Tíminn - 05.05.1970, Page 1

Tíminn - 05.05.1970, Page 1
 Séð yfír nokkurn Huta Akraneskaupstaðar ofan úr einu m sementsgeyma Sementverksmiðju ríkisins. Akrafjati í baksýn. Miklir möguleikar til fjölþætts atvinnurekstrar á Akranesi •i Sjávarútvegurinn verður þar notadrýgstur, segir Daníel Ágústínusson Á Akranesí eru nú um 4220 íbúar, og byggist af- koma meirihluta íbúanna aS mestu leyti á sjávarút- vegi, eins og veriS hefur um langt árabil. Frétta- maSur Timans brá sér upp á Skaga, fyrir skömmu, og rœddi þá m. a. viS Daníel Ágústínusson fyrrverandi bæjarstjóra, en hann hef- ur nú um árabil unnið aS bæjarmálum, af sinni al- kunnu atorku og dugnaSi. — Þá vildir kannski fyrst, Daníel, segja lesendum frá upp byggingu atvinnulífsins hér á Akranesi? — Jú, Akranes er byggt upp af sjávarútvegi, og vöxtur bæj arins er í nánum tengslum viö sjávarútveginn. Snemma hófu athafnasamir menn útger® frá Akranesi, og má þar sérstaik- lega nefna Barald Boðvarsson Þórð Ásmundsson og SigurO Hallbjarnarson. Þessir afchafna menn, og fleiri, hófu úfcgerð héðan við erfiðar aðisitæður, hér var þá enginn höfn, litlar bryggijur, en trúin á staðntwn, og gjöful mið í Faxaflóa varð yfirsterkari. Þessdr forvígis- menn sigruðu, fyrirtæki þeirra uxu o.g döfnuðu, veittu fjölda fólks vinnu, og bærinn stækk- a@i. Þegar komið er fram á fjórða og fimmta tug aldarinn- ar, er fyrirtæki Haralds Böðv- arssonar orðið stærsta fyrirtæk- ið á Akranesi, og má með sanni segja, að það hafi verið burðar- ásinn í atvinnulífinu á Akranesi í meira en hálfa öld. Ilaraldur Böðvarsson var þjóðkunnur at- hafnamaður, hafði óhemju hygg indi og framsýni tii að bera. Fyrirtæki hans var lengi hvort- tveggja í senn, útgerðar og verzlunarfyrirtæki, ásamt um- fangsmikilli fiskvinnslu. Þarna hafa om árabil unnið mörg hundruð manms allt árið um kring, og hefur það haft ómet- amlega þýðingu fyrir atvinnulíf ið hér. Daníel Ágóstínusson Þau hjón Harald-ur Böðvars- son og Ingun-n Sveinsdóttir, sem nú eru bæði látin voru mjög samhent uim uppbyg-gingu fyrir tækisins, og velferð bæjarins. Bíóhöllin, sem þa-u hjón gáfu bænuni, árið 1944, var einstæð gjöf, og hefur hagnaður af rekstri henn-ar 2.5 milljónir far ið til byggingar sjúkra-hússins á Akranesd. Vegur þessara sæmdaiihjóna mun vaxa þvi meir sem tíma-r líða, og fyrir- tækið Haraldur Böiðvarsson og Co. er enn þann d-ag í dag burð arásinn í atvinnulífi bæjarins, og vona ég að það eigi góða da-ga fyrir höndum. Efti-r því sem érin hafa ldðið, hefur iðnaðu-r skotið hér rótum, og má nefna Skipasmíðastöð Þorgeirs og Elleiis, sem er mjög umfangsmikið fyrirtæki með yfir hundrað starfsmenn í vinnu. Þá hóf Senientverk sm-iðja ríkisins rekstur sinn hér, á-rið 1958, og þar vinna að staðaldri 120—330 manns. Hef- ur Sementsverksm-iðjan mjðg mikla þýðingu fyrir Akurnes- inga, og skapar hún mikið ar- yggi í afcvinnulífinu. Þá hafa nokkur trésmíðaverkstæði fært út kvíannar á siðustu árum, og má þar sérstaklega nefna Tré- sm-iðjuna Akur, sem Stefán Teitsson er framkvæmdast-jóri fyrir, og Trésmiðju Guðmundar Magnússonar. Bæ®i þessi fyrir- tæki hafa hvort um sig. 30—40 manns í vin-nu árið um krin-g, og ha-fa þau tekið að sér hin fjöl- þættustu verkefni, sem flest hafa verið gerð eftdr fcilboðum, fyrir aðila á höfuðborgarsvæð- inu. Stefán Teitsson er nú að byggij-a íbúðablokk með 12 íbúð um, sem munu allar hafa verið seldar einstablingum. Af öðr- um iðnfyrirtækjum má nefna Fatagenðina h.f., sem fram-leið- ir karlmannasokka, nær-fatnað og annað því um líkt. Flugelda gerðin h.f. er nýstárlegt fyrir- tæki, og au-k framangreindra Framhald á bls. 18

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.