Tíminn - 30.04.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.04.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 30. aprll 1975. Menntamálaráðh. svarar fyrirsp. um iðnfræðslu: Iðnnám mun vafalaust færast í fjölbrautaform í framtíðinni í GÆR svaraði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra fyrirspurn um iðnfræðslu og tæknimenntun, en þessa fyrir- spurn lagði Þórarinn Þórarinsson (F) fram fyrir nokkru. Þórarinn situr hafréttarfundinn i Genf þessa dagana og gerði þvi Sverrir Bergmann, varamaður Þórarins, grein fyrir fyrirspurninni. Sagðist hann m.a. vænta svara um störf nefna, sem menntamálaráðu- neytið hefði skipað á sinum tima til að fjalla um þessi mál. Menntamálaráðherra sagði m.a. i svari sinu: „Hinn 10. og 22. júli 1970 og 9. febrúar 1971 skipaði menntamála- ráðuneytið verk- og tækni- menntunar- nefnd til þess að kanna stöðu tæknimenntun- arinnar innan skólakerfisins og eðlileg tengsl hinana ýmsu fræðslustiga og gera tillögur um endurbætur i þessum efnum. nefningar, Rúnar Backmann, iðnnemi samkvæmt tillögu Iðn- nemasambands Islands, Snorri Jónsson, framkvæmdastjóri, samkvæmt tillögu Alþýðusam- bands Islands, og Þór Sandholt, skólastjóri, samkvæmt tillögu Sambands iðnskóla á tslandi. Þegar i upphafi útvegaði ráðu- neytið nefndinni margskonar gögn sem hún baö um. Formaður nefndarinnar og Óskar Hall- grimsson formaður iðnfræðslu- ráðs og Óskar Guðmundsson, framkvæmdastjóri iðnfræðslu- ráðs, en hann hefur unnið mikið fyrir og með nefndinni, fóru i kynnisferðir, sumir um Norður- lönd og sumir til Þýzkalands og formaðurinn sat einnig ráðstefnu varðandi iðnfræðslumál á vegum menningarmálaráðs Evrópu- ráðsins og efnt var til ráðstefnu um verkefni nefndarinnar hér I Reykjavik. Menntamálaráðuneytið hefur við fjárlagagerð undanfarin ár farið fram á fjárveitingu til þess að ráða verkfræðing i þjónustu sina til þess að sinna iðnfræðslu- málum og þá m.a. endurskipu- ■liUllLBUBHUHHIHJPIH ^^^^fc i 11 m I m Þessi nefnd lauk störfum 5. júli 1971 og skilaði itarlegu áliti, sem m.a. fól i sér tillögur um endur- skoðun iðnfræðslulöggjafarinnar, m.a. með það fyrir augum að rikissjóður einn greiddi kostnað við iðnskóla, en i gildandi lögum er mælt fyrir um að rikissjóður og sveitarfélög greiði þennan kostn- að sameiginlega. Hinn 15. febrúar 1973 skipaði menntamálaráðu- neytið nefnd til þess að endur- skoða lög nr. 68 frá 1966 um iðn- fræðslu og lög nr. 18 1971 um breytingu á þeim lögum, og átti þessi nefnd aö skila frumvarpi til nýrra iðnfræðslulaga fyrir árslok- 1973. I nefndina voru skipaður Guð- mundur Einarsson verkfræðing- ur, formaður, án tilnefningar, Haukur Eggertsson, framkvæmdastjóri, samkvæmt tillögu Félags isl. iðnrekenda, Ólafur Pálsson, húsasmiðameist- ari, samkvæmt tillögu Lands- sambands iðnaðarmanna, Óskar Hallgrimsson bankastjóri, án til- lagningu iðnfræðslunnar. Fékkst lengi vel ekki fé til þessa, en það hefur nú verið veitt og réði ráðu- neytið Hákon Torfason verkfræð- ing I þjónustu sina á sl. ári og hefur hann jafnframt starfað fyrir endurskoðunarnefnd iðn- fræðslulaga siðan i haust. I menntamálaráðuneytinu hefur verið mynduð verk- og tæknimenntunardeild til þess að sinna sérstaklega verkmenntun- armálum, m.a. i framhaldi af setningu hinna nýju grunnskóla- laga. Þá hefur ráðuneytið lagt áherzlu á að hraðað yrði endur- skoðun námsskrár fyrir iðn- fræðsluna, en það er starf sem iðnfræðsluráð á að hafa með höndum. I fjárlögum þessa árs er varið 6 milljón krónum til námsskrár- gerðar i verklegu námi fyrir iðn- fræðslu- og f jölbrautaskóla, Menntamálaráðuneytið hafði for- göngu um að skipuleggja starfið, sem er mjög umfangsmikið þvi viðurk. iðngreinar eru yfir 50 talsins. Greinargerð