Tíminn - 30.04.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 30.04.1975, Qupperneq 1
Söluskattur felld- ur niður og tollar lækkaðir: Matvara lækkai r um 621 D mi lli. kr. RIKISSTJORNIN hefur ákveðið að fella niður söluskatt af ýmsum matvörum, þ.e. brauðvörum, nýjum ávöxtum og grænmeti, kaffi, te og kakói, frá 1. mai að telja. Nánar tiltekið er hér um að ræða hvers konar framleiðslu brauðgerða, þ.e. brauð, kökur og kex, alla nýja ávexti og græn- meti, svo sem epli, appelsfnur, banana, tómata, gúrkur og kál- meti, enn fremur kaffi, te og kakó. Aætlað er, að niðurfelling sú á söluskatti, sem hér um ræðir, nemi 540 milljónum króna á árinu 1975. Auk þessarar lækkunar söluskatts munu tollar af eplum, appelsinum og fleiri tegundum nýrra ávaxta falla niður og nem- ur sú lækkun 83 milljónum króna á heilu ári. Þannig er áætlað að matvöruverð lækki samtals um 620 milljónir króna af þessum ástæðum. BH—Reykjavík — Vonir manna um, að storkurinn, sem settist að i Mýrdalnum fyrir skömmu, myndi lifa af islenzka vorið, hafa nú kulnað i nepjunni. Frá þvi storksins varð fyrst vart hafa menn reynt að fylgjast með ferðum hans, en ekkert borið á honum um nokkurra daga skeið, og i gær fann Landhelgisgæzlan hann undan Skarðsfjöru, dauðan, og mun það að likindum vera ný- skeð að hann týndi lifi. Hætta á far- aldri ef mænu sótt skyldi stinga sér nið- ur hér á landi „Það er aldrei hægt að útiloka, að faraldur myndi stinga sér niður hér á landi, og þvi er aldrei lögð nógu sterk áherzla á það, að fólk láti bólusetja sig”, sagði Skúli G. Johnsen, borgarlæknir, i viðtali við Timann i gær, en á mánudag hefst mænusóttarbólu- setning i Heilsuverndarstöðinni i Reykjavik. SJ-Reykjavik — Það er ekki að sjá neina teljandi breytingu á veðrinu, sagði Knútur Knudsen veðurfræðingur i gær, en þá var frost um allt land, norðan og norðaustanátt. Bjóst hann við sama veðri í dag og sennilega einnig á morgun. A hádegi i gær var frostið allt niður í h- 10 stig á láglendi, í Æðey og Grimsey, en hlýjast var á Fagurhólsmýri rétt undir frostmarki. Á Austur- landi var talsverð snjókoma og á Dalatanga var hvassvirði og sá ekki út úr augum. É1 voru á Norðurlandi og Vesturlandi, en Ekkert lát á kuldanum bjart á Suðurlandi. — Það var vont að fá þetta kuldakast núna og enginn vafi leikur á að það dregur úr gróðri, sagði Halldór Pálsson búnaðar- málastjóri. Mjög erfitt er að segja að svo komnu máli hvort tún kelur. Veturinn hefur verið langur og viða snjóþungur og illviðrasamur. Gjafartiminn er vfða orðinn langur og menn voru farnir að vonazt eftir að það færi að vora. i fyrra um þetta leyti var óvenju góð tið og menn voru að undirbúa sáningu i garða. En nú seinkar öllum vorverkum vegna kuldakasts- ins. Ástandið er þó ekki verra en við var að búast miðað við að- stæður. Einstaka maður er orð- inn heylaus, en landið i heild og flest byggðarlög hafa enn nóg fóður. — Ég geri ekki ráð fyrir að gróður deyji nema það allra við- kvæmasta, sagði Óli Valur Hansson garðræktarráðunaut- ur. útlitið er að visu ekki gott með trjágróðúr nú i kuldanum, en það er til bjargar að tré og runnar voru ekki farnir að vakna úr vetrardáinu. Fjölærar jurtir fara áreiðanlega hroða- lega. Jónas Jónsson ritstjóri Freys kvað bændur á Austurlandi ugg-. andi um kal vegna svellalaga og grun hafði hann um að hætta væri á kali i N-Þingeyjarsýslu. Vorið sagði hann orðið hart sums staðar á landinu. Hross væru t.d. enn á gjöf norður i Skagafirði og ef kuldinn stæði lengi horfði heldur uggvænlega. EFTIR 10 ÁRA SKÓLAHALD: Borgarlæknir sagði, að þvi miður hefði það sýnt sig undan- farin ár, að fólk hefði ekki áhuga á mænusóttarbólusetningum Heilsuverndarstöðvarinnar: „Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir þvi að hættan á faraldri er alltaf fyrir hendi og að hér er um alvarlegan sjúkdóm að ræða. Mænusóttarfaraldur hefur ekki gengið hér á landi siðan 1955 og þvi er talin hætta á að þó nokkur hópur fólks, sem hvorki hefur tekið veikina á unga aldri, né hefur nægilega vörn gegn sjúk- dómnum, sé algerlega óvarinn fyrir veikinni. Tvíhöfða lamb M.