Tíminn - 05.05.1970, Síða 2

Tíminn - 05.05.1970, Síða 2
18 > TIMINN ----------------- ÞRIÐJUDAGUR 5. maí 1970. Míklir möguleikar á Akranesi Það er tilbreyting aö fá frí í tíma, og nota góða veðrið tll að fana i boðhlaup á íþróttaveHinum á Akranesl. Framhald af bts. 17 fyrirtækja má nefna að hér eru mörg bíiaverkstaeði, og raf- magnsverkstæði og við öll þessi fyrirtæki starfar fjöldi fólks. Þrátt fyrir þetta eru eyðurnar í atvinmulífinu mestar, hvað varðar léttan iðnað. Skortir oft vinnu fyrir konur, sem vilja vinna hluta úr degi, og eldri menn, sem ekki geta gCEgið í hvaða vinnu scm er. — B'vað þá um eflingu at- vinnulá^sins á Akranesi? — iil þess aið efla atvinnu- lífið sem mesr, og taka á móti stóraukiinni fólksfjölgun í bæn- um, tel ég að sjávarútvegurinn verði þar notadrýgstur. Það leið ir af sjálfu sér, að þegar einn mótorbátur, jafnvel ekki nema um 70 lestir að stærð, tryggir 18—20 manns vinnu nærri ár- ið um kring, væri það stórkost- leg atvinnuaukning fyrir bædnn, þótt ekki bættust nema 5—7 nýjir bátar við flotann. Það myndi skapa atvinnu fyrir meira en hundrað manns. — Hvernig er með bátaflot- ann núna? — Fyrir 5—6 árum var mik ili samdráttur í sjávarútvegin- um á Akranesi. Bátar höfðu lengi verið 25—26, en þeim fækka'ði á fáeinum árum, nið- ur í 15—16, en hefur á siðustu árum fjölgað aðeins, og eru nú um 17, aiuk þess sem um tíu trillur eru hér stöðugt. Harald- ur Böðvarsson er með 7 báta, Heimaskagi 3 og Þórður Óskars son með 2 báta. Fimm einstalkl- ingar edga svo hina bátana. Þórður Óskarsson hefur á síð- ustu árum bætzt í hóp hinna stærri atvinnurekenda hér á Akranesi. Hann byrjaði fyrir 1963 með 180 tonna bát, og lét síðar smíða 360 tonna bát. Hann hefux auk þess komið sér upp frystihúsi, sem aukið hefur at- vinnu í bænum. Þá er gerður héðan út einn stór og veglegur togari, Víkingur, sem fiskað hef ur mikið, enda er skipstjórinn kunnur aflamaður. Ég tel, að efla þurfi bátaflotann hér, þvi bátaruir eru drýgstu atvinnu- fyrirtækin. — Svo við hverfum frá at- vinnumálum, hvað um skóla og menntamál á Akranesi? — Hér hafa um langt skeið verið reknír framhaldsskólair auk barnaskóla, og hafa sótt þessa skóla ekki aðeins Akur- nesingar heldur líka nemendur úr öðrum byggðarlögum. Sam- kvæmt lögum á Iðnskóld Akra- ness, að vera fyrir allt Vestur- land, enda þótt það hafi ekki komizt enn í framkvæmd. Gagn- fraeðaskólinn er að færa út kvíarnar með stofnun framhalds deilda, og á bæjarstjórnarfundi fyrir nokkru, flutti ég tillögu um menntaskóla á Akranesi og var henni vel tekið. Mun bæjar stjórn ganga einhuga frá henni næstu daga. Ýmis menningarstarfsemi sem var í miklum blóma, liggur nú í láginni eins og starfsemi Karlakórsins Svanir og Leikfé- lags Akraness. Aftur á móti hefur Kirkjukór Akraness starf- að með miklum blóma og hefur að leiðtoga frábæran snilling, þar sem Haukur Guðlaugsson er. Vinnur kkórfólkið mjög fórn fúst starf í þágu menningarlífs bæjarins. — Þá hafið þið