Ingvars Gíslasonar fyrir atkvæði í járnblendimálinu Við atkvæðagreiöslu við 2. umræðu um frumvarpiö um járn- blendiverksmiðju I Hvalfirði gerði Ingvar Gislason svofellda grein fyrir afstöðu sinni: ,,AÖ minum dómi er mörgu ábótavant i þing- legri meðferð þessa máls, að ekki sé sagt aö- finnsluvert. Ég tel, að máliö hafi ekki fengið nægilega athugun I þinginu, og mörgum spurn- ingum um mikilvæga þætti þess er enn ekki fuil- svarað. Ég tel, að Alþingi hefði átt aö geyma af- greiðslu þessa máls til haustþings, en fela sér- stakri þingmannanefnd að kanna betur málsá- stæður milli þinga. Þrátt fyrir þessa skoöun mlna, þýðir hún ekki, aö ég sé fyrirfram andvigur stóriöjurekstri I samstarfi viö er- lenda aöila, né þessari verksmiðju sérstaklega. En ég er ekki við þvi búinn að taka endanlega afstöðu til þessa máls og hef tekiö þá ákvörðun að greiða ekki atkvæði.” Ræða Ingvars við 3. umr. máisins veröur birt I heiid siöar hér I blaöinu. Verk þetta er nú hafið og er það unnið á vegum Iðnfræðsluráðs i nánu samstarfi við menntamála- ráðuneytið. Á þessu ári verður einkum unn- ið að námskrárgerð i málmiðna-, bygginga- og rafiðnagreinum. Stefnt er að þvi, að fyrstu drög að námskrám i málm- og tréiðn- greinum verði tilbúin næsta haust, og að kennt verði eftir þeim i Fjölbrautaskólanum i Breiðholti næsta skólaár. Þá er einnig stefnt að þvi að til- raunakennsla i iðnfræðsluskólum samkvæmt nýrri námskrá geti hafizt á næsta skólaári i smáum stil. Iðnfræðslulögin frá 1966 og 1971 eru að ýmsu leyti mjög erfið i framkvæmd og löngu orðið tima- bært að setja nýja löggjöf um þetta efni. Með iðnfræðslulögun- um frá 1966 var ákveðið að iðn- skólar skyldu vera einn i hverju kjördæmi landsins auk þeirra skóla sem þá störfuðu og höfðu minnst 60 nemendur, er lögin tóku gildi. Skólarnir eru kostaðir sameiginlega af rikissjóði og sveitarfélögum. Verulegrar óánægju gætti sums staðar með staðsetningu skólanna og menn vildu ekki leggja niður gömlu iðn- skólana, sem voru að visu mjög fámennir sumir hverjir, en menn hafa þrátt fyrir það kosið að halda þeim og hefur ekki verið talið fært annað en halda uppi iðnskólum viðar en lögin gera ráð fyrir. Er þetta svo bæði á Austur- landi og Vesturlandi og raunar um allt landið. Með tilkomu fjöl- brautaskóla t.d. Fjölbrautaskól- ans i Breiðholti er ætlunin að þar verði iðnnámsbraut og mun iðn- námið vafalaust færast i fjöl- brautarform viðar þegar fram liða stundir. En þá þarf einnig að tryggja að það iðnnám sem fjöl- brautarskólarnir veita, veiti nemendum sams konar réttindi og ef nám væri stundað i venjulegum iðnskóla. Sú breyting mun vafalaust verða að bóknám iðnskólanna færist i grunnskólana, en iðnskól- arnir verði meiri sérfræðiskólar, meiri fagskólar eftir en áður. Það er mjög brýnt að endur- skoða löggjöfina um iðnfræðslu og væntir ráðuneytið að sú nefnd sem situr og setið hefur miklu lengur að störfum en gert var ráð fyrir i fyrstu að vera þyrfti, ljúki nú verkefni sinu þannig að unnt verði að leggja nýtt frumvarp um þetta efni fyrir Alþingi er það kemur saman i haust. Ráðuneytið skrifaði iðnfræðslunefnd hinn 13.6 1974 um að hraða störfum og hefur nú farið fram á að nefndin skili lagafrumvarpi fyrir 1. ágúst n.k. Endurskoðun löggjafarinnar og aukin verkmenntunarkennsla er eitt af þvi allrabrýnasta sem nú þarf að sinna i þjóðfélaginu”. Liðinn vetur þungur í skauti Hjá Bjargráðasjóði liggja óafgreiddar umsóknir 28 aðila. Tjón, sem búið er að meta, nemur tæpum 17 millj. kr., en ekki eru öll kurl komin til grafar Það kom fram I svari Geirs Hailgrimssonar forsætisráðherra I tiiefni fyrirspurnar Ragnars Arnalds (Ab) um bætur vegna snjó- flóöa á Siglufirði, að hjá Bjargráðasjóöi liggja nú