Ó-Sveinsstöðum — t dag bar gemlingur á Hnjúki i Vatnsdai fullburða lainbi, sem liafði tvö höfuð. Annað böfuðið virðist eðli- lega sett á hálsinn, en hitt er vax- ið út úr þvi aftan við auga. Virð- ast bæði höfuðin eðlileg að öðru leyti en þvi, að ranseiði er á báð- um snoppuni, þ.e. neðri skoltur- inn er styttri en sá efri. Lambið sýgur með hvorum munninum sem er, en virðist eiga erfitt með að kyngja. Lambið er þróttmikið en hefur ekki jafnvægi til að bera til að standa óstutt. Eigandi lambsins er Magnús Sigurðsson á 'Hnjúki. ENGINN LEIKFIMISALUR NE SERKENNSLUSTOFA FYRIR 550 NEMENDUR, OG KENNARARNIR GETA EKKI EINU SINNI TYLLT SÉR ALLIR í HLÉUNUM gébé-Rvík — A þessu ári eru 10 ár liðin sfðan Hvassaleitisskóli var tekinn I notkun, þ.e.a.s. 1. á- fangi skólans. Annar áfangi er einnig kominn I gagnið, en langt er frá að húsnæði skólans sé nóg fyrir hina 550 nemendur, sem þar stunda nám. Aðstaða er mjög bágborin, t.d. er enginn leikfimisalur, né nokkrar stofur fyrir sérkennslu, leikvcllir skól- ans alltof litlir, og aðstaða fyrir kcnnara og annað starfsfólk vægast sagt léleg. Það er þvl mjög aðkallandi að hraðað verði byggingarframkvæmdum við þriðja áfanga skólans. Leikvellir skólans eru litlir og illa búnir leiktækjum fyrir þann fjölda nemenda, sem sækir skólann samtimis. Þá sækja eldri unglingar úr hverfinu mjög á völlinn fyrir framan skólann til boltaleikja á öllum tima dags og er að sjálfsögðu mikið ónæði að þeim. Leikfimi- kennsla í skólanum er langt fyrir neðan lágmark, t.d. fá yngri nemendur skólans einn tima i viku i stærstu kennslu- stofunni, sem jafnframt er not- uð til tónmenntunar og notuð sem samkomusalur ásamt fleira. Eldri nemendur, eða frá 9—14 ára sækja leikfimitima einu sinni i viku i leikfimissal Rétt- arholtsskóla, en fáanlegir timar þar, samræmast ekki stunda- skrám HvassaleitiSskóla, og er þvi oft, að börnin þurfa að mæta kl. 8 á laugardagsmorgnum i einn tima, þvi að önnur kennsla er ekki á laugardögum. Handavinnustofur i skólanum eru engar, og þurfa stúlkur að hafa meö sér handavinnu sina og drengirnir notast við bráða- birgðaaðstöðu i almennri kennslustofu, en stærð þeirrar stofu nálgast þriðjung þess, sem talið er hæfilegt samkvæmt reglum. Stafar þar oft hætta af vélanotkun við kennsluna. Eng- in muna eða efnisgeymsla er I sambandi við handavinnuna. Þá vantar teiknistofu, tón- menntastofu og sérkennslustofu fyrir leshjálpargeymslu. Les- stofa og bókasafn er ekkert i skólanum, né heldur samkomu- salur, og er ekki hægt að kalla saman i einu nema tvo bekki, hvað þá að setja eða slita skól- anum, halda fundi eða skemmt- anir. Sú bráðabirgðakennarastofa, sem nú er notast við, rúmar ekki alla kennara samtimis, en þeir eru 29 að tölu, og engin að- staða er fyrir kennara til að vinna i skólanum, eða undirbúa sig undir kennslu. I 2. áfanga byggingafram- kvæmdanna er kennaraher- bergi, sem einnig er notað fyrir skrifstofu yfirkennara og kennslutækjageymslu. Stærð þess er 22,5 fermetrar. I reglum um húsnæði til hliðstæra nota, er gert ráð fyrir 150 fermetrum, til kennarastofu, kaffistofu, skrifstofu, eldhúss og skrifstofu skólastjóra. Framangreint hús- næði i Hvassaleitisskóla er sam- tals 55,7 fermetrar og skortir þvi á, að viðunandi húsnæðis- stærð sé fyrir hendi. Þá er engin aðstaða fyrir heilsugæzlu i skólanum, og hefur hjúkrunarkona aðstöðu i litilli bókageymslu, sem þiljuð hefur verið af við enda gangs. Læknir telur ekki unnt að skoða börnin i þessu húsnæði. Heildarhúsnæði skólans er nú 1840 fermetrar, en um 1600 fer- metra vantar á til að viðunándi megi teljast. öllum má vera ljóst hvaða áhrif húsnæðisvand- inn hefur á skólastarfið og hve brýn nauðsyn er að hraða bygg- ingarframkvæmdum. Marg- sinnis hafa bréf verið send til fræðslustjóra og annarra for- ráðamanna i skólamálum, en litið gerzt enn. 1 fjárveitingú fjárhagsáætlunar Reykjavikur- borgar, hefur verið áætluð upp- hæð á hverju ári sem verja á til byggingar þriðja áfanga Hvassaleitisskóla, en sú upphæð hefur alltaf verið skorin niður i núll, um áramót. Þó standa von- ir til að vissri upphæð verði var- ið til teikninga og jafnvel útboðs á verkinu i ár, en enn er allt ó- vist um það mál.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.