniel Craig var fljótur að sannfæra mig um að hann væri rétti maðurinn í starfið,“ segir Pétur sem bjóst þó ekki við því að standa í röð í kvikmyndahúsum borgarinnar. „Skiptir voðalega litlu máli hvenær maður sér hana, á hvort eð er eftir að sjá hana fjórum eða fimm sinnum.“ Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 PAKKAFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI Öll verð miðast við að tveir séu saman í herbergi. Tottenham–Wigan 58.900 kr.24.–27. nóv. 27.–29. nóv. George Michael 69.900 kr. Berlín í jólaundirbúningi 51.900 kr.24.–27. nóv. Aðventuferð til Trier 59.900 kr.8.–11. des. Sheraton Real de Faula Verð frá 59.180 kr.Valfrjálst Arsenal–Man. City 54.900 kr.30.–31. jan. Chelsea–Arsenal 69.900 kr.9.–11. des. Arsenal–Portsmouth 59.900 kr.15.–17. des. Óli Palli og The Pogues 59.900 kr.16.–18. des. Liverpool–Everton 84.900 kr.2.–4. feb. Frábært hótel með öllum þægindum. Tveir einstakir golfvellir, annar par 72 og hinn er par 62. Krefjandi brautir og útsýni yfir Miðjarðarhafið. Einstök lífsreynsla fyrir alla golfara, reynda sem byrjendur. Risaslagur af bestu gerð á Stamford Bridge! Síðustu leikir þessara liða hafa verið magnaðir og verður eflaust hart barist að þessu sinni. Innifalið: Flug með sköttum, gisting á St. Giles í tvær nætur og miði á leikinn. ... fá Þórunn Inga Sigurðar- dóttir og hennar fólk í Ey- mundsson Austurstræti sem hefur lífgað upp á mannlífið með opnun nýs bókakaffihúss.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.