óafgreiddar umsóknir 28 aöila, einstaklinga og fyrirtækja, um fyrirgreiðsiu vegna tjóna af náttúruhamförum, aðallega af völdum snjóflóða og hvassviðra, sem orðið hafa á tlmabilinu desember 1974 til febrúar 1975.1 25 tilvikum af þeim 28, sem að framan eru greind, hafa farið fram matsgerðir. Tjón samkvæmt matsgerðunum nema alls 16.848,738. ómetin eru tjón I Hnifsdal, á Siglufiröi og á Fáskrúðsfirði, sem ætla má að nema muni verulegum fjárhæö- um. Inni I þessari mynd er að sjálfsögðu ekki tjónið I Neskaupstaö, sem talið var nema 500 millj. kr. eöa meira. Forsætisráðherra sagði, að ekki væri unnt að svara þvl afdráttarlaust á þessu stigi hvernig afgreiðslu einstakra bótakrafna yrði háttað. AAatthías Á. AAathiesen fjármálaráðherra: Mælti fyrir frumvarpi til aukafjárlaga I fyrirspurnartlma i sameinuöu þingi i gær, svaraöi Vilhjálmur Hjálmarsson nokkrum fyrir- spurnum, auk fyrirspurnar um iðnfræðslu og tæknimenntun, sem sagt er frá annars staöar á síö- unni. Hann svaraði fyrirspurn Sigurðar Blöndal um aðild Is- lands að háskóla Sameinuðu þjóð- anna, fyrirspurn Helga Seljan um afnotagjöld útvarps, fyrirspurn Þórarins Þórarinssonar um framhaldsnám hjúkrunarkvenna og fyrirspurn Karvels Pálmason- ar um sjónvarpsupptöku leikrita af sviði Þjóðleikhússins og Iðnó. Væntanlega verður sagt frá þess- um málum fljótlega á þingslð- unni. Matthias Á. Mathiesen fjár- málaráðherra mælti I gær fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 1972, en samkvæmt þvi er leitað heimildar fyrir ölium um- framgjöidum að fjárhæð, sem nemur 1.914.275 þús. króna. 1 ræðu sinni sagði Matthias A. Mathiesen fjármálaráðherra m.a.: „Við fyrstu umræðu fjár- lagafrumvarps fyrir áriö 1974 gerði forveri minn I embætti fjármálaráð- herra grein fyr- ir afkomu rikis- sjóös árið 1972 og jafnframt var lögð fram grein- argerð rlkisbókhaldsins um af- komuna. Þar var nokkur grein gerð fyrir frávikum fjárlaga og reiknings og má vlsa til þeirra skýringa. Fjárlög fyrir árið 1972 gerðu ráð fyrir gjöldum aö fjárhæð 16.440.549 þús. kr., ef gjöld Al- þingis eru ekki meðtalin, enda er ekki leitað heimilda fjáraukalaga fyrir þeim umframgjöldum. Sambærileg fjárhæð reiknings nam 18.263.787 þús. kr. eöa 1.823.238 þús. kr. umfram fjárlög. Sundurliðun fjáraukalaganna miðast við hvert ráðuneyti og þar sem gjöld heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins reyndust 91.037 þús. kr. undir áætlun fjár- laga er samtala fjáraukalaganna 1.914.275 þús. kr. Ef litið er á stærstu einstöku frávikin kemur I ljós að 4/5 hluta umframgjalda má rekja til eftir- farandi fjögurra þátta: Gjöld Vegageröar námu 629.623 þús. kr. umfram fjár- lög. Gjöld vegna niðurgreiöslna á vöruverði námu 495.652 þús. kr. umfrám fjárlög. Vaxtagjöld námu 238.457 þús. kr. umfram fjárlög og gjöld landhelgisgæzlu námu 195.239 þús. kr. umfram fiárlög. Þessir fjórir liðir nema samtals 1.558.971 þús. kr. Mismunurinn 355.304 þús. kr. dreifist á ýmsa liöi, þar á meðal eru 125 millj. kr. sem framlag til Landsvirkjunar, sem ekki hafði verið gert ráð fyrir i fjárlögum. Til nánari skýringar á framan- greindum umframgjöldum aö fjárhæð um 1.914 millj. kr. skal þess getið, að verulegur hluti þeirra byggist á ýmsum laga- ákvæöum, þar á meöal ákvæðum laga um ráðstöfun tiltekinna tekjustofna ríkisins I ákveöin verkefni, lántökuheimildum til umframgjalda á vissum sviðum og notkun heimildarákvæöa fjár- laga. 1 greinargerð rlkisbók- haldsins kemur fram, að þegar tekiö hafði verið tillit til þessara sérstöku gjaldaheimilda námu umframgjöldin 844,4 millj. kr. á árinu 1972. Hins vegar er þörf á staðfestingu þessara aukafjár- veitinga með fjáraukalögunum.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.