hér sérstæða menningarstofnun, þar sem Byggðasafn Akraness og nær- sveita er? — Á síðasta ;ri heimsóttu safnið 1200 gestir. Upphafsmað ur safnsins og aðalumsjónarmað ur hefur verið frá fyrstu tíð séra Jón M. Guðjónsson sóknar prestur. Hefur hann lagt ó- hemju vinnu í safniö, sem er til húsa í gamla íbúðarhúsinu á Görðum, elzta steinhúsi á Is- landi. Þar' er nú orðið mjög þröngt um safnið, og byrjað ér á nýrri safnbyggingu. — Hvað um íþrótta og æsku lýðsmál? — Æ s k u lýðsf u'l Itrúj hefur starfað á vegum bæjarins und- anfarna tvo vetur, og er hann Ingvar Ingvarsson. Bærinn rek ur ekki sjálfstæða æskulýðs- starfsemi, en hér eru starfandi mörg áhugamannafélög á því sviði. Þair má nefna skátafélags skapinn, sem starfað hefur með miklum blóma, Barnastúkan Stjarnan hefur haft með hönd- um mjög þýðingarmikla og um- fangsmikla starfsemi. Þá hefur KFUM rekið hér æskulýðsdeild síðustu árin, og hefur verið mikil þáttaka í starfi hennar. Það er skoðun mín að athafna- söm áhugamannafélög er vinna að æskulýðsmálum, eins og þau sem nefnd hafa verið, geti unn ið mjög veigamikil störf í þágu upeldismála æskunnar. Verður þeim mönnum seint fullþakkað, sem leggja af mörkum vinnu í þágu slíkrar starfsemi, til heilla fyrir æskulýðinn í bæn um. íþróttabandalagið hefur haft forgöngu um íþróttastarfsemi í bænum, en starfandi eru tvö íþróttafélög, Knattspyrnufélag ið Kári og Knattspyrnufélag Akraness. Knattspyrnan hefur verið öndvegisíþrótt hér, og knattspyrnumenn á Akranesi staðið sig með miklum sóma, svo sem alþjóð er kunnugt. Á síðasta ári urðu Akurnesingar í öðru sæti í 1. deild íslands mótsins. — Eitthivað hafa hitaveitu mál verið á dagskrá hjá ykkur Daníel, hvað geturðu sagt um framgang þeirra mála.' — Það er þá fyrst aö geta þess, að fyrir rúmum tíu ár- um ihafði bæjarstjórn forgöngu um, að borað var eftir heitu vatni að Leirá í Borgarfirði, en staðurinn er í um 18 km fjarlægð frá Akranesi. Var áranigur þessara borana mjög góður, en boranirnar voru franikvæmdar í samráði við Gunnar Böðvarsson forstöðu- mann jarðborana ríkisins. Gunn ar hélt því fram, að ef á Leirá fengjust 50 sek. lítrar af ca. 70 gráðu heitu vatni og að á Akranesi byggju um 5000 manns, væri engin ástæða til að óttast þá 18 km sem leiða þyrfti vatnið til bæjarins. Akranesbær hefur forréttindi að því vatni sem fékkst við borunina þarna á Leirá, en þarna fengust. 3 sek. lítrar af 70 gráðu heitu vatni. Síðan ákváðu bæjaryfirvöld á Akra nesi að hætta allri jarðhita leit á Leirá, og hófu borun á Akranesi. Talið var að nokk ur hiti væri í holunni ,sem boruð var, en vatnið var sára lítið, og er jarðhitadeildin núna mjög í vafa um, hvað næst (sbuli gera. Er talið alls endis óvíst að hér sé um nokk urn jarðhita að ræ'ða, og geti þetta eins yerið efnabreyting ar í jarðlögum, eins og komizt er að orði 1 skýrslu um bor anirnar. Hafa verið gerðar til- lögur um að bora á Innra- Hólmi, en menn virðast nú orð ið líta með nokkurri varúi á framhald þessarar tilrauna- starfsemi .Ég hef verið þeirr ar skoðunar alltaf, að 'halda hefði átt áfram jarðhitaleit á Leirá, því það er eini staður inn sunnan Skarðsheiðar, sem vitað er með vissu um að jarð hiti er á. — Við höfum ekkert rætt um hafnarmálin, og stækkun hafn ar, sem þú áttir mikinn þátt í á sínum tíma. Hvernig hef ur uppbyggingu hafnarinnar verið hagað, og hvað er fram undan í þeirn efnum? — Eins og ég gat um áðan, þá varð útogerð hinna áður nefndu athafnamanna til þess, að farið var að hugsa um höfn á A'kranesi. Hafnargerð hófst að einhverju marki um 1930. Þá var byrjað að gera innilokaða höfn ,en áður voru aðeins varir og bryggjubútar fyrir bátana, sem líka var lagt á iegunni. Árið 1945 voru keypt nokkur stór innrásarker frá Normandie, og koanst þá töluverður kippur í hafmanmál in og á árunum 1956 — 58 var gert gífurlegt átak hér 1 hafn armálum. Þá var hafnargarð urinn lengdur með einu keri, bátabryggjan var lengd, og Sementsverksmiðjubryggjan var byggð að mestu leyti. Þar með var komin lokuð höfn á Akra nesi, en þá var eftir að iengja hafnargarðinn um ca. 60 m. til að útiloka ókyrrð, sem enn er í höfninni í vondum veðr um. Þetta verkefni hefur stað ið til að framkjvæma í nokkur undanfarin ár, en enn hefur ekkert orðið úr framkvæmd um. Er þetta þó eitt mest að- kallandi verkefni í hafnarmál um á Akranesi, og þegar þessu er lokið, má telja höfnina ör- uigga í öllum veðrum. en fyrr ekki. Mörg verkefni eru þá eftir inni í höfninni sjálfri, svo sem dýpkun, og bætt að- staða fyrir smábáta, en það myndi þá koma á eftir leng ingu garðsins. — Nú eru bæjarstjórnarkosn ingar á næsta leiti, Daníel, hvernig er stjórn bæjarins háttað núna? — Framsóknarflokkurinn hef ur verið í minnihluta í bæjar stjóm á Akranesi undanfarin tíu ár, og allan þann tíma hafa Alþýðuflokurinn o@ Sjálf- stæðisflokkurinn haft samstarf í bæjarmálum. Mér finnst nú að það sé skoðun margra, að hyggilegt væri að stokka upp í bæjarstjóminni, slíkt sam starf sem meirihíutinn hefur haft hér, staðnar á skemri tíma en tíu árum. Framsóknar flokkurinn hefur átt vaxandi fylgi að fagna á Akranesi, og hann stefnir að þvi marki, að fá þrjá menn kjörna í bæjar- stjórn, en hefur haft tvo á undanförnum árum, og hafði þar áður einn bæjarfulltrúa. Listi Framsóknarflokksins á Akranesi við bæjarstjómar. kosningarnar í vor, er yfirleitt skipaður ungu fólki, og f bar áttusætinu er Ólafur Guð- brandsson vélvirkjameistari, vel metinn iðnaðarmaður í Sem entsverksmiðju ríkisins. Að öllum öðrum ólöstuðum, væri mikill fengur að því að fá Ólaf Guðbrandsson í bæjar- stjórnina. í öðru sætinu er svo Björr. H. Björnsson fram- kvæmdastjóri Flugeldagerðar- innar, fjórða sætið skipar Guð mundur Hermannsson ungur og vel metinn kennari við Barna skólann á Akranesi. Úr fiskverkun Þórðar Óskarssonar á Akranesi. Jón Ákason verkstjóri, stendur við nýja roðflettivél, sem kostaði um 700 þúsund krónur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.